Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 25 Lukkutákn HM-keppninnar • Meðal þeirra grafískra merkja, er einkenna skipulags- nefnd HM á Spáni, eru skjöldur, lukkutákn, staðarmerki og veggspjald. Skjöldurinn er aöaltákn sjálfrar skipu- lagsnefndar HM og er öllum öðrum aðilum óheimil notk- un hans. Hér er um aö ræöa skjaldarmerki með spænsku fánalitunum. í míðjunni er hvítur og grænn bolti meö korti af Spáni og ártalinu ’82. Fyrir ofan bolt- ann er orðið Espana (Spánn). Efst konungleg kóróna. Samkeppni fór fram vegna vals á lukkutákni HM 1982. Fyrir valinu varð „Naranjito“; appelsína klædd knatt- spyrnubúningi með fótbolta undir öörum handleggnum. Höfundar eru tveir teiknarar frá auglýsingateiknistof- unni „Bellido". Einnig var kynntur á sama tíma „Billy“, lukkutákn FIFA. Staðarmerkiö sýnir fótbolta og spænska fánann. Joan Miró var falin gerð veggspjalds- ins. Listamaðurinn gaf því nafniö „La Fiesta“. Auk veggspjalds Miró voru 14 önnur hönnuö af frægum lista- mönnum, innlendum og erlendum. • Enda þótt fjárfestingar vegna HM 1982 séu geysiháar, eru tölur um fyrirhugaöar tekjur einnig með mörgum núllum. Ætla má, samkvæmt þessum tölum, að hagnaö- ur verði mjög mikill. í reglugerö FIFA varðandi HM 1982 er m.a. fjallað um fjárhagsáætlun fyrir undanriöla keppninnar og sjálfa lokakeppnina, þar sem tekjur vegna lokakeppninnar eru sérstaklega skilgreindar: miöasala, sala sölu- og verslunarréttinda, sala á rétti til útsendinga í hljóðvarpi og sjónvarpi, sala á rétti til aug- lýsinga, kvikmyndir o.s.frv. • Alþjóðafyrirtækiö „West Nally“ keypti sölu- og versl- unarréttindi fyrir upphæö er nemur 30 milljónum svissn- eskra franka og einnig keypti sama fyrirtæki réttindi vegna vissra tegunda auglýsinga fyrir upphæöina 36 milljónir svissneskra franka. Erlendar sjónvarpsstöövar munu greiöa 39 milljónir svissneskra franka fyrir heimild til útsendinga í hljóðvarpi og sjónvarpi. • Útgjöld skipulagsnefndar eru m.a. opinberir skattar, leiga á leikvöngum, ferðakostnaður leikmanna, dvalar- kostnaður leikmanna, feröa- og dvalarkostnaður og laun dómara og fulltrúa frá FIFA, skipulagskostnaöur nefnd- arinnar, tryggingarkostnaður, aöstaða fyrir fjölmiðla o.fl. o.fl. • Ef um ágóða veröur að ræða veröur honum skipt þannig: 10% til FIFA, 25% til skipulagsnefndar, 65% til þátttökuliöa í lokakeppninni. • Aðrar tekjur er bæta upp skipulagskostnaö eru þær sem koma frá sérstökum happdrættum og aörar vegna söluleyfa, er skipulagsnefnd veitir, er styrkja málefni og starfsemi hennar. Hér er t.d. átt við Mundiespana ’82, er hefur einkaleyfi á sölu aðgöngumiða ( öörum löndum. Dregið verður í síðasta happdrættinu vegna HM þann 19. júní í Barcelona. • Mundiespana ’82 býður upp á 3 tegundir „feröa- pakka“, þar sem innifalið er húsnæði og hálft fæöi, flutn- ingur frá flugvelli að hóteli, flutningur frá hóteli að leik- vangi, innanlandsflug milli keppnisstaða, feröatrygging og aðgöngumiðar á 15, 9 eöa 6 leiki. • Gefin hafa verið út sérstök frímerki og slegin mynt í tilefni