Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 11 Kemur smásagan aftur? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson I danska tímaritinu Kritik (útg. Gyldendal) er hugleiðing eftir rit- stjórana um þróun danskra sam- tímabókmennta. Eins og áður er um töluverða grósku að ræða. Upphafið var játninga- og kvenna- bókmenntir, framhaldið hrökk- prósinn (knækprosaen) og ljóða- vakning sem hafði það í för með sér að bókmennagrein sem aðeins var metin af fáum varð almenn- ingseign. Önnur grein bókmennta sem lítið hefur farið fyrir hefur nú verið endurvakin í Danmörku: smásagan. Á þessu vori kemur út nýtt smásagnasafn eftir Klaus Rifbjerg, Niels Barfoed kveður sér hljóðs sem smásagnahöfundur og Hans-Jörgen Nielsen sendir frá sér þáttasafn á mörkum smásögu og ritgerðar. Fyrr á árinu komu út smásagnasöfn eftir Peter Seeberg og Ib Lucas. Ritstjórarnir halda því fram að smásagan sé heimspekilegasta grein fagurbókmenntanna. í smá- sögunni verða ýmsir smáárekstrar daglegs lífs mikilvægir, í brenni- depli er ekkert minna en heimur- inn sjálfur. Sögurnar gerast á mörkum hins kunna og ókunna, en leita ekki langt yfir skammt í efn- isvali. Þær geta snúist um jafn hversdagslega hluti og síma sem hringir og lest sem rýfur kyrrð friðsæls þorps. Ritstjórarnir skrifa að skýrleiki og vandleg upp- bygging sagnanna geri þær ólíkar hefðbundnum smásögum, en minni á hápunkta undanfarinna áratuga: Tredie halvleg eftir Tage Skou-Hansen, og andre historier eftir Klaus Rifbjerg og Agerhönen eftir Martin A. Hansen. Áberandi eru smásögur í rit- gerðarformi eða öfugt þegar vikið er frá kunnum aðferðum smá- sagnahöfunda. Þróunin í Danmörku er ekki alltaf sú sama og hjá okkur. Það er til dæmis ólíklegt að hin rnikla útbreiðsla ljóða sem varð í Dan- mörku fyrir nokkrum árum geti endurtekið sig hér. Þetta gilti að vísu um féinar ljóðabækur þar sem farnar voru nýjar leiðir jafnt í túlkun sem yrkisefnum, Ijóðið gert frásagnakenndara en áður. Tilhneigingar í þessa átt hér heima urðu ekki jafn vinsælar og í Danmörku, aðeins hin óþekkta ljóðaunnendastærð tók við sér og sumir treglega. Það er eins og ís- lendingar vilji hafa ljóðið í föstum skorðum. Útgefendur kvarta yfir því að ljóðabækur seljist ekki. Sama er að segja um smásagna- söfn. En Ijóðabækur koma út þrátt fyrir þetta og nú er eins og einhver hreyfing sé í smásagna- gerð. Ég nefni tvö nýleg dæmi: Sögur til næsta bæjar eftir Stein- unni Sigurðardóttur og Ofsögum sagt eftir Þórarin Eldjárn. Þetta eru hvorttveggja boðleg smá- sagnasöfn. En skyldi blómatími smásög- unnar koma aftur? Á sjötta ára- tugnum var mikil gróska í smá- sagnagerð. Þá komu út smásagna- söfn eftir Guðmund G. Hagalín, Guðmund Daníelsson, Ólaf Jó- hann Sigurðsson, Indriða G. Þorsteinsson, Jón Dan, Elías Mar, Jónas Árnason, Jón Óskar, Stein- ar Sigurjónsson og Jóhannes Helgason svo að fáeinir séu nefnd- ir. Á þessu tímabili komu líka út smásagnasöfn eftir Halldór Stef- ánsson og Geir Kristjánsson, höf- unda sem fyrst og fremst eru smá- sagnahöfundar. Ég veit ekki hvort kalla má Thor Vilhjálmsson smá- sagnahöfund, en nokkrar bækur eftir hann eru frá þessum áratug. Einn listrænasti smásagnahöf- undur okkar, Ásta Sigurðardóttir, var virk á þessum tíma þótt smá- sögur hennar kæmu ekki út í bók fyrr en 1961. Margir birtu smásög- ur í blöðum og tímaritum. Næsti áratugur, hinn sjöundi, var líka frjór. Þá komu smásögur Ingi- mars Erlends Sigurðssonar út í bók, en sumar þeirra höfðu vakið athygli áratugnum á undan. Svava Jakobsdóttir, Jakobína Sigurðar- dóttir og Guðbergur Bergsson settu hvað mestan svip á tímabil- inu. En þetta var í raun útúrdúr því að ætlunin var að segja frá tíma- ritinu Kritik. Á skálda- og gagn- rýnendaþingi í Biskops Arnö í Svi- þjóð í fyrra, lýsti sænski gagnrýn- andinn, Mats Gellerfelt, því yfir að dönsk bókmenntagagnrýni væri best á Norðurlöndum. Þessu má taka með fyrirvara eins og öðrum yfirlýsingum. Samt held ég að Danir séu mjög fræðilegir í gagnrýni