Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Flytja í nýtt húsnæði Heildverslunin Steingrímur Þorleifsson hefur flutt skrifstofu sína í Skip- holt 9. Heildverslunin verður með á boðstólum hljómUeki, loftnet og kassett- ur í bíla og til heimilisnotkunar. í sama húsnaeði hefur smisöluverslunin Tónver hf. opnað verslun sína og verslar hún með vörur frá heildversluninni. Eigendur eru Anna Barbara Thorleifsson, framkvaemdastjóri, Thorsten Steingrímsson og Sandra Steingrímsdóttir, verslunarstjórar. 54 fóstrur luku burtfararprófi FÓSTRUSKÓLA íslands var slitið 28. maí 1982 í Bústaðakirkju að viðstöddum mörgum gestum og afmælisárgöngum. Skólastjóri, Valborg Sigurðardóttir, gaf yfirlit yfir starfsemi skólans á sl. skólaári og ræddi ýmis framtíðarverkefni. 1 upphafi skólaársins voru 184 nemendur í skólanum. Skiptust nemendur í 7 bekkjardeildir. Þrjár bekkjardeildir voru á 1. námsári, tvær á 2. námsári og tvær á 3. námsári. Nokkrir nemendur helt- ust úr lestinni á skólaárinu. Skólastjóri ræddi um brýna nauðsyn þess að stofna fram- haldsdeild við skólann fyrir fóstr- ur er hygðu á forstöðustörf og um- sjónar- og ráðgjafastörf á sviði dagvistar- og barnaverndarmála. Standa vonir til að stofna slíka deild á næsta ári. Burtfararprófi luku 54 stúlkur. Skóiastjóri afhenti þeim skírteini og ávarpaði þær sérstaklega. Val- gerður Heba Valgeirsdóttir frá Eskifirði hlaut bókaverðlaun frá skólanum fyrir hæstu einkunn fyrir lokaritgerð í uppeldisgrein- um. Verðlaun fyrir félagsstörf í þágu nemenda hlaut Björk Al- freðsdóttir, Kópavogi. Soroptim- istaklúbbur Reykjavíkur hefur sýnt Fósturskóla Islands þá vin- semd að veita þessi verðlaun. Fulltrúar 20 ára og 10 ára af- mælisárganga fluttu ávörp og af- hentu peningagjafir til bóka- kaupa. Þórir S. Gröndal: Bréf frá Ameríku Sagði ég ekki! Þegar sleppir grundvallar- þörfum mannskepnunnar, eins og að fá mat, blíðu, kaffi og fréttir, kemur ein í viðbót, sem ég ætla að eyða nokkrum orðum á. Hér er ég að tala um hina feikilegu þörf margra til að hafa rétt fyrir sér. Þetta fólk er í sífellu að segja fyrir um óorðna hluti og atburði og svo, þegar allir eru búnir að gleyma spánni, kemur það ask- vaðandi og segir sigri hrósandi: „Sagði ég ekki?!“ Persónulega finnst mér svona manntegund heldur leiðinleg. Stundum grun- ar mig, að þeir forvitru hafi raunverulega aldrei sett fram neina spá, en treysti bara á það, að enginn hefði hvort eð er tekið eftir því. Hér er smá dæmi: „Hana, sagði ég ekki, að Arg- entína myndi taka Falklandseyj- ar?“ „Nú, hvenær sagðir þú það?“ „Manstu það ekki, maður? Það var í janúar og það var dimmt og rigning úti. Við sátum yfir kaffi- bolla hjá honum Jóni Jóns. Þú sagðir, að stríð myndi hefjast við Miðjarðarhaf, en ég sagði, að Argentína myndi taka Falk- landseyjar og yrði úr því stríð. Manstu virkilega ekki eftir því? Ég hafði rétt fyrir mér!“ Á þessu stigi málsins hristi ég bara höfuðið, því ég veit, að ekki þýðir að kljást við þennan vin minn. Hann státar nefnilega af feikilegu minni og það er nú það. Annars verð ég að viðurkenna, að ég hálf kenni í brjósti um fólk, sem þykist hafa stálminni. Mér virðist, að það hljóti að vera ósköp einmana, því það er alltaf að tala um hluti, sem allir aðrir eru búnir að steingleyma. Það er eins og hinir minnisgóðu séu búnir að lifa auka mannsaldur! Ég held, að það sé ósköp gott að losa blessaðan heilann undan því að