heimsmeistarakeppninnar. Frímerkin voru gefin út í 2 útgáfum dagana 23. janúar 1980 og 2. janúar 1981. Verðmæti myntarinnar er 100, 50, 25, 5,1 og 0,5 pesetar. • Setningarathöfn heimsmeistarakeppninnar fer fram á leikvangi knattspyrnufélagsins Barcelona. Hámark hennar verður myndun friöardúfu Pablo Picasso með þátttöku yfir 2.000 manna. Sleppt veröur 10.000 blöörum og 5.000 dúfum. «:r • -IMVOI DANONFI • Þann 11. júlí verður úrslitaleikurinn í heimameistarakeppninni í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á hinum stórglæsilega velli Real Madrid, Bernabeau. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan er leikvangurinn engin smásmíöi. Hann tekur 130 þúsund áhorfendur. Og fyrir löngu er uppselt á úrslitaleikinn. A litlu myndunum tveimur sem felldar eru inn í stóru myndina má sjá að oft er þröngt setinn bekkurinn á vellinum, jafnframt að allar leiöir eru farnar til að komast inn sé uppselt. Ómögulegt er um það að spá hvaða þjóöir það verða sem etja kappi saman á vellinum 11. júlí. En eitt er víst. Enginn einn kappleikur, eöa íþróttaviðburöur á árinu mun fá jafnmikla athygli. Gert er ráö fyrir því aö 2.000 milljónir manna um allan heim muni fylgjast með leiknum í beinni sjónvarpsútsendingu. Augu alheimsins munu því hvíla á Bernabeau-leikvanginum 11. júlí. Flestir veðja á Brasilíu, Argentínu, V-Þýskaland eða Spán en svar fæst ekki fyrr en 11. júlí næstkomandi 11. JÚLÍ fer úrslitaleikurinn í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu fram á Santiago Bernebao-leikvanginum í Madrid, heimavelli hins fræga Real Madrid. Leikvang- urinn rúmar 125.000 manns og er fyrir löngu uppselt á e Piarre Littbarski, hinn aldfljóti og markheppni útherji þýeka landsliðsins. Þessi tvítugi Kölnari er eitt af leynivopnum V-Þýska- lands. leikinn. Miðarnir seldust eins og heitar lummur, þrátt fyrir að ekki er vitað hvaða lið munu leiða saman hesta sína. En það þýðir ekki að menn reyni ekki að leiða að því get- ur. Fjórar þjóðir eru mjög al- mennt taldar sigurstrangleg- astar, á því er ekkert launung- armál. Það eru Brasilíumenn, sem eru efstir á blaði flestra veðmangara, heimsmeistar- arnir frá Argentínu, Vestur- Þjóðverjar sem hafa aðeins tapað einum landsleik á síð- ustu tæpum 40, og heimaliðið Spánn. Spánverjar eru einung- is í þessum hóp vegna þeirrar hefðar sem skapast hefur að heimalið sé sigurstranglegt, enda hefur það gerst æ oftar að heimaliðin hafa nýtt sér þann liðsauka sem fellst í því að leika á heimavelli. Brasilíumenn eru sem sé sigur- stranglegastir, en þó er lið þeirra tæplega fullmótað að því er þeir sjálfir telja. Vörnin er pottþétt með bakvörðinn frábæra, Junior, í broddi fylkingar og af miðlín- unni geislar allt það besta í knattspyrnu. Þar ræður Zico ríkj- um og þykir mörgum hann gefa Maradona lítið eftir. Framlínan er hins vegar höfuðverkurinn. Þar hefur landsliðsþjálfarinn reynt hina og þessa og í síðasta upphitunarleik liðsins þótti loks sem vel hefði tekist til, er liðið burstaði írskt úrvalslið 8—0. Ekki