Morgunblaðið - 12.06.1982, Síða 44

Morgunblaðið - 12.06.1982, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 HccAArm 'Wiltu fiá kaffik slrax, skípstj'óri T \Jib ho-fum irekist & isjodca." ösí er... ... að kenna hon- um á rúlluskaut- um. TM Reg U.S Pat Ott.—all rlghts reserved •1982 Uoe Angetee Tlmee Syndlcete l*ú talar um sambandsleysi æsk- unnar. Má ég ekki sýna þér síma- reikninginn sem kom í dag? Með morgunkaffinu Stattu ekki eins og ansi, Gula lúka, farðu að dansa regndans! HÖGNI HREKKVlSI „£rp0 spa&kar meizi 5<ir 'a s<óna mína VISA É3 þéR. ÚTAF.' Bæn Helga lektors Kæri Velvakandi! Einn hinna hugþekkari sálma Helga lektors Hálfdánarsonar er sálmurinn Ég gleðst af því ég Guðs son á, nr. 220 í gömlu sálmabókinni, nr. 48 í þeirri nýju. Það eru tvö síðari vísuorð síð- asta sálmversins, sem hér verða lítillega gjörð að umtalsefni. En versið í heild er svona: Kr glivVHt »r því ég Guds son á, ég gleAst, ó, Jesú minn, í þér, og bió þig heitt um bks.sun þá, að burt þú aldrei hrindir inér.“ Helgi Hálfdánarson þótti sæmilega „rétttrúaður“ á sinni tíð. Því hefði mátt halda að þeir sem réðu ferðinni þegar síðustu sálmabók var hleypt af stokkun- um, hefðu ekki séð ástæðu til að leiðrétta guðfræði hans. Þetta var þó gert. Voru umrædd vísu- orð „endurkveðin" og hljóða nú svo í hinni nýju útgáfu: Og vil þér aldrei, víkja frá, en vak þú, Drottinn, yfir mér. Þetta eru svo sem falleg orð og má segja, að ekkert sé við þau að athuga. Þó finnst manni ein- hvern veginn, að þarna sé kom- inn fremur tilkomulítill kaup- samningur við Drottin, í stað hinna kröftugu bænarorða séra Helga. Hugsunin um það, að Jesús „hrindi" mönnum burt frá sér, hefir sýnilega ekki fallið sálma- bókarmönnum í geð. Lasta ég þá raunar ekki fyrir það, þótt mér finnist ástæðulaust að breyta bænarorðum skáldsins. Jón biskup segir um föður sinn: „Hann vildi að lúðurinn gæfi skilmerkilegt hljóð." Og víst er bæn Helga lektors „skil- merkileg" og hreint ekki úr lausu lofti gripin. I helgri bók stendur skrifað, að þegar Mannssonurinn komi í dýrð sinni, muni hann segja við þá til vinstri handar: „Farið frá mér, þér bölvaðir, í eilífa eldinn, sem fyrirbúinn er djöflinum og árum hans.“ Samkvæmt hljóðan þeirra orða eru því mestar líkur á, að Jesús muni, á dómsdegi, „hrinda burt“ hinum og þessum. Þeim, sem biblíufastir þykjast vera, ætti því ekki að blöskra umrædd bænarorð séra Helga, sem er þarna samkvæmur sjálfum sér og sínum „rétttrúnaði". En sá, sem ekki telur þessi orð Helga lektors hafandi í sálmabók, verður líka að afneita Matth. 25.41, orðunum sem áður er vitnað til. Og svo er það postullega trú- arjátningin. Segir ekki þar, að Jesús muni á sínum tíma „koma að dæma lifendur og dauða“? Hvað felst í þeim orðum annað en það, að hann muni „hrinda burt“ einum og öðrum? Þeir sem í tíma og ótíma vilja hampa trú- arjátningunni, ættu því ekki að hneykslast á umræddum bænar- orðum. En Helgi Hálfdánarson er í góðum félagsskap, þótt fengi hann lága einkunn hjá sálma- bókarnefnd. Því að hann tekur með sér í fallinu bæði ginnhelga guðspjallamenn og þá vísu hugs- uði, er smíðuðu trúarjátning- una. Og