Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 • Núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu er lið Argentínu, en myndin hér að ofan er af liði þvi sem verja mun titilinn í Spáni. Á skiltinu sem leikmenn halda i stendur: Falklandseyjar eru eign Argentínu. Vonandi setur Falklandseyja-deilan ekki leiðinlegan svip i HM-keppnina. ha * Va x IMa x ».ææ 24 þjóðir leika í sex riðlum TUTTUGU og fjórar þjóðir taka nú í fyrsta sinn þitt í lokakeppni heims- meistarakeppninnar. Það verður til þess að keppnin verður umfangs- meiri en nokkru sinni fyrr. Riðla- keppnin fer nú fram i sex stöðum i Spini. Fjögur lönd leika í hverjum riðli. Á kortinu hér til hliðar mi sji í hvaða borgum þjóðirnar leika. Eins og ávallt þegar knatt- spyrnukeppni fer fram er erfitt að spá um úrslit í riðlunum. En samt er það álit sérfræðinga að nokkuð víst sé hvaða þjóðir koma til með að verða neðstar í sínum riðlum. Það eru þjóðir sem eru nú að taka þátt í lokakeppni HM í fyrsta skipti. í 1. riðli er gert ráð fyrir því að lið Kamerún verði í neðsta sæti. í 2. riðli er gert ráð fyrir því að Alsír verði á botninum. Kuwait er spáð neðsta sæti í 4. riðli. Hondúr- as í þeim fimmta. E1 Salvador er líklegt til að verma botnsætið í þriðja riðli. Og mjög líklegt þykir að Nýja Sjáland taki neðsta sætið að sér í sjötta riðlinum. I öllum þessum löndum er knattspyrnan mjög vinsæl og allt hefur verið gert til þess að lands- liðunum gangi vel í keppninni. En það geta ekki allir sigrað og verið í efstu sætunum. 106 þjóðir tóku þátt í undankeppni HM '82 • Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu var haldin í fyrsta skipti í Urutjuay, 30. júlí 1930. Síöan hefur HM veriö haldin á Italíu (1934), Frakklandi (1938), Brasilíu (1950), Sviss (1954), Svíþjóö (1958), Chile (1962), Englandi (1986), Mexíkó (1970), Austur- Þýskalandi (1974) og Argentínu (1978). • Þær þjóðir er hafa oröiö heimsmeistarar hingaö til eru: Uruguay (1930 og 1950), Ítalía (1934 og 1938), Austur-Þýskaland (1954 og 1974), Brasilía (1958, 1962 og 1970), England (1966) og Argentína (1978). Núverandi heimsmeistari er því Argentína. • Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu er skipt í tvo hluta: undanriöla og loka- keppni. • í undanriölum HM á Spáni 1982 tóku þátt 106 þjóðir. Síó- asti leikur þeirra fór fram 30. nóvember 1981. • FIFA ákveóur hvaóa þjóó muni sjá um skipulag HM hverju sinni. Á þingi FIFA í Tokyo 1964 fól Alþjóöasam- bandið Knattspyrnusambandi Spánar umsjá meó HM 1982. Forseti spænska knatt- spyrnusambandsins er Pablo Porta. • Hinn 29. september 1978 voru gefin út ákvæói laga varóandi stofnun skipulags- nefndar HM 1982. Nefndin er skipuð forseta og fulltrúum ýmissa stjórnarsamtaka. Úr hópi þeirra voru tilnefndir varaforseti og aóalritari. Alls eru nefndarmenn 32 aó tölu. • Einnig þann 29. september 1978 er Raimundo Saporta Namias settur forseti skipu- lagsnefndar af menningar- málaráóherra Spánar og sá hinn sami tilnefnir Manuel Benito González sem aðalrit- ara nefndarinnar. • Á fyrsta fundi skipulags- nefndar, þann 17. nóvember 1978 var samþykkt aö Pablo Porta, foseti spænska knatt- spyrnusambandsins, yrói fastur gestur á öllum fundum nefndarinnar. • Innan Alþjóóaknattspyrnu- sambandsins var í nóvem- bermánuði 1978 stofnuó skipulagsnefnd FIFA vegna HM 1982. í forsæti nefndar- innar er H. Neuberger, vara- forseti FIFA. Nefndin kom fyrst saman 17. maí 1979. Á fundinum var samþykkt aö á HM 1982 yróu þátttökuþjóóir 24 í staö 16 einsog