Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 48
AUGLYSIN(»ASIMINN ER: 22480 |H«r0aini>U2>ib ortumliTaíiiÍJ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 Hækkanir Benzín 13,22% Gasolía 15,07% Svartolía 19,84% VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilað 13,23% hækkun á benzíni frá og meö deginum í dag, sem þýðir aö hver lítri benzíns hækkar úr 9,45 krónum í 10,70 krónur. Hækkunin er því 1,25 krónur, en af því fara 79 aurar beint til ríkisins, eða um tveir þriðju hlutar. Verðlagsráð samþykkti enn- fremur, að heimila 15,07% hækk- un á gasolíu, en lítrinn af gasolíu hækkar því úr 3,65 krónum í 4,20 krónur. Þar kemur til gengissig og hækkandi dreifingarkostnaður innanlands, en höfuðástæðan fyrir þessari hækkun er óhagstæð staða innkaupajöfnunarreiknings, sem var neikvæður um 9 milljónir króna í lok janúar fyrir gasolíu, en er nú neikvæður um 25 milljónir króna. Loks hefur Verðlagsráð heimil- að 19,84% hækkun á svartolíu. Hvert tonn af svartolíu hækkar því úr 2.470 krónum í 2.960 krónur. Kjötvörur og fiskur hækka VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilaö 10,5% hækkun á fiski í smásölu og er það í beinu framhaldi af 10,5% almennri fiskverðshækkun, sem ákveðin var í síðustu viku. Ennfremur hefur Verðlagsráð heimilað 13—16,7% hækkun á unnum kjötvörum, en sú nækkun kemur í kjölfarið á hækkun land- búnaðarverðs um mánaðamótin. Sem dæmi um hækkun á unnum kjötvörum, má nefna, að kílóið af vínarpylsum hækkar úr 55,50 krónum í 62,60 krónur, eða um 12,8%. Þá hækkar kílóið af kjöt- farsi um tæplega 16%, eða úr 34,50 krónum í 40 krónur. Þar kemur til liðlega 16% hækkun á gengi dollarans, að sögn Georgs Ólafssonar og síðan liðlega 3,3% hækkun erlendis. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ um olíuverðshækkanimar: Um 110 mílljóna króna út- gjaldaauki fyrir útgerðina - og hefur veruleg áhrif í þá átt að stöðva togaraflotann „ÞETTA þýðir það, að olía hefur hækkað um 35% frá áramótum. Á sama tíma hefur fiskverð hækkað um 18,8% svo þetta er kaldasta kveðja, sem útgerðarmenn gátu átt von á undir þessum kringumstæðum og ég ætla að hljóti að hafa veruleg áhrif í þá átt, að stöðva togaraflotann," sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegsmanna, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir áhrifum þess fyrir útgerðina, að svartolía hækkar um 19,8% og gasolía um 15% í dag. — Þessi hækkun nú hefur í för með sér 110 milljóna króna út- gjaldaauka fyrir útgerðina á ári. Með hliðsjón af því hversu stór liður olían er sem hlutfall af afla- verðmæti, þegar við erum að veiða þessar ódýrari tegundir, þá er ljóst að þetta getur ekki gengið svona áfram. Hlutfallið í dag er á bilinu 30—45% af tekjum. í þessu sambandi varaði ég núverandi sjávarútvegsráðherra, Tómas Arnason, sem gegnir störfum fyrir Steingrím Hermannsson, við þessu í fyrradag. Hann taldi hins vegar ekkert ráð við þessu. Ég benti hins vegar á, að þetta myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar, sem munu koma í ljós á næstu dögum og vikum. Því get ég endur- tekið, að þetta er kaldasta kveðja, sem menn gátu fengið. Sérstak- lega áttu menn ekki von á þessu, með hliðsjón af núverandi aðstæð- um. Ríkisstjórnin hlyti að grípa til einhverra ráða til að gera þetta bærilegra, sagði Kristján Ragn- arsson ennfremur. Kristján Ragnarsson sagði, að útgerðarmenn gerðu sér að sjálf- sögðu grein fyrir því, að olía hækkaði í verði samfara því, að gengi breyttist. — Það getur hins vegar ekki leitt til annars en menn gefist upp þegar verðlækkun hefur átt sér stað á markaði erlendis, og þá skuli olía hækka til muna Sjálfstæðismenn í borgarráði: Borgarfulltrúum fækkað í 15 við kosningarnar 1986 Næstu byggingarsvæði á strandsvæðunum FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í