Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Þórir Stephensen. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friðriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 10. Organleikari Birgir Ás Guö- mundsson. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guösþjónusta í Safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL:Messa aö Norö- urbrún 1, kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Messa í Bústaöakirkju kl. 11. Organleikari Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson prédikar, organleikari Daniel Jónsson. Sókn- arnefndin. ELLIHEIMILIO GRUND: Messa kl. 10. Sr. Þorsteinn Björnsson. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Messa fellur niður vegna vorferöar kirkjukórsins. Samkoma nk. þriöju- dagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Organleikari Árni Arinbjarn- arson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa fyrir heyrnarlausa og aðstandendur þeirra kl. 14. Sr. Miyako Þóröar- son. Þriöjudaga kl. 10.30, fyrir- bænaguösþjónustur, beöiö fyrir sjúkum. Guðspjall dagsins: Lúk. 16.: Ríki maðurinn og Lazarus. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristj- ánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Organleikari Jón Stef- ánsson, prestur sr. Siguröur Hauk- ur Guöjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laug- ardagur 12. júní: Guösþjónusta aó Hátúni 10b, 9. hæð, kl. 11. Sunnu- dagur 13. júní: Messa fellur niður vegna skemmtiferöar safnaöarins. Lagt veröur af staö frá Laugar- neskirkju kl. 9.30. Fariö veröur í Þykkvabæ, að Odda og á Hvols- völl. Tekiö þátt i guösþjónustu í Þykkvabæ kl. 14. Nægilegt er aö taka meö nestisbita fyrir eina mál- tíö. Fólk fær kaffi í hádeginu og kaupir sameiginlegt kaffi á Hvols- velli. Þriöjudagur 15. júní: Bæna- guðsþjónusta kl. 18. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Miövikudagur 16. júní, fyrirbæna- | messa kl. 18.15, beðiö fyrir sjúkum. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskóla á sunnudag fellur niður vegna þátttöku í guösþjón- i ustu í Selfosskirkju kl. 10.30. Fimmtudagur 17. júní, bænastund í Tindaseli kl. 20.30. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Siguröur í^ólfs- son, prestur sr. Kristján Róberts- son. Safnaöarprestur. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guósþjónusta kl. 20. Ræóumaöur Frímann Ásmundsson. Fórn til kristniboös í Afríku. KIRKJA ÓHÁDA safnaöarins: Messa kl. 11 árd. Sr. Emil Björns- son. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síöd., nema á laug- ardögum, þá kl. 2 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. GRUND — elli- og hjúkrunarheim- ili: Messa kl. 10 árd. Sr. Þorsteinn Björnsson. KIRKJA JESÚ Krisls hinna síðari daga heilögu Skólavöröust. 46: Sakramentissamkoma kl. 14. Sunnudagaskóli kl. 15. HAFNARFJARDARKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. GARÐAKIRKJA: Guósþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA ST. Jósefssystra í Garöabæ: Hámessa kl. 14. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. INNRI NJARÐVÍKURKIRKJA: Guósþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. ÞINGVALLAPRESTAKALL: Messa í Þingvallakirkju kl. 14. Organisti Einar Sigurósson. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Kvöldguös- þjónusta kl. 20.30. Sr. Björn Jóns- son. HveragerAi i júnf. ÞESSAR ungu stúlkur búa í Hveragerði og heita Bergþóra Fjóla Bjarnadótt- ir, Kambahrauni 9, og Hrafnhildur Þorateinsdóttir, Þeiamörk 3. Á hvíta- sunnudag héldu þær hlutaveltu og ágóðann, 560 krónur, sendu þ«r Styrktar- félagi vangefinna. — Sigrún Nýtt blað um hesta og hestamennsku Landssamband hestamannafélaga hefur gefið út nýtt blað um hesta og hestamennsku er nefnist Hestar. Blaðið er gefið út í þeim tilgangi að kynna hestamennskuna og vörur og þjónustu, sem henni eru tengdar. Þi er með útgifu blaðsins aflað fjár til starfsemi LH. Að útgifu blaðsins hafa unnið stjórn og starfsfólk LH. isamt ihugamönnum úr hópi hestamanna en meðal þeirra eru blaðamenn, sem hafa skrifað greinar sem birtast í blaðinu. