Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Kjaftfori Toni Ein af stjörnum vestur-þýska iandsliosins: Harald Schumacher (Toni) Hann varö aö leita sálfræöilegrar aöstoöar. Kvensól- fræðingur kippti sjálfstraustinu í lag hjá honum. í dag segir hann öllum aö hann sé bestur — hann er líka frábær. Harald Schumacher (28) mark- vörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Síðastliðin tíu ár hefur hann verið atvinnu- knattspyrnumaður. Meiðsli hafa oft sett strik í reikninginn. Á atvinnumannaferli sínum hefur hann rifbeinsbrotnað, slitið lið- bönd, fingurbrotnað. Toni eins og hann er oftast kall- aður lætur þessi meiðsli lítið á sig fá. Hann hefur sagt að sennilega séu markverðir ekki með öllum mjalla fyrst að þeir séu tilbúnir að taka þá áhættu sem því fylgir að vera markvörður. Á því leikur enginn vafi að Toni hefur „kjaftinn" fyrir neðan nefið. Þegar að hann var ekki valinn í landsliðið stóð ekki á honum að gefa út opinberar yfirlýsingar við blaðamenn. Um fyrirrennara sína í vestur-þýska landsliðsmarkinu sagði hann gjarnan, „það sem þessir karlar geta í dag, gat ég fyrir mörgum árurn". Landsliðsþjálfarar Vestur-Þjóð- verja voru eðlilega ekkert yfir sig hrifnir af þessum kjaftfora mark- verði Kölnarliðsins og yfirlýsing- um hans opinberlega. Þetta á bæði við um Helmut Schön og Jupp Derwall. Ekkert benti heldur til þess að Toni yrði nokkurn tíma valinn í vestur-þýska landsliðið, en segja má að örlagadísirnar hafi orðið honum hliðhollar. Skömmu fyrir Evrópukeppni landsliða sem hald- inn var á Ítalíu 1980, meiddist að- almarkvörður vestur-þýska lands- liðsins, Nigbur frá Schalke, og Toni kjaftfori var valinn í lands- liðið. Hann kom, sá og sigraði. í Evr- ópukeppninni á Ítalíu sýndi hann markvörslu á heimsmælikvarða og töldu margir sérfræðingar að Vestur-Þjóðverjar gætu fyrst og fremst þakkað Toni þennan frá- bæra árangur vestur-þýska lands- liðsins. Eftir keppnina var Toni spurður að því hver væri besti markvörður Vestur-Þjóðverja. Ekki stóð á svarinu fremur en fyrri daginn: „Ég er sá langbesti og Immel (Dortmund) verður einfaldlega alltaf nr. 2 á meðan ég er til stað- ar.“ Þeir sem þekkja Toni vel, segja að hann hafi verið mjög viðkvæm sál fyrstu ár sín í atvinnuknatt- spyrnu. Hann byrjaði ekki sem markvörður. í yngri flokkum lék hann allar stöður allt frá hægri bakverði til vinstri útherja. Móðir Tonis var mikil áhuga- manneskja um knattspyrnu og hreifst sérstaklega af landsliðs- markverði Vestur-Þjóðverja á þeim tíma, Fritz Herkenrath. Mamma Tonis var ekkert að tví- nóna við hlutina og taldi strák á að gerast markvörður og Herken- rath skyldi vera fyrirmynd hans. • Aðalmarkvörður v-þýska landsliðsins í knattspyrnu, Schumacher, þykir vera einn af snjöllustu markvörðum heims í dag. Það kemur vsntanlega í Ijós í HM-keppninni hvað í honum býr. Árangur lét heldur ekki á sér standa. Var Toni fljótlega valinn í ýmiss konar svæða úrvaldslið og að lokum í vestur-þýska unglinga- landsliðið. Næst lá leiðin til F.C. Köln. í hálft annað ár mátti hann sætta sig við að verma vara- mannabekk liðsins. Gerhard Welz lék þá í marki Kölnarliðsins og var óumdeilanlega markvörður númer eitt hjá Kölnarliðinu. Þetta tók á taugar hins unga og ákafa Toni og sjálfstraust hans var ekki orðið upp á marga fiska. Marlies, kona Tonis ráðlagði hon- um að