Morgunblaðið - 17.03.1981, Síða 27

Morgunblaðið - 17.03.1981, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 35 Talsmenn Flugleiða hafa tekið óstinnt upp þá gagnrýni, sem Sam- vinnuferðir-Landsýn beindi að fyrir- tækinu í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. Tilefni þeirra skrifa Sam- vinnuferða-Landsýnar var nýgerður samningur við danska leiguflugfélagið Sterling, sem tók að sér leiguflug til Kaupmannahafnar á verði sem Flug- leiðir treystu sér ekki til að keppa við. í greinargerð, sem kynningardeild Flugleiða hefur nú sent frá sér og birt var í Morgunblaðinu sl. föstudag er Sterling samningurinn enn á dagskrá og kalla Flugleiðamenn hann m.a. „innflutning á dönsku atvinnuleysi", „aðför að atvinnuöryggi íslenskra launamanna", „óheiðarlega sam- keppni", „aðför að sólarlandaflugi íslendinga", „tvöfalt ógagn“, „annar- legan samning" o.s.frv. um á þeim erlenda. Þessi málsvari frjálsrar samkeppni, sem nú er orðinn vonbiðill íslensku ríkisstjórnarinnar, getur að sönnu ætlast til þess að ríkisvaldið styðji fyrirtækið á erfið- leikatímum, en gjörsamlega er óþol- andi að það sé gert í þágu erlendra farþega en ekki íslenskra. Höfnuðu leiguflugi á Bretlandi Kynningardeild Flugleiða minnist á leiguflug Samvinnuferða-Landsýnar með bresku leiguflugfélagi til London. Er það nefnt sem annað dæmi um meinta þjónkun Samvinnuferða- Landsýnar við erlend flugfélög. Þarna sést kynningardeildinni yfir sögulegar staðreyndir — nefnilega forgangsrétt Eysteinn Helgason frkvstj.: ar ferðaskrifstofur. Kalla þeir m.a. leiguflugið gegnum Kaupmannahöfn til Möltu aðför að íslensku sólarlanda- flugi,. telja það gera „tvöfalt ógagn“ o.s.frv. Hér er um grundvallarmis- skilning að ræða. I sumar er verið að kynna á Möltu nýjan áfangastað íslenskra sólarlandafarþega, og hafa viðbrögðin enn einu sinni sýnt hve mikill áhugi er hérlendis fyrir nýjum stöðum á borð við þennan. Að því er að sjálfsögðu stefnt að auka enn frekar sætaframboð til Möltu á kom- andi árum og þá með beinu sjálfstæðu leiguflugi, sem Flugleiðir geta von- andi sinnt á samkeppnishæfu verði. Allt tal um aðför að íslensKu sólar- landaflugi er út í hött — hvað mætti þá ekki segja um sólarlandaferðir Flúgleiða sjálfra til Miami og víðar, þar sem hluta leiðarinnar er flogið Samkeppni þarf ekki alltaf að vera óheiðarleg og hættuleg Greinargerð Flugleiða einkennist af órökstuddum upphrópunum í stað þess að tekið sé á jafn veigamiklu og viðkvæmu máli á málefnalegan hátt og reynt að kryfja til mergjar ástæð- urnar fyrir því, að Flugleiðir treystu sér ekki til þess að annast þetta flug. Upphrópanir Flugleiðamanna hafa þegar verið hraktar í áðurnefndri grein Samvinnuferða-Landsýnar — hraktar með óyggjandi rökum, þar sem öll atriði málsins eru rakin. Hér verða því ekki eltar ólar við einstök atriði í greinargerð Flugleiða, en ekki verður hjá því komist að rifja nokkur atriði upp, sem Fiugleiðamenn gleyma í greinargerð sinni, eða rangtúlka þannig að ekki verður komist hjá leiðréttingum. Tækifærin voru hjá Flugleiðum Ekki er t.d. minnst á það einu orði í greinargerðinni að svo langt var gengið í samningaumleitunum við Flugleiðir að þeim var beinlínis sýnt tilboð Sterling og gefinn kostur á að ganga inn í það á sama verði. Allt kom þó fyrir ekki, Flugleiðir treystu sér einfaldlega ekki til þess að fljúga fyrir jafn lágt verð, vélakosturinn var óhagkvæmari en hjá Sterling og reksturskostnaður Flugleiða það hár að fyrirtækið var gjörsamlega ósam- keppnisfært. Slíkum staðreyndum ætti ekki að svara með upphrópunum, heldur leita skýringa og bæta rekstur- inn þar til unnt er að mæta frjálsri