Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 37 þótt þeir hafi aðeins þekkt hinn látna að nafni einu eða af orð- spori. Má þá nærri geta, hver viðbrögðin eru, þá er nákominn ættingi, enn á miðjum aldri að kalla, er héðan brott kvaddur, fullur áhuga á starfi sínu og lífinu í kringum sig. Svo fór þeim, er þetta ritar, að sjaldan hefur helfregn snortið hann dýpra en þau hörmulegu tíð- indi að kvöldi 5. þessa mánaðar, að frændi hans og vinur, Asgeir Bjarnason, bóndi á Reykjum í Mosfellssveit, hefði andazt síðdeg- is sama dag eftir aðeins þriggja daga legu í sjúkrahúsi, 63 ára að aldri. Ásgeir Bjarnason fæddist í Knarrarnesi á Mýrum vestur 17. febrúar 1919, fyrsta barn hjón- anna Ástu Jónsdóttur og Bjarna Ásgeirssonar, síðar alþing- ismanns og sendiherra. Var Ás- geir heitinn eftir afa sínum, Ás- geiri Bjarnasyni, er lengi bjó í Knarrarnesi. Kornungur fluttist hann með foreldrum sínum suður í Mosfellssveit, að Reykjum, og varð því hið fagra grannhérað höfuðborgarinnar ekki einungis bernskustöðvar hans, heldur og starfsvettvangur alla ævi síðan. Eftir komu ungu hjónanna vest- an af Mýrum að Reykjum, hófust þar miklar framkvæmdir, bæði í byggingum og ekki síður stórfelld ræktun. Var nú orðið þar tvíbýli, og voru báðir ábúendur, foreldrar Ásgeirs heitins og hjónin Ingi- björg Pétursdóttir og Guðmundur Jónsson, skipstjóri á togaranum Skallagrími, móðurbróðir Ásgeirs, staðráðnir í að láta rætast drauma aldamótakynslóðarinnar og ungmennafélaganna um rækt- un lýðs og lands. Við leik og störf ólst Ásgeir upp með fjórum yngri systkinum sínum og fimm frænd- um, á hinu heimilinu, í skjóli góðra foreldra á miklu menning- ar- og rausnarheimili. Báðir höfðu foreldrar hans búið sig vel undir lífsstarf sitt bæði innan lands og utan, og átti hann síðar eftir að feta þar í fótspor þeirra. Ungur gekk hann í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan hinu gamla og góða gagnfræðaprófi (þriggja vetra nám) vorið 1936. Ekki hugði hann þó á langskóla- nám, því að hugurinn stóð allur til búskapar. Hygg ég, að aldrei hafi annað að honum hvarflað en ger- ast bóndi og halda áfram starfi föðurs síns. Lá því næst leiðin í Búnaðarskólann á Hvanneyri, en síðan til Bandaríkjanna til fram- haldsnáms í búvísindum. Með heimkomu Ásgeirs, má segja, að enn yrðu þáttaskil í sögu ræktunar á Reykjum. Var nú af fullum krafti hafið það verk, sem raunar var byrjað i minna mæli áður, að breyta víðáttumiklum túnum í grænmetisakra, sennilega hina víðlendustu á landinu á þeim tíma, þótt nú muni, góðu heilli, sambærileg ræktun orðin víðar. Trúi ég ekki öðru en það hafi margan glatt að horfa yfir alla gróskuna á fögrum síðsumardegi, er allt var í sem mestum blóma. Hitt verður gestinum aldrei annað en óljóst hugboð, hvílíku grettis- taki hefur lyft verið með þessu mikla framtaki. Allt frá upphafi garðyrkju á Reykjum hafði þótt nauðsynlegt að fá til starfa erlenda kunnáttu- menn, aðallega danska og þýzka, í helztu greinum gróðurhúsa- og garðræktar. Reyndust margir þessara manna hinir prýðilegustu, og mátti margt af þeim læra um samvizkusemi og nákvæmni í vinnubrögðum. Þá var það eitt vorið, að ung garðyrkjustúlka, Titia Hartemink að nafni, frá ein- hverju almesta garðræktarlandi veraldar, Hollandi, réðst til stafa á Reykjum. Má fara nærri um, að það hafi orðið henni mikil við- brigði í fyrstu að koma frá hinu þrautræktaða föðurlandi sínu til nær ónumins Islands. Þó fór svo, að hún uppgötvaði brátt, að „auð- ugt nóg er ísland af ýimsu, er vantar Holland". Hefur hún nú nær hálfan fjórða áratug skipað með skóma húsfreyjusess á Reykj- um og átt drjúgan þátt í með kunnáttu sinni og smekkvísi að fegra heimili sitt og allt umhverfi. Fjögur börn hafa