Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 33

Morgunblaðið - 12.05.1981, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAI 1981 37 Jón Jósep Jóhann- esson — Minning: Vinur minn, Jón Jósep Jóhann- esson kennari, andaðist aðfara- nótt 5. maí. Lát hans kom öllum á óvart enda þótt hans nánustu hefðu grun um að heilsu hans færi hrakandi. En með honum hvarf mikill atorku- og áhugamaður um skógrækt á vit feðra sinna. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans með. fáum og fátæklegum orðum, með trega og söknuði í huga. Jón Jósep Jóhannesson fæddist að Hofsstöðum í Skagafirði 11. mars 1921 og stóð því á sextugu er hann lést. Hann var sonur Jó- hannesar Björnssonar og Krist- rúnar Jósepsdóttur, sem lengi bjuggu stóru búi á því gamla höfuðbóli, og komu upp sjö mann- vænlegum börnum. Jón Jósep var látinn ganga skólaveginn sem aðr- ir bræður hans. Hann varð stúd- ent 1942 og síðar cand. mag. í íslensku frá Háskóla íslands árið 1949. Síðar jók hann við kunnáttu sína á námskeiðum í Danmörku og Englandi og menntaðist vel. Kennsla varð hans aðalstarf að námi loknu. Hann réðst að hér- aðsskólanum í Skógum að loknu prófi og starfaði þar í 12 ár. Haustið 1960 flutti hann til Reykjavíkur og gerðist kennari við Vogaskóla en síðar við Vélskóla Islands. Jón Jósep þótti góður íslenskukennari, og hitt hef ég ýmsa nemendur hans, sem minnt- ust hans með þakklæti. Það var vandi Jóns Jóseps í Skógaskóla, að kæmu einhverjir nemendur illa undirbúnir í skólann eða þyrftu á aukaleiðsögn að halda, þá tók hann þá óbeðinn og umyrðalaust í einkatíma til þess að þeir stæðu jafnfætis öðrum. Slíkt ber hverj- um manni góðan vott, enda var hann hjálpsamur mjög að eðlis- fari. Þótt kennsla væri aðalstarf Jóns Jóseps var honum annað mál kærara og þar var hugur hans allur. Hann var nýkominn til náms í Reykjavík þegar hann gerði sér tíðförult í skrifstofu Skógræktar ríkisins til að fræðast um skógrækt og upp frá því vann hann flest sumur við skógrækt á ýmsum stöðum á landinu. Eftir fyrsta veturinn í Skógaskóla fékk hann efni til þess að reisa girðingu í brekkunum ofan skólans. Kom hann henni upp að mestu af eigin rammleik, og síðan fékk hann trjáplöntur á hverju ári, sem hann gróðursetti með nemendum skól- ans öll þau ár, sem hann var við skólann. Verkin sýna nú merkin og er hlíðin hin mesta staðarprýði. Skólinn kafnar ekki lengur undir nafni. Mér er það minnisstætt að ég gekk um brekkurnar sumarið 1960 með Jóni Jósep og þýskum prófessor í skógrækt. Þótti Þjóð- verjanum mikið til um atorku hans og áhuga og hafði oft orð á því. Það siðasta, sem hann sagði við mig, þegar ég kvaddi hann hálfum mánuði síðar var á þessa leið: „Það eru ekki margir menn af hverri milljón rnanna, sem líkjast kennaranum í Skógum." Jón Jósep varði nær öllum sumarleyfum sinum við skógrækt- arstörf, eins og áður segir. Helst kaus hann að vinna að gróðursetn- ingu og hirðingu ungviðis, ýmist einn eða með hópi ungs fólks. Hann var mörg sumur á Hall- ormsstað og fjöldi þeirra plantna, sem hann sá um gróðursetningu á, skiptir hundruðum þúsunda. Arið 1951 plantaði hann lerki í stóran teig, sem brátt fékk nafnið Jónsskógur, en þar eru trén nú 7—10 metrar á