samkeppni. Allar fullyrðingar um óeðlilega lágt verð og undirboð hafa þegar verið hraktar. Bent hefur verið með rökum á það, að ekki sé á neinn hátt vegið að íslensku atvinnuöryggi, heldur sé í umræddu leiguflugi flogið að mestu leyti með „viðbótarfarþega", sem frek- ar ættu að geta aukið atvinnu ís- lenskra flugliða heldur en hitt. Upp- hrópanir um „óheiðarlega sam- keppni", „annarlega samninga“ o.fl. þ.h. teljast ekki svaraverðar og sæma raunar á engan hátt fyrirtæki, sem skipar þann virðingarsess sem Flug- leiðir a.m.k. ættu að hafa í umræðum um íslensk ferðamál. Þegar að því kemur hins vegar, að fyrirtækið treystir sér til þess að rökstyðja slíkan málflutning verður það ánægja Samvinnuferða-Landsýn- ar að endurtaka röksemdir sínar og bæta fleirum við þar til Flugleiðum hefur skilist kjarni málsins, þ.e. að fyrirtækið þoli ekki samkeppni vegna óhagkvæms reksturs. „Mismunandi markaður“ Samvinnuferðir-Landsýn bentu í grein sinni á mismunandi verð Flug- leiða fyrir íslenska og erlenda farþega á sömu flugleiðum. Dæmi var tckið um Danann sem situr við hlið íslend- ingsins á flugleiðinni Keflavík- Kaupmannahöfn og greiðir u.þ.b. Vi af verði íslendingsins. Dæmi var einnig tekið um íslendinginn sem flýgur til New York á 50% hærra fargjaldi en Bandaríkjamaðurinn. Einasta svar Flugleiða var að hér væri um ólíkan markað að ræða, annars vegar íslenskan markað og hins vegar erlendan. Og hver er svo munurinn? Jú, nefnilega sá að Flug- leiðir sitja einir að íslenska markað- num en lúta frjálsum markaðslögmál- Flugleiða á sínum tíma að þessu leiguflugi. Hið rétta er nefnilega, að Flugleiðir höfnuðu ítrekuðum beiðn- um um leiguflug til London og var því ekki um annað að ræða en að taka erlenda tilboðinu. Rétt er hins vegar að láta þess getið nú, úr því að Flugleiðir rifja upp þetta mál, að um leið og Samvinnuferðir-Landsýn buðu þessar ódýru Lundúnarferðir í fyrsta sinn brá svo við, að Flugleiðir buðu tveimur íslenskum ferðaskrifstofum, þar á meðal sinni eigin ferðaskrif- stofu, flug til London á svipuðu verði og Samvinnuferðum-Landsýn hafði verið neitað um! Ánægjuleg samvinna? í greinargerð Flugleiða er reynt að breiða yfir þá staðreynd að Arnarflugi hafi verið meinað að gera tilboð í leiguflug Samvinnuferða-Landsýnar til Danmerkur, þar eð um væri að ræða flug á áætlunarflugleið Flug- leiða. Eina svar Flugleiða við þessu er að samvinna og verkaskipting milli Anrarflugs og Flugleiða sé með ágæt- um. Það er varla óeðlilegt að Flug- leiðamenn séu ánægðir með samvinn- una — þeir ráða lögum og lofum í Arnarflugi og haga samvinnu flugfé- laganna nákvæmlega að eigin vild. Óheiðarleg samkeppni? I greinargerð sinni gerast Flugleiðir málsvarar annarra íslenskra ferða- skrifstofa og telja það m.a. það eina sem vert sé að feitletra og tvítaka að önnur ferðaskrifstofa bjóði ódýrari ferðir til Danmerkur en Samvinnu- ferðir-Landsýn. Vekur það athygli að í heift sinni skuli Flugleiðir leggjast svo lágt að fara með rakalaus ósann- indi og falsa verðútreikninga um hundruði þúsunda gamalla króna. Þegar þetta er skrifað hafa hundruðir íslendinga pantað og staðfest með innborgunum Danmerkurferðir með Samvinnuferðum-Landsýn og er óhætt að fullyrða að sá fjöldi hafi kynnt sér af gaumgæfni þau tilboð sem á markaðnum eru. Jafnframt hafa Flugleiðir áhyggjur af óhciðarlegri samkeppni við íslensk- með bandarískum flugfélögum? Eini munurinn er sá að það fyrirkomulag er haft óbreytt ár frá ári á meðan Samvinnuferðir-Landsýn stefna nú þegar að því að fljúga beint til Möltu þegar staðurinn hefur náð kjölfestu meðal íslenskra farþega. Á meðal íslenskra ferðaskrifstofa, sem