Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981 sér ákveðnar og sjálfstæðar skoð- anir á mönnum og málefnum. Hún naut lesturs góðra bóka og var sérstaklga vel að sér í fagurbók- menntum Norðurlanda, og þá ekki sízt Svíþjóðar. Er mér í minni frá góðri samverustund lifandi frá- sagnargleði frú Hjaltlínu útfrá nóbelsskáldinu Selmu Lagerlöf, sem hún dáði. Leyndi sér ekki þekking hennar og skarpur skiln- ingur. Að lokinni jarðvist frú Hjalt- línu M. Guðjónsdóttur frá Núpi, efast ég ekki um, að fjölmörgum verði hugsað til ávaxta lífs hennar og starfs, sem svo margir hafa notið og njóta framvegis. Fyrir utan iífsstarfið tengt Núpsskólan- um og Skrúði má vel í þessu sambandi muna mikilvæg ábyrgð- arstörf þjóðkunnra sona hennar, þeirra Hlyns veðurstofustjóra og Þrastar skipherra. Fáir munu hafa ræktað „sinn garð“ af meiri ást og umhyggju en frú Hjaltlína. Hún unni öllum gróðri og fegurð í manni og mold. Blessuð veri minn- ing hennar. Ég tek að lokum undir með séra Matthíasi: nHver dajfsins jjeisli deyr ohk hér að kveldi. en dajfur Guðn á eilíft numarveldi. Baldvin Þ. Kristjánsson. Á níunda tug fyrri aldar fluttu hjónin Guðjón Arnórsson og Rak- el Sigurðardóttir norðan úr Jökul- fjörðum vestur á Ingjaldssand og fóru að búa á Brekku. Arnór faðir Guðjóns var sonur séra Hannesar Arnórssonar prófasts í Vatnsfirði. Þeim Guðjóni og Rakel á Brekku fæddist dóttir 4. júlí 1890. Hún var skírð Hjaltlína Margrét og það er hún sem síðustu 60 árin hefur verið kennd við Núp í Dýrafirði. Á þeim árum var það títt að menn færu til róðra við Djúp seinni hluta vetrar víðsvegar að af Vestfjörðum , allt vestan úr Rauðasandshreppi og sunnan úr Reykhólasveit. Guðjón á Brekku var einn í tölu vermanna við Djúp. Verbúðirnar í Bolungarvík, Selja- dal og Kálfadal veittu lítinn mun- að. Sjórinn krafðist jafnan mann- fórna en dvölin í verstöðvunum varð líka ýmsum um megn. Eink- um þótti hætt við því að ölkærir menn fengju lungnabólgu. Guðjón á Brekku var einn þeirra manna sem ekki varð afturkomu auðið úr verinu. Hann dó 21. mars 1893. Hjaltlína var því ekki fullra þriggja ára þegar hún missti föður sinn. Rakel hélt áfram búskap á Brekku. Var lengi hjá henni vinnumaður eða ráðsmaður að nafni Guðbjartur Jónsson. Enginn þótti hann lærdómsmaður enda hafði hann ekki verið settur til mennta. Ýmsum urðu minnisstæð þau orð sem mælt voru við útför hans að honum hefði verið staf- rófskver, lögbók og biblía að líkna málleysingjum sem honum var trúað fyrir og þóttu þetta sann- mæli. Én því er þetta rifjað upp hér að bæði snertir það göfugan þátt gamallar alþýðumenningar og þó einkum vegna hins að það er ekki áhrifalaust að alast upp með slíkum manni. Hafa ýmsum gefist vel uppeldisáhrif hjartamennt- aðra manna þó lítt væru lærðir og það hygg ég að Hjaltlínu þætti ekki miður að Guðbjarts sé getið þegar eftir hana er mælt. Hjaltlína stundaði nám í ung- mennaskóla séra Sigtryggs á Núpi veturna 1908—1910. Næsta vetur var hún ráðin til barna- kennslu á Ingjaldssandi, en vetur- inn 1911—1912 var hún við sauma- nám á