Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 Komið að skuldadögum eftir Sólmund Tr. Einarsson fiski- frœðing í Morgunblaðinu þann 18. mars sl. gat að líta athyglisverða grein er fjallaði um fjölgun sela við landið og hugsanleg áhrif hennar á hringormavanda í fiskiðnaði. í greininni er í fyrsta sinn kynnt opinberlega svokölluð „hringormanefnd" og hugmyndir þeirra nefndarmanna m.a. um að- gerðir til að stemma stigu við tíðni hringorma í fiskholdi. Hvernig er svo þessi nefnd til komin og hversvegna eru nefnd- armenn nær eingöngu fulltrúar hagsmunaaðila í fiskiðnaði án nokkurra tengsla við þá stofnun sem lögum samkvæmt á að veita ráðgjöf um rannsóknir og há- marksnýtingu sjávardýra við ís- land? Skýringa er að hluta til að leita hjá Hafrannsóknastofnun og stjórn hennar, sem ekki hefur treyst sér til að veita fjármagni í þessar rannsóknir. Auk þess taldi fiskiðnaðurinn og sölusamtök hans fé sínu betur varið til ann- arra rannsókna en þeirra sem fyrirhugaðar voru af hálfu stofn- unarinnar. Með stofnun hring- ormanefndar er brotið blað í sögu rannsókna á íslandi. Nefndinni, sem skipuð er af sjávarútvegs-.ráðuneytinu, er nánast veitt alræði um skipan og tilhögun selarannsókna hér á landi, eða eins og segir í skipun- arbréfi: „Nefndinni er ætlað að hafa yfirumsjón með rannsóknum og tilraunum sem fyrirhugaðar eru til að leita lausnar á þeim vanda sem hringormur veidur ís- lenskum fiskiðnaði. Að skoða sem gleggst aila þætti þess máls þar með lífsferil hringormsins, tímg- un og leiðir til að stemma stigu við aukinni ormatíðni. Ennfremur alla möguleika á því að finna orma í fiskholdi og fjarlægja þá. Nefnd- inni er einnig ætlað að hafa yfir- umsjón með rannsóknum sem þegar eru hafnar á vegum Hafrannsóknastofnunar á selastofn- unum við ísland.“ í nefndinni eiga sæti Björn Dagbjörnsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins (form.), Hjalti Einarsson, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Árni Benediktsson, Sambandi ísl. sam- vinnufélaga, Friðrik Pálsson, Sambandi ísi. fiskframleiðenda, Þorsteinn Gíslason, Coldwater Seafood Corp., og Guðjón B. Ólafsson, Iceland Seafood. Þetta þýðir í raun að hendur Hafrann- sóknastofnunar eru bundnar og skrúfað fyrir fjármagn til rann- sókna á selastofnunum á hennar vegum og nefndinni falið að vinna að þeim alfarið. Hringormanefnd- in hefur síðan í tæp 3 ár haft líf- fræðing og aðstoðarmann á fullum launum til að vinna að verkefnum þessum í húsakynnum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins á Skúlagötu 4 og ekkert til sparað, enda hafa fyrirtæki þau sem nefndarmenn standa að greitt all- an kostnað. Rannsóknir þessar hafa staðfest ýmsa þætti sem gert var ráð fyrir áður, eins og það að selurinn er lokahýsill hringorma og að útselir eru sýktari en landselir að jafnaði. Einnig er talið að á Breiðafjarð- arsvæðinu sé sýkingartíðni hærri en annars staðar og selurinn sé stærsti sýkingarvaldurinn. Aðrar staðreyndir eru þær, að undanfar- in ár hafa kópaveiðar hér við land minnkað töluvert vegna sölu- tregðu á skinnum erlendis og þar af leiðandi stækkar landselsstofn- .. „hringormanefnd“ virðist ætla að fara sínu fram og draga selinn í dilk með meindýrum og leggja fé til höfuðs hon- um án þess að spyrja kóng eða prest. Siðleys- ið er algjört og ekkert hugsað um afleið- ingarnar, hvorki fyrir selastofnana né okkar viðkvæmu fiskmark- aði.