hæð. Síðar vann hann við gróðursetningu á ýmsum stöðum, m.a. við Reykjalund og á Keldum í Mosfellssveit, í Rang- árvallasýslu og víðar. Hann lét þó ekki sitja við það eitt að planta. Hann skrifaði ýmsar greinir um skógrækt í tímarit, og 1964 skrifuðu þeir Snorri Sigurðsson og hann bókina Æskan og skógurinn, sem víða hefur verið notuð sem kennslubók. Sú bók kom út í nýju upplagi á Ári trésins og var gefin í alla ungl- ingaskóla landsins, en um þá bók sagði Steindór Steindórsson skóla- meistari á sínum tíma, að hún væri einhver hin besta bók handa ungingum til að læra og skilja líf og vöxt plantna, sem út hefði komið hér á landi, auk þess sem hún væri hvatning til trjá- og skógræktar. Jón Jósep var heill og falslaus drengur, gekk óskiptur að hverju verki sem hann tók að sér og mun sjaldan hafa hugsað um hvað hann fengi sjálfur í hlut. Óeigin- gjarnari maður fannst vart. Við lát hans minntist ég allt í einu vísu úr kvæðinu Bræðrabýti eftir Stephan G. Stephansson um þann bræðranna, sem bæta vildi fornar syndir feðranna og er á þessa leið: .En hinn vildi iandspellin laica um lanKeydda fjárbeit iik tún <IK Króandann hana inn á haKa iik harAvöll. en lynKÍlétta hrún uK handleiAa bjórk upp i bórAin. en harrviA I huldýja skórAin á jarAhónn. svo hyldKaAist hún.“ Slíkt var aðal Jóns Jóseps Jó- hannessonar og tré þau, sem hann hefur gróðursett með eigin hönd- um, munu mörg hver lifa margar kynslóðir manna. Hann galt miklu meira en skuld sína við land og þjóð. Ilákon Bjarnason Mig setti hijóðan þegar ég á miðvikudaginn var, las tilkynn- ingu urp iát vinar míns, Jóns Jóseps Jóhannessonar. Ekki löngu áður höfðum við hjónin skroppið til hans þar sem hann bjó í Hátúni lOa í Reykjavík. Ekki bar á öðru en húsráðandi væri þá með hýrri há, hellt var upp á kaffi og skrafað um daginn og veginn. Hann hafði þá nýverið eignast forkunnargott litsjónvarpstæki, sem hann bjóst við að stytti sér einverustundirnar og að öllu leyti búið vel um sig á nýjum stað. En hér sannast að: „Aldrci or hvo bjart yíir öAlinKsmanni. að oi»fi jfoti syrt oins sviplotca ug nú.“ (M.J.) Laugardaginn 2. maí síðastlið- inn var Jón heitinn fluttur fár- veikur á Landspítalann og lést hann þar þremur dögum síðar. Ekki er það ætlun mín að rekja hér að nokkru ráði ævisögu Jóns Jóseps, heldur þakka honum fyrir löng kynni, órjúfandi vináttu og ógleymanlegar samverustundir. Þó skal þetta dregið fram: Hann fæddist á Hofsstöðum í Viðvíkur- hreppi í Skagafirði, sonur hjón- anna Kristrúnar Jósefsdóttur og Jóhannesar Björnssonar sem þar bjuggu á föðurleifð Jóhannesar, en fjölskyldan fluttist til Reykjavík- ur á 4. áratugnum. Jón nam í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, fór síðan norður á Akureyri og tók stúdentspróf frá MA árið 1942. Cand. mag. prófi lauk hann frá Háskóla íslands vorið 1949. Hlut- skipti langflestra sem lærðu ís- lensk fræði á þeim árum varð kennsla ungmenna. Jón kenndi í mörg ár við Héraðsskólann á Skógum undir Eyjafjöllum, en brá síðan á það ráð, eftir 15 ára dvöl þar, að flytjast til Reykjavíkur og fara að kenna við Vogaskóla. Það gerði hann í fá ár. Eftir það sinnti hann ekki föstu starfi, en kenndi um skeið við Vélskóla íslands svo og