Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Stérstjarnan Diego Maradona: Lipur eins og ballettdansari á knattspyrnuvellinum Knattspyrnufélagið Juventus frá Ítalíu er tilbúið að greiða litlar 27 milljónir marka fyrir argentínska knatLspyrnusnillinginn Diego Mara- dona. Barcelona, Evrópumeistarar bikarhafa, eru tilbúnir að greiða enn hærri fjárupphæð fyrir Maradona og bjóða honum að auki 10 milljónir marka í vasapeninga! Fyrsta, annað og hver er tilbúinn að borga best í „tilboði aldarinnar" fyrir hinn skapmikla Maradona, sem í dag er aðeins 21 árs gamall? I*eirri spurningu verður ef til vill svarað að lokinni heimsmeistara- keppninni á Spáni og eitt er víst að Maradona á eftir að hækka enn í verði, sérstaklega ef frammistaða hans verður góð í heimsmeistara- keppninni. Diego Maradona, svarthærður með úfinn koll, mun brátt „synda í peningum". Ekki er hægt annað en segja að knattspyrnuferill hans hafi verið ævintýri líkastur: hann er sonur fá- tæks mylluverkamanns, en varð á einni nóttu „skurðgoð“ heillar þjóð- ar og er í dag dýrkaður af knatt- spyrnuáhugamönnum um gjörvallan heim. Margir eru þeirrar skoðunar, og þar með Maradona sjálfur, að hann hafi ekki fengið nógu mikið fyrir sinn snúð. Auk þess telur hann að sér hafi ekki verið sýndur nægilegur sómi. Ekki alls fyrir löngu lét Mara- dona heyra í sér í fjölmiðlum: „Ég get ekki meira. Ég ætla að leggja • Dwgo Maradona skóna á hilluna. Það er margt fólk sem vildi helst sjá mig dauðan." Hvernig stendur á því að Mara- dona lætur hafa eftir sér þessar örvæntingarfullu yfirlýsingar? Þessi sterku tilfinningalegu við- brögð Maradona má að hluta rekja til þess atviks þegar safnari eiginhandaráritana móðgaði kappann á dögunum í Buenos Air- es. Maradona hafði þá nýlokið við að gefa ónefndum safnara nafn sitt á bréfsnepil þegar sá hinn sami hrópaði að Maradona: „Hve mikið færðu fyrir að skrifa þessa eiginhandaráritun, þú hóruson- ur?“ Eðlilega brást Diego hinn versti við og sló náungann í göt- una. Dómstólum í Argentínu fannst þetta þó ekki eins eðlilegt og okkur og hann fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm. Eitt eiga allir andstæöingar Maradona á knattspyrnuvellinum sameiginlegt: þeir óttast hann eins og heitan eldinn. Leikni hans með knöttinn þykir með eindæm- um og auk þess er hann hug- myndaríkur og úrræðagóður þeg- ar hann er undir „pressu". Það er engu líkara stundum en að hann geti talað við boltann, slík er tækni hans. Hann virðist geta bókstaflega allt með knöttinn og enginn getur spyrnt eins vel með hælnum og hann. Þegar Diego Maradona leikur á hvern andstæðinginn á fætur öðr- um syngja aödáendur hans á áhorfendapöllum: „Y ya lo ve, Y ya lo ve, Es Maradona y su ballet,“ sem merkir: „Hér getið þið séð það, hér getið þið séð það, Mara- dona dansa ballet.“ Diego Maradona fæddist i þenn- an heim 30. október 1960 í Lanis, sem er úthverfi í norðurhiuta Buenos Aires. Hann er yngstur fimm systkina. Sinn fyrsta fót- bolta fékk hann tveggja ára gam- all frá Diego Maradona, föður sín- um. Strákurinn skildi boltann aldrei við sig hvert sem hann fór. Hann tók hann alltaf með sér í rúmið og sofnaði þá gjarnan með hann í fanginu, var haft eftir stoltum föður hans ekki alls fyrir löngu í blaðaviðtali. Viku áður en hann varð sextán ára gamall lék hann sinn fyrsta deildarleik fyrir félag sitt, Arg- HEIMSLIÐ í KNATTSPYRNU, það er hægara sagt en gert að velja heimslið í knattspyrnu. Sitt sýnist hverjum. ítalskir íþróttafréttamenn völdu fyrir skömmu óskalið sitt og er það hér að ofan. Það er svona skipað. Markvörður: Zoff, Ítalíu. Varnarmenn: Gentile, Ítalíu, Pezzey, Austurríki, Junior, Brasilíu, Passarella, Argentínu. Miðvallarleik- menn: Schuster, V-Þýskalandi, Zico, Brasilíu, Maradona, Argentinu. Framherjar: Rummenigge, V-Þýskalandi, Hrub- esch, V-Þýskalandi, og Blokhim, Rússlandi. Nú getið þið sest niður og valið ykkar óskalið. entinos Juniors. Hann kostaði fé- lagið ekki nema 1000 krónur ís- lenskar. Félag hans, Argentinos Juniors, gafst hins vegar fljótt upp á hinni ört vaxandi stjörnu. Hann var leigður til tveggja ára til Boca Juniors fyrir 23 milljónir marka. í sinn hlut fékk Maradona fimm milljónir marka. Eins og áður hefur komið fram er æviferill þessa knattspyrnu- snillings þeirra Argentínumanna ævintýri líkastur. Þrátt fyrir það er hetjan í þessu ævintýri ekki hamingjusamur maður. Að hans sögn er það vegna þess að hann á sér alltaf fleiri og fleiri öfundar- menn í röðum aðdáenda sinna. Maradona hefur margsagt, að hann hafi enga ánægju af því lengur að leika knattspyrnu í sinu heimalandi, Argentínu. Maradona hefur einnig átt í útistöðum við landsliðsþjálfara Argentínu, Ces- ar Luis Menotti, og um tíma leit út fyrir að Menotti vildi ekkert með Maradona hafa og hótaði jafnvel að setja hann út úr liðinu. Þeir sættust þó um síðir og Diego Maradona mun því leika lykilhlut- verk hjá argentínska landsliðinu í knattspyrnu í heimsmeistara- keppninni á Spáni í þessum mán- uði, þar sem að Argentínumenn freista þess að halda heimsmeist- aratitlinum frá 1978. pnmr íþróttaskór fyrir alla fjölskylduna Mikíð úrval. Ennfremur íþróttagallar, œf- ingagallar. _ Allt til íþrótta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.