Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNI 1982 33 Minning: Guðlaug Guðjóns- dóttir Skógum Fædd 25. apríl 1909. Dáin 1. júní 1982. Þann 1. júní sl. andaðist Guð- laug Guðjónsdóttir að heimili sínu Ytri-Skógum í Austur-Eyjafjalla- hreppi, eftir erfiða sjúkdómslegu. Guðlaug var fædd þann 25. mars 1909 að Hlíð í sömu sveit. Ung giftist Guðlaug frænda mínum Sigurjóni Þorvaldssyni frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og hófu þau búskap á næsta bæ, Núpakoti. Þau eignuðust sex börn, fimm þeirra eru á lífi og búa fjög- ur í heimasveit þeirra. Börn þeirra eru: Þorvaldur bóndi í Núpakoti, kvæntur Möggu Öldu Árnadóttur og eiga þau tvö börn, Vilborg hús- freyja að Hvassafelli, gift Páli Magnússyni og eiga þau sjö börn, Guðjón húsasmiður í Kópavogi, kvæntur Ástu Stefánsdóttur, börn þeirra eru sex, Björn tvíburabróð- ir Guðjóns lést þann 9. júlí 1976, Karl bóndi á Efstu-Grund, kvænt- ur Önnu Maríu Tómasdóttur, börn þeirra eru þrjú og yngstur er Sig- urður bóndi að Ytri-Skógum, kvæntur Kristínu Þorsteinsdóttur og eiga þau fjögur börn. Barna- barnabörnin eru nokkur og er því afkomendahópur þeirra Sigurjóns og Guðlaugar orðinn stór. Þrátt fyrir mikinn aldursmun var hjónaband þeirra Sigurjóns og Guðlaugar alla tíð ástríkt og unnu þau samhent að hag fjölskyldunn- ar. Það var Guðlaugu því mikill harmur er Sigurjón lést árið 1959. Eftir lát hans tók Þorvaldur, son- ur þeirra, við búinu ásamt móður sinni. Þó að barnahópurinn væri stór voru alltaf tekin til sumardvalar nokkur borgarbörn. Ég efa að nokkur hafi tölu á þeim fjölda barna sem dvöldu að Núpakoti á meðan Guðlaug bjó þar. Slíkt var aðdráttarafl heimilisins að flest þessara barna dvöldu þar sumar eftir sumar og hafa mörg þeirra haldið sambandi við Guðlaugu æ síðan. Ég er ein úr hópi sumarbarn- anna hennar. Dvaldi ég þar alls í sjö sumur, en tuttugu árum áður hafði móðir mín verið þar álíka lengi. Auk þess var ég þar oft um lengri eða skemmri tíma. Mér var alltaf tekið opnum örmum og leið mér þar sem heima hjá mér. Á þessu góða heimili, í skjóli einnar fegurstu sveitar landsins, nutum við börnin aðhlynningar og lærdóms, sem varð okkur gott veganesti í lífinu. Þetta var ekki síst að þakka húsmóðurinni, sem var ávallt vakin og sofin yfir vel- ferð heimilisins. Guðlaugu var einkar lagið að laða að sér fólk, enda var heimili hennar það gestkvæmasta sem ég hef nokkru sinni kynnst. Hin róm- aða íslenska gestrisni var í önd- vegi. Svo gestkvæmt var þar oft að sofið var í öllum rúmum, á háa- lofti, í hlöðu og tjöldum. Guðlaug hafði unun af því að taka á móti gestum og láta þeim líða vel. Aldr- ei heyrði ég hana kvarta, þó að stundum líktist heimilið fremur hóteli en sveitabýli. Mannmörgu sveitaheimili fylgdi auðvitað erill og geysimikil mat- argerð. Erillinn var stundum svo mikill, að okkur litlu „ráðskonun- Minning: Margrét Tómasdótt- ir frá Klœngsseli Móðursystir mín Margrét Tóm- asdóttir lést 16. maí síðastliðinn. Ég var þá erlendis og í hafi á heimleið þegar hún var jörðuð. Líkt var ástatt um mínar ferðir þegar móðir mín lést. Þetta er ein- att