Morgunblaðið - 12.06.1982, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 12.06.1982, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Minning: Ásgeir Bjarnason garðyrkjubóndi Fæddur 17. febrúar 1919 Dáinn 5. júní 1982 Ásgeir Bjarnason garðyrkju- bóndi að Reykjum í Mosfellssveit andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi hins 5. þ.m., 63 ára að aldri. Utför hans fór fram í gær, laug- ardag. Ásgeir fæddist að Knarr- arnesi á Mýrum. Foreldrar hans voru Bjarni Ásgeirsson, þá bóndi að Knarrarnesi, og kona hans, Ásta Jónsdóttir frá Reykjavík. Bjarni Ásgeirsson var sem kunn- ugt er lengst af bóndi að Reykjum í Mosfellssveit og alþingismaður fyrir Mýrasýslu um langt árabil og ráðherra um tíma, en starfsfer- il sinn endaði Bjarni sem sendi- herra Islands í Noregi. Ásgeir Bjarnason fluttist með foreldrum sínum að Reykjum í Mosfellssveit tveggja ára að aldri, og þar átti hann jafnan heima upp frá því. Snemma beindist hugur Ásgeirs að búskap og ræktun landsins. Trúr þeirri köllun sinni aflaði hann sér góðrar menntunar í þeim fræðum er lúta að landbún- aði. Búfræðinám sitt stundaði hann að Hvanneyri og lauk þaðan prófi með ágætum árangri. Áður en Ásgeir hóf búskap á eigin vegum var hann bústjóri hjá föður sínum að Reykjum, en eftir að hann hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur helgaði hann garðyrkju starfskrafta sína óskipta allt til dauðadags. Fyrir 34 árum kom til íslands stúlka frá Hollandi, Titia Hartem- ink að nafni, en hún hafði stundað garðyrkjunám við skóla í Hol- landi. Hún starfaði um tíma að garðyrkju við bú Bjarna, föður Ásgeirs. Þau Titia og Ásgeir felldu brátt hugi saraan og árið eftir, 19. maí 1949, fór brúðkaup þeirra fram í Lágafellskirkju. Þau hjón, Ásgeir og Titia, voru mjög samrýnd og samtaka um að l>yggja upp atvinnureksturinn og fegra og prýða heimiii sitt. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, þrjá drengi og eina stúlku. Við, sem þetta ritum, kynnt- umst þeim hjónum 1953 þegar ég, Gerda, kom frá Hollandi og við vorum nýgift hér á íslandi. Ég hafði í Hollandi fengið heimilis- fang þeirra Ásgeirs og Titiu og gladdi það mig mjög að fá tæki- færi til að kynnast íslensk-hol- ienskri fjölskyldu. Upp frá þessu hefur jafnan ver- ið náið samband milli fjölskyldna okkar. Við höfum fylgst með Ás- geiri, með hjálp konu sinnar, byggja upp fyrirtæki sitt, sístarf- andi og hlúandi að plöntum sínum. Við sáum Ásgeir hreinsa og bursta gulrófurnar í höndunum, áður en þær voru sendar á mark- að, en fyrst í stað var margt gert með handafli, sem nú er gert i vél- um. Þeir, sem stunda garðyrkju, hafa oft áhyggjur af veðurfari. + Móöir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR fré Guörúnarstööum, lést aö Elli og hjúkrunarheimilinu Grund, þriöjudaginn 8. júní. Útförin fer fram miövikudaginn 16. júní kl. 15 frá Fossvogskirkju. Sigþrúöur Guömundsdóttir, Sígurlaug Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför, HERLUF CLAUSEN forstjóra, Gnoöarvogi 82, Reykjavík. Fyrir hönd aöstandenda. Edíth Clausen. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö fráfall og jaröaför, VIGFÚSAR SIGFÚSSONAR frá Raufarhöfn, sérstakar þakklr til fjölskyldunnar Ásgötu 16 og barnanna í Sól- brekkunni. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát eiginmanns míns og fööur okkar, KARLS KRISTJÁNSSONAR, Heiöargeröi 78. Guörún Sigurjónsdóttir og synir. Stundum fraus hluti uppskerunn- ar og eyðilagðist áður en hann komst á markað. Við fengum þá ánægju að fylgj- ast með störfum þeirrá hjóna. Meðan Ásgeir hlúði að kálplönt- unum, starfaði Titia að fegrun heimilisins og hlúði að blómplönt- um, bæði úti og inni. Fyrir um 15 árum stækkuðu þau hjón, Ásgeir og Titia, hús sitt að miklum mun og var þá allt húsið meira og minna endurbyggt, og er heimilið nú einkar rúmgott, fag- urt og glæsilegt. En því miður auðnaðist Ásgeiri ekki lengi að njóta ávaxta erfiðis síns. Síðastliðið haust dundi reið- arslagið yfir. Þá þurfti Ásgeir að fara í skyndi til London í hjarta- uppskurð. Nokkru eftir að hann var kominn heim aftur virtist okkur, sem heimsóttum hann, að hann væri að nokkru leyti búinn að