Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 Norður-írland: Liðsforingi lét lífið í sprengingu Londonderry, 11. júní. AP. LIDSFORINGI lét líHd og tveir aðr- ir slösuðust er sprengja, sem falin var inni í sjónvarpstæki, sprakk við lögregluleit í bílskúr i Londonderry. Enn hefur enginn lýst sig ábyrgan fyrir ódæðinu, en tals- maður lögreglunnar taldi næsta víst, að hér hefðu verið á ferðinni „útlagar" úr IRA eða einhverjir tengdir þeim hópi. Þetta var fjórða sprengingin á Norður-írlandi á aðeins tveimur dögum og yfirvöld óttast nú, að ný hermdarverkaalda sé að ganga í garð. Á þessu ári hafa 34 látið lífið í skot- og sprengjuárásum til við- bótar þeim 2.206 sem látist hafa frá því óeirðirnar brutust út fyrir 13 árum. I gær sprakk sprengja í almenn- ingsvagni, sem var í akstri um götur Belfast. Ökumaðurinn brenndist mjög illa og 9 farþeg- anna fengu taugaáfall. Tvær sprengjur til viðbótar sprungu í Belfast í gær, en ollu engu manntjóni. Rússar veiða við Svalbarða Frá frélUriUra Mbl. í Osló, Jan Krik Unré, U.júní. NÚ ERU um það bil 80 erlendir tog- arar á þorskveiðum við Svalbarða og Bjarnarey þrátt fyrir að norsk stjórn- völd hafa farið fram á að veiðarnar yrðu minnkaðar og þeim yröi síðan hetL Flestir togaranna, eða um það bil 60 þeirra eru rússneskir. Norska landhelgisgæslan gerði í gær skyndiskoðun á trolli eins þeirra og kom þá í ljós, að rúmlega helmingur aflans var undir lög- legri lágmarksstærð. Skipstjórinn neitaði að skrifa undir öll plögg varðandi málið, þar sem Sovét- menn hafa ekki enn viðurkennt rétt Norðmanna til yfirráða yfir svæðinu í kringum Svalbarða og Bjarnarey. Norðmenn vilja stöðva fiskveið- arnar algjörlega til að koma í veg fyrir alvarlegt hrun á þorskstofn- inum. Forseti Argentínu, Leopoldo Galtieri hershöfðingi, sést hér styðja Jó- hannes Pál páfa II á flugvellinum i Buenos Aires en þangað kom hann í gær, föstudag. Páfi ætlar að vera tæpa tvo daga í Argentínu en tilgangur ferðarinnar er að biðja fyrir friði í Suður-Atlantshafi. AP. Veður ' víða um heim Akureyri 5 alskýjað Amsterdam 22 rigning Aþena 29 heiðskirt Bangkok 32 skýjað Belgraö 28 skýjað BrUssel 21 skýjað Bertín 22 skýjað Buenoa Aire* 20 rigning Chicago 25 helöskirt Oyflinni 15 heiðskfrt Genf 28 heiðskfrt Havana 30 heiðskirt Helainki 12 skýjað Hong Kong 29 heiðskirt Honolulu 32 heiöskirt Jerúsalem 28 heiðskfrt Jóhannesarborg 17 heiðskirt Kaupmannahöfn 15 heiðskirt Kairó 35 skýjað Lima 21 heiðskfrt Lissabon 24 heiðskirt London 18 heiðskirt Lofl Angeles 22 skýjað Madrid 29 heiðskirt Manila 35 heiðskfrt Mexikóborg 26 heiðskfrt Miami 29 heiðskfrt Montreal 30 skýjað Moskva 10 skýjað Nýja Delhi 42 heiðskírt New York 27 heiðskfrt Osló 17 skýjað París 28 skýjað Peking 35 heiðskirt Perth 18 skýjað Rio de Janeiro 33 heiöskírt Róm 29 heiðskirt San Franciflco 12 skýjað Sao Paulo 23 heiðskfrt Seoul 27 heiðskfrt Singapore 33 heíðskirt Stokkhólmur 10 skýjað Sydney 18 skýjað Tókýó 27 heiðskfrt Vín 22 skýjað Þegar Bjarni Þór var ráðinn bæjarstjóri á haustdögum 1980 af fyrrverandi meirihluta bæjar- stjórnar, studdu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki ráðn- ingu hans af eðlilegum ástæðum, þar sem hann var ráðinn af meirihluta, sem við vorum í and- stöðu við. Hinsvegar studdum við ráðn- ingu hans sem bæjarritara á sín- um tíma. Það er skoðun okkar, að Bjarni Þór hafi verið vaxandi maður í störfum sínum, fyrst sem bæjarritari