vildu þó allir reisa skýja- borgir eftir sigurinn og bentu réttilega á að írska liðið var skip- að hálf-atvinnumönnum úr írsku deildunum og lék hrikalega illa. Hvað sem öllum vangaveltum líð- ur eiga Brasilíumenn eftir að ylja áhorfendum hvort sem þeir standa undir nafninu „sigur- stranglegasta liðið" eða ekki, knattleikni þeirra og sókndirfska hefur ætíð verið slík. Meistararnir sjálfir'hljóta auð- vitað að vera í flokki þeirra sigur- stranglegustu. Byrjunarlið þeirra skipa meira en helmingur þeirra leikmanna sem tryggðu þjóðinni HM-titilinn í Argentínu 1978. Nefna má nöfn eins og Osvaldo Ardiles, Daniel Passarella, Mario Kempes og Daniel Bertoni. Við hafa bæst tvær frábærar stjöpn- ur, Diego Maradona og Ramon Diaz. Rétt fyrir helgina var reyndar óvíst hvort Maradona gæti leikið fyrsta leik keppninar, opnunarleikinn gegn Belgíu. Hann hefur átt við meiðsl í læri að stríða og var ekki búinn að ná fulium bata í gær. Þó voru taldar jafnar líkur á því að hann gæti leikið. Ef ekki, mun piltur að nafni Hernandes taka stöðu hans. Með öll þessi frægu nöfn innan- borðs má bóka að Argentínu- menn verða í einu af efstu sætun- um og allt eins gæti farið svo að þjóðin verji titilinn. Vestur-Þjóðverjar eru í hópn- um af gömlum vana. Vestur- þýska knattspyrnan hefur nú um margra ára skeið þótt einhver sú besta í heimi og fá landslið eiga möguleika gegn fullskipuðu landsliði Þjóðverja. Það er alveg sama hvar á liðið er litið, í öllum stöðum standa frábærir úrvals- leikmenn, snjallir og sjálfsörugg- ir. Þjóðverjarnir blanda gæfulega saman leikni, tækni og hörku og harkan gæti gert útslagið. Nokkr- ir af frægustu knattspyrnu- mönnum veraldar eru í þýska lið- inu, Breitner, Rumenigge, Schu- macher og fleiri og fleiri. Það kæmi því á óvart ef Þjóðverjar næðu ekki verðlaunasæti. Spánverjar eru óskrifað blað. Spænsk knattspyrna er hátt skrifuð, en gengi landsliðsins hef- ur ævinlega verið upp og ofan. Hafa sveiflurnar oft verið með ólíkindum. Enda er tilvist liðsins á fjögurra-liða lista þessum ein- • Bernabeau-leikvangurinn séður að utan. Hann var meira og minna endurbyggður og endurnýj- aður fyrir HM-keppnina. Og í þær framkvæmdir var varið 90 milljónum ísl-króna. Leikvangurinn þykir vera einn sá glæsilegasti í heimi. ESPANA 82 ungis vegna þess að leikið er á Spáni. Spánverjar eiga frábæra knattspyrnumenn, en yfirleitt hafa lið þeirra náð illa saman sem ein heild, yfirleitt hafa 11 leiknir og snjallir verið að bauka hver í sínu skoti. Nú er hins vegar pressa á liðinu að standa sig og má búast við því að annað hvort takist óheyrilega vel til, eða óheyrilega illa. Nái spænska liðið góðri byrjun er það til alls líklegt í keppninni. Hiksti liðið hins veg- ar á fyrstu bitunum er eins lík- legt að liðið hrynji saman, því spænskir áhorfendur eru harðir húsbændur og líki þeim ekki það sem lið þeirra er að gera, fer það ekkert á milli mála. Auðvitað gæti farið svo að ein- hver þjóð önnur en umræddar fjórar hreppi titilinn, eða verð- launasæti. Er þá rætt um