Morgunblaðið - 17.03.1981, Page 40

Morgunblaðið - 17.03.1981, Page 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Jflorjjutibln&ib Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JWorflitnblabib ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1981 Sjálfstæðismenn á Alþingi: 10 ára áætlun um 4 virkjanir SEX ÞINGMENN Sjálfstæðis- flokksins í efri deild alþingis löKðu fram i gær frumvarp til laga um ný orkuver. Frumvarpið felur i sér, að rikisstjórnin skuli fela Landsvirkjun eða lands- hlutafyrirtækjum að reisa og reka þrjár nýjar stórvirkjanir — án þess að þeim sé raðað í framkvæmdaröð í frumvarpinu — sem og að stækka Hrauneyja- fossvirkjun. Þessar framkvæmd- ir nema samtals 710 MW og er það 104% aukning frá uppsettu afli i núverandi vatnsaflsvirkjun- um, alls um 680 MW, og er þó meðtalið 140 MW afl í Hraun- eyjafossvirkjun, sem nú er í smiðum. Formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrimsson, og flutningsmenn frumvarpsins kynntu frumvarp þetta fyrir fréttamönnum á fundi i gær. Virkjunarheimildirnar skulu ná til eftirtalinna virkjana og er þeim, að sögn Geirs Hallgrímsson- ar, raðað eftir staerðum þeirra, enda er engin ákvörðun tekin um röðun virkjananna í frumvarpinu: „Allt að 330 MW raforkuver í Jökulsá í Fljótsdal, þegar ákvörð- samtals 710 megawött un hefur verið tekin um að setja á stofn stóriðju á Austurlandi. Allt að 180 MW raforkuver í Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu, þegar tryggð hafa verið nauðsynleg rétt- indi vegna virkjunarinnar. Allt að 130 MW raforkuver í Þjórsá við Sultartanga. Allt að 70 MW stækkun Hrauneyjafossvirkjun- ar.“ Frumvarpið felur í sér heimild til handa ríkisstjórninni að taka lán og endurlána virkjunaraðilum fyrir hönd ríkissjóðs allt að 3.500 milljón króna, til greiðslu stofn- kostnaðar þessara virkjana. Þá skal fella niður aðflutningsgjöld og söluskatt af efni, tækjum, vélum og aðalorkuveitum til virkj- ananna. Það kom fram á fréttamanna- fundinum, að með frumvarpi þessu væri ætlunin, að unnt yrði á 10 ára tímabili að gera stærsta átakið, sem enn hefur verið gert, til að nýta orkulindir landsins til verðmætasköpunar fyrir þjóðar- búið, — heildaráætlun um tiltekin verkefni. Markmiðin eru, eins og segir í greinargerð með frumvarp- inu, að fullnægt verði þörfum hins almenna orkumarkaðar, að leysa innflutta olíu að fullu af hólmi, bæði til húshitunar og raforku- framleiðslu og að leggja grundvöll að stóraukinni iðnvæðingu og stóriðju og gjaldeyrisöflun í formi útfluttrar iðnaðarvöru sem lið í því að tryggja atvinnuöryggi vax- andi þjóðar og sambærileg lífskjör og nágrannar vorir búa við. Flutningsmenn frumvarpsins eru sex þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í efri deild alþingis, fyrsti flutningsmaður Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Að flutningi þess standa einnig þrettán þing- menn flokksins úr neðri deild, þannig að allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, að undanskildum ráðherrunum þremur, standa sameiginlega að flutningnum. Sjá frétt frá blaðamanna- fundinum á bls. 20. Nemendur mennta- og fjölbrautaskóla i Reykjavik og nágrenni efndu til fjölmennrar kröfugöngu i gær til stuðnings kröfum sinum um rikisstyrkt mötuneyti i framhaldsskóla. Gengið var frá Fjölbrautaskólanum i Breiðholti, en þarna er gangan á leið eftir Frikirkjuvegi. Sjá nánar frétt á bls. 20. Kristin Árnadóttir og dóttir hennar Erla Björk Sveinbjörnsdóttir. LKmm. KriMján Var með 11 rétta og fékk 95.000 kr: Lét eldspýtu- stokkinn ráða „MÉR FINNST þetta allt hálf óraunverulegt og er eiginlega ckki búin að átta mig á þessu ennþá.“ sagði Kristin Arnadóttir sem var með 11 rétta i siðustu knattspyrnugetraun og vann rúmlega 95.000 nýkr. „Ég hef mjög sjaldan fyllt út þessa getraunaseðla og fylgdist ekki einu sinni með úrslitunum að þessu sinni — þeir hringdu til min alveg óvænt i dag. ég hafði ekki hugmynd um að ég væri með svona marga rétta.