Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 Sauðárkrókun Magnús Sigurjónsson forseti bæjarstjórnar Saudárkrókur, II. júní. Á FUNDI bæjarstjórnar Sauöárkróks í gær var formlega skýrt frá meiri- hlutasamstarH Alþýðubandalags og Framsóknar og lesinn upp málefna- samningur þessara flokka. Þótti það heldur daufur lestur, mest almennt orðaðar yfirlýsingar um sjálfsagða hluti. Á einum stað er þó tekið af skarið og sagt að beitarþolskönnun verði gerð á búfjárhögum bæjarins. Pólýfónkórinn ásamt hljómsveit á sviði Háskólabíós en myndin var tekin fyrir nokkrum árum. Kaffisala hjá Pólýfónkórnum Pólýfónkórinn efnir á morgun, sunnudag, til kaffísölu á Hótel Sögu í Reykjavík og stendur hún frá kl. 14 til 17. Er hún til fjáröfl- unar vegna ferðar kórsins til Spán- ar, þar sem honum hefur verið boðið að taka þátt í listahátíð. Meðan á kaffisölu stendur verð- ur í gangi hlutavelta og kórfélagar munu skemmta gestum með söng sínum. Þriðjudagskvöldið 29. júní heldur kórinn síðan tónleika í Há- skólabíói. Verður þar flutt efn- isskráin sem kórinn, ásamt hljómsveit, heldur með til Spánar. Tómas Ámason svarar fyrir viðskiptaráðuneytið: Stjórn utanríkisviðskipta- mála á að vera á einum stað Á fundinum var kosið í nefndir og ráð á vegum bæjarins. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Magnús Sigurjónsson deildarstjóri. í bæj- arráð hlutu kosningu Magnús Sig- urjónsson, Stefán Guðmundsson, vélvirki, og Þorbjörn Árnason, lögfræðingur. Tekinn var fyrir kæra Jóns Karlssonar, efsta manns á lista Alþýðuflokksins, vegna meintra galla við utankjör- fundaratkvæðagreiðslu á sjúkra- húsi Skagfirðinga. Fyrir fundin- um lá álitsgerð tveggja lögfræð- inga þar sem fram kemur að þeir telji ekki efni til þess að ógilda bæjarstjórnarkosningarnar hér. Tillaga um að vísa kærunni frá var samþykkt með 8 átkvæðum, 1 sat hjá. Ekki er vitað hvort úr- Verðið er miðað við að gert sé að grásleppunni fljótlega eftir að hún er veidd og hrognin, ásamt þeim vökva, sem í hrognasekkjunum er, og þeim vökva sem umlykur þá í holinu, sé hellt saman í vatnshelt ílát. Ekki verði reynt að skilja vökv- ann frá hrognunum né bæta í vökva. Verðið er miðað við að seljandi afhendi hrognin á flutningstæki við hlið veiðiskips. Auk verðsins, sem að framan greinir, skal lögum samkvæmt skurði bæjarstjórnar verður áfrýjað. I bæjarstjórn Sauðárkróks sitja nú 3 sjálfstæðismenn, 4 framsókn- armenn, 1 alþýðubandalagsmaður og 1 óháður. Af þessum 9 full- trúum er aðeins 1 kona, Aðalheið- ur Arnórsdóttir, sem skipaði 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þeir tveir flokkar, Alþýðubanda- lag og Framsókn, sem nú hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn- inni, hlutu samtals um 45% at- kvæða og vantar því talsvert á að þeir hafi meirihluta kjósenda hér að baki sér. Báðir flokkarnir töp- uðu um 2% fylgi miðað við kosn- ingarnar 1978. Staða bæjarstjóra hefur verið auglýst og er umsókn- arfrestur til 13. júní nk. Kári greiða 10% gjald í stofnfjársjóð fiskiskipa og ennfremur 7% olíu- gjald. Heildarverð, sem kaupanda ber að greiða, er samkvæmt þessu kr. 12,52 hvert kg. Samkomulag varð í yfirnefndinni um verð þetta. í yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur Davíðsson, forstj. Þjóðhagsstofnunar, oddamaður. Fulltrúar seljenda voru þeir Gunn- ar Hafsteinsson og Ingólfur Ing- ólfsson og fulltrúar kaupenda Árni Benediktsson og Marías Þ. Guð- mundsson. Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi bréf frá Tómasi Arnasyni, viðskiptaráðherra: „Morgunblaðið birti í dag leiðara undir fyrirsögninni „Viðskiptarráöu- neytið óþarft?" Af því tilefni vil ég óska að blaðið birti meðfylgjandi kafía úr ræðu minni á Alþingi 27. apríl, við umræður um skýrslu um utanríkismál.“ Um leið og orðið er við þeirri ósk viðskiptaráðherra að birta kafla úr þingræðu hans, skal tekið fram, að frá henni var sagt hér i blaðinu á sínum tíma og ritstjórum blaðsins var Ijós afstaða ráðherrans, þegar for- ystugreinin „Viðskiptaráðuneytið óþarft?