Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981 3 5 Einar Hannesson: Að auka laxagengd Öll fiskræktarstarfsemi stefnir beint eða óbeint að því að auka fiskgengd og veiði og þar með gera þessa auðlind verðmætari. Einn þáttur fiskræktar er að setja gönguseiði af laxi úr eldisstöð í árnar til að bæta við það magn fiskjar, sem náttúran sjálf leggur til. Seiðin ganga síðan til sjávar eins og seiðin úr ánni og skila sér aftur sem fullvaxnir laxar úr sjó, eins og kunnugt er. Ljóst er þeim, sem til þekkja að ýmis mistök hér og þar hafa átt sér stað í sambandi við göngu- seiðasleppingu, vegna þess ein- faldlega að menn hafa ekki staðið rétt að verki. Víst þarf tíma til þess að yfirvinna byrjunarörðug- leika sem fylgja þessari fiskrækt- arframkvæmd, eins og nýjungar á öðrum sviðum. Það sama má segja um fiskeldið sjálft. En margt hefur eigi að síður þegar áunnist á þessum vettvangi. Eldi og slepping gönguseiða af laxi hefur þróast mjög jákvætt þann tiltölulega stutta tíma sem liðinn er frá því að slík starfsemi hófst hér á landi. Varðar þetta flýtingu á klaki laxahrogna, betri árangur í eldinu sjálfu og aðlögun laxaseiða að náttúrulegum að- stæðum. Þegar hefur tekist að fá fram góð gönguseiði, 12—15 sm að lengd, á rúmlega einu ári í eldis- stöð, en tekur yfirleitt 3—4 ár í náttúrunni. Þegar rætt er um góð gönguseiði, er átt við seiði sem fengið hafa nauðsynlega meðferð í eldinu, hvað snertir náttúrulega birtu vissan tíma vetrar, til þess að seiðin fari í göngubúning að vorinu eða fyrrihluta sumars sem er forsenda þess að þau séu hæf til EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU U (iI.Vsiní, \ SÍMINN KH: 22480 sjávargöngu. Auk þess þurfa seið- in að hafa náð vissri stærð til að teljast til gönguseiða, sem fyrr greinir. Hitt atriðið, sem miklu varðar um' góðan árangur sleppinga gönguseiða í árnar, er meðferð seiðanna þann tíma frá því að þau eru flutt úr eldisstöðinni og sett í ána sjálfa eða á annan sleppistað. I þessu efni er nauðsynlegt að láta seiðin vera í sleppitjörn eða netkví við ána eða í henni vissan tíma, 2—3 vikur, til aðlögunar náttúru- legum aðstæðum. Skiptir hitastig árinnar verulegu máli um sleppi- tíma og jafnaðarlega er best að seiðin fái göngubúning á sleppi- staðnum. Þarf því að flytja seiðin í sleppitjörnina nokkru áður en ætla má að hitastig árinnar verði hæfilegt (8—10°C) til að náttúru- leg gönguseiði haldi til sjávar. Víst má fullyrða að sleppitjörn ásamt fóðrun seiðanna gegni lyk- ilhlutverki til góðs árangurs í sambandi við sleppingu göngu- seiða. Tilraun með sleppingu gönguseiða og árangur þess sem framkvæmd var við Elliðaár fyrir nokkrum árum og unnið var vand- lega að, gaf rúmlega 8% endur- heimtu fullorðinna laxa í Elliðaár úr sjó. Gönguseiðin voru frá Kollafjarðarstöðinni, merkt þar, sett í sleppitjörn við Elliðaár og endurheimtust sem fyrr greinir í Elliðaám. Sumarið 1978 voru sett gönguseiði frá Kollafirði í sleppi- tjörn í Súgandafirði á Vestfjörð- um og í Fossá á“Skaga í Skaga- firði, sem skiluðu endurheimtum á viðkomandi staði 1979 og 1980. Hið sama er að segja um göngu- seiði frá Laxamýrarstöðinni í Suður-Þingeyjarsýslu, ættuð úr Laxá, sem sleppt var í sleppitjörn í Kollafirði 1978 og endurheimtust í Kollafirði. Netkví í Botni í Súgandafirði. Nýjasta framför við sleppingu gönguseiða er flotkví með sjálf- virkan fóðrara, sem staðsett er á ósasvæði ár með aðstöðu til að láta seiðin aðlagast sjó. Þegar þessi aðferð er notuð er gönguseið- um sleppt úr kvínni beint i sjó við ós árinnar. í upphafi þessa spjalls var vikið að gildi gönguseiða af laxi til fiskræktar, þ.e. þau kæmu sem viðbót við framlag náttúrunnar sjálfrar í viðkomandi straum- vatni. Kunnugir þessum málum hafa bent á, að mest hagnýtt gagn gönguseiðasleppinga væri vafa- laust í ár, sem gefa tiltölulega litla laxveiði frá náttúrunnar hendi, því þar muni hvað mest um aukningu á laxgengd og þar með veiði. Með þessum hætti væri unnt að gera laxveiðina að stóru ævin- týri fyrir stangveiðimennina og veiðieigendur. Ogetið er um hafbeit í stórum stíl, er skilar sláturlaxi í ríkum mæli, eins og hafbeitarstöðvarnar eru ljós vottur um. Framtíð stór- iðju á þessu sviði á vegum lands- manna sjálfra ætti ekki að valda ágreiningi þó stóriðja af öðru tagi sé umdeild hérlendis. Einar Hannesson Ef þú gerir hröfur um gæói ryösritun, en tehur fá eintöh á ári, er nýja u-bix 90 yósritunars/élin fyrir þig U-BIX 90 notar eina tegund af dufti ftonerj. U-BIX 90 ijósritar á allan venjulegan pappír, einnig þitt eigió bréfsefni. U-BIX 90 skilar fyrsta afriti eftir 6 sekúntur. U-BIX 90 kostar 25.780.- SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + = x ^ Hvcrfisgötu 33 S,mi 20560 ÓSA HVITASUNNUFERÐ Tlli Ennþá eru örfá sæti laus í átján daga ferð til BENIDORM á suð-austurströnd Spánar. Hótel eða íbúðir, mpð og án fæðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.