Morgunblaðið - 24.02.1981, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1981
12
\
T>
JL—^aráttan fyrir forsetakosn-
ingarnar í Frakklandi 26. apríl og 10. maí er í
uppsiglingu og Valery Giscard d’Estaing forseti,
sem hefur dregið að tilkynna framboð sitt þar
sem hann hefur nær ótakmarkaðan aðgang að
sjónvarpi, á í miklum erfiðleikum.
Flokkur hans galt mikið afhroð í aukakosning-
um, sem fóru fram í lok síðasta árs. Fylgi hans
hefur dvínað samkvæmt skoðanakönnunum. Sam-
kvæmt þeirri síðustu hefur aðalandstæðingur
hans, Francois Mitterand, tekið forystuna. Þing-
nefnd hefur sýknað innanríkisráðherra hans af
ákæru um afglöp í atburðunum, sem leiddu til
morðsins á þingmanninum de Broglie prins, en
nýjar „uppljóstranir“ í málinu eru birtar nær
daglega.
Giscard d’Estaing er líklega valdamesti þjóðar-
leiðtogi Vesturlanda og er sakaður um að misnota
aðstöðu sína. Af því fara margar sögur að hann
líti á sig eins og konung. Hann er sagður kref jast
þess, að honum sé fyrstum þjónað til borðs,
jafnvel þótt hann sé aðeins með vinum sínum á
sveitasetri sínu. Ef enginn annar þjóðhöfðingi er
í veizlu í Elysée-höll verður að fjarlægja stólinn
gegnt honum, svo hann þurfi ekki að hafa óæðri
mannveru fyrir augunum, segir sagan. Börn
Giscards njóta meiri forréttinda en ráðherrar
þegar þau eru með honum á ferðalögum.
„Fjölskylda hans er verri en Carter-fjölskyld-
an,“ heyrist stundum sagt. Þegar frú Gandhi var
heiðursgestur í veizlu forsetans í opinberri
heimsókn hans á Indlandi var henni þjónað til
borðs á eftir Henri Giscard d'Estaing, syni
forsetans.
Heldur
Giscard d’Estaing
Mitterand
sýndir aimenningi til að kveða
niður allar grunsemdir?
Gaullistar hafa mikinn ímugust
á Giscard, en þeir eru klofnir í
þrjár stríðandi fylkingar undir
forystu Jacques Chirac, borgar-
stjóra Parísar, sem ræður yfir
flokksvélinni; Marie-France Gar-
aud, sem var valdamikil að tjalda-
baki í forsetatíð Pompidous, var
einnig ráðgjafi Chiracs og er
hlynntari vestrænni samvinnu en
aðrir franskir stjórnmálamenn og
Michel Debré, fyrrverandi forsæt-
isráðherra de Gaulle, sem nýtur
stuðnings 30 þingmanna gaullista.
Fjandskapur Debré og Chirac er
sérstaklega djúpstæður. Nema svo
ólíklega vilji til, að Chirac takist
að fá Debré til að draga sig í hlé,
hefur hann enga von um að sigra
Giscard eða Mitterand eða koma
til greina í síðari umferð kosn-
inganna. Margir gaullistar telja
kannski að þeir kasti atkvæði sínu
á glæ með því að kjósa Chirac eða
Debré og ákveða því að kjósa
Giscard í staðinn í fyrri umferð.
Ekki hlustað
Chirac sagði nýlega að ekki
hefði veri hlustað á hann og hann
því sagt af sér sem forsætisráð-
herra Giscard 1977. Giscard fékk
dræman stuðning gaullista í kosn-
ingunum 1974, aðallega fyrir
áeggjan Chirac, en forsetinn hlu-
staði ekki á þá þegar hann var
kominn til valda og mótaði stefn-
una eftir eigin höfði. Ýmsir gaull-
istar áfellast Chirac fyrir að
þiggja stöðu forsætisráðherra
„krúnurmi“?
Mótmælafundur gegn eiturlyfjum í Paris. Kommúnistar kynda undir
kynþáttahatur til að næla i atkvæði.
Jafnframt hefur hið árvökula
blað „Canard" grafið upp sögu frá
leiðtogafundinum í Feneyjum í
fyrrasumar. Þá virðist Anne-
Aymone forsetafrú hafa móðgazt
svo út af því hvað hún fékk
lítilfjörlega opinbera gjöf frá ít-
alska utanríkisráðherranum, —
skrautlega handtösku úr leðri,
sem kostaði 160 pund — að daginn
eftir hafi hún farið í verzlunina
þar sem hún fékkst og skilað
henni. Vinstrablaðið „Liberation"
segir að forsetafrúin hafi ekkert
fundið, sem hún var nógu ánægð
með og hafi látið Jacinthe dóttur
sína velja eitthvað smáræði handa
sér af ódýrara taginu.