þau hjón eign- azt, eina dóttur og þrjá syni, og eru nú tveir bræðranna orðnir garðyrkjubændur á föðurleifð sinni, staðráðnir í að halda áfram hinu göfuga starfi ræktunar- mannsins, föður síns. Ásgeir Bjarnason er nú allur, löngu fyrir aldur fram. Þar fær enginn mannlegur máttur um þokað. En ekki verður svo skilizt við þetta mál, að í engu sé lýst, hve óvenjulega vel gerður maður hann var á ýmsa lund. Námsmað- ur góður var hann, ef hann vildi því beita. Einkum lét honum vel allt málanám, og kom það æ best- ur fram með aldri og þroska. Norrænu málin og ensku gat hann að sjálfsögðu lesið sér að fullu gangi til þeirrar hlítar, að hann gat lesið sér til fróðleiks á því máli tímarit um búnaðarmál, og af konu sinni nam hann móðurmál hennar, hollenzku, svo að ekki var annað að finna en hann væri á því máli bæði talandi og læs. Síðast gerðu þau hjónin sér það til gagns og gamans að fara að lesa ítölsku, m.a. vegna ferðalags til Ítalíu fyrir tveimur árum. Hitt er þó meira um vert, að Ásgeir Bjarna- son var fágætur drengskaparmað- ur. Þar bar heiður svipur innri manninum fagurt vitni. Hann var í senn einlægur og hreinskiptin, góðviljaður og sáttfús. í öllum samskiptum við hann var auð- fundið, að honum mátti í hvívetna treysta. Bjartsýni hans og glað- lyndi, sem oftast geislaði af hon- um, var beinlínis smitandi. En jafnframt var hann trúhneigður alvörumaður, sem treysti alla tíð þeim góða guði, er honum hafði í æsku verið innrætt að trúa á. Þar sem góðir menn fara, eru guðs vegir, sagði eitt sinn mikið skáld; þá vegi gekk Ásgeir Bjarnason alla ævi. Hiklaust tel ég hann því hafa verið hinn mesta gæfumann. Hann óx upp í fögru umhverfi, gekk að eiga góða konu og eignað- ist yndislegt heimili og elskuleg, efnileg börn. Hann lifði það þrátt fyrir ótímabæran dauðdaga sinn að sjá glæsilegan árangur síns mikla erfiðis, og nokkur huggun má það vera nánustu ástvinum hans og öðrum vandamönnum í Fædd 16. ágúst 1924 Dáin 6. júní 1982 „Ég fann það var sál þinni samvaxin trú í sannleika skyldum aö gegna. ()g þeir voru fáir eins fljótir og þú aö Hnna til annarra vegna." (Sig. Júl. Jóhannesson) Síðla sumars árið 1960 kom ég í fyrsta sinn í heimsókn á Hverfis- götu 19 á Siglufirði. Kom ég til þess að hitta væntanlega tengda- foreldra mína. Húsbóndinn, Jón Sæmundsson, var ekki hema við þennan dag, hann var á sjó. Hins vegar hitti ég húsmóður- ina, Báru Sveinbjörnsdóttur. Ég hafði kviðið þessari heimsókn eins og títt er um ungt fólk undir þess- um kringumstæðum. En það kom brátt í ljós, að kvíði minn var ástæðulaus, því Bára tók mér opnum örmum, tók mér reyndar þannig að ég gleymdi þvi á örskotsstundu að þetta voru okkar fyrstu kynni. Mér fannst strax sem ég hefði þekkt Báru lengi. Hún varð vinur minn frá þessari stundu og þau vináttubönd styrktust með hverju ári. Bára Sveinbjörnsdóttir var fædd að Ysta-Mói í Fljótum í Skagafirði 16. ágúst 1924 og ólst þar upp. Foreldrar henar voru Jónína Jónsdóttir og Sveinbjörn Jóhannesson. Bára og Jón hófu fyrst búskap árið 1940 í Nesi í Fljótum. Þau flutþist til Grímseyjar árið 1943. Þaðan lá leiðin til Siglufjarðar ár- ið 1950 og áttu þau heimili þar til ársins 1964, voru eitt ár í Kópa- vogi en árið 1965 fluttust þau til Keflavíkur, bjuggu sér heimili í Lyngholti 10 og hafa búið þar æ síðan. Þau hjónin eignuðust fjórar dætur, ein þeirra dó nokkurra mánaða gömul. Hinar þrjár eru: Guðrún, fóstra, búsett í Kefávík, gift Gylfa Guðmundssyni yfir- kennara; Kolbrún, skrifstofumað- ur, búsett í Keflavík, gift Páli Á. Jónssyni skipstjóra; Hrafnildur, sjúkraliði, búsett í Garði, gift sorg þeirra, að ekki átti það fyrir honum að liggja að verða að þola þungbærar eymdir ellidauða. Þyk- ir mér að lyktum vel