Morgunblaðið - 12.05.1981, Síða 42
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1981
SIGUR MITTERANDS
BASTILLUKVÖLD — Þúsundir manna sofnuðust saman til að fagna sigri Mitterands á Bastillutorginu i París.
Markar si^ur Mitterands
upphaf vinstri sveiflu?
París. liUndúnum. Bonn. 11. mai. AI*.
MED SIGRI sínum hefur Francois Mitterand, leiðtoKÍ sósíalista í
Frakklandi. velt af stalli einum áhrifamesta stjórnmálamanni á
meKÍnlandi Evrópu. Þetta Kcrðist án þess, að utanrikismál va*ru
nokkurn tíma sett á oddinn í kosninKaharáttunni ok aldrei kom til
snarpra orðaskipta þeirra Mitterands ok Valery Giscard d'EstainKs
um utanríkismál. Giscard var óumdeilanleKa einn áhrifamesti leiðtoKÍ
í Evrópu. IIvernÍK Mitterand tekst að fylla það skarð sem Giscard
skilur eftir sík á sviði utanríkismála er enn á huldu. Mitterand lagði
alla áherzlu á innanrikismál í kosninKabaráttunni.
Ekki eru merkjanleKar neinar
afdrifaríkar breytinKar í utanrík-
isstefnu Mitterands. Hann hefur
látið í Ijósi harðari afstöðu gagn-
vart Sovétmönnum en Giscard, en
jafnframt áhuga á viðræðum við
Sovétmenn, þrátt fyrir innrásina í
Afganistan. Sovétmenn tóku ekki
beina afstöðu í kosninKabarátt-
unni en Kreinilegt var, að herrarn-
ir í Kreml hefðu helst kosið, að
Giscard bæri sigur úr býtum.
Mitterand hefur tekið sömu af-
stöðu og aðrir vestrænir leiðtogar
til Póllands. Sem sé, að Pólverjar
leysi eigin vandamál og ef Sovét-
menn ráðast inn í landið, þá muni
Frakkar slíta öll tengsl við Sovét-
ríkin. Hins vegar hefur Mitterand
sagt, að hann sjái ekkert til
fyrirstöðu góðum samskiptum við
Kreml.
Mitterand er einarður stuðn-
ingsmaður Efnahagsbandalags
Evrópu. Þó er Ijóst, að hann mun
leggja áherzlu á breytta stefnu í
fjárlögum EBE, og einnig á um-
bætur í landbúnaðarmálum.
Mitterand hefur lýst yfir stuðn-
ingi við Camp David-samkomu-
lagið og stefnu Bandaríkjanna í
málefnum Mið-Austurlanda með
undantekningu þó. „Frelsissamtök
Palestínumanna eru helsti fulltrúi
palestínsku þjóðarinnar," hefur
hann látið hafa eftir sér. Þarna
greinir hann á við Bandaríkin,
sem hafa lýst því yfir, að PLO séu
hermdarverkasamtök og hefur
PLO verið haldið utan við friðar-
viðræður Egypta, ísraela og
Bandaríkjamanna.
Mitterand hefur verið gagnrýn-
inn á stefnu Bandaríkjanna í
latnesku Ameríku. Þar kemur
helst til ágreinings Frakka og
Bandaríkjamanna.
Mitterand hefur lýst því yfir, að
breytinga sé þörf á afstöðu
Frakka til Atlanstshafsbanda-
lagsins. En það sem fyrst og
fremst setur spurningamerki yfir
utanríkisstefnu Mitterands eru
kommúnistar; hver verða ítök
þeirra í stjórn landsins.
Margrét Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands og Helmut
Schmidt, kanslari V-Þýzkalands,
komu í dag saman til funda í
Lundúnum. Vinátta þeirra Gisc-
ards og Schmidts er öllum kunnug
og var stundum talað um „Bonn-
Parísareykið" og vitnað til vináttu
og náins samstarfs þeirra. Mitter-
and sagði, að hann myndi kapp-
kosta góða samvinnu við V-Þýzka-
land, en útilokaði jafn náið sam-
band við Schmidt og Giscard hafði
átt. Bæði Helmut Schmidt og
Margrét Thatcher sendu Mitter-
and heillaóskaskeyti í dag og létu í
ljósi vonir um góða samvinnu
landanna og leiðtogafund. Ljóst
er, að Thatcher sér lítið eftir
Giscard. Sambúð þeirra var alltaf
stirð og litlir kærleikar voru með
þeim. Hvort betur fer á með henni
og Mitterand leiðir framtíðin í
ljós; raunar er ólíklegt að svo
verði.