Isafirði. Eftir það fór hún til náms í Kennaraskólanum og lauk kennaraprófi vorið 1915. Næstu veturna var hún barna- kennari í Mýrahreppi, farkennari á Ingjaldssandi og Lambahlaði. Lambahlað er skammt fyrir innan Gemlufell og þar hafði þá verið byggt skólahús þó að nú sé það jafnað við jörðu svo að engar menjar sjást eftir. Árið 1918 urðu þáttaskil í lífi Hjaltlínu, því að 12. júlí það ár giftist hún séra Sigtryggi Guð- laugssyni á Núpi. Þá var hún 28 ára en brúðgumann skorti nokkr- ar vikur til að fylla 56. árið svo að hann mátti kailast tvöfalt eldri. Séra Sigtryggur hafði sagt vin- um sínum að það væri eigingjarnt af sér að leita sér kvonfangs. Hann vissi að þeim ráðahag fylgdu ýmsir erfiðleikar fyrir kon- una þar sem hann hugsaði ekki fyrst og fremst um eigin hag, en myndi þó eiga betri daga.í sam- búðinni. „En sú sem kæmi til móts við mig yrði að gera það til að taka á sig aukið erfiði og áhyggjur með sjálfsafneitun og máske skorti." Haltlína var fullþroska kona þegar hún giftist, hafði búið sig undir að geta verið og vera sjálfstæð, staðföst manneskja sem fór eigin götur. Séra Sigtryggur var flestum mönnum sjálfstæðari og fór ekki alltaf almannavegi. Mun því stundum hafa þótt tví- sýnt hversu svo stæltir stofnar gætu samiaðast svo að vel færi til lengdar. Hér kom margt jákvætt til sem gerði sambúðina farsæla. Lífs- skoðun og lífstrú féll í öllum megindráttum saman. Hjaltlína þorði vel að taka áhættu vegna góðra mála. Og hvort um sig báru þau djúpa virðingu fyrir sjálf- stæði hins. Veturinn áður en Hjaltlína gift- ist bjó hún sig undir kennslu við skólann á Núpi með hannyrða- námi í Landakoti í Reykjavík. Síðan kenndi hún stúlkum handa- vinnu 1919—1933. Hér verður ekki fjölyrt um skólastörf þeirra hjóna né heldur ræktunarstörf. Það hefur verið gert annars staðar og rækilegar en hér er unnt. Það samstarf var náið og farsælt. Ekki er því að neita að stundum heyrðist að Hjaltlína væri siða- vönd og ströng og kannski hefur þá einhvern tíma verið talað um kreddur og sérvisku. Víst var hún siðavönd en það var þáttur af vandvirkni hennar, að gera hvern hlut svo vel sem mögulegt væri og horfa þá ekki í tíma og fyrirhöfn. Aldrei mun henni hafa verið borið að hún væri strangari við aðra en sjálfa sig. Víst gerði hún kröfur og ætlaðist til nokkurs, enda hug- myndir hennar ákveðnar um það hvað réttast væri. En hún vissi vel að eitt er að vilja og langa til og annað að gera. Ungum fannst mér það nokkur mótsögn við daglegan lífsstíl og stefnu hennar hve vægilega hún dæmdi sum hlið- arspor og frávik sem mér virtist ganga þvert á stefnuna. Hún var víðsýnni en ég hafði áttað mig á við fyrstu kynni, hófsamari í hjarta og vægari í dómum en mér fannst þá, í samræmi við þá mælistiku daglegrar breytni sem hún taldi réttasta. Ýmsir munu kalla að lífsstarfi Hjaltlínu hafi verið lokið þegar manni ævinlega tekið tveim hönd- um og alltaf nóg pláss fyrir ferðalanga sem gista þurfa í bænum. Á því sviði voru þau 39 maður hennar lést 1959. Þá var hún sjálf að verða sjötug og ekki heilsustyrk. Síðustu árin