Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 39 fclk f fréttum Alan King-tenniskeppnin haldin í ellefta sinn i Las Vegas + Nýlega var haldin í ellefta sinn í Caesar-Place hótelinu í Las Vegas hin fræga Alan King-tennis- keppni. Það voru ekki aðeins frægar tennistjörnur eins og Jimmy Connors, Björn Borg og Vitas Gerula- itis sem tóku þátt í þessari keppni, heldur líka áhugasamir leikmenn eins og Diana Ross, Donna Dixon, Neil Simon og margir fleiri. Lokakeppnin var milli Jimmy Connors og Gene Mayer og það var Jimmy sem bar sigur úr býtum og fékk í verðlaun 60 þúsund dollara. I samkvæminu sem var haldið á eftir í Caesar-Palace-hótelinu var það samt Diana Ross sem var númer eitt. Tennisstjarnan Vitas Genilaitis og faóir I Mariana og hinn heimsfrægi Bjöm Borg. Söngkonan Diana Róss og tennisstjarnan Jimmy Conn- ors í Alan King-tenniskeppninni í Las Vegas. COSPER iM"1 ðfafcl COSPER ,l||. 'C Pl B Úr því að nábúi okkar hafði ráð á að kaupa sér kerru getur þú alveg eins gert það. NÁINN vinur Andrews prins, hinn 32 ára lautinant Nicholas Taylor, féll þegar flugvél hans, Sea Harrier, var skotin niður í árásinni á Goose Bay-flugvöll- inn á Falklandseyjum. Nicholas Taylor var flugkennari Andr- ews prins og milli þeirra var einlæg vinátta. Nicholas Taylor dvaldi oft í Buckingham-höll um helgar í boði Andrews prins. • • Orlátar og nískar stjörnur John Travolta er spar á þjórfé + Frank Sinatra á það til að gefa stöðumælavörðum í Hollywood 100 dollara í þjórfé. Aðalstjarn- an í „Fantasy Island", Ricardo Montalban, gefur 50 dollara. En Erik Estada gefur aðeins myndir af sjálfum sér og Farrah Faw- cett brosir aðeins sínu fegursta brosi til stöðumælavarðanna. í Bandaríkjunum þykir sjálf- sagt að gefa stöðumælavörðum þjórfé, en þar eins og annars staðar virðist lítil fylgni vera milli þess sem menn gefa og þess sem menn eiga. T.d. er John Tra- volta þekktur fyrir nísku sína hjá stöðumælavörðum Holly- woodborgar. Stöðumælavörður- inn fyrir framan Dan Tana- veitingastaðinn í Hollywood þar sem margar stjörnur leggja leið sína segir um John Travolta: „Ég styn þegar ég sé John Travolta koma. Það mesta sem hann nokkurn tíman gefur eru tveir dollarar. Hann er reglulegur nískupúki." Og um Farrah Faw- cett segir hann: „Hún er ennþá fallegri í daglegu lífi enn á hvíta tjaldinu og þess vegna er mér sama þó að hún gleymi að gefa mér þjórfé — og það gerir hún ansi oft.“ Angie Dickinson er uppáhald allra stöðumæiavarða. „Hún hef- ur mér a.m.k. 30 dollara í hvert skipti sem ég legg bílnum henn- ar,“ segir einn stöðumælavörð- urinn, „þó að satt að segja þyrfti hún ekki að gefa neinum okkar neitt, hún er svo dásamlega fal- leg. Skopleikarinn Robin Willi- ams gefur aldrei peninga í þjórfé, en hann gerir annað, hann kemur fólki til að hlæja. „Seinast þegar hann kom hérna,“ segir einn stöðu- mælavarðanna, heimtaði hann að leggja bílnum sínum sjálfur. Hann fék lánaðan jakkann minn og fór að leggja bílum fyrir ókunnugt fólk því til mikillar furðu." Og Herve Villechaize, dvergurinn í „Fantasy Island", er líka mjög passasamur með peningana. Hann vill ekki borga fyrir að leggja bílnum sínum og leggur honum þess vegna venju- lega langt í burtu þar sem ekkert kostar að leggja. Robin Williams borgar fyrir sig með þvi að láU fólk hlæja Angie Dickinson er örlát á fé EIN FRÆGASTA OG VIRTASTA DANSMÆR AUSTURLANDA, HIN INDVERSKA Shovana Narayan dansar á nýja sviðinu í Gamla bíói í dag kl. 14. Þessi frábæra listakona hefur hlotið einróma lof áhorfenda jafnt sem gagnrýnenda, en í Evrópu hefur hún sýnt list sína í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu og Sviss. Hún hlaut titilinn „Ungfrú Sameinuöu þjóöirnar" í hinni svokölluðu „Brain & Beaty“-keppni stofnunarinnar 1974. —. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.