Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Marshall Brement, til hiegrt, ad þakka John L. Humphreys, til vinstri, fyrir gott starf. Deildarstjóri í bandaríska sendiráðinu lætur af störfum JOHN L. Humphreys deildarstjóri í sendiráði Bandaríkjanna lét af störfum þar þann 4. júní síðastliðinn. John L. Humphreys hafði starfað við sendiráðið í Reykjavík í rúmlega 22 ár. Samstarfsfólk hans héit hóf honum til heiðurs í kveðjuskyni. Samdráttur í útlánum bóka á ísafirði SAMDRÁTTUR hefur verið í útlán- um á bókum á Bæjar- og héraðs- bókasafninu á ísafirði undanfarin tvö ár, nema að veruleg aukning hef- ur orðið á útlánum fræðirita. Horfur eru á meiri samdrætti vegna minnk- andi bókakaupa og húsnæðLsvand- ræða, og hefur endurnýjun bóka- kosts farið verulega minnkandi und- anfarin ár. Einnig er starfsemi Hér- aðsskjalasafnsins á ísafirði algjör- lega lömuð vegna húsnæðisleysis. Um 20 þúsund bækur í Bæjar- og héraðsbókasafni Isafjarðar eru í óaðgengilegum geymslum og liggja undir skemmdum vegna þess. Lágmarksþörf bókasafnsins er fjórfalt núverandi rými. Um 30 þúsund gestir komu í safnið á síðastlinu ári en heildar- útlán bóka voru rúmlega 45 þús- und bækur. Þriðji hver íbúi ísa- fjarðar var virkur lánþegi safns- ins. Bæjar- og héraðsbókasafnið á Akranesi: Um 32.400 manns nýttu sér þjónustu safnsins ÚT ER komin ársskýrsla Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Akranesi fyrir árið 1981. Bókasafnið er til húsa að Heiðarbraut 40 og hefur yfir að ráða 353,8 fm auk geymslna í kjallara. Undanfarin ár hefur safnið verið opið 18 tíma á viku en 1. september sl. va ákveðið að lengja opnunartíma safm ins i 22 tíma á viku. Um áramót voru skráðir lánþep ar 2.926. Afgreidd voru 423 ný lán Á sunnudagskvöldið sýnir Þjóð- leikhúsið söngleikinn Meyjaskemm- una, með tónlist eftir Franz Schu- bert. Eru einungis örfáar sýningar eftir á því verki. Austurríkismaðurinn Wilfried Steiner setti Meyjarskemmuna á þegaskírteini og er það mikil aukn- ing. 17. 399 lánþegar fengu lánaðar bækur heim en auk þess komu margir gestir á safnið til þess að skoða og lesa blöð, bækur og tíma- rit á lesstofum, skila bókum og afla sér alls kyns heimilda og upplýs- inga. Mun láta nærri, að annað- hvort bam og fjórði hver fullorð- inn, sem á safnið koma, taki ekki bækur með sér heim. Má þannig áætla, að gestir alls hafi verið ca. svið, með Sigmund Örn Arn- grímsson sem aðstoðarleikstjóra, en leikmyndin er eftir Sigurjón Jóhannsson. Páll P. Pálsson stjórnar hljómsveitinni, en með aðalhlutverkin fara Sigurður Björnsson, Katrín Sigurðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson. 32.400. Bein útlán voru 52.158 bindi sem er 3,6% aukning frá árinu áður, en að viðbættum áætluðum lesstofu- lánum 79.203 bindi og er það 5,3% aukning milli ára. Innifalið í þess- um tölum eru bókalán til skips- hafna, dvalarheimilisins Höfða og talbækur til blindra og sjónskertra. Afskrifaðar voru 148 bækur. Fastráðnir starfsmenn bóka- safnsins voru 5, einn lausráðinn. Stöðugildi um áramót voru 3, auk ræstingar. í bókasafnsstjórn eiga sæti: ön- undur Jónsson, formaður, Bragi Þórðarson, varaformaður, Ólafur Þórðarson, ritari, Gunnlaugur Bragason og Sigurður Sigurðsson. Fundir bókasafnsstjórnarinnar voru alls 8 sl. ár. Þar af var emn fundur, 2. desember, með bóka- fulltrúa ríkisins, aðstoðarmanni hennar, bæjarfulltrúum, bæjar- stjóra, bæjarritara og bókavörðum. Tilefni þessa fundar voru húsnæð- ismál safnsins, sem hafa verið í brennidepli. Fáar sýningar eftir á Meyjaskemmunni Fornleg lyfjageröartæki I Lyfjabúðinni Iðunni. Útstilling á gömlum lyfjagerðartækjum GÖMUL lyfjagerðartæki eru nú til sýnis í glugga Lyfjabúðarinnar Ið- unnar að Laugavegi 40 A, Reykjavík. Útstillingin hófst sunnudaginn 6. júní og stendur í hálfan mánuð. Kjartan Gunnarsson apótekari i Lyfjabúðinni Iðunni sagði að þetta væru gömul tæki sem hefðu verið notuð við lyfjagerð á undanförnum áratugum, sem hætt væri að nota. Kjartan sagði að elstu tækin væru allt að 40 til 50 ára. Tækin í glugganum eru öll merkt en þau helstu þeirra eru pillubretti sem á sínum tíma var notað til að búa til pillur, hand- snúin töfluvél úr ísafjarðarapót- eki sem er eitt af elstu apótekum landsins og gömul smásjá sem Jó- hanna Magnúsdóttir átti, en hún stofnaði Lyfjabúðina Iðunni. „í staðinn fyrir að henda þessu á haugana geymum við þetta mjög vel,“ sagði Kjartan. „Reyndar sá ég svona útstillingu í apótekinu í Ronne á Bornholm í fyrra. Hug- myndin er að gefa þetta á safn þegar því verður komið upp.