Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 126. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hart barizt í Líbanon þrátt fyrir vopnahléið Beirut, Tel Aviv, Wuhington, 11. júní. AP. fSRAELAR lýstu í dag yfir einhliða vopnahléi í átökum þeirra við sýrlenska hermenn í Libanon og skömmu síðar ákváðu Sýrlendingar að fara að dæmi þeirra. Enn geisa þó bardagar á milli Palestínumanna og ísraela, sem ekki hafa samið um vopnahlé sin í milli. Hart var barist í úthverfum Beirut-borgar og israelskar fiugvélar gerðu harða bríð að stöðvum Palestínumanna annars staðar í landinu. Löng lest ísraelskra skrið- dreka fer um aðalgötu líb- önsku borgarinnar Sídon, sem er skammt fyrir sunnan höfuð- borgina, Beirut. Myndin var tekin í fyrradag þegar ísra- elsher sótti enn norður til Beirut-borgar. Símamynd-AP Vopnahléið milli ísraela og Sýr- lendinga kemur á sjötta degi innrás- ar þeirra fyrrnefndu í Líbanon og mun sérstakur sendimaður Reagans, Bandaríkjaforseta, í Miðausturlönd- um, Philip C. Habib, hafa átt mestan þátt í að koma því á. í skilaboðum, sem Frelsissamtök Palestínumanna komu til aðalritara SÞ í dag, segir, að þau styðji ályktun öryggisráðsins nr. 508 og 509, en þar var kveðið á um tafarlaust vopnahlé og skilyrðis- lausa brottför ísraela frá Líbanon. Páfa vel fagnað í Buenos Aires Buenos Aires, 11. júní. AP. JÓHANNES PALL páfi II kom í dag til Buenos Aires í Argentínu í 32ja stunda heimsókn. Við kom- una sagði hann, að tilgangur ferð- arinnar væri að biðja fyrir „réttlát- um og varanlegum“ friði á Suður- Atlantshafi, þar sem Bretar og Arg- entínumenn berast nú á banaspjót. Galtieri, hershöfðingi og oddviti herforingjastjórnarinnar, tók á móti páfa á flugvellinum Gífurlegur mannfjöldi, millj- ónir manna að sumra sögn, fagn- aði páfa þegar hann fór um borg- ina og var síður en svo að sjá, að hann væri látinn gjalda þess að hafa áður sótt Breta heim, erkifjendur Argentínumanna nú um stundir. í stjórnarráðsbygg- ingunni gekk páfi til fundar við herforingjana, sem landinu stjórna, en i stað þess að heilsa honum með handabandi féllu þeir á kné frammi fyrir honum. Virtist páfa koma það mjög á óvart. I ræðu, sem páfi hélt eftir fundinn með herforingjunum, sagði hann, að hann væri kom- inn til að biðja fyrir friði, fyrir þeim, sem látið hefðu lífið í átök- um Breta og Argentínumanna. „í hvert sinn sem lífi manns er ógnað er ýtt undir þróun, sem að lokum leiðir til hörmunga," sagði páfi. Ekki þykir ljóst af þessu hvort Pal- estinumenn eru hlynntir vopnahléi við ísraela. Fréttamenn segja frá miklum flutningum sýrlensks herliðs frá Líbanon og er talið, að þeir muni koma sér fyrir á nýrri víglínu innan sinna eigin landamæra. Talsmenn ísraelska hersins sögðu i dag, að varaforseti ísraelska herráðsins, Yekutiel Adam hershöfðingi, hefði fallið i átökum við Palestínumenn og hafa ísraelar ekki fyrr misst jafn háttsettan mann í orrustu. Á Bandaríkjaþingi í dag fóru fram miklar umræður um innrás ísraela og það, að þeir skuli hafa beitt bandariskum vopnum, sem aðeins má nota í varnarskyni og öldunga- deildarþingmaðurinn Mark 0. Hat- field skoraði á Reagan forseta að hætta tafarlaust öllum vopnasend- ingum til ísraels og annarra Mið- austurlanda. „Borgir og bæir í Líb- anon eru i rúst, þjóðfélagið í upp- lausn og saklaust fólk liggur í valn- um. Hvar mun þessi skelfing enda?