nemendum í einkatímum. Nemendur Jóns í Skógaskóla ljúka upp einum munni um það að hann hafi verið afbragðskennari, einkum hafi honum verið lagið að lýsa upp íslenska bókmenntaver- öld svo að fróðleiksþyrstar sálir höfðu unun af en deyfð og áhuga- leysi þoldi hann illa. Mér er kunnugt um það að mest dálæti hafði Jón á fornsögum okkar og rómantískum skáldum 19. aldar. Af þeim skipaði Jónas Hallgríms- son sérstakt heiðurssæti í vitund Jóns og þarf engan að undra sem kynntist Jóni, fegurðarsmekk hans, heitum og djúpum tilfinn- ingum og ást á Islandi og öllu sem íslenskt er. Það fer ekki milli mála að búseta Jóns í nábýli við slóðir Njálu og sögusvið Gunnarshólma hefur kynnt undir dálæti hans á þessum öndvegisverkum bók- menntanna. Ekki mun Jón hafa fallið eins vel að fræða reykvískan æskulýð sem sveitafólkið á Skóg- um, enda fyrrnefndi hópurinn í lausari tengslum við landið, þann frjógjafa sem Jón helgaði öðrum þræði líf sitt og starfskrafta. Uppgræðsla landsins, garðyrkja og einkum þó skógrækt var eftir- lætisiðja Jóns Jóseps og helgasta hugsjón. Var það í samræmi við hjartalag hans, það eðli að hlúa að því sem veikburða er og að kunna best við sig í lifandi umhverfi. Hann naut þess að sjá magnlitla og viðkvæma frjóanga teygja sig hærra og hærra og verða að trjám. Fátt mun hafa verið honum meiri yndisauki á síðari árum en að sýsla í garði móður sinnar að Bollagötu 3. .Smávinir (nKrir. (uldarskart. fifill í haKa. rauA ok blá brokkuHÓloy. vid mættum marKt muna hvort rtðru aA HOKja írá.“ Þessar ljóðlínur Jónasar veit ég að snertu Jón dýpra en flest sem ort hefur verið. En það sem nú hefur verið sagt er ekki leikur að orðum þegar góðs manns er getið. Garðyrkjustörf og skógrækt var Jóni annað og meira en dundur og athvarf í tómstundum. Hann reit greinar um skógrækt í blöð og tímarit og fyrir allmörgum árum kom út út eftir hann ritlingurinn, Æskan og skógurinn, þar sem hann leiðir æskufólk, sem fæst við gróðursetningu, fyrstu sporin. Efnið er fram sett á listrænan hátt, málfágun og snyrtimennska talar þar út úr hverjum staf. Jón lét mikið til sín taka i samtökum skógræktarmanna en sýnilegustu minnisvarðar hans eru skógi prýdd hlíðin fyrir ofan Skóga- skóla, trjálundir víða um land og Jónsskógur, lerkiteigur í Hall- ormsstaðaskógi, sem við hann er kenndur. Hér fyrr á árum naut ég, sem þessi orð ritar, samvista við Jón í skóginum á Hallormsstað. Slíkri alúð og natni við gróðursetningu hef ég aldrei kynnst sem hjá honum og í breiskju austfirskra sumardaga létum við stundum eftir okkur að flatmaga á Krók- lækjarbökkum, segja skringilegar setningar, hafa uppi gamanmál og berja saman dróttkvæðar vísur. Þá var gaman að lifa. Oft minnist Jón þessara gleðidaga, smáferða- laga, sem skroppið var í, jafnvel í jeppa suður í Breiðdal með Einari í Mýnesi, sundferðar út í Eiða til þess að þreyta 200 metrana í norrænni sundkeppni, og margs fleira mætti minnast frá samveru- stundum okkar. Það hefði ekki samræmst trygg- lyndi og vinfestu Jóns Jóseps að láta vináttu fjara út. Því lét hann iðulega í sér heyra fram til síðustu stundar og vænti góðs af dvöl sinni í nýfenginni íbúð þar sem hann gæti tekið á móti gestum sínum svo sem hlýhug