Morgunblaðið - 12.06.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982
3
Um 23-25 ^úsund
félagar ASÍ í
verkfall 18. júní
Málm- og skipasmiðasamband íslands ekki í verkfalli
FRESTUR til boöunar verkfalls
þann 18. þessa mánaðar er runninn
út. Meðal þeirra félaga, sem verkfall
hafa boðað eru flest stærstu félögin
á höfuðborgarsvæðinu, nema Málm-
og skipasmiðasamband íslands, en
innan þess er fjöldi aðildarfélaga.
Athugasemd
við orðafar
STUNDUM er sagt að eftir því
sem íslenskir blaðamenn reyni
meira við ensku, þeim mun meiri
danska komi upp i þeim. Einhver
íslenskur fréttastofustjóri á
þessu málstigi lætur hafa eftir
sér í Morgunblaðinu að undirrit-
aður hafi sagt við amerísku
fréttastofuna AP að rússar væru
„gammeldags“ og þar að auki
„geldir“ (á dönsku ,,gold“?).
Blessjúenskufólk af þessari
mentagráðu ætti að fá sér tíma í
dönsku og láta taka úr sér svona
orðafar.
Ég fór yfir vélritað hdr. að
samtali mínu við Mr. Rolf Söd-
erlind og þar komu barnaleg
skammaryrði einsog ngeldur“
og „gammeldags" ekki fyrir.
11. maí 1982,
Halldór Laxness.
Verkalýðsfélög á Vestfjörðum og
Austfjörðum hafa ekki boðað verk-
fall, en annars flest aðildarfélög ASÍ
á landinu. Ekki hefur verið unnt að
fá tæmandi yfirlit yfir fjölda þeirra,
sem taka munu þátt í verkfallinu 18.
júní, en þó má ætla að þeir séu á
milli 23—25 þúsund í liðlega 30 að-
ildarfélögum og samböndum.
Félög, sem boðað hafa verkfall,
eru: Verkamannafélagið Dags-
brún, Reykjavík, Verkakvennafé-
lagið Framsókn, Reykjavík, Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur,
Iðja, félag verksmiðjufólks í
Reykjavík, Verkamannafélagið
Hlíf, Hafnarfirði, Verkakvennafé-
lagið Framtíðin, Hafnarfirði,
Verzlunarmannafélag Hafnar-
fjarðar, Félag blikksmiða, Lands-
samband vörubifreiðastjóra, Fé-
lag starfsfólks í veitingahúsum,
Bakarasveinafélag íslands, Félag
ísl. hljómlistarmanna og Félag
hárgreiðslusveina. Ef síðan er far-
ið vestur um land kemur í ljós að
félögin á Akranesi hafa boðað
verkfall en ekki félög í Borgarnesi
og Mýrasýslu. Félög við Breiða-
fjörð hafa boðað verkfall, en engin
á Veststfjörðum. Öll félög á Norð-
urlandi hafa boðað til verkfalls, en
ekkert á Austurlandi. Á Suður-
landi hafa flest félög boðað til
verkfalls, nema í Vestmannaeyj-
um, en þar hefur verið boðað yfir-
vinnubann frá og með 14. júní.
Var ræðan aldrei
flutt í Hyde Park?
ÍSLENDINGUR, sem staddur var í
London sunnudaginn 6. júní og sótti
fund í Hyde Park á vegum breskrar
nefndar, sem berst gegn kjarnorku-
vopnum, skýrði Morgunblaðinu frá
því, að þar hefði Pétur Reimarsson,
formaður Samtaka herstöðvaand-
stæðinga, komið fram og sagt það
eitt, að hann flytti fundinum kveðjur
frá baráttufélögum á íslandi. Stang-
ast þessi frásögn hins íslenska ferða-
langs á við frsagnir Þjóðviljans af
erindi Péturs Reimarssonar á þess-
um fundi.
Hinn 3. júní birtist frétt á for-
síðu Þjóðviljans þess efnis, að Pét-
ur Reimarsson yrði í hópi ræðu-
manna á fundi bresku friðarhreyf-
ingarinnar hinn 6. júní í Hyde
Park.
