Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 5

Morgunblaðið - 12.05.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 5 Tónleikar að Kjarvalsstöðum TÓNLEIKAR verða að Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan 20.30. Þá leika Bjarni Guðmundsson, túbuleikari, og William Gregory, básúnuleikari, nokkur verk eftir Hindemith, Krnek, Vaughan Williams og fleiri. Með þeim koma fram Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Þorkell Sigurbjörnsson, David Johnson og Nora Kornblueh. Heldur burtf ar- arprófstónleika í KVÖLD, þriðjudag 12. maí, heldur Áslaug Jónsdóttir burt- fararprófstónleika frá Tónlist- arskólanum í Görðum. Tónleik- arnir verða i safnaðarheimili Garðaba'jar og hef jast kl. 20.30. Áslaug hóf ung nám í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og nam píanóleik hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni og Árna Kristjánssyni. Undanfarin ár hefur hún stund- að nám hjá Gísla Magnússyni. Áslaug Jónsdóttir Akranes: Heildaraflinn 10.611 lestir á vetrarvertíð Akranesi 11. maí. IIEILDARFISKAFLI á hinni hefð- hundnu vetrarvertíð varð hór á Skaga 10611 lestir. Þar af báta- fiskur 5201. en togarafiskur 5307 lestir. Aflahæsti báturinn var vs. Grótta með 855 lestir, skipstjóri er Oddur Gíslason. Aflahæstur togar- anna varð Haraldur Böðvarsson með 1949 lestir, skipstjóri Kristján Pétursson. í fyrra var aflinn heldur betri á sama tíma. Erindi um hrefnur ÞRIÐJUDAGINN 12. maí heldur Jóhann Sigurjónsson erindi á veg- um Líffræðifélags íslands. sem hann nefnir _l)m lifnaðarhætti hrefnu og nýlegar rannsóknir á stofninum hér við Iand". Erindið byggir að mestu á þeim rannsóknum, sem á undanförnum árum hafa farið fram á vegum Hafrannsóknarstofnunar og beinst hafa að öllum þeim þáttum er auðvelda kunna stjórnun hrefnu- veiðanna hér við land. Erindið verður haldið í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísinda- deiidar, Hjarðarhaga 2—4 og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill aðgangur. 30. sýning á sölumanninum SÖLUMAÐUR DEYR eftir Arthur Miller verður sýnt í 30. skipti í Þjóðleikhúsinu nk. föstudag 15. maí og er fólki jafnframt bent á að nú eru aðeins fáar sýningar eftir á leikritinu, því leikárið fer að stytt- ast og munu leiksýningar ennfrem- ur liggja niðri um Hvítasunnuna t.d. Togararnir lönduðu hér í síðustu viku. Haraldur Böðvarsson 50 lest- um, en hann kom inn með bilaða togvindu til viðgerðar. Krossvíkin var með 140 lestir og Óskar Magn- ússon með 178 lestir. — Július Ferðafélagið kynnir ferðir FERÐAFÉLAGIÐ ætlar nú i vor að taka upp þá nýbreytni að kynna í máli og myndum ferðir félagsins á þessu ári. dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisfcrðir. Á hverju ári er reynt að efna til nýrra ferða, skoða náttúru landsins frá nýjum sjónarhorn- um, ennfremur að breyta um fyrirkomulag á ferðum, sem farnar hafa verið mörg undan- farin ár. Sérstaklega verða kynntar ferðir, sem eru nýjar í ferðaáætluninni og gefst fólki kostur á að bera fram spurn- ingar varðandi ferðirnar. Þessi ferðakynning verður að Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18, miðvikudaginn 13. maí nk. kl. 20.30. (Fréttatilkynning) 60 þús. rúmmetrar af mold í f jöruna við Faxaskjól Ibúar nærliggjandi hverfa mótmæla „VID ÞURFIJM að koma fyrir æði miklu magni af mold. sem kemur upp úr grunnum á Eiðs- granda. í fjörukrikanum á móts við Faxaskjól," sagði Þórður Þor- hjarnarson borgarverkfræðingur í samtali við Morgunblaðið. „Það er álitið að það magn sem þarna þarf að koma fyrir sé um 60 þúsund rúmmetrar. en það er að visu um 80% vatn. þannig að þetta sígur verulega saman." sagði Þórður. fram að fjaran verði ekki metin til fjár