“ Aðspurður um hvort hann hefði orðið var við mikinn áhuga fólks á þessari útstillingu sagði Kjartan að bæði hann og starfsfólk apót- eksins hefðu greinilega orðið var við það. „Það er greinilegt að fólk hefur gaman af að skyggnast inn í fortíðina,“ sagði Kjartan að lok- um. Jón Gunnar Árnason og Kristján Guðmunds- son sýna í Feneyjum NÚ STENDUR yfir „Bíenn- alinn“ í Kcncvjurn 1982. Sex listamcnn frá Norðurlöndum sýna. Þeir eru frá íslandi, Jón Gunnar Arnason og Kristján Guðmundsson, frá Noregi Synn- ove Anker Aurdal, frá Dan- mörku myndhöggvarinn Eva Sörenssen, frá Svíþjóð Ulrik Samuelsson og frá Finnlandi málarinn Juhana Blomstedt. Verk íslensku listamannanna eru til sýnis í aðalsýningarhöll- inni á Bíennalsvæðinu. ísland hefur tekið þátt í „Bíennalin- um“ á hverju ári síðan 1978. í Hiðasta þætti var fjallað í stuttu máli um gönguferð um Skafta- fellsheiðina og á Kristínartinda. Nú skulum við bregða okkur i Bæjarstaðaskóg og að útfalli Skeiðarár. Þessi leið er alllöng og er skynsamlegast að ætla henni heilan dag, því margt er að skoða og tíminn líður fyrr en varir. Við höldum vestur heiðina og fram hjá bæjarhúsunum. Fyrr á tímum var þríbýli í Skaftafelli og hétu bæirnir Sel, Hæðir og Bölti. Bærinn að Seli hefur verið byggður upp á vegum Þjóð- minjasafnsins og gott sýnishorn þeirra húsakynna, sem fólkið bjó við fyrr á tímum. Leiðin liggur síðan um skógi vaxnar brekkur áleiðis að Morsárdal. Meðfram brekkurótunum fellur Skeiðará úfin og ófrýnileg og ekki árenni- leg til fangbragða. Fyrir þá sem hafa áhuga á jurta- og skordýra- lífi er hér margt að skoða. Alls hafa fundist i Skaftafelli um 210 tegundir byrkninga og blóm- platna, sem vaxa villtar, af um 450 á landinu öllu. Þar ber einna mest á þremur plöntum: blá- klukku, sem vex í skógar- og grasbrekkunum, gullsteinsbrjóti á melum og klettabrú á kletta- syllum. Fiðrilda- og skordýra- tegundirnar eru margar, en mesta athygli vekur að fjöldi þeirra er af suðrænum uppruna. I skóginum ber einnig mest á skógarþresti, þúfutittíingi og músarindli, en hvergi á landinu er hann jafn algengur og hér. Og svo kann að vera, að hagamúsin verði á vegi okkar. Fyrrum sást hún ekki í Öræfasveit, en um 1964 urðu menn hennar fyrst varir og virðist hún dafna vel í þessu friðarins landi. Þessar gömlu skógargötur, sem við röltum eftir geyma mikla sögu, því um þær fóru áð- ur fyrr allir þeir sem þurftu að fara yfir Skeiðarárjökul fót- gangandi eða með hesta, þegar áin var ófær. En það var ekki heiglum hent að fara yfir hann á þann hátt. Til þess þurfti bæði þekkingu, áræði og kjark. Nú er sú tíð liðin. Brátt ber okkur að Morsár- dalnum og að göngubrúnni sem byggð hefur verið yfir ána. Þessi brú var gerð fyrir örfáum árum og er af henni mikil samgöngu- bót. Áður þurftu menn að vaða ána, sem gat verið nokkur far- artálmi sökum vatnsmagns, kulda og sandbleytu. Nú hefur þeim trafala verið rutt úr vegi. Bæjarstaðaskógur er beint framundan og við tökum stefn- una á hann. Hann er einn af há- vöxnustu skógum hér á landi, en þeirra minnstur að flatarmáli. Það er sérkennileg tilfinning, sem grípur ferðamanninn, þegar hann, eftir að hafa gengið eftir hinum ljósu, gróðurvana aurum Morárdals, veltir sér í mjúkum mosanum í Bæjarstaðaskógi og finna ilminn úr frjóum sverðin- um. Yfir höfði hans gnæfa trén, 8—10 m á hæð, með gilda stofna, greinar þeirra og laufblöð bær- ast fyrir vindinum, en grænt grasið og litfögur blómin, þetta „foldarskart“, gleður augað í sinni látlausu fegurð. Þá er erf- itt að rísa aftur á fætur. Bæjarstaðaskógur stendur í vesturhlíð Morárdals og teygir sig nokkuð upp eftir brekkunum. Skaftafell II Eftir Tómas Einarsson iit* . Nor 5urdalur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.