sinni og kasti ekki hönd- um til verksins. Kannski arfur frá Brandes? Það er til dæmis athygl- isvert hve margar bækur um rit- höfunda og skáldskap koma út í Danmörku, sumar hverjar skrif- aðar af skarpskyggni og oft íþrótt. En Danir eru eins og ljóst má vera þegar Kritik er lesið mótaðir af þýskættaðri bókmenntakönnun og kenningum sem ýmsir Evrópugyð- ingar hafa haldið fram (flestir tengdir Þýskalandi). Þetta getur stundum orðið þreytandi lestur, einkum við hæfi þeirra sem leggja fyrir sig bókmenntanám í háskól- um eða kenna bókmenntir. Um að- gengiieg bókmenntaskrif er naum- ast að ræða. En það ætti að vera ljóst að bókmenntir þurfa í senn á fræðilegri umræðu að halda og þeirri tegund umsagna um bækur sem dagblöð, heima og erlendis, bjóða upp á. Jóhann Hjálmarsson l + í Kammersveit Listahátíðar heldur tonleika i Háskólabíói sunnudaginn 13. júní kl. 15.00 Nýja 10-línan frá Ford FYRIRTÆKIÐ Þór hf., Ármúla 11, hefur að undanförnu verið með kynningu á nýju 10-línunni frá Ford traktorsverksmiðjun- um. Helstu nýjungar í Nýju 10-línunni eru stærri mótorar, betri eldneytisnýting, öflugra vökvakerfi, 4-hjóladrif og al-samhæfðir gírkassar. Þá hafa orðið breytingar á „nefi“ traktorsins sem til kemur vegna stærri loftsíu en áður. Fyrir nokkrum áratugum vofði eyðilegging yfir skóginum sök- um uppblásturs og viðarhöggs, en til allrar hamingju var hon- um bjargað fyrir tilstuðlan vit- urra og framsýnna manna. Nú fær hann að vaxa í friði og sýni- legt að sú friðun ber ávöxt. En merki um hættuna miklu sjást enn í efri jaðri skógarins. Þar hefur hinn þykki jarðvegur fokið burtu og blásið og bert grjótið blasir við. En trjáræturnar standa naktar út úr gróðutorf- unum og halda sér fast í þann jarðveg sem eftir er. Dvölin í Bæjarstaðaskógi ætti að vera öllum lærdómsrík og vekja menn til umhugsunar um þá skuld sem þjóðin á vangoldna við landið. Áður fyrr var byggð í Mors- árdal og meðfram Jökulfellinu. Þar stóð bær sem hét Jökulfell og vitað er, að það var heimiiis- kirkja á 14. öld. Rústir af þessum bæ sáust fram undir aldamótin 1800. Telja menn, að þær hafi staðið nokkuð fyrir framan skógarjaðarinn, en fyrir nálega tveimur öldum huldi Skeiðará þær með aur og leðju. Kannske verða þær einhvern tímann grafnar upp. Eftir að hafa dvalið góða stund í Bæjarstaðaskógi ganga flestir vestur aurana meðfram Jökulfellinu, að upptökum Skeið- arár. Það er stórkostleg sjón að sjá ána brjótast fram undan jök- ulsporðinum. Að vísu eru iðuköst vantsins mismikil, en í sumar- leysingunum eru þau líkust bull- andi hver, þar sem vatnsstrók- arnir þeytast hátt í loft upp, kolgráir og hrollvekjandi. Allir ættu að nálgast ána með fullri gát, því undir gráum aurnum á bakkanum kann að leynast hætta, óbráðinn ís, sem veitir litla fótfestu, sé á hann stigið. Degi er tekið að halla og mál að halda heim. Við göngum sömu leið til baka, þakklát fyrir þenn- an góða dag. Að þessu sinni verða þessir pistlar frá Skaftafelli ekki fleiri. En margt er enn ókannað. Heill dagur fer í að ganga inn í Kjós- arbotn og að Morsárjökli, skoða hann og lónið, sem er þar fyrir framan. Kunnugir telja, að Kjós- in og Kjósarbotninn séu fegursti staðurinn í þjóðgarðinum, ekki síst sökum stórbrotins landslags og mikillar litadýrðar. Og ekki má gleyma að skoða gilin, Bæj- argilið og Austaragilið, gróður- inn þar og fossana. Margir fullyrða að það sé minnst viku verk að kynna sér þjóðgarðinn í Skaftafelli svo eitthvert gagn sé að. Það er ekki ofmælt. Richard Strauss: Duo Concertino. Alberto Ginastera: Variationes Concertantes. Stórkostlegt tækifæri til að kynnast yngstu kynslóð íslenskra tónlistarmanna Guðmundur Stjórnandi og skipuleggj- andi tónleikanna: Guömundur Egilsson. Einleikarar: Sigurlaug Eövaldsdóttir og Ásdís Valdimarsdóttir (Moz- art) og Sigurður I. Snorrason og Hafsteinn Guðmundsson (Strauss). Þorsteinn Miðasala í Gimli v/Lækjargötu frá kl. 14.00 til kl. 19.30. Sími: 29055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.