hlutskipti þeirra sem sjóinn stunda og er ekki um að fást. Magga frænka mín, var oft búin að minnast á, að ég yrði einn þeirra sem bæri hana til grafar. Af því gat nú ekki orðið, en mig langar til að minnast þeirrar hlýju og ástríkis sem ég naut hjá henni, frá því ég fyrst man eftir. Margrét var gift Einari Hall- dórssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum, þau bjuggu að Klængsseli í Flóa. Þar var gott að koma. Einar var bjartur yfirlitum og höfðinglegur. Þegar maður kom í Klængssel, barn eða uppkominn, og hann bauð mann velkominn með sínu „Komdu nú sæll og blessaður", var maður um stund aðalpersónan á staðnum. Slíkur var Einar. Magga í Klængsseli var húsmóðir. Ástríkis hennar, glað- værðar og hlýju nutu allir sem á þeim bæ voru, svo og gestir og gangandi. Vinnuhjú áttu þar at- hvarf til dauðadags og mörg kaupavinnusumur urðu að ævi- langri vináttu. Einar og Margrét tóku í fóstur og ólu upp 3 börn. Þessum börnum helguðu þau ævistarf sitt. Fóst- ursystkinin Reynir, Hulda og Hjalti urðu þeim vissulega gleði- gjafi og þar hefur ríkt ástúð á báða bóga. Þegar Margrét varð áttræð birti Hjálti stórmerka rit- gerð um uppruna og ætt þeirra systra Margrétar og Kristínar, móður minnar. Þetta er óvenju vel gerður kafli úr ættarsögu, má kallast vísindarit öðrum þræði. Þetta var gert af þeirri natni og alúð, sem hefur auðkennt allt við- mót og afskipti fóstursystkinanna af móður sinni. Eiga þau þar jafn- an hlut. Síðustu æviárin átti Margrét heimili og skjól hjá Huldu og hennar ágætis eiginmanni, Alf. Var það vel farið. Þetta varð samastaður fyrir barnabörn og barnabarnabörn og þann fjölda kunningja, vina og ættingja sem yndi höfðu af að heimsækja þessa góðu frænku mína. Ég minnist þess, ungur drengur, hvað mér fannst Magga í Klængsseli alltaf falleg. Hún var söngvin og glaðvær. Hispursleysi og látleysi náttúru barnsins var það skart sem hún bar með sóma. Minningarnar frá Klængsseli eru vafðar miklu sólskini. Magga í Klængsseli er ein þeirra sem mað- ur minnist í mikilli birtu. Svanur Karlsson um" fannst nóg um. En auðvitað lentu verkin fyrst og fremst á hús- móðurinni, sem ekki taldi þau eft- ir sér. Þegar heimilisfólkið kom á fætur var Guðlaug oftast löngu komin ofan. Á móti okkur tók hús- freyjan með hlýju og góðu viðmóti og nýbökuðum brauðum og kök- um. Hún var sístarfandi og unni sér sjaldan hvíldar, enda verkefn- in mörg á fjölmennu heimili. Þeg- ar henni fannst við börnin hafa hjálpað sér vel mat hún það mikils og veitti okkur sérstaka umbun fyrir. Guðlaug kenndi mér ýmis- legt sem ég fæ seint fullþakkað. Það var lærdómsríkt að starfa undir handleiðslu svo mikillar myndar húsmóður, sem Guðlaug var. Þau hjónin í Núpakoti ólu því ekki aðeins upp sín eigin börn, heldur áttu stóran þátt í uppeldi margra annarra barna. Allur lífsmáti Guðlaugar ein- kenndist af því að vera fremur veitandi en þiggjandi, sem lýsti sér vel í samskiptum hennar við aðra. Fáa hef ég þekkt eins gjaf- milda, því stöðugt var hún að víkja einhverju að fólki, skyldu jafnt sem óskyldu. Mannkærleikur hennar var slíkur, að hún hlaut