Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 27 • Markakóngurinn f fyrstu keppninni 1930 f Uruguay, varó Argentínumaðurinn Guillermo Stabile. Hann var 25 ára þegar hann vann afrek- ið og skoraöi 8 mörk, þar af eitt í úrslitaleiknum er liö hans tapaði 2—4 gegn Uru- guay. • Á Ítalía árið 1934. Odrich Nejedly, 25 ára gamall, skor- aði fimm mörk fyrir land sitt, Tékkóslóvakíu. Og með þess- um fimm mörkum átti hann stóran þátt í því að land hans varð í öðru sæti í keppninni á eftir Ítalíu. • Brasilíumaðurinn Leonidas da Silva vann titilinn árið 1938 er keppnin fór fram í Frakk- landi. Silva þótti mjög sleipur framherji og skoraöi átta mörk. Þrátt fyrir það varö Brasilía í þriðja sæti í keppn- inni. • Áriö 1950 kom þaö aftur f hlut Brasilíumanns að hljóta titilinn markakóngur HM. Ademir, 28 ára gamall fram- herji, skoraöi sjö mörk og lék varnarmennina oft grátt. Hann starfar nú sem íþrótta- fréttaritari í Brasilíu. I • í Sviss árið 1954 skoraöi hinn frægi leikmaöur Ung- verja, Sandor Kocis, ellefu mörk, flest með skalla. Þessi 25 ára gamli leikmaöur fékk því viðurnefnið „Gullskall- inn“. Kocis lék lengi meö Honved Budapest er liðiö var upp á sitt besta. 16 leikmenn og 108 mörk • Þeirra verður oft dýrðin og Ijóminn. Þeir gefa heims- meistarakeppninni alltaf sérstakt andrúmsloft, marka- kóngarnir. Fram að þessu hafa sextán leikmenn getað státað af markakóngstitli Heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Sextán leikmenn hafa skorað 108 mörk. Þegar þessi samantekt var gerð kom í Ijós aö flestir þeirra voru 25 ára gamlir þegar þeir virtust standa á hátindi frægöarinnar. Allavega flestir þeirra. Við kynn- um markakónga HM-keppninnar frá upphafi vega. • Just Fontaine, Frakklandi, vakti mikla athygli f Svíþjóð 1958 er keppnin fór þar fram. Hann varö markakóngur, skoraöi 13 mörk. Fontaine var 25 ára gamall og þótti á þess- um árum vera einn besti knattspyrnumaöur heimsins. • Áriö 1962 fór keppnin fram í Chile. Þar urðu sex leik- menn efstir og jafnir í marka- skorun. Allir skoruðu þeir fjögur mörk. Þeir voru: Albert, Ungverjalandi, Garrincha, Brasilíu, Ivanov, Rússlandi, Jerkovic, Júgóslavíu, Sanch- ez, Chile, (sjá mynd) og Vava, Brasilíu. • Pólverjinn Gregorz Lato, sem leikur með Arnóri hjá Lokeren, varð markakóngur HM-keppninnar í V-Þýska- landi árið 1974. Honum tókst að koma knettinum sjö sinn- um framhjá markvörðum og Pólland náði þriðja sæti. Lato var þá 24 ára gamall. • Mario Kempes, 24 ára gamall Argentínumaður, varð markakóngur árið 1978 er leikiö var í heimalandi hans. Hann skoraði sex mörk. Jafn- framt var hann valinn leik- maöur keppninnar. Kempes þótti fara á kostum í úrslita- leiknum er liö hans vann Hol- lendinga. • Þar til fyrir 11 árum voru þetta sigurlaunin fyrir að vinna HM-titilinn. Þessi glæsilegi bikar ber heitið „Coupe Jules Rimet“ og árið 1970 unnu Brasilíumenn hann til eignar, en þá unnu þeir hann í þriðja skiptið. Síðan í Vestur-Þýskalandi 1974 hefur því nýr og ekki síöur glæsi- legur gripur verið í umferð. Spurning er hvaða þjóð nær að vinna hann til eignar... • V-Þjóðverjinn Gerd MUIIer er einn marksæknasti knattspyrnumaður sem sögur fara af. 25 ára gamall varð hann markakóngur HM-keppninnar í Mexíkó árið 1970. Hann var kallaður „Der Bomber“. Hann skoraði 10 mörk í Mexíkó. Alls skoraöi MUIIer 68 mörk í landsleikjum fyrir V-Þýskaland og það sem meira er, í aöeins 62 leikjum. Hann var í forystusveit Bay- ern MUnchen er liöið varö þrí- vegis Evrópumeistari í knattspyrnu. Fjórum sinnum Þýskalandsmeistari. Fjórum sinnum bikarmeistari og loks var það Gerd MUIIer sem skoraöi sígurmark V-Þýska- lands árið 1974 er liðið varð heimsmeistari, vann Holland 2—1, í úrslitaieiknum. • Árið 1966 fór keppnin fram í Englandi. Þá hreppti Portúgal- inn Eusebio da Silva Ferreira titilinn. Hann var kallaður Pele Evrópu. Eusebio var frá Mozambique. Þetta ár var hann kjör- inn knattspyrnumaöur Evrópu, aöeins 24 ára gamall. Eusebio skoraði níu mörk í keppninni í Englandi og kom verulega á óvart fyrir snilli sfna, jafnframt sem hann skoraði grimmt. Portúgal náði þriðja sæti í keppninni f Englandi, og var Euseb- io mest þökkuð sú frammistaða. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.