Morgunblaðið - 17.03.1981, Síða 33
41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981
_____ ■ -------------------------------
fclk í
fréttum
Barnsrán á
fæðingarstofnun
+ Fyrir skömmu var framið
barnsrán í fæðingarstofnun einni í
Danmörku. Rannsóknarlögreglu-
mönnum tókst nokkrum klukku-
stundum eftir ránið að kortiast á
slóð ræningjans, sem skilið hafði
eftir hótunarbréf um að sprengja
fæðingarstofnunina í loft upp og
deyða barnið.
Þetta gerðist í bænum Næstved.
Kona nokkur sem hér átti hlut að
máli hafði skipulagt barnsránið
gaumgæfilega. — Hún komst inn á
fæðingarstofnunina undir mið-
nætti kvöld eitt, á fölskum for-
sendum. — Þar voru þá miklar
annir lækna og hjúkrunarliðs.
Hún beið síðan færis til að komast
inn á vöggustofuna þar sem reifa-
börn voru í rúmum sínum og þar
greip hún 4ra daga gamalt barn og
hafði á brott með sér en skildi
eftir morðhótunarmiða í rúminu.
Starfsfólk deildarinnar varð
barnsránsins áskynja í þann mund
og konan komst út um bakdyr
stofnunarinnar með barnið. Næt-
urlangt voru rannsóknarlögreglu-
menn að störfum við að upplýsa
ránið. Um kl. 8 næsta morgun
knúðu þeir dyra hjá 24 ára gamalli
konu, sem þeir töldu hér hafa
verið að verki. Þar var barnið í
besta yfirlæti í vöggu. — Konan
sem framið hafði ránið var hand-
tekin og sett í gæsluvarðhald. Hún
kvað ástæðuna hafa verið lífstíð-
arósk sína að eignast barn. —
Hótunarbréfið hefði átt að beina
athygli lögreglunnar fyrst og
fremst að sprengjuleit í fæð-
ingarstofnuninni, en ekki að leit-
inni að barninu. Myndin er af
móður barnsins, en hún er 19 ára
og er myndin tekin í fæðingar-
stofnuninni er komið var með
barnið aftur, eftir ránið.
„Friðar-
stjarnan”
seld
+ Arabi nokkur keypti fyrir
skömmu „Friðarstjörnuna“ (The
Star of Peace) en það er einn
stærsti og verðmætasti demantur
í heimi. Hann var áður í eigu
Manfreds Horovitz sem er Sviss-
lendingur og tóku samningavið-
ræður fjóra mánuði. Kaupverð
fékkst ekki uppgefið en demantur-
inn er talinn a.m.k. virði 12
milljóna bandaríkjadala. Demant-
urinn er 170,49 karata og fannst
fyrir fimm árum í Mið-Afríku.
Þau hanna
kjól Díönu
+ Þetta unga, laglega fólk heitir
Elísabet og David Emanuel og eru
fatahönnuðir hjá fyrirtækinu
Mayfair. Ástæðan fyrir kátínu
þeirra er sú að þau hafa verið
valin til að teikna og hanna
brúðarkjól Lafði Díönu Spencer.
Þau gerðu einnig brúðarkjóla
hertogaynjunnar af Kent og
Michael prinsessu af Kent.
KARLMENNSKA OG KVENLEG FEGURÐ
+ Hér er mynd af fjórum frægum leikurum, Dean Martin, Roger Moore, Burt Reynolds og Farrah
Fawcett. Þau leika öll í mynd sem verið er að gera og nefnist „The Cannonball Run“. Þetta ku vera
afskaplega spennandi mynd, þrungin karlmennsku og kvenlegum yndisþokka. Hún fjallar um
kappakstur án nokkurra reglna eða verðlauna.
/
Bíail
iii *il
gi.lHll
11111»'
.lÓ’Fg
ttOUL
ODYR G/STING
ÍHJARM
BORG4RINNAR
Bergstaðastræti 37, Reykjavik. Simi 21011.