að hafa bætandi áhrif á samferðafólk sitt. Eftir að Guðlaug hætti bú- skap í Núpakoti vann hún í Skóga- skóla. Þrátt fyrir veikindi hennar síðustu árin, hlífði hún sér ekki og vann meðan kraftar leyfðu. I starfi sínu í Skógum tel ég að fyrra starf hennar sem húsmóðir í Núpakoti og ekki síður hinir góðu eiginleikar hennar hafi notið sín vel. Með Guðlaugu er því gengin mikil dugnaðar- og sómakona sem mörgum er eftirsjá í. Að lokum votta ég og fjölskylda mín börnum hennar og fjölskyld- um þeirra samúð og hluttekningu og biðjum við Guð að blessa minn- ingu GuðlaugarGuðjónsdóttur. Ásta B. Jónsdóttir í dag, laugardaginn 12. júní, verður til moldar borin vinkona mín, Guðlaug Guðjónsdóttir. Mig langar að minnast hennar örfáum orðum. Guðlaug var fædd í Hlíð undir A-Eyjafjðllum 25. apríl 1909. For- eldrar hennar voru hjónin Vilborg Tómasdóttir og Guðjón Sigurðs- son bóndi í Hlíð. Vilborg og Guð- jón eignuðust auk Guðlaugar tvo syni, Kjartan og Sigurð, og lifa þeir báðir systur sína. Því hefur haldið fram að fagurt umhverfi hafi áhrif og móti skap- gerð mannsins. Ekki þarf að draga í efa fegurð Eyjafjallabyggða, þar sem jöklar teygja sig til himins, fjöllin grasi gróin, lækir renna sem silfurþræðir niður hlíðar fjallanna og fossar dynja í gljúfr- um og giljum. í þessari fögru sveit ólst Guð- laug upp og dvaldist mestan hluta ævi sinnar. 1929 giftist Guðlaug Sigurjóni Þorvaldssyni frá Núpakoti. Þau settu saman bú á Núpakoti og bjuggu þar allan sinn búskap þar til Sigurjón lést 26. júní 1959. Eft- ir lát hans bjó Guðlaug á Núpa- koti ásamt börnum sínum. Þegar Guðlaug brá búi fluttist hún að Skógum. Tók þá Þorvaldur, sonur hennar, við búinu í Núpakoti. Guðlaug og Sigurjón eignuðust 6 börn, 5 syni og eina dóttur. Þau eru: Þorvaldur bóndi í Núpakoti, Vilborg húsfreyja á Hvassafelli, Guðjón húsasmiður í Kópavogi, Björn bifvélavirki, d. 9. júlí 1976, Karl bóndi á Grund, V-Eyjafjóll- um og Sigurður bústjóri í Ytri- Skógum. Systkinin eru öll traust og dugmikið fólk. Mér er efst í huga þakklæti til Guðlaugar fyrir þá vináttu sem mótaðist okkar í milli er við vor- um báðar búsettar í Héraðsskól- anum á Skógum. Sú vinátta hélst ætíð. Síðar tengdust fjöskyldur okkar einnig vináttuböndum. Guðlaug gerðist starfsmaður í mötuneyti Skógaskóla. Þau störf sem hún tók að sér þar innti hún af hendi af samviskusemi og dugnaði, enda voru störf hennar mikils metin. Henni var einkar vel lagið að umgangast fólk, unga sem aldna. Hún átti svo gott með að setja sig í spor hinna ungu, skildi gleði þeirra og ærsl og jafnframt gat hún miðlað þeim af reynslu sinni og þekkingu. Einnig var henni lagið að taka þátt í ham- ingju hinna fullorðnu og létta lund þeirra ef eitthvað bjátaði á. Guðlaug var höfðingi í lund, hafði beinlínis nautn af að gefa og veita. Því var hún oftar veitandi en þiggjandi. Af öllum kostum Guðlaugar bar fórnfýsina hæst. Hún var henni í blóð borin. Það var alveg sama hvort gesti bar að garði að nóttu til eða degi, hún var ætíð reiðubúin að veita aðstoð þeim sem hún gat lagt lið. Slík var fórnfýsi hennar. Siðastliðin sumur var það hlutskipti Guðlaugar að sjá um húshald í barnaskólanum á Skóg- um fyrir hóp af ungu fólki sem starfaði við fornleifauppgröft á Stóru-Borg. Meðal þessa fólks eignaðist Guðlaug einnig góða vini. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að fólkinu liði sem best. Það var það sem henni var ætíð efst í huga. Ég átti því láni að fagna að heimsækja vinkonu mína á hverju sumri eftir að ég fór frá Skógum. Hún tók mér ætíð tveim höndum. Við fórum í gönguferðir, upp að fossi, út að á, heimsóttum vini og kunningja á Skógum, komum við hjá Kiddu og Sigga, löbbuðum að Eystri-Skógum og enduðum gjarna ferðina hjá Boggu og Palla á Hvassafelli. Þetta voru dýrlegir dagar. Ég er þakklát forsjóninni fyrir að hafa kynnst Guðlaugu og fyrir þann velvilja sem hún sýndi mér og mínum. Ég bið þann, sem öllu stýrir, að blessa alla niðja hennar, vini og kunningja. „Morguninn eftir komu konurnar til þess ao gráta vio gröfina. Og sjá: l>*>r fundu gul blóm M-ni höföu spruni»in út um nóttina. Vono var komio þrátt fyrir allt." (Viiborg Dagbjartsdóttir) Fari góð kona í friði. Valborg Sigurðardóttir Þorbergur Þor- bergsson - Minning „Ó, undur lífs, er á um skeio að auonast þeim, sem dauoans beio — ao fínna gróa gras við il og gleoi í hjarta ao vera til. Hve bjort og óva?nt skuggaskil." (Þoreteinn Valdimarsson). A bjartri júnínótt þann 4. júní sl. lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar tengdafaðir minn, Þorbergur Þorbergsson frá Súðavík. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarna mánuði, en var samt alltaf á fótum og hress í anda. Hann lagði upp í sína hinstu ferð síðasta dag í maí, sáttur við lífið og sáttur við að deyja. Hann hélt ungur að árum út í lífið og var vel í stakk búinn að mæta þeim örlögum sem biðu hans. Þorbergur var öðlingsmaður prúður og orð- var og bar heill og hamingju fjöl- skyldu sinnar fyrir brjósti. Ég var aðeins 18 ára gömul þeg- ar ég kynntist tengdaforeldrum mínum, ég var kvíðin og hjartað sló ört. En þegar ég sá þau fyrst hvarf þetta allt eins og dögg fyrir sólu. Hún tengdamamnma kát og gjörvuleg og hann glettinn og hæggerður, en átti dálitla stríðni til að bera, en allt var þetta í gamni. Hann var kvæntur Rannveigu Jónsdóttur, ljósmóður, og áttu þau sex mannvænleg börn, sem öll eru myndar- og dugnaðarfólk, sínum foreldrum stolt og hamingja. Ég bið Guð að styrkja hana tengdamömmu mína. Að lokum kveð ég tengdaföður minn með þakklæti fyrir langa og trausta vináttu. I gegnum lif. i gegnum hel er Guð mitt skjól og hlif, þótt bregðist, glatist annao allt hann er mitt sanna líf. (Margrét Jónsdóttir) Sigrídur Ebenesardóttir .í^Oí&a JONÍ^ & Göngudagur Ferðafélags íslands sunnud. 13. júní Gangan hefst á veginum aö Jósepsdal, Ólafsskarö og austur fyrir Sauðadalahnúka og þaöan aö upp- hafsstaö. Fariö veröur frá Umferðarmiðstöðinni austanmegin kl. 10.30 og kl. 13. Þátttakendur geta einnig komiö á eigin bílum og tekiö þátt í göngunni. Verö kr. 50. Frítt fyrir börn í fylgd fulloröinna. Takiö þátt í hressandi gönguferö í fögru umhverfi. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.