“ var rituð. Kafíi úr ræðu Tómasar Árnasonar, viðskiptaráðherra, á Alþingi 27. april sl. við umræður um skýrslu um utan- ríkismál. Að lokum vildi ég segja nokkur orð vegna niðurlags skýrslu utan- ríkisráðherra, þar sem starfsmenn utanríkisþjónustunnar eru sagðir þeirrar skoðunar að taka þurfi stjórn utanríkisviðskiptamála úr höndum viðskiptaráðuneytisins og fela utanríkisráðuneytinu hana. Þetta er gamalkunnugt mál. Ég er í sjálfu sér ekkert að lá starfs- mönnum utanríkisráðuneytisins þótt þeir hafi hug á því að færa út kvíarnar. Um breytingu á starfs- sviði sendiráða er hins vegar ekki að ræða, því að þau hafa í áratugi unnið í góðri samvinnu við við- skiptaráðuneytið að þessum mál- um. í þessum þýðingarmiklu mál- um má ekki persónulegur metn- aður einstakra starfsmanna ráða ferðinni, heldur einungis það sjón- armið, hvernig verði best unnið að utanríkisviðskiptamálum með hag landsins fyrir augum. í mínum huga er enginn vafi á því að yfir- stjórn utanríkisviðskiptanna eigi að vera í einu ráðuneyti eins og hún hefur verið hér á landi. Einn þýðingarmesti þáttur utan- ríkisviðskipta er stjórn innflutn- ings- og gjaldeyrismála og þar með framkvæmd á gildandi viðskipta- samningum og þátttaka í fríversl- unarsamstarfi innan EFTA og við Efnahagsbandalagið. Þessi mál eru mjög nátengd starfssviði Seðla- bankans og gjaldeyrisviðskipta- bankanna og hafa því af eðlilegum ástæðum verið í höndum viðskipta- ráðuneytisins síðan það var stofnað árið 1939. Varla ber að skilja ósk starfsmanna utanríkisráðuneytis þannig, að þeir vilji einnig leggja þessi mál undir utanríkisráðuneyt- ið, en án þess verður ekki um að ræða neina heilsteypta stjórn viðskiptamála. Ég vil eindregið vara við því að farið verði inn á þá braut að skipta utanríkisviðskipta- málum á milli tveggja ráðuneyta, sem myndu verja miklum tíma og kröftum í að skiptast á bréfum og metast á um starfssvið. Við höfum verið blessunarlega lausir við slíka tvískiptingu, sem hefur verið veru- legt stjórnarfarslegt vandamál hjá nágrannþjóðum okkar. Eftir mjög miklar umræður og athuganir ákváðu bæði Norðmenn og Svíar fyrir nokkrum árum, að fela einu ráðuneyti öll utanríkisviðskipta- málin. I Noregi er það viðskipta- ráðuneytið og í Svíþjóð samsteypa , sem kölluð er viðskipta- og utan- ríkisráðuneyti. í báðum þessum löndum er það viðskiptaráðherra sem fer með yfirstjórn þessara mála eins og reyndar á sér stað í langflestum viðskiptalöndum okkar. Því hefur hvergi verið haldið fram að núverandi fyrirkomulag sem byggist á nánu samstarfi viðskiptaráðuneytis og sendiráð- anna hafi ekki skilað eðlilegum árangri miðað við það fámenna starfslið, sem að þessum málum hefur unnið. Utanríkisráðuneytið hefur fylgst vel með öllu, sem farið hefur á milli viðskiptaráðuneytis- ins og sendiráðanna og hefur við- skiptaráðuneytið haft ánægjulegt samstarf við utanríkisráðuneytið. í okkar fámanna stjórnkerfi er mjög auðvelt að vinna saman, þótt um starfsmenn tveggja ráðuneyta sé að ræða. Ég get einnig talað af eig- in reynslu, þegar ég dreg í efa, að samstarf innan utanríkisráðuneyt- isins milli varnarmáladeildar ráðu- neytins og aðalskrifstofunnar sé nokkru nánara heldur en samstarf utanríkisráðuneytisins og við- skiptaráðuneytisins. Hins vegar álít ég, að sá galli sé á núverandi skipan að starfsmenn utanríkis- ráðuneytsins fái margir hverjir ekki nægilega reynslu í því að vinna sjálfir að viðskiptamálum meðan þeir starfa hér heima. Á þessu má þó ráða bót með því að láta starfsmenn utanríkisráðun- eytis vinna um tíma, t.d. 1—2 ár í viðskiptaráðuneytinu. Þessi hug- mynd hefur oft verið rædd, en af hálfu utanríkisráðuneytisins hefur því verið borið við, að ekki væri hægt að sjá af neinum starfs- mönnum til viðskiptaráðuneytisins vegna anna. Nú nýlega hefur utanríkisráðu- neytinu verið boðið að lána starfs- mann í viðskiptaráðuneytið í stað þess starfsmanns viðskiptaráðu- neytisins, sem innan skamms tekur við störfum viðskiptafulltrúa við sendiráðið í London. Um þriggja ára skeið var einn af starfs- mönnum viðskiptaráðuneytisins staðsettur í sendiráði íslands í Par- ís. Þessi ráðstöfun gafst vel og hef- ur greitt fyrir viðskiptum á megin- landinu. Þessi starfsmaður er nú tekinn við starfi í viðskiptaráðu- neytinu reynslunni