og höfð- ingslund sæmdi. Áður bjó hann á Bollagötu 3, svo sem fyrr var drepið á. Með móður sinni bjó hann þar til hún lést fyrir fáum árum, háöldruð. Samband þeirra Fæddur 27. ágúst 1958. Dáinn 27. apríl 1981. Þann 6. maí var til grafar borinn Ragnar S. Ragnarsson, er lést að heimili sínu Otrateig 20, þann 27. apríl. Það er sagt að þeir sem guðirnir elski deyi ungir og að þeim sé ætlað visst verkefni fyrir handan. En samt eigum við erfitt með að skilja það þegar ungt fólk í blóma lífsins er kallað burt, við spyrjum hver er tilgangurinn? Því getur enginn svarað með vissu. Þegar mér var tilkynnt um andlát Ragga trúði ég því varla og tók það mig nokkurn tíma að átta mig á því að hann væri farinn. „Raggi dáinn“. Þessi setning kem- ur oft upp í huga mér en það var ekki fyrr en ég horfði yfir leiði hans sem mér fór að skiljast að hann væri farinn, en af hverju hann? Hann sem var svo lífsglað- ur, góður drengur sem vildi öllum vel og mátti ekkert aumt sjá. Átti alla framtíð fyrir sér og litla dóttur sem hefur nú ekkert tæki- færi til að kynnast föður sinum og eiga eflaust margar spurningar eftir að vakna hjá henni. Ég kynntist Ragga síðastliðið haust og urðum við strax góðir vinir enda vann hann hvert hjarta með góðvild sinni og ljúfmennsku, en hver hefði trúað því þá, að hans tími færi að ko.ma, hann sem alltaf var svo kátur og nú þegar mynd hans kemur upp í huga einkenndist af gagnkvæmri hlýju og umhyggju og tók Jón nærri sér fráfatl hennar. Mér varð tíðrætt um þau hugð- arefni Jóns að vernda gróður og prýða landið skógi. En fjölbreyti- leg voru áhugamálin og hnigu öll í menningarátt. Hann átti bækur og málverk og í vali þeirra var ekki hrapað að neinu. Hann var alltof mikið snyrtimenni og fag- urkeri til þess að þar réði handa- hóf. Þar var aðeins hið besta nógu gott. En því miður bjó hann aldrei svo rúmt að hann kæmi listaverk- unum fyrir á einum stað. Jón Jósep var einarður í skoðun- um á mönnum og málefnum og fór ekki dult með andúð sín^ á því fólki sem honum fannst ekki hafa að leiðarljósi: „Islandi allt“. Einn- ig hataðist hann við allar þær athafnir manna sem honum þótti spilla íslenskri náttúru og um- hverfi. Bág heilsa og ofurnæmi á ljótleika og vonsku þessa heims varp skugga á líf hans og gerði hann svartsýnan á köflum. En þegar vel lá á honum var hann allra manna skemmtilegastur, ræðinn og spaugsamur og áhuga- málin gerðu honum tilveruna bærilega. Að svo mæltu flyt ég Jóni Jósep kærar þakkir fyrir samveruna og óska honum góðrar ferðar yfir landamærin. Þórhallur Guttormsson minn sé ég hann alltaf brosandi og mun ég ætíð minnast hans þannig. Er ég hitti hann í hinsta sinn og við ræddum saman, að það skyldi hafa verið í hinsta sinn sem ég sá hann óraði mig ekki fyrir, en enginn veit hvenær kallið kemur og hver verður næstur. Ég þakka Ragga þau hlýju orð sem hann lét falla í minn garð þá, og mun ég ætíð minnast þeirra. Ég bið Guð að varðveita föður hans, móður og systkini og veita þeim styrk í sorg sinni, við þennan mikla missi. Og Ragga mínum sendi ég hinstu kveðju og megi hann hvíla í friði. Kveðja Guðrún Petersen Ragnar S. Ragnars- son - Minningarorð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.