“ — Hvaða aðferð notaðirðu við að fylla út seðilinn? „Eg kastaði upp eldspýtustokk og hafði aðra hliðina fyrir einn en hina fyrir tvo. Ef eldspýtu- stokkurinn lenti uppá rönd þá táknaði það jafntefli. Þetta var semsé algjört grís — ég var ekkert búin að spekúlera í liðun- um, hver væru líklegust til að sigra eða hver að gera jafntefli. Já, það getur vel verið að ég haldi áfram að taka þátt í getraunum en ég held varla að ég vinni aftur. Eg er ekkert tiltakanlega heppin svona yfir- leitt — ég hef t.d. spilað í happdrætti í mörg ár en aldrei unnið neitt." — Hvað ætlarðu að gera við þessa peninga sem þú vannst? „Ég er ekki meira en svo farin að átta mig á að ég eigi þessa peninga hvað þá hvernig ég muni verja þeim. En ég var hjá bankastjóra í morgun að biðja um 25.000 kr. lán og hugsa að ég byrji á því að afpanta það“, sagði Kristín að lokum. Átta nýjar Boeing 727-200 þotur skráðar hér á landi? - Hlynntur málinu ef það brýtur ekki í bága við íslenzk lög, segir samgönguráðherra ARNARFLUG hefur sótt um leyfi til að fá skráðar hér á landi átta flugvélar af gerðini Boeing 727-200 og jafnvel einnig þrjár vélar af gerðinni 747. Það er bandariska fyrirtækið American Airlines, sem fær þessar flugvél- ar afhentar siðar á árinu, en vegna fjármögnunar banka i Bretlandi telja þessi erlendu fyrirtæki ýmissa hluta vegna heppilegt, að vélarnar verði skráðar hér á landi. Flugráð og flugmálastjóri hafa fjallað um þetta mál og tekið jákvæða afstöðu svo framarlega sem skráning vélanna hér á landi er lögleg samkvæmt íslenzkum lögum. Steingrímur Hermanns- son, samgönguráðherra, sagði í gær, að mál þetta væri í lögfræði- legri athugun í ráðuneytinu, en sagðist vera hlynntur þessu máli ef það bryti ekki í bága við íslenzk lög. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins fær American Airlines átta vélar af gerðinni 727-200 afhentar frá verksmiðju í sumar og væntanlega einnig þrjár eldri vélar af gerðinni 747. Fyrirtækið mun hafa tryggt sér fjármagn í brezkum bönkum og til að fá hagstæða vexti á lánin þarf að fara með þessi viðskipti eins og um leigu bankanna til American Airlines sé að ræða, þannig að ekki yrði hægt að skrá vélarnar í Bandaríkjunum. Ef vélarnar yrðu hins vegar skráðar í Bretlandi þyrfti að þjálfa flugmenn félags- ins sérstaklega vegna annarra reglna brezka loftferðaeftirlitsins um stjórnklefa heldur en gilda í Bandaríkjunum. Vegna þessa fór American Air- lines þess á leit við Arnarflug, að fglagið fengi vélarnar skráðar á íslandi, en hér á landi eru að verulegu leyti gerðar sömu kröfur til flugvéla og gerðar eru í Banda- ríkjunum og vaxtakjör hjá bönk- um í Bretlandi yrðu viðunandi að mati aðila ef þessi háttur yrði hafður á. Arnarflug myndi sjá um eftirlit með vélunum og yrði ábyrgt gagn- vart íslenzkum flugmálayfirvöld- um. Viðhald á vélunum myndi hins vegar fara fram á vegum American Airlines. Eftirlitsstörf- in myndu færa Arnarflugi tals- verðar tekjur og tryggði nokkrum hópi flugvirkja atvinnu. Samkvæmt upplýsingum Mbl. gætu fleiri stórfyrirtæki haft áhuga á að fara inn á svipaða braut ef þessar 8 eða 11 þotur fást skráðar hér á landi. 1.000 dollara lækkun á tonninu Sjöfn semur um sölu á lakki til Rússlands, aðrar verksmiðjur treysta sér ekki til slíkra samninga MÁLNINGARVERKSMIÐJA Sambands islenzkra samvinnufélaga, Sjöfn á Akureyri, hefur samið um sölu á 2.000 tonnum af hvitu lakki til Rússlands. Verð á hverju tonni er 1.720 dollarar tonnið, cif til Finnlands. sem er umtalsverð lækkun á verði þessarar vöru til Rússlands frá fyrra ári. Þá seldi sama verksmiðja 1.600 tonn á um 1.620 dollara tonnið fob til Finnlands, sem samsvarar rúmum 1.800 dollurum, ef selt hefði verið cif, eins og nú er gert. Aðrar innlendar málningar- verksmiðjur, sem selt hafa til Rússlands á undanförnum árum, hafa ekki treyst sér til að selja á svo lágu verði, þannig að Sjöfn er eina innlenda fyrirtækið sem selur Rússum máíningu í ár. Aðalsteinn Jónsson, forstjóri Sjafnar á Akureyri, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hér væri um óhagstæðari samninga við Rússa að ræða en verið hefði í fyrra. „Þó er þess að geta, að við höfum nú mun hagstæðari innkaup á hrá- efni og auðvitað værum við ekki að þessu ef við hefðum ekkert upp úr því,“ sagði hann. Þá sagði Aðalsteinn, að samningarnir við Rússa hefðu gengið illa í ár, Rússarnir hefðu t.d. krafist þess, að fá vöruna í nýjum tunnum, en tekist hefðu að lokum samningar um að málningin yrði seld í notuðum tunnum. Um aðra máln- ingarsölu til útlanda er ekki að ræða hjá Sjöfn, þó er selt lítils- háttar af plast- og gólfmálningu til Færeyja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.