Eng- land, Frakkland, Júgóslavíu, Sov- étríkin og mörg fleiri. Þetta skýr- ist allt og beðið er með óþreyju eftir opinberunardeginum. '■?! Tölvurnar spá Brasilíu sigri Zico og Socrates skora sigurmörkin Tölvufyrirtæki nokkurt í Sao Paulo í Brasilíu lét tölvur sínar spá fyrir úrslitum á HM. Starfsfólkið mataði tölvurnar með öllum hugs- anlegum og tiltækum atriðum og eftir að hafa melt gumsið kom úr- skurðurinn. BrasUía mun vinna titilinn. Liðið sigrar Vestur-Þýskaland 3—1 eftir framlengdan leik. Eft- ir 90 mínútur verður staðan 1—1, en í framlengingunni munu þeir Zico og Socrates skora og tryggja Brasilíu sigurinn. I keppni um þriðja sætið mun Spánn sigra Argentínu 3—2. Tölvur þessar unnu það sér til frægðar á síðasta knattspyrnu- tímabili í Brasilíu, að spá rétti- lega að Flamengo og Gremio myndu leika til úrslita um bras- ilíska titilinn. Þá spáðu tölvurnar um hvaða lið myndu komast í 2. umferð. Þær verða samkvæmt spánni: ít- alía, Pólland, Vestur-Þýskaland, Chile, Ungverjaland, Argentína, Tékkoslóvakía, Frakkland, Júgó- slavía, Spánn, Brasilía og Skot- land. • Landsliö Brasilfu taliö mjög sigurstranglegt í keppninni. Péle: „Brasilíska liðið það besta síðan 1970“ ALLIR kannast við Pele, líklega besti knattspyrnumaður allra tima. Hann verður á HM á Spáni, en þó ekki sem leikmaður. Hann mun vera þar á vegum mexikanskrar sjónvarpsstöðvar og lýsa leikjum. Pele sló í gegn, 17 ára gamall, á HM 1958, skoraöi þá tvö mörk i 5-2 sigri Brasilíumanna gegn Sví- um í úrslitaleiknum. Á tveimur næstu HM-keppnum varð hann fyrir barðinu á grófum varnar- mönnum sem gengu svo frá hon- um að brasilíska liðið gat ekki not- ið krafta hans. En 1970 var annað uppi á teningnum, Pele leiddi Brasilíumenn til sigurs og skoraði eitt mark í 4-1 sigri liðsins í úrslit- unum gegn ítölum. Hvað segir Pele um HM nú, danska mánað- arritið Alt om sport rabbaði við hann og spurði fyrst: Hverjir verða heimsmeistarar nú? Brasilíu- menn? —Það er hugsanlegt, okkar lið er nijög gott um þessar mundir, kannski besta lið sem komið hef- ur frá Brasilíu síðan 1970. Ann- ars tel ég fjögur lið vera sigur- stranglegust og sigurinn gæti hafnað hjá hverju þeirra sem er. Það eru Brasilía, Argentína, Vestur-Þýskaland og Spánn. Spán nefni ég vegna þess að leik- ið er á Spáni. En hvaða 12 þjóðir komast i 2. umferð? — ítalia, Pólland, Vestur- Þýskaland, Chile, Argentína, Belgía, England, Tékkoslóvakía, Spánn, Júgóslavía, Brasilía og Skotland. Þó vil ég ekki ekki þvertaka fyrir að Ungverja'r komist áfram á kostnað Belga og Sovétríkin á kostnað Skotlands. Það er mín skoðun, að af þeim liðum sem sigurstranglegust teljast, hafi Vestur-Þjóðverjar verið langsamlega heppnastir með riðil, þeir eiga léttustu leik- ina. Nú reyna sig þarna 528 knatt- spyrnumenn. Hver telur þú að muni bera af? —Brasilíumennirnir Falcao og Zico, Diego Maradona og Vest- ur-Þjóðverjinn Bernd Schuster, svo fremi sem hann nær sér fyllilega eftir hin slæmu meiðsli sem hafa hrjáð hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.