hingaö til. • Því munu í fyrsta skipti í sögu heimsmeistarakeppn- innar veróa 24 þátttökuþjóóir í lokakeppni HM á Spáni í sumar. Þjóóirnar eru frá eftir- farandi heimshlutum: Evrópu: 13 lió S-Ameríku: 3 lið Afríku: 2 liö Asíu: 2 lið M-Ameríku: 2 lið Núverandi heimsmeistari. Argentína Land er sér um skipulag HM 1982: Spánn • Sömuleiöis voru dagsetn- ingar og leikalmanak fyrir HM 1982 8amþykktar. Fyrsti leik- ur lokakeppninnar veröur háöur í Barcelona 13. júní 1982. Úrslitaleikurinn fer fram í Madrid 11. júlí 1982. Keppnin mun því taka 29 daga. • Leikjum mun þannig veröa háttaó: 1. umferö: Sex riðlar meó 4 liðum hver. Tvö efstu liö hvers rióils komast áfram í næstu umferð. 2. umferö: Fjórir riólar þar sem leika 3 liö í hverjum þeirra. Efsta liö hvers riöils kemst áfram í keppninni. Undanúrslit: 4 liö keppa sín á milli. Úrslit: Vinn- ingsliöin tvö frá undanúrslit- um keppa um 1. og 2. sæti. Hin tvö liðin um 3. og 4. sæti. • Alls verða leiknir 52 leikir. í 1. umferö, þar sem keppt verður í 12 borgum víós vegar um Spán, veróa háóir 3 leikir daglega: tveir kl. 17.15 og einn kl. 21.00 eóa öfugt. Leikir annarrar umferðar fara fram í Madrid (notaðir 2 leikvangar) og Barcelona (einnig notaóir 2 leikvangar). Tímasetning þessara leikja er kl. 17.15 á RCD Espanol-leikvanginum í Barcelona og á Vicente Cald- erón-leikvanginum í Madrid. Og kl. 21.00 á FC Barcelona- leikvanginum, Barcelona og á Santiago Bernabéu-leikvang- inum í Madrid. Fyrsti leikur HM á leikvangi FC Barcelona byrjar kl. 20.00. Úrslitaleikur HM á Santiago Bernabéu- leikvanginum byrjar kl. 20.00. Leikurinn, þar sem keppt veróur um 3. og 4. sæti HM á José Rico Pérez-leikvangi ( Alicante, byrjar kl. 20.00. Leikimir tveir í undanúrslit- um, háðir í Barcelona og Sev- illa, byrja kl. 21.00. • í fyrstu umferð mun Arg- entína, núverandi heims- meistari, leika 1. leik HM viö Belgíu í Barcelona. Hina leiki sína mun Argentína spila í Alicante. Spænska landsliöió mun leika alla leiki sína í Val- encia. • Öllum borgum, meó yfir 200.000 íbúa og knattspyrnu- liö í 1. eöa 2. deild, var mögu- legt aó geta oröió keppnis- borg á HM 1982. • Af 31 borg, er kom til greina, voru eftirfarandi 14 borgir valdar: Alicante, Bar- celona, Bilbao, La Coruna, Elche, Gijón, Madrid, Málaga, Oviedo, Sevilla, Valencia, Valladolid, Vigo og Zaragoza. • Leikið veröur á 17 leik- vöngum. Notaóir veröa tveir leikvangar í Madrid, Barcel- ona og Sevilla. • Háóir veróa þrír leikir á hverjum leikvangi nema á FC Barcelona-leikvangi, þar sem einnig munu fara fram setn- ingarleikur HM og einn leikur í undanúrslitum og á Santi- ago Bernabéu-leikvangi, þar sem einnig fer fram úrslita- leikur heimsmeistarakeppn- innar. • Leikvangarnir í La Coruna, Gijón, Oviedo, Valladolid, Vigo og Zaragoza eru eign viökomandi borgarráóa. Hinir eru í eigu vióeigandi knatt- spyrnufélaga. Knattepyrnulið Kamerún. Spáð neðata aæti 11. riðlL Landslið El Salvador sem leiknr I keppninni. Liðinn er spáð neðsta sæti í 3. riðli. Landslið Nýja Sjálands leikur með sterkum þjóðum í 6. riðli og á ekki mikla möguleika. • Landslið Kuwait leikur gegn Englendingum, Frtfkkum og Tékkum i fjórða riðli. Mjðg ólíklegt þykir að liðinu takist að standa í þessum sterku knattspyrnuþjóðum. Það verður því hlutskipti liðsins að verma neðsta sætið í riðlinum. En ef vel skyldi ganga þá hljóta leikmenn ríflega þóknun fyrir. Bíla og hús o.fl. Enda nóg til af aurum hjá olfufurstunum í Kuwait.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.