Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Boniek Póllandi Nehoda Tékkóslóvakíu Souness Skotlandi Torocik Ungverjalandi Ceulemans Belgíu HVERJIR VERÐA stjörnurnar á HM, hvaöa leikmenn munu skara fram úr og reynast liöum sínum betri en engir? Enska vikuritið Shoot freistaöi þess fyrir skömmu aö spá um þaö. Tíndi liðið út einn varnarmann, einn miövallarleikmann og einn framherja úr hverju liði, leikmenn sem eiga eftir aö leika stór hlutverk og koma mikiö við sögu. Viö skulum hér á eftir renna yfir niöurstööu þeirra Shoot-manna. Alsír: Vörn: Nordine Kourichi. Hann leikur með franska liðinu Bord- eaux og þykir sérstaklega sterkur leikmaður, einkum þegar glímt er við háar sendingar. Hann er lið- tækur mjög þegar lið hans fær aukaspyrnur og hornspyrnur, nýt- ir hæð sína þá vel og skorar tals- vert af mörkum. Er kattliðugur og fljótur að hlaupa. Miðvallarleikmaður: Lakhdar Bellumi. Hann er kallaður hinn afríski Diego Maradona, geysilega leikinn og markheppinn, auk þess sem sendingar hans yfir vellina þvera og endilanga eru frægar um alla Afríku. Sóknarleikmaður: Damel Zid- ane. Sterkur miðherji sem leikur með belgíska félaginu Courtrai. Skorar mikið af mörkum, bæði fyrir belgiska félagið og landslið- ið. Argentína: Vörn: Daniel Passarella. Það þarf varla að kynna fyrirliða heimsmeistaranna. Geysisterkur leikmaður sem aldrei gefst upp, sterkur hvort heldur knötturinn er á jörðu niðri eða í loftinu. Hann er einnig liðtækur sem aukamaður í sókn ef svo ber undir. Skorar þannig yfirleitt slatta af mörkum. Miðvallarleikmaður: Diego Maradona. Hann þarf heldur ekki að kynna. Nú fær hann tækifæri til að sýna að hann sé besti knattspyrnumaður veraldar. Ekk- ert spurningarmerki hvílir yfir leikni hans og knatttækni. Spurn- ingin er miklu fremur hvernig honum tekst upp í glímunni við ósvífna varnarmenn sem víla ekki fyrir sér að sparka menn niður. Maradona á eftir að verða fyrir barðinu á þeirri stétt knatt- spyrnumanna, það er öruggt. Framherji: Ramon Diaz. Hann j gæti orðið ásinn í spilabunka Menottis. Geysilega fljótur og leikinn sóknarmaður. Hann hefur skorað talsvert af mikilvægum mörkum fyrir argentínska liðið, enda þykir erfitt að eiga við hann. Austurríki: Vörn: Bruno Pezzey. Miðvörður- inn sterki sem leikur með Ein- trakt Frankfurt í Vestur-Þýska- landi. Að margra mati er hann sterkasti varnarmaður þýsku knattspyrnunnar og segir það raunar meira en mörg orð um styrkleika piltsins. Miðvallarleikmaður: Herbert Prohaska. Hefur leikið með Inter Milanó að undanförnu og staðið sig þar frábærlega vel. Hann hef- ur þar lært að bregðast við „mað- ur á mann“-varnarleik, en slík reynsla gæti reynst ómetanleg á Spáni. Framherji: Hans Krankl. Gamli maðurinn hefur skorað ótrúlega reglulega bæði fyrir félög sín og landsliðið síðustu 7 árin. Hann er síður en svo farinn að gefa eftir, hefur raunar aldrei verið betri að margra mati. Belgía: Vörn: Luc Millecamps. Fasta- maður í belgíska liðinu, stór og sterkur leikmaður. Félagi hans í miðvarðarstöðunum, Walter Meews, verður í leikbanni í fyrsta leik Belgíu og því mun mæða mik- ið á Millecamps. Hefur ekki leikið vel að undanförnu og er skemmst að minnast er Lárus Guðmunds- son sýndi honum í tvo heimana í úrslitaleik belgísku bikarkeppn- innar." Miðvallarleikmaður: Vilfried Van Moer. Nú 37 ára gamall. Hann er enn heilinn á bak við belgíska liðið þó ekki leiki hann nú j orðið alltaf heilu leikina. Þykir vera einhver klókasti knatt- spyrnumaður Evrópu. Sóknarleikmaður: Jan Ceule- mans. Einn af bestu framherjum Evrópu að mati sérfræðinga. Hann sýndi og sannaði í Evrópu- keppni landsliða 1980, að hann er stórhættulegur, jafnvel er mót- herjarnir pakka í vörn. Brasilía: Vörn: Junior. Talinn besti bak- vörður veraldar. Hann sannar það líklega fyrir trúleysingjunum á HM. Aukaspyrnur hans eru og rómaðar. Miðvallarleikmaður: Zico. Hann þykir loks vera farinn að sýna hvað í honum býr, þó Brasilíu- menn hafi árum saman líkt hon- um við hinn fræga Pele. Hvað um það, pilturinn býr yfir stórkost- legri knattleikni og síðustu miss- erin hefur hann skorað mikið af mörkum, bæði fyrir lið sitt og landsliðið. Sóknarleikmaður: Paolo Isidoro. Þótt ótrúlegt kunni að virðast, er