“ inn meira en ella. Veiðar á út- selskópum hafa ekki verið stund- aðar um árabii, þannig að sá stofn er í örum vexti. Selirnir virðast vera tækifærissinnar í fæðuvali eins og rannsóknir staðfesta, en erfitt er að henda reiður á hve mikið af sjófangi þeir taka ár hvert og hafa ýmsar tölur verið nefndar í þeim efnum. Stofn- stærðir hafa verið metnar og eru menn ekki á eitt sáttir um niður- stöður, enda ýmsum aðferðum beitt. Niðurstöður rannsókna hringormanefndar sýna töluvert lægri tölur en áður var talið. Hafrannsóknastofnun hefur ávallt hvatt til aukinnar nýtingar íslenskra selastofna og talið að brýnna aðgerða væri þörf til að auka fjölbreytni í vinnslu selaaf- urða. Jafnframt hefur verið talið, að hvers konar aðgerðir þar að lútandi þurfi að fá efnislega um- fjöllun milli þeirra aðila sem þetta mál varðar. í fyrrnefndri blaða- grein eru þrjár hugmyndir reifað- ar sem geta beint eða óbeint ieitt til aukinnar selveiði við landið: Að greiða sérstakar uppbætur til bænda á selskinn, að ráða menn til að vinna sel í látrum og í þriðja lagi að gera út selfangara er veiddi ákveðinn fjölda sela á ári. Að lokum er í greininni rætt um verðlaunafé til bænda fyrir hvern unninn sel. Engin afstaða hefur verið tekin af opinberum aðilum til þessara tillagna né um þær rætt. Hins vegar hefur töluvert baktjalda- makk einkennt vinnubrögð þess- arar nefndar. Nefndin sendi ný- verið bréf til hlunnindahafa sel- veiða víðs vegar um landið, þar sem menn eru hvattir til að vinna sel í látrum sínum gegn greiðslu sem fer eftir tegund og aldri sela. Greiðslur eru 700 kr/útsel, 500 kr/landsel, 250 kr/útselskóp og 100 kr/landselskóp. Þá geta menn losnað við hræin fyrir 50 aura á kg og er fyrirhugað að vinna þau til loðdýrafóðurs. Hvað þýðir þetta í reynd? Jú, þessi margrædda „hringorma- nefnd" virðist ætla að fara sínu fram og draga selinn í dilka með meindýrum og leggja fé til höfuðs honum án þess að spyrja kóng eða prest. Siðleysið er algjört og ekk- ert hugsað um afleiðingarnar, hvorki fyrir selastofnana né okkar viðkvæmu fiskmarkaði. Nefnd- armenn láta sem ekkert sé og virð- ast halda að slíkt athæfi verði lát- ið afskiptaiaust með öllu. Tíminn er valinn af kostgæfni þar sem landseisurtur eru nú að hópast í látrin til að kæpa og því viðkvæm- ar fyrir hvers konar röskun. Þess- ar aðgerðir verður því að skoða sem tilraun til að valda sem mest- um skaða á selastofnunum án til- lits til aðstæðna og getur á engan hátt talist til vísindalegra eða hagkvæmra aðgerða til nýtingar stofnanna. Slíkri herferð, sem rek- in er stjórnlaust meira af kappi en forsjá, hlýtur hver ábyrgur líf- fræðingur að mótmæla harðlega, þar sem hans hlutverk er að stuðla að hagkvæmri nýtingu dýrastofna en ekki útrýmingu. Hver er svo lagaleg staða þessa máls? Lögfróðir menn telja, að engin íslensk lög nái til herferðar á hendur selnum og öll lög og lagagreinar varðandi sel við land- ið fjalli fyrst og fremst um sel- veiðar sem hlunnindi, verndun látra og réttindi hlunnindahafa og landeigenda. Selveiði hefur ávallt verið talin mikil búbót og aukið gildi bújarða til muna og þvfi hef- ur löggjafanum aldrei