ná sér aftur. En það var því miður ekki. Ásgeir mun hafa þótt mjög mið- ur að starfskraftarnir leyfðu hon- um ekki að starfa við fyrirtæki sitt eins og hann hefði óskað. Hann hefði þó engar áhyggjur þurft að hafa af fyrirtækinu, því að það var í góðum höndum. Elsti og yngsti sonur þeirra hjóna sjá vel um rekstur þess. Seinasta árið var dótturdóttir þeirra hjóna, Ragnheiður, sann- kailaður sólargeisli á heimili þeirra. Ásgeir veiktist mjög skyndilega hinn 3. þ.m. og lést aðeins tveim dögum síðar. Það má telja huggun harmi gegn að hann þurfti ekki að þjást lengi. Með þessum fátæklegu orðum viljum við hjónin þakka Ásgeiri alla þá hlýju og velvild sem hann hefur veitt okkur gegnum árin, allt frá fyrstu kynnum. — Við flytjum honum einnig þakkir fyrir hönd annarra íslensk-hollenskra vina, sem um árabil hafa notið vináttu hans og hlýju. Ásgeir hafði óbifandi trú á framhaldi lífs hvers einstaklings að lokinni þessari jarðvist. Hver veit nema hann hafi nú þegar fengið verkefni við sitt hæfi á æðri sviðum tilverunnar. Við hjónin vottum Titiu, börn- um hennar og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Gerda og Ólafur Ásgeir Bjarnason bóndi að Suður-Reykjum í Mosfellssveit veiktist snögglega þann 3. júní sl. og var allur tveim dögum seinna á sjúkrahúsi í Reykjavík, aðeins 63 ára að aldri. Að vísu hafði Ásgeir ekki gengið allskostar heill til skógar vegna veikinda á liðnum vetri, en heilsan kom með hækk- andi sól og góður bati virtist á næsta leiti, en þær vonir hafa nú brugðist, svo að nú er skarð fyrir skildi við fráfall Ásgeirs frænda míns. Ásgeir fæddist að Knarrarnesi á Mýrum þ. 17. febrúar 1919 og var sonur hinna alkunnu sæmdar- hjóna Ástu Jónsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar fyrrverandi alþing- ismanns og sendiherra. í föðurætt var hann kominn af Mýramönn- um, Vogsætt, og traustum bænda- ættum á Vesturlandi en í móður- ætt af Engeyjarætt og Grundar- ætt í Borgarfirði. Var hann elstur systkina sinna, en þrjú eru nú á lífi, þau Jóhannes verkfræðingur, Guðný húsfreyja í Reykjavík og Jón Vigfús bóndi að Reykjum. Ragnheiður systir þeirra dó barn að aldri. Ásgeir fluttist að Reykjum með foreldrum sínum árið 1921 og ólst þar upp í glöðum hópi systkina og okkar frændanna fimm á hinum bænum, en búið var í sama húsi allt til ársins 1945. Minningarnar frá þessum tíma eru ljúfar, enda sköpuðu hús- bændurnir okkur bestu fáanleg skilyrði með og ásamt afa og ömmu, Ásgeiri og Ragnheiði, for- eldrum Bjarna. Þá var mikið sungið og kveðið, lesnir húslestrar og lfeira var gert sér til menning- arauka og gamans. Ásgeir var ávallt ljúfur og kátur, en lék sér ei úr máta. Frjór og útsjónarsamur leikbróðir var hann og hafði að mestu forystuna. Allt skólanám lét honum vel, en hugurinn stefndi þó í búskap og bar snemma á því, og talinn var hann vel fjárglöggur strax á unga aldri. í menntaskóla undi hann sér ekki, þvi að hugur- inn beindist að búskap sem áður sagði, og þó einkum fjárgæslu, og stundaði hann þesskonar störf hjá ýmsum góðum bændum t.d. í Mý- vatnssveit og batt ævilanga tryggð við það fólk. Búfræðingur frá Hvanneyri varð hann árið 1939 og gerðist síðan bústjóri við Reykjabúið hjá föður sínum og móðurbróður, Guðmundi Jónssyni. Árið 1944 varð breyting á, er Reykjabúinu var skipt til afnota milli okkar frændanna. Bústofni og verkfærum var einnig skipt, en stærri verkfæri voru í sameign. Með þessu hófst okkar sambýli á jörðinni, sem var mjög náið fyrstu árin, en tókst ágætlega. Ásgeir frændi átti sinn stóra þátt í því, enda var hann hinn mesti heiðurs- maður, síkátur og hjálpsamur. Ásgeir var afskiptalítill um önnur mál en sín eigin og blandaði sér lítið í félagsmál, en reyndist hinn traustasti, ef hann fékkst til að taka slíkt að sér. Hann starfaði mikið og vel í Búnaðarfélagi Mos- fellshrepps og sat í stjórn Sölufé- lags garðyrkjumanna frá 1974 og til dauðadags. Lundin var þétt, skapið mikið, en agað af meðfæddri fágaðri + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigln- konu minnar, móöur og tengdamóöur, ÞÓRDÍSAR THORODDSEN Kvígindisdal. Snæbjörn Thoroddsen, börn og tengdabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför. + JÓNSÞÓRÐARSONAR prentara. Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, SIGRÍOAR HALLDORSDÓTTUR Sérstakar þakkir eru færöar læknum og hjúkrunarfólki aö Hátúni fré Sauöholti, 12 B, Borgarspítalanum deild 6 A og hjúkrunarfólki heimahjúkrun Melgeröi 5, Kópavogi. Heilsuverndarstöövarinnar í Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks A4 Borgarspítala. Jóhanna Lúðvíksdóttir, börn, lengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaöur, dætur, tengdaaynir og barnabörn. framkomu og þroskuðum persónu- leika. Á þessum grunni byggðist okkar góða samstarf með og ásamt hinni leikandi léttu lund sem að manni sneri dagsdaglega með hæfilegu ívafi af skopskyni. Árið 1944 fór Ásgeir til fram- haldsnáms í Wisconsin í Banda- ríkjunum og stundaði þar jarð- ræktarnám einn vetur og taldi sig hafa fengið þar gott veganesti til þess sem hann hugðist nú taka sér fyrir hendur. Það kom fljótt í ljós, að ræktun- armaður var Ásgeir með afbrigð- um, og ræktun íslenskrar gróð- urmoldar varð honum hugsjón, enda voru skilyrðin góð í heitum jarðvegi að Reykjum. Búskapur hans breyttist þess vegna í garð- rækt, útirækt á grænmeti, og hef- ur hann stundað það alfarið að heita má allan sinn búskap. Sann- arlega átti Ásgeir allt sitt undir sól og regni, enda gengur á ýmsu með veðráttuna svo sem kunnugt er á okkar breiddargráðu. Þennan búskap stundaði hann af kost- gæfni og las sér til um allt, er laut að jarðvegi, áburði og ekki síst nýjum tegundum nytjagróðurs, sem hann ræktaði. Ekki fer á milli mála að þessi búskapur var áhættusamur og mjög svo misjafn árangur fékkst frá ári til árs, en alit hefur þetta heppnast, enda starfið stundað af mikilli alúð og nákvæmni. Þeir feðgar Ásgeir og synir hans komu sér upp góðri að- stöðu, en sá er gallinn, að jarðhit- inn er horfinn, en volgir garðar voru hér fram undir árið 1970 og verulegt landsvæði sem aldrei festi á snjó eða frost í jörð. Hinar svonefndu djúpboranir Hitaveitu Reykjavíkur hafa orsakað þessar breytingar og valdið með þessu verulegu tjóni á garðlöndum. Þessum vanda mættu þeir feðgar með bættum grænmetistegundum og tæknilegri vinnubrögðum, en skaðinn er ekki bættur. Þann 19. maí árið 1949 kvæntist Ásgeir Titiu, fæddri Hartemink, sem ættuð er frá Hollandi, en hún kom hér til lands til starfa, og þeirra örlög voru ráðin er þau kynntust, hún og Ásgeir. Þau hafa eignast fjögur mannvænleg börn, Bjarna bónda að Reykjum, Mariu Titiu hjúkrunarfræðing, Diðrik Ásgeir og Helga sem eru yngri og hafa tekið þátt í búskapnum. Ég minnist þess, er ég sat brúð- kaup þeirra Titiu og Ásgeirs, að Bjarni faðir hans flutti þeim ungu hjónunum nokkur velvalin orð. Þá líkti hann því saman, er hann fékk sinnar konu og sótti hana yfir Faxaflóann, en Ásgeir sótti sitt konuefni yfir Atlantsála. Hvor- tveggja þótti ærið langsótt á þeirra tíma mælikvarða, en þó sambærilegt við breyttar aðstæð- ur. Með þessu spáði faðir brúð- gumans vel fyrir framtíðinni. Þau hjónin Titia og Ásgeir hafa haft mikið barnalán og hafa stundað vinnu, sem þeim báðum hentaði og líkaði vel. Fjölskyldan hefur verið samhent og unnið vel að sínu, skorið upp og framleitt mikið magn grænmetis, er vel áraði en einnig hefur óblíð veðrátta gert þeim nokkra skráveifu með köfl- um. Við Ásgeir höfum nú verið sam- ferða nær 60 ár, og er ég lít yfir farinn veg, á ég aðeins ljúfar minningar um góða frændsemi og vináttu. Ekki man ég nú hvort ein- hverjir hnökrar hafa verið á okkar samskiptum, en í jafnnánu sam- býli og við bjuggum við hefði mátt búast við slíku. Þvért á móti er mér efst í huga minningin um góð- an og drenglundaðan mann, sem prýddi og bætti umhverfi sitt með góðum gáfum sínum og traustum persónuleika. Við fjölskyldan á „hinu búinu" þökkum vináttu og tryggð nú að leiðarlokum og færum þeim sem eftir lifa samúðarkveðjur og þökk. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson Það á víst sérstaklega við um smáþjóð sem oss íslendinga, í þjóðfélagi kunningsskapar og skyldleika, að mönnum hnykkir oft við, er þeir heyra um skyndi- legt andlát landa sinna, jafnvel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.