framlínan helsti höfuðverkur Brasilíumanna. Isidoro þykir þó hafa skilað sínu hlutverki manna best úr framlínudeild þeirra Bras- ilíumanna. Stjarna Brasilíumanna, Zico, arftaki Péle. Kamerún: Vörn: Francois Doubme Lea. Hann er tággrannur og brothætt- ur að sjá, en það er missýn. Sterk- ur í návígjum og þykir hafa sér- staklega gott auga fyrir staðsetn- ingum. Talinn vera besti miðvörð- ur Afríku. Miðvallarleikmaður: Theopile Abega. Rólegur og yfirvegaður knattspyrnuheili. Hann byggir upp sóknarleik Kamerún og brýt- ur niður sóknarleik andstæð- inganna. Var fyrirliði liðsins þar til fyrir skömmu. Sóknarleikmaður: Roger Milla. Atvinnuknattspyrnumaður hjá franska liðinu Bastia. Mikill markaskorari og jafnvígur á báða fætur. Mikill spretthlaupari ef svo ber undir. Chile: Vörn: Elias Figueroa. Ekki bara knattspyrnumaður, heldur skáld, textahöfundur og söngvari. Lang frægasti og leikreyndasti leikmað- ur Chile og þrívegis verið kjörinn leikmaður ársins í heimalandi sínu-. Miðvallarleikmaður: Miguel Neira. Tengiliður gæddur öllum helstu og bestu kostum knatt- spyrnumanns. Sterkur, duglegur, útsjónarsamur og leikinn. Sóknarleikmaður: Patricio Jan- ez. Hægri útherji og áður Chile- meistari í spretthlaupum. Sagður vera með hjartagalla, en hann lætur það ekkert á sig fá. Þykir vera sérvitur, en sérstaklega skemmtileg „týpa“. El Salvador: Vörn: Jaime Rodrigues. Hefur leikið í Vestur-Þýskalandi með Bayer Uerdingen. Hávaxinn og leikreyndur miðvörður sem hefur gott auga fyrir samleik. Miðvallarleikmaður: Jose Hu- ezo. „Svífur" framhjá mótherjum sínum. Talinn í hópi bestu knattspyrnumanna Mið-Ameríku, mjög leikinn og foringi af guðs náð. Sóknarleikmaður: Jorge Gonzal- es. Kallaður „töframaðurinn" í heimalandi sínu og svar Mið- Ameríku við Maradona. Víst er að svo góður er hann ekki, hins vegar skorar hann furðu mikið af mörk- um miðað við hve landslið Chile leikur stífan varnarleik. England: Vörn: Phil Neal. Ekki beint frægur fyrir snilldartakta, en leikreyndur og áreiðanlegur bak- vörður. Hvernig honum tekst upp gegn frönsku og tékknesku útherj- unum hefur stórkostlega mikið að segja fyrir enska liðið. Neal gæti því orðið lykilmaður hvernig svo sem litið er á málið. Miðvallarleikmaður: Bryan Robson. Eini leikmaðurinn sem lék alla leiki Englands í undan- keppninni og missti ekki úr einn einasta upphitunarleik. Sérgrein Robsons er að „dekka" uppbyggj- ara andstæðingsins, hirða af hon- um knöttinn og skapa síðan sjálf- ur stórhættu með eigin leikni, út- sjónarsemi og markheppni. Talinn vera einn af fáum leikmönnum Englands á heimsmælikvarða. Sóknarleikmaður: Kevin Keeg- an. Hver annar? Hann skoraði 30 mörk á síðasta keppnistímabili og lék betur en nokkru sinni fyrr. Undir lok tímabilsins meiddist hann hins vegar illa í baki og í síðustu landsleikjum Englands virkaði hann þungur og þreytu- legur. Enginn vafi er þó talinn leika á því að hann rífi sig upp fyrir HM-leikina og þegar hann er í formi standast honum fáir snún- ing. Frakkland: Vörn: Marius Tresör. Miðvörð- urinn sterki hjá Bordeaux, einn frægasti og leikreyndast leikmað- ur franska liðsins. Sterkur hvort sem er í skallaeinvígjum eða jarð- bundnari einvígjum. Hefur og næmt auga fyrir sóknarmöguleik- um. Miðvallarleikmaður: Michel Platini. En ekki hver? Frægasti knattspyrnumaður Frakklands og einn snjallasti knattspyrnumaður Evrópu. Skorar mikið af mörkum, ekki síst beint úr aukaspyrnum og stjórnar sóknarleik Frakka með miklum glæsibrag. Sóknarleikmaður: Dominique Roucheteou. Frakkar eiga marga snjalla útherja, en engan þó betri en Roucheteou, sem er betri en nokkru siijni fyrr. Ef Frakkar ættu miðherja í sama gæðaflokki og Roacheteou væru þeir hærra skrifaðir. Honduras: Vörn: Anthony Costly. Líkist meira hnefaleikara en knatt- spyrnumanni og þykir knatt- spyrna hans bera nokkurn keim af líkamsmeiðingaíþróttum. Þeir eru ekki öfundsverðir miðherjarnir sem lenda í klónum á Costly. Miðvallarleikmaður Ramon Maradiaga. Vinstrifótarmaður sem getur sundrað vörn með 40—50 metra löngum hnitmiðuð- um sendingum. Þá er hann harður og áræðinn, brýtur þannig oft á bak aftur sóknarlotur andstæð- inganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.