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni eru leiðbeiningar fyrir byrj- Hugleiðingar í alvöru endur í hestamennsku, rætt er við nokkra alþingismenn, sem boðið var í útreiðartúr, Magnús B. Ein- arsson segir frá námskeiði í reið- mennsku fyrir fatlaða, viðtöl eru við hestamenn og áhugafólk o.fl. Blaðið er gefið út í um 18 þúsund eintökum og er áætlað að gefa það út árlega. Landsamband hestamannafélaga var stofnað 1949 af hestamannafé- lögum með um samtals 400 félags- mönnum. Nú eru í samtökum þess- um 45 hestamannafélög í landinu og um 7.000 félagsmenn. Aðalstjórn Landssambands hestamanna er nú þannig skipuð: Stefán Pálsson, formaður, Gísli B. Björnsson, gjald- keri, Sigurður Haraldsson, ritari, og meðstjórnendur eru Egill Bjarnason og Skúli Kristjónsson. 6 menn eru í varastjórn. LH er með skrifstofu að Snorrabraut 54. Eftir Filippíu Kristjánsdóttur Mikið er búið að þrátta um stór- iðjufyrirtæki hér á landi undan- farinn tíma. Mér finnst nú satt að segja komið nóg af þeim, þess vegna skrifa ég þessar línur. Við megum ekki eitra andrúmsloftið og veita jörðinni óþarfa svöðusár meira en orðið er. Verður ekki nógu erfitt að halda þessum iðju- verum, sem fyrir eru, gangandi, þótt ekki sé þeim fjölgað? Erlend lán eftir lán geta dregið óhugnanlegan dilk á eftir sér. Við erum fámenn þjóð, en þurfum ekki að hafa neina minnimáttarkennd þótt við getum ekki komið í fram- kvæmd svo og svo miklu eins og stórþjóðirnar hafa getu til. Ég fæ ekki betur séð en við megum vel við una það sem áunnist hefir og látið það nægja í bili. Við höfum þegar sementsverksmiðju, ál- verksmiðju, kísilgúrverksmiðju, járnblendiverksmiðju og áburðar- verksmiðju. Sýnist þetta nokkuð þegar upp er talið miðað við fólks- fjölda. Mikið er ég þakklát kynsystrum mínum á Akureyri, sem tilkynntu í opinberu málgagni rétt fyrir kosningarnar, að þær væru mót- fallnar stóriðjufyrirtæki við Eyja- fjörð, þennan yndislega fjörð með allan sinn fjölbreytta gróður og heilnæma loftslag. Ég tæki ekki nærri mér þótt einhverjir leyfi sér að kalla þetta skammsýni eða gamaldags íhaldssemi. Sumir sjá ekkert nema peninga sem þeir halda að hægt sé að raka saman með rekstri ótímabærra mann- virkja, sem eiga sér þó mjög veika stoð í veruleikanum. Lífríki nátt- úrunnar á allan rétt til þess að fá að vera í friði og búa að því sem henni er ætlað frá hendi Skapar- ans. „í upphafinu ætti fyrst end- inn að skoða." Það er óyndislegt að líta yfir landsvæði, sem áður voru augna- yndi og höfðu að auki lífgefandi mátt fyrir andardrátt sálarinnar, verða að grárri auðn og ömurleika. Þetta sér maður svo víða í verk- smiðjuhverfunum utanlands og vott af því hérlendis, þótt í minna mæli sé. Enginn skal taka orð mín svo, að ég sé á móti allri stóriðju og framförum til hagsbóta fyrir land og lýð, en allt er best í hófi. Við eigum gott land, og næg eru verkefnin til þess að græða upp eyðisanda og óræktarfláka. Tökum höndum saman til þess Reykhólaskip: Áhugi á að eign- ast fleiri skip MiAhúsum, 11. júní. Aðalfundur Reykhólaskips hf. var haldinn á Reykhólum i gær. Fundar- stjóri var Gísli Gíslason lögfræðingur í Reykjavík. Reykhólaskip á eitt 600 tonna skip sem heitir Helgey og lestar hún nú hér á Reykhólum 500 tonn af þangmjöli sem fara til Skotlands. Stjórn félagsins skipa Guðmundur Jónsson skipstjóri, Sigurvin Hanni- balsson