“ sagði hann. Thatcher býr þjóðina undir „mikiÖ mannfall London, ll.júní. AP. J J London, 11. júní. AP. SEXTÍU breskir hermenn féllu og 120 særðust þegar argentínskar herþotur gerðu árás á bresk skip, sem voru að flytja lið á land á Falklandseyjum sl. þriðjudag. Þessar fréttir voru í dag hafðar eftir heimildarmönnum innan bresku stjórnarinn- ar, í sömu mund og Margaret Thatcher varaði þjóðina við og sagði, að búast mætti við „miklu mannfalli" í úrslitaorrustunni um Port Stanley. Mannfallið sl. þriðjudag er það mesta, sem Bretar hafa orðið fyrir í Falklandseyjastríðinu, og hafa þeir nú misst 209 menn og um 300 hafa særst. Flestir féllu í árás Argentínu- manna á landgönguskipið Sir. Galahad, en um borð í því voru 300 menn, sem biðu þess að ganga á land í Fitzroy á Austur-Falklandi. John Nott varnarmálaráðherra lagði á það áherslu í gær, að þetta áfall hefði engin áhrif á sókn breska hers- ins að Port Stanley. Breska ríkisútvarpið skýrði frá því í dag, að tekist hefði að hlera samtal Menendez, yfirmanns argentínska herliðsins á Falklandseyjum, við yf- irboðara hans í Buenos Aires og kvað þar nokkuð við annan tón en í opinberum yfirlýsingum herfor- ingjastjórnarinnar. Sagði Menendez, að liði hans hefðu engar birgðir bor- ist að undanförnu vegna aðgerða breska hersins og var haft eftir hon- um, að ef „svona heldur áfram, verð- ur staða okkar vonlaus innan skamms“. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, sagði i dag, að búast mætti við „miklu mannfalli“ þegar látið yrði til skarar skriða gegn Arg- entínumönnum í Port Stanley. Hún að Bretar hefðu sýnt mikið langlundargeð, þeir krefðust þess ekki, að Argentinumenn gæfust upp skilyrðislaust, heldur að þeir hyrfu á brott með her sinn „skipulega og með fullum sóma“. Thatcher sagði, að Argentínumenn virtust hins veg- ar heldur kjósa blóðug átök. Breskur varðflokkur átti í dag í átökum við argentinska hermenn og féllu fimm úr liði þeirra síðar- nefndu. Að öðru leyti virðist allt kyrrt og er ekki búist við neinum tíðindum meðan á heimsókn páfa í Argentínu stendur. Slmamynd AP. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti við Berlínarmúrinn í gær, föstudag. í baksýn er varðturn en austur-þýsku hermennirnir fylgdust vel með ferðum Reagans þann tíma sem hann skoðaði þetta mesta mannvirki austur-þýskra stjórnvalda. „Óttast frelsið mest af ölluu — sagöi Reagan þegar hann stóð viö Berlínarmúrinn Berlin, 11. júní. AP. EVRÓPUFERÐ Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, sem hófst 2. júní, lauk í dag með stuttri viðkomu i Vestur-Berlín þar sem hann skoðaði meðal annars Berlínarmúrinn. f ræðu, sem hann flutti við það tækifæri, sagði hann, að múrinn væri til sanninda- merkis um það, að kommúnistar óttuð- ust ekkert meira en frelsi fólksins, og einnig skoraði hann á Sovétmenn að taka heiðarlegan þátt í friðarviðleitni Bandarikjamanna. „Hann er jafn ljótur og hugmynd- in, sem býr að baki honurn," sagði Reagan þegar hann kom að Berlín- armúrnum ásamt konu sinni, Nancy, Helmut Schmidt kanslara Vestur- Þýskalands og Haig utanríkisráð- herra. „Mig hefur lengi langað til að spyrja kommúnista hvernig stendur á múrnum. Ég veit að vísu svarið. Það er frelsið, sem þeir óttast," sagði Reagan. f sjónvarpsviðtali, sem haft var við Reagan í Charlottenborgarhöll, skoraði hann á Sovétmenn að taka höndum saman við vestræn ríki í nýrri friðarsókn og sagði, að fyrsta skrefið í þá átt væri að taka vel í tillögur Bandaríkjastjórnar um gagnkvæma fækkun í herjum banda- laganna í Evrópu og brottflutning kjarnorkuvopna. Hann sagði, að eng- um manni handan múrsins stafaði hætta af bandarískum vopnum, þau yrðu notuð í varnarskyni, ekki til árásar. Komu Reagans var mjög vel fagn- að í Berlínarblöðunum og í borginni voru víða uppi spjöld og borðar þar sem hann var boðinn velkominn. Áð- rir voru ekki jafn hrifnir og segir í fréttaskeytum, að 6— 7.000 pönkarar og hippar hafi efnt til mótmæla og átt í átökum við lögregluna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.