Morgunblaðið - 12.06.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 12.06.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 23 • Mario Kempes, lengat til hcgri, nkorar fyrsta mark Argentinu gegn Hollandi í úrslitaleik síðustu HM-keppni. Kempes hreppti hvor tveggja sérverðlaun þau, er Adidas og franska tímaritið France Football veittu. Hverjir hreppa gullskóinn og gullknöttinn??? MÖRG aukaverðlaun verða veitt í tengslum við HM-keppnina á Spáni. Adidas og franska timaritið France Football standa að þeim veglegustu. Gullknðtturinn Þrír knettir, cinn úr gulli, annar úr silfri og sá þriðji úr bronsi fara til þeirra þriggja leikmanna HM- keppninnar sem um 6000 frétta- menn kjósa bestu leikmenn móts- ins. Það eru engir aukvisar sem hreppt hafa verðlaun þessi áður, í Argentínu fyrir fjónim árum var Mario Kempes kjörinn besti leik- maðurinn, Paolo Rossi næst besti og Brasilíumaðurinn Jose Dirceu þriðji. Það þarf ekkert að kjósa um sig- urvegarana í hinni greininni sem Adidas og franska ritið veita verð- laun til. Það er markakóngstitill mótsins sem um ræðir og auðvitað velja þeir sig sjálfir. Síðast hreppti Mario Kempes gullskóinn, Rob Rensenbrink silfurskóinn og Perúmaðurinn Teofilo Cubillas bronsskóinn. Þar sem þátttöku- þjóðirnar eru að þessu sinni mun fleiri en áður má búast við því að markaskorararnir skori fleiri mörk en nokkru sinni fyrr. Gullskórinn, ein eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru i knattspyrnuheiminum. Hver hlýtur þau á HM-827 Séð inn í hinn glæsilega langferðavagn, Pegaso. Fótboltarnir á HM á Spáni í sumar: Boltarnir heita „Tango Esp- ana“ og eru ekkert rusl! Frá Helgu Jónsdóttur, fréttaritara Mbl. í Burgos á Spáni. FÓTBOLTINN „Tango-Espana“, gerður af fyrirtækinu Adidas, verður hinn viðurkenndi knöttur heims- meistarakeppninnar á Spáni í sumar. „Tango-Espana“ er enn betri og vandaðri en „Tango-Riverplate“, sem notaður var á HM í Argentínu 1978 og er gerð hins fyrrnefnda mik- ilvæg tæknileg framför. Knötturinn, sem ætlaður er til notkunar á HM í sumar, er unninn úr bestu fáanlegum hráefnum. Leit- að hefur verið margra aðferða og gerður fjöldi tilrauna, þannig að boltinn standist fyllilega ströngustu og ólíkustu kröfur: gott viðnám við hita, sé fullkomlega vatnsþéttur, iög- un hans breytist ekki, skjót viðbrögð o.s.frv. Til þess að ná þessum árangri hefur verið nauðsynlegt að gera margvíslegar breytingar með til- liti til „Tango-Riverplate". Leður það, sem notað er í „Tango- Espana" er miklu mýkra og teygj- anlegra. Þetta leyfir betra sam- band/ snertingu við fótinn. í sam- vinnu við sútara hefur tekist að gera leðrið fullkomlega vatnshelt. Til þess að fullvissa um stöðug- leika lögunar knattarins og koma í veg fyrir afmyndun leðursins, hef- ur knötturinn verið styrktur með polyester. Leðrið er sérstaklega verndað gegn eyðslu vegna mikils hita og sliti af öðrum toga spunnu. Saum- ar (með eins árs tryggingu) eru allir handunnir og algjörlega vatnsþéttir. Hin ýmsu efni í boltanum gefa að hann er mjúkur og þægilegur viðkomu, léttur og hraður og auð- veldur viðfangs. Síðustu skref í framleiðslu bolt- ans eru: mæld heildarþyng hans, hreinsun, saumar gerðir vatns- þéttir, boltinn merktur og loks endurskoðun á lögun hans með hjálp rafeindatækis. Boltar af „Tango“-gerð hafa verið notaðir á flestum heimsmót- um síðan 1978. Má nefna heims- meistarakeppnina það ár í Argentínu, úrslitaleiki í Evrópu- keppnum 1979, 1980 og 1981 og Ólympíuleikana í Moskvu 1980. Með tilkomu nýja Tango-bolt- ans, „Tango-Espana“, eru allir sammála um að það verða engar tuðrur, sem leikmenn HM á Spáni í sumar munu sparka á milli sín. „Pegaso HM-82“ Frá Helgu Jónsdóttur, frétta- ritara Mbl. í Burgon, Spáni. Áætlunarbílar, sem notaðir verða til að flytja leikmenn milli staöa á HM í sumar, eru af Pegaso-gerð. Fékk Pegaso fyrstu verðlaun í al- þjóðlegri samkeppni flutningstækja á landi í Nice í maímánuði i fyrra. Aætlunarbílarnir, með flóknum vélabúnaði og tígulegir að utan, eru sérstaklega glæsilegir og út- búnir ótrúlegum þægindum að innanverðu. Auk notalegra, mjúkra sæta (svipuð og í flugvél- um), sem mögulegt er að breyta um stellingar í, eru allir vagnarnir útbúnir litlum hvíldarsal, baði, bar og tveimur sjónvarpstækjum, öðru framarlega í vagninum og hinn í salnum og er hér um að ræða myndbönd. Það var einmitt degi fyrir kynn- ingu vagnsins í Barcelona, í maí á síðastliðnu ári, að hann var kynnt- ur á „Viku áætlunarbílsins" í Nice, mikilvægustu sýningu hvað varð- ar farartæki til farþegaflutninga á vegum. Og þegar á þessari fyrstu kynningu var Pegaso HM-82 verð- launaður með gullorðu Nice- borgar er veitt var fulltrúum fyrirtækisins Enasa með hátíð- legri athöfn í ráðhúsi höfuðborgar Cote d’Azure. Einnig hefur sérhæfða tímaritið „Freeway" veitt vagni HM eina af sínum aðalviðurkenningum. Pegaso HM-82, sem kynntur var í Barcelona, er málaður í fánalit- um Argentínu, núverandi heims- meistara í knattspyrnu, og vagn- inn, kynntur í Nice, er málaður í fánalitum Spánar. Allt gler í vögnunum er græn- málað. Þeir hafa að geyma m.a. 32 sæti (hallanleg) með flauels- áklæði, lítinn sal til afþreyingar þar sem komast fyrir 7 manns. í salnum er baðherþergi, bar og ís- skápur. Fullkomin stereo- hljómflutningstæki auk sjón- varpstækjanna eru í öllum vögn- unum. Aklæði er á veggjum og lofti, og teppi á gólfum. Pegaso-flotinn, reiðubúinn til þjónustu fyrir liðin 24 á HM í sumar, er „bættur" með litlum 17 sæta vagni og sendibíl undir far- angur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.