Svo sem vænta mátti létu leið-
togar sósíalista í Evrópu mikinn
fögnuð í ljós í dag yfir kosninga-
sigri Mitterands og spá margir, að
sigur Mitterands marki upphaf
nýrra tíma í stjórnmálalífi álf-
unnar. Það er einkum á Ítalíu og
Spáni sem úrslitin í Frakklandi
eru talin geta markað upphaf
nýrra tíma. Bettino Craxi, leiðtogi
sósíalista á Ítalíu, sagði að sigur
Mitterands væri fyrsta teikn um
vinstri sveiflu í Evrópu; eftir
hægri sveifluna, sem farið hefur
um álfuna á undanförnum árum.
Enrico Berlinguer, leiðtogi
kommmúnista, lýsti mikilli
ánægju með kosningu Mitterands
og hann minnti á, að sigurinn
hefði unnist með stuðningi komm-
únista. Mario Soares, leiðtogi sósí-
alista undirbjó ferð til Frakklands
til að óska Mitterand persónulega
til hamingju með sigurinn. Þá
lýstu leiðtogar Verkamanna-
flokksins í Bretlandi ánægju með
sigur Mitterands og sagðist Denis
Healey, varaformaður Verka-
mannaflokksins, hlakka til náins
samstarfs við Mitterand en hann
spáði því, að sósíalistar á Bret-
landi myndu sjálfir fljótlega kom-
ast í valdastóla.
Hverju vill
Mitterand
breyta?
í VIÐUREIGNINNI við Francois
Mitterand og jafnaðarmanna-
flokk hans hafa hægri menn í
Frakklandi haldið þvi fram, að
bein afleiðing af valdaaðstöðu
jafnaðarmanna yrði stjórnleysi
ok önKþveiti. ekki sízt þar sem
kommúnistar mundu þá komast í
áhrifastöðu ok jafnvcl hafa yfir-
tökin. En hvað mun breytast við
það, að 23ja ára valdatíð hægri
aflanna í Frakklandi er nú á
enda?
Ekki eru líkur á því, að breyt-
ingar verði gerðar á grundvall-
arstefnu Frakka í utanríkis- og
öryggismálum. Ef eitthvað er, þá
má telja, að Mitterand verði
samvinnuþýðari innan Atlants-
hafsbandalagsins og Efnahags-
bandalagsins en fyrirrennari
hans.
Mitterand hefur hug á að þjóð-
nýta ýmsar iðngreinar i landinu,
auk þeirra banka sem enn eru í
einkaeign. Hann hefur hvað eftir
annað sagt, að baráttan gegn
atvinnuleysi verði að hafa forgang
og hefur hann í hyggju að efla
ríkisfyrirtæki í því skyni að fækka
atvinnuleysingjum. Þá vill hann
stytta vinnuvikuna í 35 stundir, en
í Frakklandi er við lýði 40 stunda
vinnuvika. Mitterand vill efla at-
vinnulýðræði og meðal helztu
stefnumála hans er að tryggja
láglaunafólki mun hærri tekjur en
nú tíðkast, m.a. með skattaíviln-
unum. Til að jafna kjör fólksins í
landinu hefur hann heitið að
leggja sérstakan skatt á efna- og’
hátekjufólk.
Til að hrinda þessu i fram-
kvæmd, þarf Mitterand að tryggja
sér mun meiri stuðning á þingi en
hann hefur nú yfir að ráða. Á
næstu vikum kemur í ljós, hvort
meðbyrinn, sem kom honum á
forsetastól, endist til að koma
honum til áhrifa á franska þing-
inu. Ef ekki, þá er viðbúið, að á
næstu misserum verði hörð átök í
efnahagslífi Frakklands.
Veður
viöa um heim
Akureyri 6 skýjað
Amsterdam 27 heiðskírt
Aþena 26 heiðskírt
Barcelona 18 hálfskýjað
Berlín 28 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Chicago 30 skýjað
Denpasar 31 skýjað
Dyflinni 12 heiðakýrt
Feneyjar 19 skýjað
Frankfurt 14 heiðskírt
Faereyjar 7 alskýjað
Genf 20 skýjað
Hong Kong 26 rigning
Jerúsalem 23 skýjað
Jóhannesarborg 21 heiðskirt
Kaupmannahöfn 4 skýjað
Kairó 33 skýjaö
Las Palmas 20 léttskýjað
Líssabon 16 ngning
London 22 heiðskírt
Los Angeles 32 heiöskírt
Madrid 13 rigning
Mallorka 18 léttskýjað
Malaga 18 léttskýjað
Mexicoborg 25 heiðskírt
Miami 32 skýjað
Moskva 24 heiöskírt
Nýja Delhí 34 rigning
New York 20 rigning
Osló 21 skýjað
París 16 skýjað
Perth 15 heiðskírt
Reykjavík 5 skýjað
Ríó de Janeiro 32 skýjaö
Rómaborg 26 skýjað
San Francisco 18 heiöskírt
Stokkhólmur 24 heiöskfrt
Sydney 21 heiðskírt
Tel Aviv 25 skýjað
Vancouver 15 skýjað