komið til hugar að nokkurn tíma þyrfti að vernda selinn gegn slíkri herferð með sérstakri reglugerð. Þetta er talandi dæmi um það hvern sess selveiðar og -nytjar hafa skipað frá fornu fari. Þeir sem nú geta tekið ábyrga afstöðu til málsins eru einkum landeigendur sjálfir og þeirra hagsmunafélög. Vissu- lega þarf að gera bændum kleift að stunda selveiðar á arðbæran hátt, t.d. með því að greiða uppbót á vel verkuð skinn og aðrar afurð- ir sem síðan yrðu eftir föngum fullunnar hér á landi. Þá þyrfti að hafa virkt eftirlit með veiðunum og auka til muna rannsóknir og gagnasöfnun, þannig að jafnan væri hægt að gefa hlutlaust mat og ráðleggingar um hagkvæma nýtingu þessara dýrastofna. Að lokum er það von mín að þetta mál fái fyrr en seinna þá umfjöllun sem það á skilið og verði farsællega til lykta leitt án ofstækis eða fordóma. Er stefiit að því að útrýma selum? Eftir Svein Guð- mundsson, Miðhúsum í Morgunblaðinu 18. mars sl. er grein í samantekt Ágústs I. Jóns- sonar um fjöigun sela og orma- vanda í fiskiðnaði. Margt er í þeirri grein sem þarf athugunar við og þar eru nær ein- göngu túlkuð sjónarmið hags- munaaðila í fiskiðnaðinum. Nú er selveiði landbúnaðargrein og er því dálítið undarlegt að ekki skuli hafa verið leitað eftir sam- starfi við aðila sem hafa yfirráð yfir sellátrum, en mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að hafa nokkurt samráð við þá. Nú er vitað að selveiði hefur dregist saman og þar af leiðandi hefur sel fjölgað óeðiilega mikið. Stundum getur fáfrótt fólk gert ótrúlegan skaða þegar það í nafni hugsjóna fer að framkvæma hluti sem það hefur minna en hundsvit á og á ég þar við Brigitti Bardott, þá þekktu persónu. í staðinn fyrir að leysa vandamál býr hún þau til. Það hefði verið hægt að nýta sela- stofninn skynsamlega, en hún hef- ur gert þetta að nær óleysanlegu vandamáli. Talið er að selur éti um 5 kg af fiskmeti á dag og er það mikið fiskmagn sem selastofnarnir éta hér við land yfir árið. Einn selur étur um 1800 kg af fiskmeti yfir árið. Þessa tölu ætla ég ekki að framreikna vegna þess að ég hef ekki nema áætlaðar tölur um stofnstærðir. Þá er komið að ormavandamái- inu. Ekki efa ég það að Breiða- fjarðarsvæðið sé mesta orma- svæðið, en hins vegar kemur mér það spánskt fyrir sjónir að fiskur sem kemur frá Grænlandi er því nær ormalaus. Ég hélt nefnilega að selir væru ekki færri við Græn- land en hér við land. Ef til vill eru hér aðrar tegundir millihýsla en við Grænland. Gæti verið að fleiri tegundir bæru hringorminn en selurinn, hnísan og búrhvalurinn? Ég ætla ekki að hætta mér frek- ar út í umræðu um fræðilega hluti, til þess hef ég ekki fræðiiega þekkingu, en ég hef þó það mikla innsýn í þessi mál að ég er viss um að frekari rannsókna er þörf áður en einhverju er slegið föstu. Nú hafa ónafngreindir hags- munaaðilar í fiskiðnaði tekið sig saman um að verðlauna selveiði- menn og greiða þeir 700 krónur fyrir kjálka úr fullorðnum útsel, 500 krónur fyrir kjálka úr full- orðnum iandsel, 250 krónur fyrir kjálka úr haustselskóp og 100 krónur fyrir kjálka úr vorselskóp. Þessar verðlaunagreiðslur vil ég gagnrýna vegna þess að þær stuðla að ævintýramennsku, þó að það sé von þeirra sem fjármagnið leggja til að græðgi selveiðimanna verði það mikil að