Á forsíðu Þjóðviljans hinn 8.
júní stóð eftirfarandi: „Á fundin-
um í Hyde Park garðinum á
sunnudaginn var alþjóðlegt eðli
þessarar friðarbaráttu undirstrik-
að með boðum og kveðjum sem
fulltrúar samtaka annarra þjóða
fluttu, þeirra á meðal Pétur Reim-
arsson frá Samtökum herstöðva-
andstæðinga (sjá bls. 6).“
Á blaðsíðu 6 í Þjóðviljanum er
birt „ræða Péturs Reimarssonar
Breska fríOarhreyfingin n*eft
funil i Hyde f*ark
Pétur Reimarsson
formaður SHA í
hópi ræðumanna
formanns Sha á fjöldafundi bresku
friðarhreyfingarinnar". Morgun-
blaðinu var einnig send umrædd
ræða og stóð til kynningar á henni,
að hún hefði verið „flutt á fjölda-
fundi bresku friðarhreyfingarinn-
ar í Hyde Park, 6. júní, 1982“. Er
sú ræða, sem Morgunblaðinu var
send með þessari kynningu, tvær
vélritaðar A4 síður. En eins og
fyrr segir, kveðst heimildarmaður
Morgunblaðsins á fundinum að-
eins hafa heyrt formann Samtaka
herstöðvaandstæðinga flytja
stutta kveðju frá samtökum sín-
um, og hafi hann aðeins staðið ör-
stutta stund fyrir framan hljóð-
nemann. Svo virðist því sem „Hyde
Park-ræðan“ hafi aldrei verið
flutt.
Vlnálagningarprósenta veitingahúsa hækkar:
Vín hækkaði um
Sáttanefnd á fundi í gærdag, f.v. Geir Gunnlaugsson, Geir Gunnarsson, Árni Vilhjálmsson, Guðlaugur Þorvaldsson,
Gestur Jónsson og Guðmundur Vignir Jósefsson. Ljósmj'iid Mbi. Gu»jón.
Sáttatillaga eftir við-
ræður ASI og VSÍ í dag?
„SÁTTANEFND kom saman
þar sem málin voru rædd, en
engar ákvarðanir voru tekn-
ar, aðrar en þær, að boða
samninganefndir ASÍ og VSÍ
til fundar í dag klukkan
09.00,“ sagði Guðlaugur
Þorvaldsson, ríkissáttasemj-
ari, í samtali við Mbl., er
hann var inntur eftir gangi
mála í kjaradeilu ASÍ og VSI.
Guðlaugur sagði ennfremur
aðspurður, að engin ákvörðun
um formlega sáttatillögu yrði
tekin fyrr en eftir að ljóst yrði
hvaða stefnu viðræðurnar
tækju á fundum aðila í dag.
Á miðnætti í nótt lauk
tveggja daga verkfalli liðlega
60 verkalýðsfélaga, sem flest
eru innan ASÍ, en félagar
þeirra eru um 35 þúsund. Síðan
hafa liðlega 30 verkalýðsfélög
boðað allsherjarverkföll frá og
með 18. júní nk., en félagar
þeirra eru á bilinu 23—25 þús-
und.
Magnús L. Sveinsson, for-
maður Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, sagði í samtali
við Mbl., að verkfallsvarsla
hefði gengið mjög vel í gærdag
og hefði ekki komið til neinna
alvarlegra árekstra, m.a. hefði
deilumál VR og Flugleiða verið
leyst, þ.e. í sambandi við Hótel
Loftleiðir, en þar voru nokkrir
í starfi. Loftleiðamenn féllust
hins vegar á, að Emil Guð-
mundsson, hótelstjóri, yrði
einn í afgreiðslu.
Samkvæmt upplýsingum
Mbl. gerðist ekkert markvert á
verkfallsvakt annarra félaga.
Benedikt Davíðsson, formað-
ur Sambands byggingarmanna,
sagði í samtali við Mbl., að
menn hefðu ræðst við í gær og
fimmtudag og væntanlega yrði
viðræðum haldið áfram í dag.
— Það hefur hins vegar hvorki
gengið né rekið á þessum fund-
um, sagði Benedikt ennfremur.
Fálkahreiður í
Mývatnssveit rænt
FÁLKAHREIÐUR var rænt í Mývatnssveit fyrrihluta maímánaóar.
Voru öll egg, fjögur alls, hirt úr hreiórinu og ókunnugt er meó öllu hver
þar hefur verið aó verki, að sögn lögreglunnar á Húsavík.