og annarra fyrirtækja telst ekk- ert óeðlilegt við það, að leitað sé hagstæðustu samninga hverju sinni og þess freistað að bjóða sem vandað- astar vörur og þjónustu á sem lægstu verði. Fara þar saman hagsmunir fyrirtækjanna og viðskiptavinanna og næst um leið ánægjuleg samvinna sem byggir á gagnkvæmu trausti og góðri þjónustu. Þykir óneitanlega mörgum sem Flugleiðir séu orðnar harla háðar einokunaraðstöðu sinni þegar öll eðli- leg samkeppni er orðin óheiðarleg, tortryggileg og beinlínis hættuleg, eins og lesa má í títtnefndri greinar- gerð. „SL-kjörin“ Dylgjur Flugleiðamanna um „SL- kjör“ Samvinnuferða-Landsýnar eru María L. Einarsdóttir: „Svo á að fara að byggja í Ar- túnsholtinu“ „Ég er nú þegar farin að kvíða fyrir næstu kosningum, þótt það sé nú kannski heldur snemmt. Vandamálið er, hvar á helst að krossa. Engin lausn er fólgin í því að sleppa krossinum, en einhvern veginn virðast aðrir möguleikar lítið vænlegir til jákvæðrar stefnu. Hvenær ætli renni upp sá dag- ur, að til verði stjórnmálaflokkur, sem hefur á stefnuskrá sinni að koma á fegurra mannlífi og láta ekki sitja við orðin tóm? Allt i kringum mann hrannast upp fleiri og fleiri dæmi um, hvað þau sjónarmið mega sín lítils. Framfarir, segja menn, en eru þessi framfarasjónarmið ekki far- in að hlaupa með okkur í gönur? Verður mannskepnan hamingju- samari við það? Frá mínum sjón- arhóli er því fljótsvarað. Við erum á góðri leið með að eyðileggja allt mannlegt og jörðina okkar um leið. Ógnir kjarnorkustyrjaldar 'vofa yfir okkur dag hvern. Fáeinir brjálæðingar úti í heimi virðast geta stjórnað því, hvort við lítum dagsins ljós á morgun. En þótt við látum okkur nú nægja að líta á það sem er næst okkur, nánasta umhverfi, þá er svo óendanlega margt, sem huga mætti að. Hvað er t.d. orðið af þessu hreina og tæra lofti, sem íslend- ingar stæra sig af? Jú, það er sennilega ennþá hægt að finna uppi í fjöjlum. Þó er það ekki alls staðar, því að meira að segja þar er bensínstybba frá ýmsum vél- knúnum farartækjum. Inni í Reykjavík er að minnsta kosti orðið heldur lítið af því. Bensín- stybbuna leggur meira að segja inn í húsin, þegar maður vaknar á morgnana. Einu sinni var sérlega gott að búa í Árbænum. Þá var stutt að fara í gönguferðir á staði, þar sem voru móar og gras, þar sem mennirnir voru ekki ennþá komnir með vélgröfur og skóflur að róta upp jarðveginum og breyta honum i steinsteypu. Nú er Selásinn horfinn undir þyrpingu af stein- kössum, iðnaðarhverfi rís í holt- inu norðan við Árbæinn. Umferð- in á Suðurlandsveginum eykst með hverju ári og verður illþolan- legt um helgar. Það sem verra er, að umferðin innan Árbæjarhverf- isins hefur líka stóraukist og verður ískyggileg á meðan bygg- ingarframkvæmdir eru sem mest- ar. Bílstjórar steypubíla og ann- arra þungavéla virðast flestir hafa ótrúlega litla ábyrgðartilfinningu við aksturinn. Þeir ættu einna helst að vita, hverjar afleiðingar of hraður akstur á slikum öku- tækjum getur haft. Það hefur töluvert meiri áhrif að lenda í ákeyrslum á þungum bíl fullum af steypu en fólksbíl, þótt nógu hörmulegar afleiðingar hljótist oft af þeim. Ég held, að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda, hvernig fer fyrir litlu barni, sem þvælist fyrir slíkum bíl. En ég held, að bilstjórar ættu samt að hugsa þaö, áður en þeir leggja út í glannaakstur. Ég hef hingað til huggað mig við það, að ennþá væri þó Árbæj- arsafn og umhverfi þess eftir. En hvað er það, sem blasir við augum þar fyrir neðan? Skrímsli er að taka á sig mynd við . fallegu Elliðaárnar og rétt fyrir ofan kjarri vaxinn hólmann sem börnin kalla Indíánaeyju og