og síðar bæjar- stjóri. Viðbrögð bæjarstarfs- manna við aðför meirihlutans að Bjarna Þór bera þess órækan vott, að hann hefur verið vinsæll húsbóndi. Hann hefur með fram- komu sinni einnig aflað sér trausts og vinsælda bæjarbúa á hinum skamma ferli sínum sem bæjarstjóri. Það var ljóst þegar Bjarni Þór lét af hendi starf sitt sem bæj- arritari, sem var honum óljúft, að hart var lagt að honum af þáverandi meirihluta að taka að Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi bera saman bækur sínar í fundarhléi á bæjarstjórnarfundi í gær. endurráða Bjarna Þór Jónsson sem bæjarstjóra er honum vikið til hliðar fyrirvaralaust og þann- ig mynda þessir flokkar meiri- hluta sinn á brigðmælum, sem við fordæmum og munum því ekki taka þátt í kjöri bæjar- stjóra. Brigðmælin gagnvart bæjar- stjóra hljóta strax að vekja spurningar um heilindi milli þessara samstarfsflokka og einnig áhyggjur um heilindin milli þessara samstarfsflokka og einnig áhyggjur um heilindi þeirra gagnvart Kópavogsbúum. Richard Björgvinsson, Bragi Michaelsson, Ásthildur Pétursdóttir, Guðni Stefánsson, Arnór Pálsson." Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi: Vinstri meirihlutinn myndaður á brigðmælum FIJLLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs létu bóka eftirfarandi vegna bæjarstjóra- skipta á bæjarstjórnarfundi síð- degis í gær: „Við kosningu bæjarstjóra vilja bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins af gefnu tilefni taka fram eftirfarandi: Við lýsum vanþóknun okkar á vinnubrögðum meirihluta bæj- arstjórnar gagnvart fráfarandi bæjarstjóra Bjarna Þór Jóns- syni. sér starf bæjarstjóra. Þar sem ekki var um að ræða, að hann gæti snúið aftur til síns fyrra starfs að loknu kjörtímabilinu, um 20 mánuðum eftir ráðningu sem bæjarstjóri, var honum fyllilega gefið í skyn af full- trúum Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs, að ef meirihluti sömu flokka starfaði áfram að kosningum loknum, yrði um lengri ráðningu að ræða en aðeins þá 20 mánuði, sem eft- ir lifðu af fyrra kjörtímabili. Stuðningur Alþýðubandalags- ins við endurráðningu Bjarna Þórs var írekaður í nýafstaðinni kosningabaráttu. Nú hefur farið svo, að sömu flokkar mynda aftur meirihluta bæjarstjórnar. í stað þess að Sumarfrí norskra þing- manna stytt Frá fréttaritara Mbl. í Osló, Jan Erik Lauré, 11. júní. SUMARLEYFI norskra þingmanna mun í ár verða tveimur vikum styttra en venjulega þar sem þeim er gert skylt að fara út í atvinnulífið til að kynna sér það nánar. „Þingmennirnir eru í alltof litlu sambandi við atvinnulífið og þau vandamál sem það á við að stríða," er haft eftir einum þingmanni. Hann vonast til að þeir eigi eftir að læra margt af heimsóknum sín- um í hin ýmsu fyrirtæki, en for- seti samtaka norska iðnaðarins telur þessar tvær vikur alltof stuttan tíma en leggur áherslu á að framtakið sé lofsvert. Eiginkona Dalis látin Gcrona, Spáni, 11. júní. AP. GALA, eiginkona spænska súrreal- íska málarans, Salvador Iíalis, er nú látin og er hann miklum harmi sleg- inn, að sögn fjölskylduvina. Dali er nú undir umsjá einka- lækna sinna, en heilsa hans hefur verið fremur bágborin nú um tveggja ára skeið vegna slæmrar flensu er hann fékk þá og hefur ekki enr, hlotið fullan bata af. Gala, sem var rússnesk að upp- runa og hét raunverulega Elena Diakanov, var jarðsett í heimabæ þeirra hjóna í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.