hlýða að kveðja hann í hinzta sinni með hinum fleygu orðum Hóratíusar skálds hins rómverska í þýðingu Gríms Thomsens: „Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldr- ei að beita." Jón S. Guðmundsson Ásgeir Bjarnason, garðyrkju- bóndi, er allur. Góður og vandaður drengur er fallinn frá langt um aldur fram. Maður sem allir eru til þekktu, báru hlýjan hug til sak- ir óvenju staðprúðrar og þokka- fullrar framkomu. Hans voru ekki stóru orðin, fullyrðingar né sleggjudómar um menn og mál- efni. Hæverska og réttsýni voru honum í blóð borin og skipuðu honum sjálfkrafa til öndvegis meðal þeirra alltof fáu, sem telj- ast geta varidaðir til orðs og æðis. Að slíkum mönnum er alltaf sjón- arsviptir og þeim mun meiri, sem þeir hverfa okkur á miðju mann- dómsskeiði. Þegar skráð verður saga ís- lenskrar atvinnugarðyrkju, mun hún geyma óbrotgjarna minningu bændanna á Reykjum, þeirra Bjarna alþm. Ásgeirssonar og Guðmundar skipstj. Jónssonar, sem báðir eru látnir fyrir allmörg- um árum. Þeir félagar urðu fyrstir til hér á landi að reisa gróðurhús í atvinnuskyni. Húsið sem var að- eins 120 m2 var byggt árið 1924. En mjór er mikils vísir, og kom þarna sem á fleiri sviðum glöggt í ljós framsýni þeirra og framsækni. Þessa merka brautryðjendastarfs Skúla Róbert Þórarinssyni vél- stjóra. Eiginmaður Báru, Jón Sæ- mundsson, stundaði sjómennsku í full þrjátíu ár. Það kom því mikið í hlut Báru að ala upp börnin og sjá um heimilið eins og títt er um konur sjómanna. Samhliða þessu fulla starfi vann Bára alla tíð utan heimilis á meðan hún hafði heilsu til. Man ég sérstaklega eftir þessu frá því hún bjó á Siglufirði. Bára átti lengi við vanheilsu að stríða, en í veikindum sínum sýndi hún sérstakt æðruleysi og þolin- mæði og setti alltaf annarra þarf- ir ofar sínum. Reyndar var það oft svo, að við hin gleymdum því að Bára gekk ekki heil til skógar, enda talaði hún aldrei um veikindi sín við nokkurn mann. Hún varð fyrir hjartaáfalli fyrir nokkrum vikum. Þrátt fyrir það áfall hvarflaði ekki að nokkru okkar að endalokin væru skammt undan. Hún var á batavegi og við þóttumst öll sannfærð um, að við ættum eftir að njóta samvista við hana í mörg ár enn. En skjótt skipast veður í lofti. Hún fékk annað áfall hinn 6. júní sl. og þar með var saga hennar öll. Bára var einstök manneskja og það er erfitt að sætta sig við orð- inn hlut, sætta sig við að saga hennar skuli nú öll, langt um ald- ur fram. þeirra félaga verður seint full- þakkað. Synir beggja hafa síðan ótrauðir haldið merki þeirra hátt á loft og aðlagað starfsemi sína nútíma búskaparháttum. Er þar margt til fyrirmyndar og hlutur Ásgeirs heitins ekki minnstur, en hann helgaði starfskrafta sína útiræktun grænmetis. í þeim efn- um var hann hinn trúi þegn móður náttúru. Umhyggjusamur í um- gengni við veikan gróður, sístarf- andi og síleitandi þeirra tegunda og afbrigða, sem best hentuðu hverjum landskika, oft með mjög góðum árangri, sem aðrir hafa notið góðs af og munu njóta á komandi tímum. Ásgeirs verður jafnan minnst sem hins færa garðyrkjumanns, sem naut þess að sjá ávöxt sinnar elju í góðum og vönduðum afurðum. Hér mun ég ekki rekja ætt Ás- geirs né uppruna, en hann á til merkra að telja í báðar ættir. Það mun verða gert af öðrum mér fróðari mönnum. Hinsvegar vil ég með þessum fáu kveðjuorðum minnast góðs vinar og félaga um áratuga skeið. Manns, sem gott var að starfa með í blíðu og stríðu, en Ásgeir var félagi í Sölufélagi garðyrkjumanna alla tíð, og sem góður og traustur félagi lét hann sig ávallt hag og velgengni félags- ins miklu varða. Hann var kjörinn í stjórn SFG árið 1974 og hefur skipað þar sæti síðan af mikilli prýði. Fyrir þetta vel rækta og ábyrgðarmikla starf, svo og góða