Morgunblaðið - 17.03.1981, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
IIÆTTAN á stjórnarbylt-
injíu á Spáni er ekki liðin
hjá, þótt byltingartilraun
þjóðvarðliða færi út um
þúfur á döKunum. Juan
Carlos konungur hefur
ráðlajít, að herinn verði
ekki styggður að óþörfu
og ef ekki verður farið að
ráðum hans getur verið að
skriðdrekar verði aftur
sendir út á göturnar. En ef
önnur byltingartilraun
verður gerð vita hægri-
sinnaðir herforinjíjar, að
þeir Keta ekki treyst kon-
unginum ok hann verður
aðalskotmark þeirra. Ef
annað samsæri á að takast
verður að jjera konunginn
áhrifalausan.
Talsvert fleiri deildir úr hernum
voru viðriðnar byltingartilraunina
en talið var í fyrstu, þótt aðeins
hafi verið skýrt frá handtökum
þriggja hershöfðingja, rúmlega 30
liðsforingja og þeirra 240 þjóð-
varðliða, sem réðust á þinghúsið.
Meðal hinna handteknu eru Al-
fonso Armada hershöfðingi, vara-
forseti herráðsins, Luis Torres
Rojas hershöfðingi, fyrrverandi
yfirmaður brynvædda herfylkis-
ins í Madrid, og Jose Ignacio San
Martin hershöfðingi, yfirmaður
leyniþjónustu Rojas. Fjórði hers-
höfðinginn, Jose Leon Pizarro, var
sviptur stöðu yfirmanns 3. vél-
vædda herfylkisins.
Þar sem talið er fullvíst að
byltingartilraunin hafi ekki verið
einangrað fyrirbæri er því haldið
fram að önnur byltingartilraun
verði gerð ef ekki takist að mynda
styrka ríkisstjórn. En hugmynd-
um um myndun samsteypustjórn-
ar Miðflokkasambandsins og sósí-
alista hefur verið hafnað þar sem
óttast er að slík stjórn mundi
vekja ugg í heraflanum. Sýnilegt
þykir, að mótmælaaðgerðirnar í
kjölfar byltingartilraunarinnar,
einhverjar hinar mestu er um
getur á Spáni, hafi lítil sem engin
áhrif haft á hægrisinnaða herfor-
ingja, sem enn halda tryggð við
minningu Francisco Franco ein-
ræðisherra.
Foringi árásarinnar á þinghús-
ið, Jose Maria Tejero undirofursti,
stóð fyrir svipaðri byltingartil-
raun 1979, en tilraunin var ekki
talin alvarleg og hann var aðeins
dæmdur í eins árs varðhald. Samt
kom fram í réttarhöldunum að 200
lögreglumenn, sem fylgdu honum
að málum, ætluðu að umkringja
höll forsætisráðherrans utan við
Madrid og halda ráðherrum í
gíslingu meðan konungurinn var í
Suður-Ameríku. Tvö hundruð
lögreglumenn til viðbótar vissu
um samsærið, en sögðu ekki frá
því. Ætlunin var að hvetja til
myndunar stjórnar til að bjarga
þjóðinni. Það þykir tii marks um
áhrif francoista að þegar Tejero
hafði afplánað dóminn sem hann
Tejero með byssu í hendi í þinginu.
fékk tók hann aftur við fyrri stöðu
sinni í Madrid.
Tejero leit aðeins á sig sem
framvörð annars leiðtoga, sem
mundi koma til þinghússins síðar
um kvöldið og tilkynna þingmönn-
um, sem þjóðvarðliðarnir héldu í
gíslingu, að lýðræðið á Spáni væri
liðið undir lok. Þingmennirnir
gerðu sér grein fyrir því að aðeins
konungurinn stóð á milli þeirra og
einræðisstjórnar. En samsærið
gekk ekki nógu vel til þess að hinn
tilvonandi Franco byltingarinnar
stigi fram í dagsljósið og samsær-
ið naut ekki stuðnings meginhluta
Þjóðvarðliðsins undir forystu Jose
Aramburu hershöfðingja eða
landhersins.
Nú er vitað að sá maður, sem
átti að verða Franco byltingarinn-
ar, var enginn annar en varafor-
seti herráðsins, Alfonso Armada
hershöfðingi, sem nú hefur verið
handtekinn. Franco fól honum á
sínum tíma að annast nám Juan
Carlosar í hermennsku, hann var
um tíma yfirmaður starfsliðs kon-
ungsins og afi konungsins, Al-
fonso XIII, var guðfaðir hans.
Enginn hefur haft eins greiðan
aðgang að konunginum og það var
hlutverk Armada að fá hann til að
samþykkja byltinguna.
En samsærismennirnir þekktu
konunginn greinilega ekki nógu
vel. Hann sagði einum þeirra að
þeir yrðu fyrst að ganga af sér
dauðum ef byltingin ætti að tak-
ast. Hann skipaði herforingjum,
sem hann treysti, að opna innsigl-
uð umslög með áætlunum ríkis-
stjórnarinnar um aðgerðir, sem
gripið skyldi til ef reynt yrði að
gera byltingu, en þær gengu undir
nafninu „Hernaðaraðgerð Diana".