yfirvélstjóri, Olafur V. Sig- urðsson framkvæmdastjóri, Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri og Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri. Á fundinum kom fram áhugi á því að eignast fleiri skip sem styrkt gætu atvinnurekstur í byggðarlaginu. Sveinn Filippía Kristjánsdóttir að græða landið, en ekki til þess að því blæði. Ein er sú nýleg fram- leiðslugrein, sem ég lít til með bjartsýni. Það er saltverksmiðjan á Reykjanesi. Á því landsvæði er, held ég, ekkert sem liggur undir skemmdum, og fyrirtækið gæti orðið lífvænlegt og er ef til vill orðið það. í sambandi við umtal um sykur- verksmiðju í Hveragerði fíýgur mér í hug hvort ekki myndi hyggi- legra að reisa þar litla niðursuðu- verksmiðju, sem gæti tekið að sér að nýta íslenskt grænmeti, sem annars eyðileggst á markaðnum, til dæmis agúrkurnar. Mér er kunnugt um að framleiðendur verða oft fyrir miklu tapi, vegna þess að varan eyðileggst eftir að þeir hafa sent hana frá sér og gengið frá henni á fullkomnasta hátt til Sölufélagsins, sumpart vegna offramleiðslu og einnig vegna þess að verðið til neytenda er of hátt. Skyldu nokkrir vera til nú sem hugsa og tala eins og kona ein, sem ég hlustaði á fyrir nokkr- um árum? Við vorum staddar í búð hér í höfuðborginni. Hún var að tala um það við stallsystur sín- ar hvað bændurnir ættu gott, það væri munur eða kaupstaðarbúarn- ir. Bændurnir þyrftu ekki nema út í móana til þess að sækja kjötið í matinn, en hinir þyrftu að kaupa það dýrum dómum. Garðyrkju- og gróðurhúsabónd- inn þarf oft að leggja nótt við dag til þess að sinna verkefni sínu svo það skili sem bestum arði. Því er þeim nokkur raun að verðmætun- um skuli kastað á hauga. Væri þá ekki upplagt að geta komið þeim á markað sem niður- soðnum? Gæti ekki Sölufélag garðyrkjumanna tekið þetta til at- hugunar? Það hefur mest með þetta að gera. Það þyrfti fyrst og fremst áhuga, samtök og vilja. Hann dregur oftast meira en hálft hlass. Okkur er fullkunnugt um að kaupmenn hafa oft í matvöru- verslunum sínum niðursoðið út- lent grænmeti, til dæmis agúrkur og verðið er yfirleitt fremur hátt af skiljanlegum ástæðum, því milliliðirnir eru margir. íslenskt grænmeti gefur ekkert eftir því útlenda að bragði og gæðum og þá liklega ekki næringu heldur. Því þá ekki að reyna að notfæra sér það sem nærtækast er. Um leið yrði stutt við bak okkar eigin lands og framleiðsla fósturjarðar- innar nýtt sem vera bæri. I g FLÓKAGÖTU1 SÍMI24647 Spítalastígur Húseign með tveimur íbúðum, 3ja herb. og 2ja herb. Laust strax. Tilboð óskast. Háaleitishverfi 3ja herb. endaibúð í kjallara. Laus strax. Helgi Ólafsson, lögg. fasteignasali. Kvóldsímí 21155. 81066 Leitid ekki langt yfir skammt Opiö 1—3 ARAHÓLAR 2ja herb. 65 fm falleg íbúö á 2. hæð. Suðursvalir. Útb. 490 þús LAUGALÆKUR 3ja til 4ra herb. ca. 100 fm fal- leg íbúð á 2. hæð. Suöursvalir. Sér hiti. Útb. ca. 750 þús. GNOÐARVOGUR 3ja herb. 76 fm íbúð á 1. hæð. Útb. ca. 660 þús. ESKIHLÍÐ Góð 4ra—5 herb. 110 fm íbúð á 4. hæö. Verð 960 þús. ÁLFTAHÓLAR 110 fm góð íbúð á 2. hæð. Útb. 675 þús. SÉRHÆÐIR Gnoöarvogur 143 fm. Kirkjuteigur 130 fm. Rauðalækurl20 fm. Kvisthagi 130 fm. HVASSALEITI — RAÐHÚS Glæsilegt 200 fm raöhús á 2 hæðum. 4—5 svefnherb., 2 samliggjandi stofur og inn- byggöur bílskúr. Góður garöur Útb. 1700 þús. LJÁRSKÓGAR Erum með til sölumeöferöar glæsilegt ca. 300 fm einbýlishús á 2 hæöum ásamt innbyggöum bilskúr. Á neðri hæö er staösett 2ja herb. íbúö. Ræktuö lóð. Fal- legt útsýni. Teikningar og allar nánari uppl. á skrifstofunni. Húsafell FASTEIGNASALA Langholtsvegi 115 ( Bæjarleióahúsinu ) simi: 8 10 66 Aóalsteinn Pétursson Bergur Guónason hd'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.