fara til kvensálfræðings nokkurs, sem virtist hafa ráð und- ir hverju rifi. Hún kom sjálfs- trausti kappans heldur betur í lag með að kenna honum að nota hvíldarþjálfun (autogenes train- ing). Hvert skyldi vera leyndarmálið fyrir góðum árangri Toni „kjaft- fora“: „Maður verður umfram allt að trúa á sjálfan sig. Vera aldrei í nokkrum vafa um hæfni sína,“ og hann bætti því við að það sé eng- um blöðum um það að fletta að Vestur-Þjóðverjar verði heims- meistarar í knattspyrnu á Spáni. Ekki eru allir Spánverjar sáttir við HNI í knattspyrnu Frá Heljfu JónHdóttur, frétLa ritara Mbl. í Burgos. NÚNA þegar aðeins örfáir dagar eru eftir þangað til HM á Spáni hefst með leik núverandi heimsmeistara, Argentínu, og Belgíu, kemur í Ijós, að mikill hluti Spánverja lætur sér fátt um finnast, þótt HM fari fram þar í landi dagana 13. júní — 11. júlí. Hvorki Naranjito, né fagrar yf- irlýsingar Saporta, né hin stórfeng- lega auglýsingaherferð tengd keppn- inni, né heimsins bestu knattspyrnu- menn er koma til landsins og sýna leikni sína á leikvöngum 14 borga, hefur tekist að hrífa a.m.k. 52% Spánverja. Þessi fjöldi mun meira að segja gera flest til þess að „flýja“ HM. Það slæma fyrir hina áhuga- lausu um knattspyrnu er að býsna erfitt verður að komast hjá því að heyra HM nefnda, a.m.k. þann tíma sem keppnin fer fram. Ein lausnin er að taka sumarfrí sitt fyrr en venjulega (helsti sumar- Ieyfistími Spánverja er ágúst- mánuður) og fara þá ekki á gömlu, góðu ströndina, eins og öll árin, heldur heimsækja einhver þessara tíndu og gleymdu fjallaþorpa, þar sem nútíminn með rafmagn (og þá sjónvarp) hefur ekki ennþá haldið innreið sína. Núna er varla hægt að finna lítinn bar eða ómerkilega krá á Spáni, þar sem ekki hefur verið fjárfest lítillega í sjónvarpi, og þá vitaskuld litasjónvarpi til þess að fastir viðskiptavinir hætti ekki að líta inn (í heilan mánuð) og kjósi fremur að sjá HM-leiki heima hjá sér, eða á öðrum bar sem hefur komið fyrir stóru lita- sjónvarpi. Þannig er að þeir, sem ekki hirða um HM, fá ekki einu sinni frið fyrir knattspyrnu þegar þeir fá sér vínglas eða kaffibolla eftir matinn. Samkvæmt skoðanakönnunum í öllum héruðum Spánar hafa að- eins 23% Spánverja ákveðið að fylgjast með öllum leikjum heims- meistarakeppninnar í sjónvarpi, útvarpi og blöðum. Það eru ein- mitt þessi 23% sem ætla ekki að stíga fæti á skrifstofuna þennan mánuð, né skipta sér af kveinum og kvörtunum eiginkvenna sinna vegna þess að hér er um að ræða Spánverja sem dá og lifa fyrir knattspyrnu. HM er mikilvægasti knattspyrnuviðburður heims og fer aðeins fram á 4ra ára fresti. Hér er á ferðinni atburður, sem þessir eldheitu og áköfu knatt- spyrnuunnendur mega ekki missa af hvað sem það kostar. 24 af hundraði munu fylgjast með mik- ilvægustu leikjum keppninnar, enda þótt knattspyrna sé ekki uppáhaldsíþróttagreinin þeirra. Aðeins 13% Spánverja eru svo óðir og uppvægir unnendur knatt- spyrnu að þeir borga með glöðu geði stórfé fyrir miða á leiki keppninnar. 