þurfa að muna alla skapaða hluti. Það er svo margt, sem ger- ist í heiminum, sem bezt er að gleyma sem allra fyrst. Það, sem ég hefi fjallað um hér að framan, er áhuga-„sagði ég þér ekki“-fólk. Stór hópur manna hefir atvinnu af því að spá eða segja til um framtíðina. Þar má telja veðurspámenn, stjörnuspáfólk, fjármálaspek- inga, íþróttaspámenn, hagfræð- inga, stjórnmálamenn og fleiri. Oft er ekki annað hægt en að vorkenna aumingja stjórnmála- mönnunum, þegar þeir eru að sjá fyrir alls slags stórkostlegar breytingar til hins betra í efna- hagsmálum landanna. Ef verð- bólgan á íslandi hefði minnkað eins mikið og íslenzkir pólitíkus- ar hafa spáð í gegnum árin, væri hún fyrir löngu komin mörg þús- und stig í mínus. Annars held ég nú, að flestir kjósendur á íslandi séu hættir að taka mark á spám um minnkandi bólgu verðs. Ég er heldur ekki viss um, að allir landar vilji láta slíkar spár ræt- ast að fullu. Þessu er dálítið öðru vísi hag- að hérna í henni Ameríku. Al- menningur er hræddur við verð- bólguna og veit ekki um hennar góðu hliðar. Fólki er ókunnugt um það, hvernig íslandsmenn hafa lært að nota sér bólgu þessa sér til framfæris og margvíslegs góðs. Þess vegna vildi lýðurinn hér taka mark á Reagan forseta- efni, þegar hann hét að ganga af verbólgunni dauðri. Og nú hefir undrið gerzt og hann getur sagt: „Sagði ég ekki?!“ Efnahagstölurnar eru sem sé komnar út og mældist bólgan 0 stig í sl. mánuði! Er það í fyrsta sinn í 17 ár, að verð hefir ekki bólgnað hér. Almenningur held- ur, að þetta sé ósköp gott og Reagan er klappað lof í lófa. En okkur, sem betur vitum, rennur til rifja lánleysi Ameríku, að hún skuli nú hafa komið verð- bólgunni fyrir kattarnef. Ekki unnið bug á glæpaöldu, ekki út- rýmt fátækt, ekki kveðið komma í kútinn, ekki stöðvað kjarorku- kapphlaupið, heldur drepið verð- bólguna! Hvílík ólán! Hér vestra er fjöldi fjármála- spekinga, sem leggur gallharða peninga undir, þá er þeir setja fram spár sínar. Flestir þessara hasla sér völl á markaði fyrir verðbréf eða dýra málma. Stund- um heyrast ævintýrasögur um stórkostlegan gróða, en auðvitað eru þeir fleiri, sem tapa öllu, er undir var lagt. Á íslandi er þetta ekki eins dramatískt í hinu víðtæka fjár- hættuspili þjóðarinnar, happ- drættunum. Það þarf aðeins að leggja undir endurnýjunargjald- ið og ekki einu sinni að spá eða segja fyrir, bara vona. Sögumað- ur ykkar hefir ekki þorað að sleppa Háskólahappdrættismið- anum, sem hann eignaðist, þegar hann var 12 ára. Og eftir öll þessi ár, þegar hann fær stóra vinninginn, getur hann sagt við konuna: „Sagði ég ekki?!“ ÞSG Pillur eða mat? Eftirfarandi iisti sýnir hverjar eru bestu uppsprettur ým- issa mikilvægra bætiefna: A-vítamín Lýsi, lifur, smjör, gulrætur. H-vUamín Lýsi, sójböð, síld, lifur, smjörlíki. K-víUmín Jurtaolíur, hveitikím, majones. K-vítamín Laufgrænmeti, kálmeti, lifur. (’-vítamín Sítrusávextir, ber, aðrir garðávextir, lifur. Bl-vítamín ölger, svínakjöt, hveitikím, gróft korn, lifur, mysuostur. B2-vítamín Mjólkurmatur, lifur, ölger, egg, hveitikím, gróft korn. Níasin Ölger, lifur, kjöt, fiskur, mjólkurmatur, hveitikím, gróft korn. Fólasín Olger, lifur, dökkt grænmeti, hveitikím, gróft korn. B6-vítamín Hveitikím, gróft korn, kjöt, fiskur, ölger. BI2-vitamín Lifur, kjöt, fiskur, mjólkurmatur. Pantoþensýra Lifur, ölger, egg, hveitikím, gróft korn. Bíótín Lifur, ölger, egg, baunir. Kólín (Choline) Egg, lifur, mjólkurma'tur, kjöt, fiskur. Kalk (kalsium) Mjólkurmatur, hnetur, gróft korn, egg. Magníum Hveitikím, gróft korn, hnetur, dökkt grænmeti. Járn Blóðmör, lifur, hveitikím, gróft korn, kjöt, dökkt grænmeti, fiskur. Kopar Blóðmör, lifur, hveitikím, gróft korn. Zink Hveitikím, gróft korn, blóðmör, lifur, mjólkurmatur, kjöt, fiskur. Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent „Á ég að taka vítamínpillur," hlýtur að vera hin sígilda spurn- ing sem borin er upp þegar rætt er um matarvenjur og heilsufar, „eða á maður að reyna að fá þessi efni úr matnum?“ í þessari grein verður fjallað um það hvernig hægt er að fá öll þau bætiefni sem maður þarfn- ast, hvenær óhætt er að treysta á fæðið, hvenær pillur eru gagn- legar og hvaða pillur henta best. Pillur eða mat? Spurningunni hér að ofan er fljótsvarað: Vítaminpillur — bætiefnapillur er betra orð því oft innihalda þessar pillur líka steinefni — eru óþarfar fyrir heilbrigt fólk sem borðar holian mat. Það er æskilegast — ef þess er nokkur kostur — að fá öll bætiefni úr fæðinu. Þeir sem vinna kyrrsetustörf ættu að auka við sig hreyfingu. Við það vex matarlystin og um leið neysla bætiefna. En hvers vegna fæðu frekar en pillur? Af þeirri einföldu ástæðu að i bætiefnapillum — hve vcl sem þær eru úr garði gerðar — eru aldrei öll þau Jón Ottar Kagnarsson FÆDA ~-------- HEILBRIGÐI bætiefni sem þú þarft á að halda. Hvaða mat? En í hvaða fæðu eru hin ýmsu bætiefni að finna? Hvernig get ég tryggt að ég fái nægilega mikið af C-vítamíni? Eða kalki? Um það var fjallað í síðustu grein, en hér verður bætt við fáeinum atriðum. Vegna þess hve bætiefnin eru mörg (amk. 40 talsins) verður hér aðeins minnst á hluta þeirra, þ.e. helstu víta- mín og fáein steinefni (járn, zink, kopar, kalk og magni- um). Hvenær þarf að bæta fæðið? Ef fæðinu er ábótavant verður að grípa til bætiefna- gjafa í einhverri mynd. Hér koma tvær leiðir til greina: náttúrulegir bætiefnagjafar eða bætiefnapillur. í fyrri flokknum er m.a. dökkt grænmeti, lifur og annar innmatur, hveitikím og hveiti- klíð, mysa og mysuostur, ölger, lýsi og æskilegar jurtaolíur. Ef þessar fæðutegundir eru notaðar til þess að bæta fæðið er öll notkun á bætiefnapillum óþörf. Aðrir kunna hins vegar að kjósa síðari kostinn, þ.e. að fá þessi efni í pillum og töflum. Bætiefnapillur henta einkum fyrir fólk sem lifir á einhæfu fæði, hreyfir sig lítið, er í megr- un, er undir miklu álagi, er að ná sér eftir vcikindi eða upp- skurð. Því miður er það svo að fæði hér á landi er stundum í ein- hæfara lagi. Gildir það eink- um síðari hluta vetrar og snemma vors þegar garðávext- ir eru af skornum skammti. Hvaða bætiefnapillur? Ef bætiefnapillur eru notað- ar skiptir ekki litlu máli að velja tegundir sem innihalda þau næringarefni sem þú þarft mest á að halda og kosta þó ekki of mikið. Sem betur fer er nú til all- gott úrval af þessum pillum. Eru sumar þessar tegundir augljóslega framleiddar á vís- indalegan hátt, en aðrar án teljandi sérþekkingar. Taflan hér á síðunni sýnir niðurstöður af stuttri könnun á gæði og verði (verðgæðum) helstu tegunda af bætiefna- pillum sem hér eru seldar. Eru þær allafhyglisverðar. Könnunin leiddi í Ijós að fimm tegundir skáru sig nokkuð úr. Eru þær sýndar í töflunni og jafnframt einingarverð (verð á dagskammt í kr. og framleið- andi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.