Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 17
AUGLYSINGASIMINN EH: 224,0 ^ <As JH«roimbInbít> Þi: AUGLYSIR UM ALLT LAXD ÞEGAR ÞÚ Al'G- LÝSIR í MORGUXBLAÐIXU MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Skæruliðaforingi skotinn Mílanó, 11. júní. AP. LÖGREGLAN í Mílanó fann í dag lik manns, sem sagður er vera Rocco Polimeni, helsti leiðtogi skæruliða- hreyfingar vinstri manna, „Prima Linea“ (Framlínan). Við fyrstu rann- sókn virtist svo sem hann hafi verið myrtur. Voru byssukúlur í höfði hans, þar sem líkið fannst undir tré í almenningsgarði í borginni. Fannst skammbyssa skammt frá honum og er hún talin vera morðvopnið. Mílanó Polimeni hafði verið eftirlýstur af lögreglunni í meira en tvö ár ásakaður um þátttöku í vopnuðum ránum og neðanjarðarstarfsemi. Lögreglan gerði húsleit í íbúð hans í apríl og fann þar óyggjandi sannanir fyrir þátttöku hans í skæruliðahreyfingunni „Prime Linea". Sú hreyfing aðhyllist sömu hugmyndafræði og Rauðu herdeildirnar. Elísabet II Bretadrottning og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti spjalla saman meðan á reiðtúr þeirra um lóð Windsor-kastala stendur sl. þriðjudag. Höfum til sölu mjög skemmtilegt svæði undir sumarbústaði. Svæðið er skipulagt sem sumarbústaðaland, skógi og kjarri vaxið eignarland, aðeins 50 km frá Akranesi. Hægt er að fá 2500-5000 fermetra á mjög góðu verði. Einnig útvegum við mjög góða sumarbústaði 30 m2, 36 m2, 42 m2, á hvaða byggingarstigi sem er, eftir óskum kaupanda. Upplýsingar á skrifstofu okkar milli kl. 09.00-17.00 alla virka daga og milli kl. 13.00-15.00 tvær næstu helgar. Sigurjón og Þorbergur h/t Akranesi - Sími 93-2722 Prinsessunni gefín 4 nöfn Stokkhólmur, 11. júní. AP. HIN nýfædda prinsessa Svía var snemma í morgun heiðruð með 21 fallbyssuskoti og faðir hennar, Karl Gústaf XVI konungur, tilkynnti að hún yrði skirð Magðalena Theresa Amalía Jósefina. Hún mun verða kölluð Magða- lena og heilsast henni mjög vel, sem og móður hennar, hinni 39 ára gömlu drottningu Svía, Silvíu. Magðalena prinsessa er þriðja barn konungshjónanna. Viktoría krónprinsessa fæddist 14. júlí 1977 og Karl Filip prins 13. maí 1979. Olof Sundby erkibiskup, yfir- maður sænsku mótmælendakirkj- unnar hélt á hádegi í dag þakkar- guðsþjónustu í hallarkirkjunni. Guðsþjónustuna sóttu 700 sérlega boðnir gestir. Áður höfðu forsætisráðherra Svíþjóðar, Thorbjörn Fálldin, for- seti þingsins og aðrir helstu ráða- menn þjóðarinnar farið í Drottn- ingarhólmskastala til að sjá hið nýfædda barn samkvæmt gamalli hefð. Heilsu mótmælend- anna hrakar mjög Moskvu, 11. júní. AP. HEILSU ,,makanna“, sem verið hafa í hungurverkfalli í Sovétríkjun- um í 33 daga til að leggja áherslu á þær kröfur sínar að fá að flytjast til Vesturlanda til að búa með sínum heittelskuðu, hefur hrakað mjög. Þrír úr hópnum hættu hungur- verkfallinu er þeim var lofað brottfararleyfi. Einn þeirra hefur þegar fengið nauðsynleg plögg í hendurnar og heldur úr landi um helgina til endurfunda við eigin- konu sína í Chicago. ,SUMAR BUSTAÐALAND á glæsilegum stað, eignarland miðsvæðis i Borgarfirði Alvarlegar deilur innan raða spænskra kommúnista Madrid, 11. júní. AP. í SKOÐANAKÖNNUN, sem gerð var innan miðstjórnar spænska kommúnistaflokksins í dag, greiddu 80 fulltrúanna 104 atkvæði gegn því að formaður flokksins, Santiago Carrillo, segði af sér. Carillo lagði fram afsagnarbréf sitt fyrir tveimur dögum í kjölfar harðrar gagnrýni á hann. Tók fyrst að bera á óánægju í hans garð innan flokksins í fyrra er hann vísaði um 60 fulltrúum úr flokknum, þar sem þeir voru ekki sammála stefnu hans gagnvart flokksbræðrum í Sovétríkjunum. Hefur Carrillo farið sínar eigin leiðir og lítið tillit tekið til Sovét- kommúnista. Það voru ekki aðeins yngri menn flokksins, sem börðust gegn Carrillo, heldur og elstu leiðtogar verkalýðshreyfingar landsins, sem lýstu sig reiðubúna til að taka við æðstu stöðum innan flokksins og reru að því öllum árum. „Afsögn mín hefur hleypt nýju blóði í flokkinn," sagði Carrillo við fréttamenn áður en hann hélt á lokaðan fund innan flokksins. Fjórir flýja yf- Deilurnar í spænska kommúnista- flokknum eru þær alvarlegustu síðan í borgarstyrjöldinni á árun- um 1936-1939. ir járntjaldið Múnchen, 11. júní. AP. FJÓRIR austur-þýskir bygginga- verkamenn, sem unnu við landa- mærin milli Austur- og Vestur- Slapp úr gæslunni um stundarsakir Bern, 11. júní. AP. Einn sovésku fanganna þriggja, sem Afganir komu fyrir í fangelsi I Sviss í samráði við Rauða krossinn, slapp um tima úr gæslunni í síðustu viku. Var hann handtekinn um 5 kíló- metra frá gæslustaðnum. Var ekki vitað um tilgang þessa flótta Sov- étmannsins, en talsmaður Rauða krossins í Bern sagði, að flóttatil- raun Sovétmannsins vekti menn til umhugsunar um frekara fram- hald á slíkri gæslu. Þýskalands, gengu í dag yfir landa- mærin og flúðu yfir til vesturhlutans, samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Bæjaralandi í morgun. Lögreglan í Bæjaralandi segir mennina hafa komist klakklaust yfir landamærin árla á fimmtu- dag þrátt fyrir að vopnaðir aust- ur-þýskir lögreglumenn hafi stað- ið vörð á landamærunum. Mennirnir fjórir, sem eru á aldrinum 32 og 38 ára, segjast hafa flúið yfir landamærin vegna mikillar óánægju með ástand mála í Austur-Þýskalandi, bæði hvað varðar efnahagsástand og stjórnmál. Samkvæmt vestur-þýskum lög- um eru þeir sem flýja yfir landa- mærin frá Austur-Þýskalandi taldir „þýskir" ríkisborgarar og hafa rétt til búsetu þar. Hið árlega hestaþing Smára og Sleipnis verður haldið að Murneyrum 27. júní Gæöingadómar og undanrásir kapp- reiða fara fram laugardaginn 26. júní. Keppt verður í 250 m unghrossahlaupi, 350 m stökk, 800 m stökk, 150 m skeið, 250 m skeið og 800 m brokk. auglýst ^ Skráning fer fram 13.—20. júní í símum SÍðar - "-."U715og 99-2031, 99-6080, 99-6034.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.