þeir útrými hið snarasta selastofnunum hér við land. Sennilega hafa „hagsmuna- aðilar" haft afdrif síldarinnar og loðnunnar í huga þegar þessi verð- launaveiting var ákveðin. En það kemur fleira til sögunn- ar sem vert er að athuga nánar. Til þess að fá verðlaunin þarf að skila kjálka eða kjálkum úr veidd- um sel. Ekki er nóg að telja kóp- askinnin. Hægt mun vera að fá 50 aura fyrir kg af selkjöti sé því komið á áfangastað, en ég hef þá skoðun að kjálkarnir yrðu skornir úr selnum á veiðistað og hræið myndi svo reka á fjörur og verða þar auð- velt æti fyrir örninn, en eins og kunnugt er þá hefur mikið og merkt starf verið unnið til þess að örninn hverfí ekki úr lífríki íslands. Sel- grútur sest í flugfjaðrir og fiður og veldur þannig dauðn á viðkomandi fugli. „Tillögur mínar eru þessar: Hagsmunaaöilar f landbúnaöi og sjávar- útvegi komi sér saman um leiöir til þess aÖ halda selastofninam innan eðlilegra marka. Þaö er staðreynd aö selastofnarnir fóru stækkandi eftir að verö- fall varð á selaskinnum. Þá orsök má rekja til misskilinna hugsjóna.“ Nú er það svo, í öllum samfélög- um að taka verður tillit til margra þátta og hygg ég að til þess að þessi mál verði leyst þá þurfi sam- komulag, en ekki einstefnuaðgerð- ir þeirra sem yfir fjármagni búa. Tillögur minar eru þessar: Hagsmunaaðilar í landbúnaði og sjávarútvegi komi sér saman um leiðir til þess að halda selastofnin- um innan eðiilegra marka. Það er staðreynd að selastofnarnir fóru stækkandi eftir að verðfall varð á selskinnum. Þá orsök má rekja til misskilinna hugsjóna. Hins vegar eru selveiðar ekki skemmtileg bú- grein frá mínum sjónarhóli séð, en ef tekið er tillit til þess að öllu drápi fylgja viss leiðindi er erfitt að setja mörkin hvaða búgreinar eru skemmtilegastar. Til þess að átta sig betur á til- lögum mínum hef ég númerað þær. 1. Koma skal á fót samstarfs- nefnd til þess að halda útsel og landsel innan eðlilegra stofn- stærða. í þessari nefnd ætti að eiga sæti einn maður tilnefndur af landbúnaðarráðuneytinu. Einn maður tilnefndur af sjáv- arútvegsráðuneytinu og einn maður frá Náttúruverndarráði og skal hann vera formaður nefndarinnar. 2. Banna skal þegar í stað verð- launaveitingar fyrir dráp á fullorðnum selum vegna þess að það kemur í veg fyrir að menn séu að drepa sel sem eytt getur öðru lífríki til dæmis arnar- stofninum. 3. Best er að láta bændur, sem sellátur hafa, veiða kópana, vegna þess að þá er minni hætta á ofveiði. Þeirri veiði er hægt að halda uppi með því að greiða ákveðið verð fyrir hvert kópaskinn eftir gæðum þess. Auðvelt ætti að vera að fylgjast með veiðinni með því að telja skinnin og fari stofninn niður fyrir ákveðið lágmark þá er ekkert auðveldara en að banna kópaveiði þar til æskilegri stofnstærð er náð. 4. Komist nefndin að því að æski- legt sé að fækka selum þegar í stað þá skal sú fækkun gerð af sérþjálfuðum mönnum, sem fjarlægja öll hræ. Nefndin skal hafa yfirumsjón um það að verkið sé heiðarlega unnið. Að lokum þetta. Eg vil að nátt- úruverndarmenn og hagsmunaað- ilar taki höndum saman og leysi þetta mál á eðlilegan hátt, því að hafi maðurinn raskað jafnvægi ber honum að gera sitt til þess að það verði eðlilegt á ný. Á hvítasunnu 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.