eru sælureit- ir inni í borginni. Höfðabakkabrú- eitt af mörgum óskyldum málum sem fléttað er inn í greinargerðina um Sterling-samninginn. Vandséð er hvaða tilgangi sá kafli þjónar í þessu sambandi, svo og makalausar aðdrótt- anir um óeðlilegan hagnað af Dan- merkurferðum og hvað við hann sé gertl! Eðli SL-kjaranna er einfalt og verður ekki misskilið. Þarna er ein- faldlega verið að veita íslenskum sólarlandafarþegum í fyrsta sinn ör- ugga vernd gegn gengisfellingu og eldsneytishækkunum — hlutum sem oft hafa riðlað öllum fjárhagsáætlun- um og valdið miklum vonbrigðum. Missum ekki sjónar á markmiðinu Flugleiðir láta í ljós áhyggjur yfir því, að Samvinnuferðir-Landsýn hafi með Sterling-samningnum sniðgengið skyldur sínar við aðildarfélagana og íslenskt launafólk. Á þessum við- brögðum Flugleiðamanna má í raun sjá í hnotskurn allan málflutning fyrirtækisins í varnarræðu sinni. Hvergi er svarað málefnalega, gripið er til endalausra upphrópana og er það af sem áður var þegar tekið var hraustlega á erfiðum málum og þau leyst af festu og einurð, sem lengi vel einkenndi alla stjórnun íslenskra flugfélaga. Samvinnuferðir-Landsýn hafa á engan hátt misst sjónar á hinu eiginlega markmiði sínu, þ.e. að tryKKÍ3 íslenskum launamönnum sem hagkvæmastar orlofsferðir og stuðla að framþróun í íslenskum ferðamál- um. Einmitt þess vegna ríður ferða- skrifstofan á vaðið og sker upp herör gegn yfirgangi Flugleiða á íslenskum markaði. Ekki þó með því að snið- ganga fyrirtækið, heldur krefja það samkeppnishæfra tilboða til þess að íslenskir ferðamenn standi loks jafn- fætis öðrum farþegum Flugleiða og annarra flugfélaga. Þessi viðleitni Samvinnuferða- Landsýnar er íslenskum neytendum til tvímælalausra hagsbóta og hljóta það að vera landsmönnum mikil vonbrigði að sjá hve allar slíkar tilraunir virðast fara í taugarnar á forráðamönnum Flugleiða. Eysteinn Helgason. f ram kvæmdast jóri Samvinnuferða-Landsýnar hf. in er að rísa, á því leikur víst ekki lengur nokkur vafi. Mér dettur til hugar, að hún mætti fara sömu leið og styttan af hafmeyjunni á Tjörninni hérna forðum. En hvernig stendur á því, að svona fyrirbærum er hrundið í framkvæmd? Hvað er m.a. það, sem stjórnar og gegnsýrir líf okkar? Við erum alltaf að flýta okkur. Með því að byggja brú getum við verið nokkrum mínút- um fljótari að komast eitthvað. Við flýtum okkur svo mikið, að við gleymum að vera til, við gleymum að vera manneskjur. Það virðist þurfa einhvers konar áföll, að líkamleg eða andleg heilsa bresti, ástvinur falli í valinn, til þess að fólk hægi aðeins á og fari að hugsa um verðmætin í lífinu. Þau eru sorglega oft fólgin í einhverju, sem fólk ætlar sér að geyma til betri tíma, þegar það þarf ekki að vera að flýta sér. Svo á að fara að byggja í Ártúnsholtinu, þar sem skipulagt var útivistarsvæði. Hvaða gagn er í yfirlýsingum um, að þær trjá- plöntur, sem voru gróðursettar þar, fái að halda sér? Hvaða ánægju hefur utanaðkomandi af trjáplöntum, sem standa inni á milli húsanna? Vissulega verður hverfið fallegra fyrÍF bragðið fyrir þá, sem búa þar, en ekki í sínum fyrirhugaða tilgangi. Þétting byggðar í Reykjavík er orðin staðreynd. Það eru greinilega oftast hentistefnusjónarmiðin, sem eru númer eitt, sama hver situr við völdin. Hvenær má búast við úthlutun lóða á grasi vöxnum umferðareyjum? Ég veit, að fjöldi manns ber sams konar ugg í brjósti og ég varðandi framtíð landsins og þjóð- arinrthr. Gætu samtök þess fólks ekki orðið sterkt afl í stjórnmál- um? Eða mundu hugsjónirnar líka gleymast hjá' þeim, þegar út í valdabaráttu er komið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.