Ættgöfgi
í Elysée-höll hefur forsetinn
sankað að sér húsgögnum og
málverkum frá dögum Loðvíks
XIV, forföður eiginkonu hans,
Anne-Aymone. Sjálfur segist
hann líka eiga ættir að rekja til
þessa uppáhaldskonungs síns, þótt
fjölskylda hans beri nafnið
d’Estaing vegna þess að frændi
hans notaði aðstöðu sína í ríkis-
ráðinu 1922 til að fá viðurkennda
kröfu til nafns þessarrar útdauðu
ættar, sem miðstéttarfólkið Gisc-
ard er óskylt með öllu. Samt talar
forsetinn um hina nafntoguðu
„forfeður" sína og sonur hans
sleppir nafninu „Giscard" og
skrifar einfaldlega „Henri d’Est-
aing“ undir ávísanir.
Margar rangfærslur er að finna
í því sem sagt er um forsetann, en
ef talsmaður hans færi að leið-
rétta alla ónákvæmnina mundu
sögurnar magnast og virðast stað;
festa að í þeim sé sannleikskorn. í
kosningabaráttunni gefst honum
tækifæri til að breyta „ímynd"
sinni eða bjarga hinni gömlu.
Þessi álkulegi, hrokafulli, snjalli
og metnaðargjarni maður er að-
eins 55 ára, tíu árum yngri en
Mitterand, sem segir í síðustu bók
sinni að Giscard hafi verið snjall-'
asti ræðumaður sinnar kynslóðar.
Hann vekur í senn hatur, fyrir-
litningu, ótta og aðdáun.
Giscard mun berjast af alefli.
Hann hefur stefnt „Le Monde“
fyrir að sýna dómstólum lítilsvirð-
ingu. Hann hefur hrætt stjórn-
málafréttaritara útvarps- og sjón-
varpsstöðva til hlýðni. Óskemmti-
legasta verkefni hans verður að
klóra sig fram úr Bokassa-dem-
antahneykslinu. Hann hefur ekki
neitað að hafa þegið demanta að
gjöf frá hinum fyrrverandi keis-
ara í Mið-Afríku, en segir að
verðmæti gjafanna hafi verið
stórýkt.
„Le Canard Einchainé" sagði
fyrst frá gjöfunum þegar Bokassa
var steypt af stóli í kjölfar ásak-
ana um að hafa fyrirskipað morð á
skólabörnum og tekið þátt í þeim.
Gaullistar sáu sér leik á borði og
minntu á að de Gaulle hefði því
næst aldrei þegið gjafir frá er-
lendum þjóðarleiðtogum fyrr en
embættismenn höfðu skoðað þær
og komið þeim fyrir á viðeigandi
stöðum.
Uppljóstranir
Bokassa er ákveðinn í að hefna
sín á frönskum leiðtogum fyrir að
styðja byltinguna, sem varð hon-
um að falli, með hervaldi. Hann
dvelst í útlegð á Fílabeinsströnd-
inni og þar hefur hann afhent
leyniskjöl sín Roger Delpey, fyrr-
verandi foringja úr franska hern-
um og ævintýramanni, sem er
nýsloppinn úr Santé-fangelsi og
hótar að segja allan sannleikann í
bók, sem kemur út á næstu vikum.
Delpey segir að bókin hafi að
geyma nýjar uppljóstranir um
„greiðvikni" Bokassa við Giscard-
fjölskylduna.
Hvar eru demantarnir niður-
komnir? Giscard segir að þeim
hafi verið komið fyrir í geymslu
ásamt öðrum erlendum gjöfum,
sem verði annað hvort komið fyrir
á söfnum áður en hann lætur af
embætti eða seldar og ágóðanum
varið til góðgerðarstarfsemi. En ef
demantarnir eru í forsetahöllinni,
af hverju hafa þeir ekki verið
1974 og segja hann hafa fórnað
flokknum fyrir persónulegan
metnað. Vegna þessarar gremju
• og lélegrar frammistöðu gaullista
í síðustu þingkosningum ákváðu
Debré og frú Garaud að gefa kost
á sér.
Samdrátturinn í heiminum hef-
ur komið hart niður á efnahagslífi
Frakka, en Giscard getur sýnt að
hann og Raymond Barre forsætis-
ráðherra, eini ráðherrann sem
stendur uppi í hárinu á honum,
hafi betur getað gætt þjóðar-
hagsmuna en leiðtogar Breta.
Munurinn á stefnu giscardsinna