ríkari og nú fer annar starfsmaður viðskiptaráðu- neytins til London. Ég og utan- ríkisráðherra erum sammála um, að þessa starfsemi ætti að auka. Ég vil að lokum endurtaka þá eindregnu skoðun mina, að stjórn utanríkisviðskiptamála verði að vera á einum stað í einu og sama ráðuneyti. Ef sá vilji er fyrir hendi hjá ríkisstjórn og Alþingi að endurskipuleggja Stjórnarráð ís- lands með því t.d. að fækka ráðu- neytunum um helming, tel ég að það gæti vel komið til greina að sameina utanríkisráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Annars held ég að viðskiptahagsmunum okkar verði best þjónað með óbreyttri skipan. Sigurgeir áfram bæjarstjóri á Seltjarnarnesi KYRSTl bæjarstjórnarfundur á Sel- tjarnarnesi var haldinn sl. miðvikudag. Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Magnús Erlendsson. Bæjarstjórinn, Sigurgeir Sigurðsson, var endurkjör- inn. Fyrsti varaforseti var kjörinn Júlíus Sólnes og Guðmar Magnússon annar varaforseti. í bæjarstjórn sitja nú fimm sjálfstæðismenn, einn framsóknarmaður og einn alþýðu- bandalagsmaður. Fyrir kosningarn- ar voru hlutföll þau sömu, en þá sátu minnihlutafulltrúarnir tveir fyrir sameiginlegan lista Alþýðuflokks, Alþýðubandaiags og Framsóknar- flokks, sem þá buðu fram einn sam- eiginlegan lista. Smámyndasýning í Gallerí Langbrók „SMÆLKI ’82“, önnur smá- myndasýning Gallerí Langbrók opnaði laugardaginn 5. júní síðast- liðinn. Myndverkin eru öli eftir að- standendur Gallerí Langbrókar og hámarksstærð þeirra er aðeins 15x15 cm. Verkin, sem eru öll unnin á þessu ári, eru unnin með ýmis efni og ýmiss konar tækni, svo sem textíl, keramik, grafík og skúlptúr. Aðstandendur Gallerí Lang- brókar eru 14 og allt konur. Þær eru Ásrún Kristjánsdóttir, Elísabet Haraldsdóttir, Eva Vil- helmsdóttir, Guðrún Auðuns- dóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Marinósdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Jóhanna Þórðar- dóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sigrún Guðmundsdótt- ir, Steinunn Bergsteinsdóttir og Þorbjörg Þórðardóttir. Á blaðamannafundi sem að- standendur Gallerí Langbrókar héldu, sögðu þær að miklar endurbætur hefðu farið fram á húsnæði Gallerí Langbrókar á Bernhöftstorfu. Hefði galleríið verið lokað allan maí mánuð og hefði þá verið unnið við endur- bætur á gólfum og málun á veggjum. Aðstandendur gallerís- ins sögðu að þessar endurbætur hefðu verið mjög kostnaðarsam- ar og hefðu þær ekki fengið neina styrki i þessu sambandi, og stæðu þær aigerlega sjálfar undir allri menningarstarfsemi Gallerí Langbrókar. M.a. standa þær sjálfr allar vaktir í gallerí- inu og án launa. „Smælki ’82“ er framlag Gall- erí Langbrókar til Listahátíðar þó að hún sé ekki styrkt af Lista- hátið. Fyrir tveimur árum stóð Gallerí Langbrók fyrir annarri smámyndasýningu, sem einnig hét “Smælki" og tókst hún vel. Gallerí Langbrók er alltaf með sýningar í gangi. í fremri saln- um setja aðstandendur gallerís- ins upp utanaðkomandi sýn- ingar, en í innri salnum setja þær upp sýningar eða kynningar á eigin verkum. í ágúst verða þær með austurríska leirlistar- sýningu og í sepember með sýn- ingu á verkum 10 finnskra silf- ursmiða. Aðstandendur Gallerí Lang- brókar sögðu að tildrögin að stofnun þess, sem átti sér stað sumarið 1978, hefði verið sú að þörf hefði verið á aðstöðu til að selja textíl, en síðan hefðu þær viljað fá fleiri listgreinar inn. Þær konur sem hefðu verið í Gallerí Solon íslandus hefðu verið kjarninn, en síðan fengið fleiri í lið með sér. Sögðu þær að þó þær hefðu svipaðan bakgrunn og hefðu margar verið saman í skóla, þá ynnu þær ólíkt, en þær ættu líka margt sameiginlegt og miðluðu hvor annarri. Sýningin stendur til 27. júní og er opin daglega, virka daga klukkan 12 til 18 og klukkan 14 til 18 um helgar. 12,52 kr. fyrir kílóið af grásleppuhrognum YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á grá- sleppuhrognum upp úr sjó á hrognkelsavertið 1982, sem er 10,70 krónur hvert kíló, en við það bætist stofnfíárgjald og olíugjald, þannig að heildarverðið er 12,52 krónur hvert kíló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.