beið hún umskiptanna á sjúkradeild Hrafn- istu. Gömul kona var komin út úr umsvifum hins daglega lífs. Þá vill oft fenna yfir sporin. Persónan er ekki lengur á dagskrá. Sá er gangur lífsins. Og misjafnt virðist það vera hvað hver og einn gerir sér úr slikum biðtíma. Hjaltlína hélt lengi hugsun og skoðun og minntist vina sinna í bænum sínum. Hjaltlína Guðjónsdóttir var gæfukona. Hún fékk að lifa fyrir hugðarmál sín í samstarfi við mann sem hún unni og virti umfram aðra menn. Hún fékk að annast hann í langri og góðri elli til hinstu stundar. í elli sinni vissi hún syni sína báða, Hlyn veður- stofustjóra og Þröst skipherra, virta og farsæla starfsmenn í þýðingarmikilli þjónustu. Hún var mikill vinur vina sinna. Vináttan er dýrmæt gjöf en dýr- mætust vegna þess sem maðurinn gefur sjálfur. Gott er að njóta vináttu og fulltingis en gildi vin- áttunnar er þó mest er hún kennir að gefa og fórna. Slíkur vinur var Hjaltlína á Núpi. Hún kunni að gefa. Því er hún ógleymanleg per- sóna. Því er gott að muna hana. Því er blessun að hafa notið vináttu hennar. Halldór Kristjánsson frá Kirkjuboli. hjónin bæði samhent um að vilja greiða úr öllum vanda. Um sl. vor þegar ég þurfti að leggjast inn á sjúkrahús og dvelja þar um tíma var ekki talið eftir sér að koma í heimsókn og rabba við mig til að stytta tímann, þannig var frændi ævinlega. Ragna mín og aðrir ástvinir ég er þess fullviss að þar sem Guðni frændi dvelur nú er hann laus við allar þjáningar og þar líður hon- um vel og vona það megi verða ykkur styrkur á þessum erfiðu dögum. Eg vil að síðustu á erindi úr Heilræðavísum Hallgríms Pét- urssonar sem mér finnst frændi minn hafa gert að leiðarljósi í sínu lífi. Litillátur, Ijúfur on kátur. leik þér ei úr máta. Varast spjátur, hæúni. hlátur. heimskir menn sig státa. BlessuA sé minninx hans. Birgitta Guðjónsdóttir Guðni Erlendur Sig- urjónsson Fæddur 12. nóvember 1909. Dáinn 31. janúar 1981. Mig langar í örfáum orðum að minnast Guðna móðurbróður míns eða „Guðna frænda" (eins og við kölluðum hann oftast.) sem var til moldar borinn 9. febrúar sl. Ég kynntist ekki frænda mínum fyrr en ég var komin undir tvítugt enda langt á milli ég austur á Vopnafirði hann í Reykjavík þar sem hann bjó ásamt konu sinni Ragnhildi Davíðsdóttur sem lifir mann sinn. Bæði voru þau Vopn- firðingar þar fædd og uppalin, bjuggu þau þar fyrstu búskparár sín, en vegna vanheilsu hans fluttu þau síðar til Reykjavíkur og bjuggu þar æ síðan. - Minning Guðni frændi var alltaf heilsu- lítill og þurfi oft að liggja lengi rúmfastur sérstaklega fyrri æviár sín. Kom þá vel í ljós hve hagur og listrænn hann var í höndunum, þótt engrar tilsagnar hefði hann notið. Bera útskornu hlutirnir eftir hann þess augljóst merki hve langt hann hefði getað náð ef kostur hefði verið á námi. En þar var ekki stuðst við annað en eigin smekk, fágað handbragð svo og vasahnífinn. Lengst af vann frændi minn við leigubílaakstur en allra síðustu ár var hann baðvörður við Réttar- holtsskóla og var vel látinn af öllum sem þekktu. Mér er minnisstætt hve gott