og sé um „veigameiri verðmæti að tefla en svo að þau verði mæld í krónum, og sá kostnaður sem spar- ast við fyrihugaða aðgerð, er óveru- legur miðað við þau náttúruspjöll, sem yrðu unnin, næði áætlunin fram að ganga," eins og segir í greinargerðinni. Þá var áskorun borin upp á fundinum og hún samþykkt. í áskoruninni segir að fundurinn skori á borgaryfirvöld að hverfa frá þeirri hugmynd að nota fjöruna fyrir Faxaskjóli og Ægissíðu sem losunarsvæði. Einnig er því beint til yfirvald að fjaran verði hreinsuð af mengun og skolpræsi verði breytt þannig að fjaran geti „orðið sá yndisauki í lífi Reykvíkinga sem hún á skilið". Þá bjóðast fundar- menn til þess að verða borgaryfir- völdum til aðstoðar við hreinsun fjörunnar. Sýnir 34 grafíkverk í Norræna húsinu Þórður sagði að ekki væri um marga staði að ræða þar sem hægt væri að koma efninu fyrir, en þessi kostur væri auðveldastur og hag- kvæmastur. Þórður sagði að ekki sýndist mikið gróðurríki á þessum stað og svæðið ekki vænlegt til útivistar. Þórður gat þess að ef hægt væri að koma öllu efninu fyrir á þessu svæði, sparaði það borginni um 3 milljónir króna, þannig að veruleg rök styddu þennan kost. Vegna þessarar fyrirhuguðu framkvæmdar héldu íbúar við Faxaskjól og í nærliggjandi hverf- um, fund, þar sem lögð var fram greinargerð með mótmælum vegna þessa. í greinargerðinni kemur Himinn og jörð EINN stafur týndist framan af einu orði i greinaflokknum „Him- inn og jörð" síðastliðinn laugar- dag og gjörbreytti þar með merkingunni. Rétt er setningin svohljóðandi: Venjulega sígur þá þyngri platan undir hina og bráðnar smám saman. SETT IIEFUR verið upp sýning á grafíkmyndum eftir norska lista- manninn Anne-Lise Knoff í Nor- ræna húsinu i Reykjavík og stend- ur sýningin fram til 24. maí nk. Hér er um að ræða myndskreyt- ingar, sem hún hefur gert við Sólarljóð, íslenzk helgikvæði frá 13. öld. Ivar Orgland þýddi kvæðið á norsku, og bókin var gefin út af Dreyers forlag á síðasta ári. Ennfremur sýnir hún myndir, sem hún hefur gert við Lilju Eysteins Þorvaldssonar og myndir gerðar við sögu eftir norska rithöf- undinn Veru Henriksen, sem nefn- ist Dronningsagaen. Alls eru á sýningunni 34 grafík- myndir, allar unnar með svokall- aðri þurrnál. Anne-Lise Knoff er kennari að mennt, en sneri sér að grafík- og málaralist. Hún hefur haldið marg- ar sýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði á Norðurlönd- um og víða um Evrópu. Anne-Li-sc Knoff Sýning listakonunnar stendur eins og áður sagði fram til 24. maí nk. og er hún opin daglega frá 09.00 til 19.00, nema sunnudag, þegar hún er opin frá 12.00—19.00. Aðgangur er ókeypis. í ró og næði \ heima og á þeim tíma dagsins sem hentar þér, getur þú æft þig með vaxtarmótar Sendið mér: □ . stk vaxtarmotari kr 99 OO ♦ póstkostn Nafn Heimilisf Pöntunarsími 44440 Póstverslunin Heimaval Box 39. Kópavogi anum. Milljónir manna, konur og karlar nota vaxtarmótarann til að ná eðlilegri þyngd og til að viðhalda líkamshreysti sinni í ró og næði heima. • • Vaxtarmótarinn styrkir. fegrar og grennir likamann •• Árangurinn er skjótur og áhrifaríkur. • • Æfingum meö tnkinu má haga eftir því hvaöa líkamshluta menn vilja grenna eöa styrkja • • Vaxtarmótarinn mótar allan líkamann, arma, brjóst. mitti. kviðvööva. mjaömir og fœtur • • Islenskar þýöingar á œfingakerfinu fylgja hverju tœki. • • Huröarhúnn nngir sem festing fyrir vaxtarmótarann. • • Reyndu þetta einfalda og hentuga nýja tœki til aÖ ná aftur þinni fyrri líkamsfegurö og lipurö I hreyfingum. ••14 daga skilafrestur þ.e. ef þú ert ekki ánœgöur meö árangurinn eftir 14 daga getur þú skilaö þvi og fengið fullnaöargreiöslu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.