86% ætla að halda kyrru fyrir heima og 35% munu ekki einu sinni kveikja á sjónvarp- inu til þess að fylgjast með út- sendingum leikja HM. 24% munu horfa á mikilvægustu leikina, 22% hafa eingöngu áhuga á frammi- stöðu spænska landsliðsins og 18% ætla sér að horfa „með öðru auga“ á suma leiki spænska lands- liðsins. Hér er átt við spænska karl- menn í millistéttum og hálauna- stétt, um fertugt, er búa í fjöl- mennum bæjum og borgum. Fjöldi þeirra er fara á völlinn og þeirra sem fylgjast munu með leikjum í sjónvarpi, eykst með aldursfjölda enda þótt aldur spili ekki mikið inn í þegar um er að ræða almenn- an áhuga á heimsmeistarakeppn- inni. Skýr munur er á áhuga kynj- anna. 70% spænskra kvenna líkar ekki eða hafa ekki minnsta áhuga á knattspyrnu. 53% ætla sér ekki einu sinni að fylgjast með einum leik í sjónvarpi. 40% þora ekki að spá neinu um úrslit keppninnar. Þær konur, sem minnstan áhuga sýna, eru verkakonur og þær er búa í þorpum og litlum bæjum. Sundlaugar og bingó Frá og með 13. júní næstkom- andi hefst sérstakt tímabil fyrir 17% spænskra karlmanna, sem alls engan áhuga hafa á knatt- spyrnu. Þeir munu skipta um stöð þegar leik er sjónvarpað eða ein- faldlega slökkva. Kvenmennirnir verða „þeirra“ því þær verða í sundlaugunum, í bingósölum, í kvikmyndahúsum eða á veröndum kaffihúsa meðan unnustar eða eiginmenn beina allri athygli sinni að leikjum HM... Það eru ófá spænsk hjón eða pör er ekki hafa orðið á eitt sátt hvað varðar að fara í sumarfrí í júní í stað ágúst. Margir eiginmenn kjósa fremur að fara ekki á ströndina með það í huga að njóta leikja HM í litasjónvarpinu eða á myndbandi, sem þeir eru nýbúnir að festa kaup á... Mörg rifrildin hafa endað þannig að ákveðið hef- ur verið að þeir verði eftir heima og bjóði vinum sínum að horfa á sjónvarpið og að þær fari á ströndina með börnin (einhverja spænska krakka hlýtur þó að langa til að fylgjast með keppn- inni...) 9% spænskra kvenna hafa áhuga á HM. 5% eru harðákveðin í að fara á völlinn. Þótt meirihluti þeirra sýni lítinn áhuga á keppn- inni, eru samt 25% sem ætla að sjá mikilvægustu leiki keppninnar í sjónvarpi og 12% kvennanna hafa áhuga á að fylgjast með spænska landsliðinu og ætla að sjá alla leiki liðsins. Spáð um úrslit Þessar skoðanakannanir, sem eru mjög ábyggilegar, ná einnig yfir úrslitaspár. Meirihluti fólks- ins er spurður var, heldur því fram, að A-Þýskaland sigri í keppninni, í öðru sæti verði Bras- ilía, Spánn í þriðja sæti, Argent- ína í fjórða sæti og England í fimmta sæti. Verkafólk er áber- andi meirihluti þeirra sem spá því að Spánn verði heimsmeistari. Hvað sem því líður eru aðeins 15% Spánverja, sem trúa því að Spánn geti orðið sigurvegari. (24% segja, að A-Þýskaland sigri og 17% að Brasilía hreppi heims- meistaratitilinn.) Þeir sem ekki vita, svara ekki, það er að segja, þeir sem ekki hafa minnstu hug- mynd (né áhuga) um hvaða þjóðir hafa mestu möguleika til sigurs. Hér er um að ræða 27% þeirra er spurðir voru. Þetta þykir at- hyglisvert þar sem varla hefur verið talað og fjallað um annað í öllum fjölmiðlum á Spáni síðustu mánuði en heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Heilu tímaritin hafa verið gefin út eingöngu helg- uð HM með öllum hugsanlegum upplýsingum um þær 24 þjóðir er mæta í lokakeppnina. Konur eru verr að sér í HM en karlmenn, enda almennt miklu minni áhugi hjá þeim (lesa ekki íþróttablöð eða íþróttasíður dagblaðanna, né fylgjast með íþróttaþáttum í sjónvarpi eða út- varpi). Konur eldri en 46 ára og íbúar smárra og fámennra þorpa (tiltölulega fámennur hópur) eru einna öruggust með sigur spænska landsliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.