var að koma á Hrísateiginn þar var Minning: Sveinn Anton Stefánsson Fæddur 16. júlí 1932. Dáinn 12. febrúar 1981. í dag er til moldar borinn Sveinn Anton Stefánsson, skip- stjóri, til heimilis að Holtagerði 67, Kópavogi, Sveinn, eins og hann var nefndur, var ættaður úr Skagafirði, faðir hans var Stefán Sveinsson uppalinn hjá foreldrum sínum í Fellshreppi og Siglufirði, og Ólöf Sigfúsdóttir frá Geir- mundarhóli í Fellshreppi, hún var ættuð úr fram Skagafirði af ágætu fólki komin. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Fellshreppi og fluttist síðan með þeim til Hofsóss. Strax barn að aldri var allur hugur hans við sjó. Þar var allur hans hugarheimur. Ekki dró það úr áhuga hans að gamall föðurafi hans Sveinn Stef- ánsson úr Lónkoti hafði á sínum síðustu árum sjósókn á smáfleytu sér til framfæris, og reri frá Lónskotsmöl og síðan Hofsósi. Innan tíu ára aldurs elti hinn ungi Sveinn afa sinn í öllum hans störfum viðkomandi sjónum og fékk svo að fara á sjóinn strax og mögulegt var. Foreldrar Sveins áttu tvo drengi og var Sigfús bróðir hans nokkrum árum eldri. Fór það svo að þeir drengirnir voru með afa sínum á smáfleytu, og síðan á lítilli trillu, sem þeir kölluðu „Erling" og gerðu hana út úr Hofsósi. Faðir Sveins var vélstjóri á skipi frá Siglufirði og var því oft langdvölum að heiman. Bræðurnir Sigfús og Sveinn urðu ungir að árum harðskeyttir dugn- aðarmenn og sjósóknin var það sem hugur þeirra beindist að. Þeir sem þekktu föðurætt þeirra lengra fram þótti það eðlilegt, því amma þeirra, móðir Stefáns Sveinssonar var alsystur hins alkunna skip- stjóra og aflamanns Jóhanns Magnússonar frá Selárbakka og það fannst sumum sem til þekktu, að segja mætti um Svein Stefáns- son, þegar hann var orðinn skip- stjóri, sömu orðin og standa í hinu mikla ritverki „Skútuöldin" um Jóhann Magnússon. „Hann var snar í snúningum, eitilharður og frábærlega fylginn sér. Fjör hans, ömmukvæðin hans og ákafi voru með fádæmum, enda var eins og allir lifnuðu við og yrðu kvikari í hreyfingum sem með honum unnu.“ Og svo áfram sé vitnað í „Skútuöldina": Var nú siglt að Grímsey, og lágu þar mörg há- karlaskip. Þegar uppi birti var hafís kominn upp fyrir Grímsey, og sigldu flest skipin til Eyja- fjarðar. Jóhann sigldi sínu skipi austur að Langanesi, fékk þar 130 tunnur lifrar og sigldi með þær til Eyjafjarðar. Voru þá hin skipin að koma frá landi aflalaus, þetta endurtók sig oft, að Jóhann fékk góðan afla fyrir djarfleik sinn, en þó jafnframt hyggindi og heppni. Þrátt fyrir það, þótt Jóhann þætti djarfur sjósóknari, vildu allir hjá honum vera, enda hafði hann valinn mann í hverju rúmi.