Að sögn Daníels Guðjónsson-
ar, lögreglumanns á Húsavík,
var það Olafur Nílsson, sem er
að semja ritgerð um íslenzka
fálkann með styrk frá amerísk-
um háskóla og fylgzt hafði með
fálkahreiðrum á þessum slóðum
í 2 ár, er tilkynnti lögreglunni
um eggjahvarfið. Allsendis
óljóst væri hver þar hefði verið
að verki, þar sem viku til 10 daga
tímabil kæmi til greina.
Þá sagði Daníel, að lögreglan
fylgdist alltaf að nokkru leyti
með ferðum útlendinga á varp-
slóðunum við Mývatn, og hefði
auk þess gott samstarf við
gæzlufólk, sem þar væri á vegum
Náttúruverndarráðs. Hefði lög-
reglan til dæmis fylgzt með
eggjaþjófunum, sem handteknir
voru í gær og af og til stuggað
við útlendingum á ferð um
varplöndin. Að öðru leyti en
þessu væri ekki kunnugt um
frekari eggjaþjófnaði. Þá bæri
að geta þess, að bændur mættu
nytja varpið og hirða egg undan
þeim andategundum, sem ekki
væru friðaðar. Þeir mættu svo
selja eggin og gætu því útlend-
ingar keypt af þeim án þess að
brjóta lög. Lögin væru hins veg-
ar ekki brotin fyrr en reynt væri
að fara með eggin út úr landinu,
nema um alfriðaðar tegundir
væri að ræða.
Tveir Belgar handteknir
vegna meints eggjasmygls
hafa stolið eggjunum eða keypt
þau fyrr en yfirheyrslum og rann-
sókn málsins lýkur. Tildrög þess
að mennirnir voru stöðvaðir á
Keflavíkurflugvelli voru þau, að
þeir þóttu grunsamlegir og hafði
lögreglan á Húsavík meðal annars
fylgzt með þeim við Mývatn í tvo
daga, áður en þeir héldu til Kefla-
víkur.
TVEIR belgískir ríkisborgarar voru
handteknir á Keflavíkurflugvelli
mánaða-
snemma í gærmorgun, er þeir
reyndu aó koma miklu magni af
eggjum úr landi. Lögreglan á Kefla-
víkurflugvelli fann eggin við leit í
farangri þeirra og sendi málió síðan
í hendur Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. Mennirnir voru færðir til yfir-
heyrslu og var henni ekki lokið þeg-
ar Mbl. leitaði frétta í gærkvöldi.
mótin um 17,9 til 22,8%
Dómsmálaráðuneytið hefur gefið
út reglugerð, sem heimilar hækkun
á álagningarprósentu á víni á veit-
ingahúsum. Samkvæmt reglugerð-
inni hækkar prósentan ef selt er í
heilum eða hálfum flöskum úr 45% í
.rinisssitsbnfid
50% og ef selt er í minni einingum
úr 75% í 80%.
Eins og kunnugt er hækkaði
áfengi um 10,5% á dögunum og
þegar þessi álagningarprósentu-
hækkun kemur til viðbótar er
hækkunin í fyrra tilfellinu, þegar
selt er í heilum eða hálfum flösk-
um um 22,8%, en i seinna tilfell-
inu, þegar selt er í minni skömmt-
um, er um að ræða um 17,9%
hækkun.
Við leit í farangri Belganna
fundust 162 egg, mest húsandar-
egg, en einnig straumandaregg, en
straumönd er alfriðuð hér á landi.
Ekki er ljóst hvernig mennirnir
hafa komizt yfir eggin, þar sem
bændur í Mývatnssveit hafa leyfi
til að nytja varp þeirra andarteg-
unda, sem ekki eru friðaðar og er
þeim heimilt að selja þau. Það
Vegna þess máls er rétt að geta
þess, að þann 19. maí siðastliðinn
voru samþykkt lög um viðurlög við
eggjatöku. Lögin voru birt í gær
og öðluðust um leið gildi og getur
það skipt sköpum hvað varðar
refsingu vegna þess máls, því sam-
kvæmt nýju lögunum getur sekt-
arupphæð numið allt að 1 milljón
verður þvi^ekki^Jjóst_ hvort J>eir _ _ J^róna^^n^var miftg lág.