borgarráði lögðu fram á borgarráðsfundi í gær tillögu um breytingar á framkvæmdaröð aðalskipulags, að næsta ibúðar- byggð í Reykjavík verði á strandsvæðunum við Grafarvog og í Keldnalandi. Þá var lagt til að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fækkað úr 21 í 15, þannig að við næstu borgarstjórnarkosningar, árið 1986, verði kosið um 15 sæti í borgar- stjórn. Báðum þessum tillögum var vísað til borgarstjórnar. Tillagan um breytingar á fram- kvæmdaröð lýtur að því að næstu byggingarsvæði á austursvæðum verði norðan Grafarvogs og á suð- urhluta Seláss, iðnaðarsvæði við Grafarvog sunnanverðan og austur af Áburðarverksmiðju. Landnotk- un norðan Grafarvogs verði breytt þannig að iðnaðarsvæði yst og syðst á Gufuneshöfða verði breytt í íbúðarbyggð frá vatnaskilum til suðurs. Meginhluti þess lands Keldna, sem ætlaður hefur verið til framtíðarstækkunar opinberra stofnana falli undir íbúðarbyggð. Tillaga sjálfstæðismanna um fækkun borgarfulltrúa kveður einnig á um breytingar á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Auk fækkunarinnar er lagt til að auka- fundi skuli halda samkvæmt ákvörðun borgarstjóra, forseta borgarstjórnar, eða ef 5 borgar- fulltrúar hið fæsta krefjast þess. Breytingarnar taki gildi við kosn- ingarnar 1986. „Sú ákvörðun sem tekin var í dag varðandi skipulagsmál borgarinn- ar er bein afleiðing kosninganna," sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við höfum fram að þessu uppfyllt fjögur kosningalof- orð af þeim níu sem við gáfum beint. Þeim til viðbótar efnum við nú loforð um að færa byggðina frá Rauðavatnssvæðinu að ströndinni og leggjum fram heilsteyptar til- lögur í þeim efnum. Einnig leggj- um við til að borgarfulltrúum verði fækkað úr 21 í 15. Þessi tillaga var borin upp í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins sl. miðvikudag og var hún þar samþykkt sam- hljóða með öllum greiddum at- kvæðum. Þessi tillaga þarf tvær umræður í borgarstjórn, að þeim loknum mun hún ganga til ráð- herra til staðfestingar," sagði Dav- íð. „Þó það komi andstæðingum okkar á óvart, þá er það okkar stefna að standa við gefin loforð. Við höfum nú verið við völd í tæpar þrjár vikur og ég vona það að þessi verk okkar séu vísbending um það sem koma skal,“ sagði Davíð Oddsson. Sjá á bls. 31: Næstu byggða- svæði verði f landi Keldna og við Grafarvog. meira hér á landi, en fiskverðið og okkar tekjur, nema því aðeins að menn fái áframhaldandi lán hjá olíufélögunum, sem eykur skuldir og gerir málið aðeins enn erfiðara til lausnar síðar. Þegar svo olían hækkar helmingi meira en tekj- urnar þá ættu allir að sjá hvert stefnir. Allir aðrir en ríkisstjórnin a.m.k., sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, að síðustu. Silkitromman til Venezúela ÁKVEÐIÐ er að 25 manna hópur fari með hina nýju óperu Atla Heimis Sveinssonar á leiklistar- hátíð sem haldin verður í Car- acas i Venezúela í vor. Maria Theresa Castillo Otero, formaður þjóðleikhúsráös í Venúzúela, kom þessu boði á framfæri og staðfesti Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri það í samtali við Morgunblaðið að boðinu hafi verið tekið. Fjórar sýningar á Silki- trommunni eru ráðgerðar og verða þær í Þjóðleikhúsinu í Caracas. Héðan fara söngvarar og aðrir, sem þátt taka í Silki- trommunni, að hljóðfæra- leikurum undanskildum. Gil- bert Levine verður hljóm- sveitarstjóri en hljóðfæra- leikarar verða úr Sinfóníu- hljómsveit Venezúela. Örnólfur Árnason, textahöf- undur Silkitrommunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þessa stundina væri verið áð athuga möguleika á því að Silkitromman yrði sýnd í fleiri löndum S-Ameríku að hátíðinni í Caracas lokinni, og kæmi þá helzt til greina að fara með óperuna til Bogota og Panama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.