viðkynningu fyrr og síðar, þakka að leiðarlokum félagar í Sölufélagi garðyrkjumanna, stjórn þess og starfsfólk af heilum hug, og biðja eftirlifandi eiginkonu og öðrum ástvinum allrar blessunar í nútíð og framtíð. Þorv. Þorsteinsson Bára var að eðlisfari hlédræg kona, barst lítið á til orðs og æðis. En við nánari kynni kom brátt í ljós, að á bak við þetta hlédræga gervi, sem hún bar hversdagslega, bjó óvenjulegur og sterkur per- sónuleiki. Og við sem bundumst henni vináttuböndum, urðum auð- ugri af þeim samskiptum og með hverju ári óx virðing mín fyrir Báru Sveinbjörnsdóttur, gáfum hennar og mannkostum. Og fáum manneskjum á ég meira að þakka. Hún var ætíð tilbúin að rétta hjálparhönd, hlífði sér aldrei, allt var sjálfsagt. Barnabörn hennar eru nú orðin átta og óhætt er að segja, að hún hafi tekið stóran þátt í uppeldi þeirra allra, einkum þeirra elstu, enda dvöldu þau hjá ömmu sinni langtímum saman. Hin yngri nutu ömmu sinnar skemur en skyldi. Mínum börnum reyndist hún oft eins og væri hún móðir þeirra. Drengirnir leituðu oft til ömmu sinnar, enda átti Bára til að bera óvenjulega hæfileika til að ná sambandi við unglinga og skildi þá betur en margur annar. Hún var fljót að eignast vini og var vinföst. Því var oft marg- mennt í Lyngholti 10 hjá Jóni og Báru. Óvænt er nú komið að kveðju- stund. Við, fólkið hennar Báru hér á Suðurnesjum, litum björtum augum fram á veginn og brostum á móti hækkandi sól. Sumar var loks komið með sólskin og bjartar vonir. En þá kom helfregnin. „Þú vissir það varla, hve vænl um þig oss þótti, þann harm, er heim otw sótti, er hlaustu ad falla. Þá hrást um byggóina alla í brosin okkar flótti." (Stephan G.) Ég vil þakka Báru tengdamóður minni samfylgdina og fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mitt fólk. Ég á henni svo ótal margt að þakka. Dætrum hennar og barnabörn- um votta ég innilega samúð mína og þó alveg sérstaklega eftirlif- andi eiginmanni. Hann á um sár- ast að binda. „()g því vnró allt svo hljótt vió helfregn þína, sem hefói klókkur gígjustrengur brostió. ()g enn ég veit margt hjarta, harmi lostió, sem hugsar til þín alla daga sína." (Tómas (lUÓmundsson) Gylfi Guðmundsson SVAR MITT eftir Billy Graham 66 „Bara húsmóðir Ég er móðir. Ég má aldrei yfirgefa húsið, því að maðurinn minn neitar að vera hjá börnunum. Hann segir, að það sé skylda móðurinnar að sinna börnunum. Hann kaupir jafnvel { matinn. Mér finnst þetta ósanngjarnt. Hvað segið þér við eiginmann, sem vill ekki leyfa konu sinni að fara út úr húsi? Þó að mér finnist, að þér ættuð vissulega að fá svolitla hvíld, verð ég að segja, að þér eruð sérstæð kona á þessum tímum, þegar flestar húsmæður eru á ferð og flugi. Ég las um konu, sem bað manninn sinn að vera hjá börnunum, meðan hún skryppi í búðir. Hann var endurskoðandi og skrifaði hjá sér allt, sem bar að höndum. Þegar konan kom heim, rétti hann henni blað, þar sem verk hans voru skráð: Þerraði tárin af börnunum fjórum sinnum. Batt skóreimar fimm sinnum. Gaf þeim kalt vatn að drekka þrettán sinnum. Útvegaði blöðrur, þrjár á mann. Börnin vildu fara út á götu 34 sinnum. Kom í veg fyrir, að þau færu út á götu 34 sinnum. Vil aldrei gæta barnanna aftur. Allir feður ættu að gæta barnanna sinna öðru hverju. Ekkert kennir þeim betur að meta konurnar sínar. Ég þekki fátt, sem reynir eins á taugarnar, sérstaklega þegar maður er óvanur. Einn daginn sá ég um börnin okkar, meðan konan var í félagsstarfi. Þegar hún kom heim var ég örmagna — og börnin líka. Þegar ég var drengur, hélt ég, að engin vinna væri eins erfið og að brjóta nýtt land. En ég vil heldur gera það, hvenær sem er ... Bára Sveinbjörns- dóttir — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.