Meðan Tejero beið taugaóstyrkur í
þinghúsinu eftir hjálp, sem aldrei
barst, talaði konungurinn í síma
við yfirmenn herráðsins og yfir-
menn herstjórnarumdæma og
skipaði þeim að sýna rósemi og
halda öllum hermönnum innan
búða sinna.
Konungurinn varð að koma til
bjargar lýðræði Spánar, sem
hvíldi algerlega í hans höndum.
Allir helztu valdamenn landsins
voru fangar í þinghúsinu, þar sem
byssum var miðað á þá og þeim
gefin skipun um að leggja hend-
urnar á borðin fyrir framan sig.
Þessi og önnur reynsla mun seint
líða þeim úr minni. Ókvæðisorð
voru hrópuð að Adolfo Suarez
fyrrverandi forsætisráðherra og
lögreglumenn leituðu að vinstri-
sinnuðum þingmönnum, sem þeir
gætu leitt burt og veitt sérstaka
meðferð. Þingmennirnir létu sér
hvergi bregða og lýstu yfir trú
sinni á hið unga lýðræði Spánar.
Hægrileiðtoginn Manuel Fraga,
sem hefur kallað sig „bezta vininn
sem þjóðvarðliðar hafa átt“ fékk
sig fullsaddan á því að byssum var
miðað á hann allt kvöldið, reis á
fætur og hrópaði reiður: „Skjótið
mig. Ég hræðist ekki að deyja
fyrir Spán.“ Hann var borinn út
úr þingsalnum.
Seinna sagði Jose Maria de
Areilza fyrrum utanríkisráðherra
að þingrnenn allra flokka hefðu
sýnt „virðuleika og samstöðu".
Með þeim tókst ný vinátta. Eina
samband þeirra við umheiminn
var lítið ferðaútvarpstæki í
skjalatösku miðflokkaþingmanns-
ins Fernando Abril, sem sat á bak
við súlu og grúfði sig yfir töskuna
á borðinu fyrir framan sig eins og
hann væri örþreyttur til þess að
heyra í tækinu. Frá honum bárust
skilaboð með mikilli hvíslherferð
um allan þingsalinn og ganga
hússins um tíðindi utan veggja
þinghússins og þingmenn urðu
rórri.
Samsærismennirnir virtust
hins vegar vita fátt og lítið
samband hafa sín á milli. Hálf-
gerður óperettubragur var á bylt-
ingartilrauninni. „Ég var að þvo
bílinn minn,“ sagði einn þjóðvarð-
liðanna sem tók þátt í árásinni,
„þegar þeir réttu mér vélbyssu og
sögðu: Komdu með okkur." Flestir
þjóðvarðliðarnir héldu að þeir
ættu að hrinda árás hryðju-
verkamanna Baska úr skilnaðar-
samtökunum ETA á þinghúsið.
Næst á eftir töku þinghússins átti
að tryggja liðveizlu Milans del
Bosch hershöfðingja, yfirmanns 3.
hersins í Valencia, þriðju stærstu
borg Spánar. Tejero ofursti gerði
árásina á þinghúsið þar sem hann
taldi að hún mundi leiða til
uppreisnar og sagði að uppreisn-
armenn færu eftir skipunum Del
Bosch. Tejero tilkynnti Del Bosch
í síma skömmu eftir töku þing-
hússins: „Góðar fréttir, hershöfð-
ingi, allt er í lagi.“ Del Bosch flýtti
sér að lýsa yfir neyðarástandi í
Valencia, fyrirskipaði útgöngu-
bann og sendi skriðdreka út á
göturnar.
Del Bosch er þekktur fyrir
hægrisinnaðar skoðanir og hefur
lengi verið talinn hugsanlegur
byltingarleiðtogi. Hann var harð-
ur stuðningsmaður Francos og
brottvikning hans úr stöðu
Brunete-skriðdrekaherfylkisins 12
km frá Madrid 1977 og skipun
hans í stöðu yfirmanns hersins í
Valencia 1977 átti greinilega að
draga úr ógnuninni sem stjórnin
taldi sér stafa frá honum. í
borgarastyrjöldinni tók hann þátt
í vörn Alcazar-virkisins í Toledo,
sem lýðveldissinnar sátu um í
nokkra mánuði. í síðari heims-
styrjöldinni var hann höfuðsmað-
ur í Bláa herfylkinu, sem Franco
sendi á austurvígstöðvarnar til að
berjast við hlið Þjóðverja gegn
Rússum og var sæmdur Járn-
krossinum. Eftir stríðið var hann
lengi hermálafulltrúi í sendiráð-
um Spánar í Argentínu, Chile,
Uruguay og Paraguay. Hann kom
aftur til Spánar 1966 og var
skipaður yfirmaður vélvædds
herfylkis.
Þegar stuðningur Del Bosch
hafði verið tryggður gerðu sam-
særismennirnir ráð fyrir að
skriðdrekar úr Brunete-herfylkinu
utan við Madrid sæktu inn í
höfuðborgina og tækju mikilvæg-
ustu mannvirki. Brunete-herfylk-
ið, hið gamla herfylki Del Bosch
og úrvalsdeild, er þekkt vígi
hægrimanna á sama hátt og