“ Einn- ig þessi lýsing kemur heim við Svein, hann skapaði sínum mönnum ævinlega góðan hlut, fékk oft fisk þegar aðrir fengu ekki, enda kunni hann öðrum mönnum fremur að búa sig út með veiðarfæri. Það var sama hvort hann væri að dragnótaveiðum á Skagafirði, skelfiskveiðum á Breiðafirði, rækjuveiðum á Eld- eyjarbanka eða á togveiðum við Suður- og Vesturland, yfirleitt fékk hann meiri afla en aðrir. Kom þar til athygli hans og gott minni. Aldrei skrifaði hann hjá sér fjarlægðir, dýpi eða mið, hann mundi þetta allt. Sveinn yfirgaf átthaga, og fór suður til sjó- mennsku. Strax upp úr fermingu var hann á ýmsum bátum og togurum. Meðal annars var hann hjá Friggbræðrum í Vestmanna- eyjum, Ármanni Friðrikssyni, Jónmundi Gíslasyni, Kolbeini Sig- urðssyni, Guðjóni Halldórssyni og Guðmundi Sigurðssyni. Árið 1967 kaupa þeir bræður bát úr Þorlákshöfn og nefndu hann „Erling", bar sá bátur ein- kennisstafina RE 65, þeir bræður hættu síðan að gera út saman eftir að Sigfús festi ráð sitt og flutti í Hofsós. Sveinn keypti síðan annan bát úr Þorlákshöfn. Var hann einnig nefndur „Erlingur", átti þann bát í nokkur ár en seldi síðan, og keypti þriðja bátinn, nú stálbát tæpra 100 tonna, var hann einnig skírður „Erlingur" RE 65. Lét Sveinn vel að þeim bát enda fiskaði hann mikið á hann. Vertíð- ina 1979 fékk Sveinn einu sinni sextíu tonn út á Grindavíkurdýpi og tók túrinn tvo sólarhringa frá því farið var úr höfn og komið var þangað aftur. Sú saga er sögð af þessum túr, að það hafi verið þarna á bleiðunni nokkrir bátar og togarar, blöskraði togaraskip- stjórum uppgjöfin hjá Sveini enda var hann að fá mun meiri afla en þeir, hafði einn þeirra á orði að þetta væru náttúrlega bara báta- tonn en þau tonn eru víst mun minni en önnur tonn, kom þá inn kunningi Sveins og sagði, að ævinlega kæmi meira upp úr „Erlingi" en Sveinn gæfi upp. Þetta stóðst, Sveinn gaf upp 55 tonn þegar hann fór til lands en upp komu tæp 60 tonn. Er þetta mikið afrek því meirihluti aflans var slægður fiskur, og svo það að áhöfnin var ekki nema 6 menn. Þarna var Sveinn með troll sem hentaði þessu svæði sérstaklega. Sveinn kynntist eftirlifandi konu sinni Þórdísi Gísladóttur árið 1953. Þórdís er dóttir hjón- anna Jóhönnu Björnsdóttur, ætt- aðri úr Bolungarvík, og Gísla Gíslasonar, ættuðum af Snæfells- nesi, bjuggu þau í Viðey og þar fæddist Þórdís. Þeim Þórdísi og Sveini varð sjö barna auðið, þau eru: Gísli Stefán, kvæntur Ágústu Meldal, Ólöf trúlofuð Jóni Jör- undssyni, Jóhanna, kvænt Ólafi Viggóssyni, Syeinbjörg Þórdís í heimahúsum, Hafdís í heimahús- um, Sveinn Anton í heimahúsum, og Guðrún Svava sem er yngst aðeins 7 ára. Barnabörn voru orðin þrjú. Árið 1973 fékk Sveinn hjarta- áfall. En hann breytti í engu sínum háttum því kjarkurinn, var óbilaður. Veikindum sínum tók hann með karlmennsku og æðru- leysi. Aldrei heyrði nokkur maður hann kvarta, slíkt var svo víðs- fjarri hans skapgerð. Skap hans var veiðimannsins,: Hart og hrein- skiptið, en undir sló gott hjarta sem ekkert aumt mátti sjá hvorki hjá mönnum né skepnum. Hann hafði virðingu samferðamanna sinna. Hann var drengur góður. Deyr té. deyja frændr. deyr sjalfr et sama. en orðstírr deyr aldrijfi. hveim es sér tcóðan jcetr. Og nú þegar Sveinn er sigldur á fund feðra sinna og frænda, sendi ég Þórdísi, börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, ættingjum og vinum mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Einar Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.