þá fer nú að versna í því. í upphafi skyldi endinn skoða! Þó að ég, sem þetta skrifa, hafi ekki þær hugmyndir um Jesúm Krist, sem gera hann að hinum stranga dómara, er vísar ranglátum norður og niður, þá sé ég samt ekkert athugavert við það hjá sam veitingunum mín- um, Helga lektor Hálfdánar- syni, þótt hann „biðji heitt um blessun þá“ að lenda ekki til öfugrar handar við Mannsson- inn, þegar hann kemur í dýrð sinni. Á fardögum 1982, Bjartmar Kristjánsson Fer mannlífinu í raun og veru aftur? Er siðferði þjóðarinnar á niðurleið? Ástæðan til þess að ég sting niður penna, maður farinn að eld- ast, er sú hryggðarmynd sem við blasir í þjóðfélaginu, þegar litið er á þjóðlífið og þróun þess undan- farin ár. Ég vil leyfa mér að halda því fram að siðferðinu meðal þjóð- arinnar hafi farið mjög hrakandi, og eftir því meira sem á hefur lið- ið. Það er trúa mín að til þessa liggi engar einhlýtar orsakir, en staðreynd er þetta engu að síður, staðreynd sem þarf að bregðast við með einhverju móti, en þannig að þessari þróun sé snúið við í eitt skipti fyrir öll. Þetta ástand sem ég hefi hér rætt, lýsir sér á margan hátt. Má þar meðal annras nefna taum- lausa eftirsókn eftir lífsþægind- um, sem eiginlega má nota sem samnefnara íslensks nútímaþjóð- félags. Þessi sífellda hugsun um peninga mótar allt þjóðlífið og hlýtur að hafa áhrif á viðhorfin til annarra gæða þessa lífs, svo sem þeirra sem mölur og ryð fá ekki grandað, eins og svo snilldarlega hefur verið að orði komist. Þegar fólk vinnur myrkranna á milli, til þess eingöngu að því er virðist, að geta leyft sér meira, eins og það er orðað, oftast af því sem það hefur enga þörf fyrir, er ekki von á góðu, enda höfum við dæmin fyrir okkur. Uppeldi barna og unglinga vanrækt, ekki af því að fólk vilji ekki gera betur, heldur vegna þess að það hefur ekki tíma aflögu til að sinna því eins og skylt væri, enda minnist ég þess ekki að börn og unglingar hafi verið jafn dóna- leg við sér eldra fólk og það er nú á dögum, alla vega tíðkaðist slíkt ekki í mínu ungdæmi. Samfara því að fólk eltist við peninga og lætur þá stjórna lífi sínu, glatar það tilfinningunni fyrir hinu rétta mati á því, hvað er manni til góðs og hvað til ills. Og þá er skammt í hyldýpið, því hvar er að finna fótfestu, ef alla við- miðun vantar. Ef hún er engin, þá hefur fólk ekki eftir neinu að fara og stýrir í blindni þangað, sem verkast vill. Ef það fémæta stjórn- ar lífi þeirra, og er það sem ræður því hvert það stefnir, stefnir allt í voðann, því mikið vill meira, önn- ur verðmæti glatast og getur það því ekki verið mönnum til aðstoð- ar í þessum efnum, jafn nauðsyn- legt og það þó annars vissulega er. Að lokum vil ég bara óska þess fólki til handa, að það hugsi ráð sitt vandlega og muni eftir því, að það er fleira sem skiptir máli í þessu lífi en lífsþægindin. Jæja Velvakandi góður. Ég held ég hafi þessi orð þá ekki fleiri að sinni. Það má vel vera, að ég láti aftur í mér heyra seinna, ef tími og aðstæður leyfa, og ef þú sérð þér fært að birta þetta bréfkorn mitt. Þinn einlægur, Vörður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.