Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 31 Tillaga Sjálfstæðismanna í borgarráði: Næstu byggðasvæði verði í landi Keldna og við Grafarvog Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins lögðu fram tillögu á borgarráðsfundi í gær, um að framkvæmdaröð aðalskipulags verði breytt þannig, að byggt verði með ströndinni og að næstu byggingasvæði á austursvæðum verði norðan Grafarvogs og á suð- urhluta Seláss, iðnaðarsvæði við Grafaryog sunnanverðan og aust- ur af Áburðarverksmiðju. Land- Pogörelich til landsins í kvöld Ivo Pogörelich, júgóslavneski píanóleikarinn, sem kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll á mánudagskvöldið, kemur til landsins í kvöld. Pogörelich er 24ra ára að aldri og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, hvarvetna vak- ið mikla athygli fyrir nýstárlega og sérkennilega Chopin-túlkun, en einnig hefur verið til þess tekið hver skartmaður hann er, svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Á tónleikunum með Sinfóníu- hljómsveit íslands leikur Ivo Pog- örelich annan pianókonsertinn eftir Chopin. Hljómsveitarstjóri er er David Measham. notkun norðan Grafarvogs verði breytt þannig að iðnaðarsvæði yst og syðst á Gufuneshöfða verði breytt í íbúðarbyggð frá vatna- skilum og til suðurs. Þá er lagt til að meginhluti þess lands Keldna, sem sýnt er til framtíðarstækkun- ar opinberra stofnana, falli undir íbúðarbyggð og landnotkun breytt í þá veru. Tillögunni var vísað til borgarstjórnar. Samkvæmt þdrri fram- kvæmdaröð, sem vinstri meiri- hlutinn í Reykjavík hafði sam- þykkt, áttu næstu byggðasvæði í Reykjavík að vera svæði norð- an Rauðavatns og Suðurlands- vegar, á Norðlingaholti og víð- ar. I greinargerð með tillögu sjálfstæðismanna kemur m.a. fram að ókleift sé að byggja við Rauðavatn vegna sprungna og misgengis og að kostnaður við gerð aðalholræsis frá svæðinu sé á bilinu 54—74 milljónir króna á núverandi verðlagi, samkvæmt frumhönnun Al- mennu verkfræðistofunnar. Vegna kostnaðar verði ekki byggt við Rauðavatn og einnig vegna þess að Norðlingaholt sé allt í eigu einstaklinga. í greinargerðinni segir ennfremur að tillagan geri ráð fyrir því að svæðið norðan Grafarvogs, sem ætlað var til iðnaðar, verði nýtt undir íbúð- arbyggð. Segir, að þetta svæði sé eitt hið fegursta byggingar- land sem völ sé á í borginni Af svæðinu yst og syðst sé fagurt útsýni. Ekki þurfi að óttast nábýli við sorphauga borgar- innar, því ætlað sé að fyllingu við Gufunes verði lokið innan sjö ára, eða um líkt leyti og húsbyggjendur flyttu í hús sín á svæðinu og að svæðið sé utan hættumarka Áburðarverk- smiðjunnar. Varðandi land Keldna segir í greinargerðinni, að staðfest að- alskipulag geri ráð fyrir að landið verði skert um 91,5 ha. og það fari undir íbúðarbyggð og opin svæði. Ennfremur sé gert ráð fyrir að við land Keldna verði síðar bætt 14,7 ha. sem nú eru í eigu einstaklinga. Tillaga sjálfstæðismanna gerir hins vegar ráð fyrir að land Keldna verði skert meira, eða um rúma 126 ha. og land sem Keldur fái til umráða verði 44 ha. Segir í greinargerðinni að land Keldna sé ákjósanlegasta byggingarland sem völ sé á inn- an lögsagnarumdæmis Reykja- víkur. Það sé að mestu nýtt til grasnytja og hljóti það að telj- ast afar óeðlileg nýting á ákjós- anlegu byggingarlandi. Þá kemur fram að staðfest aðal- skipulag veitti Reykjavík heim- ild til eignarnáms á landi Keldna og telja mætti víst að það fengist, enda væri um að ræða brýnt hagsmunamál sveitarfélags til nauðsynlegrar þróunar. Þar sem tillagan gerir ráð fyrir að borgin eignist stærri hluta lands Keldna en staðfest aðalskipulag geri ráð fyrir, hafi borgarstjóri skipað viðræðunefnd við ríkisstjórnina um kaup á því landi sem tillag- an lýtur að. Bolivar í Þjóðleikhúsinu í kvöld Fyrri sýning Rajatabla-leikhússins á Bolivar fór fram í Þjóóleikhúsinu í . verdur sýnt leikritið Forseti lýðveldisins. Nlyndin var tekin á æfingu á gærkvöld. Seinni sýning á Bolivar er i kvöld, en á mánudag og þriðjudag * Bolivar á sviði Þjóðleikhússins í gær. Ljósm. Mbi.: köe. Ballet Helga Tómassonar hlýtur góðar undirtektir ytra í VOR var í fyrsta skipti frum- sýndur ballett eftir Helga Tómasson, aðaldansara New York City Ballet, en þessi ball- ett var tekinn upp á vegum ballettskóla flokksins og sýnd- ur á nemendasýningum. Aðal karldansari ballettsins var Einar Sveinn Þórðarson, sem stundað hefur ballettnám síð- astliðin fjögur ár í ballettskóla New York City Ballet. Við ræddum við Einar Svein um sýninguna og undirtektir við henni. „Það voru sýndir fimm ballett- ar á nemendasýningunum í vor og eftir gagnrýni í dagblöðum New York-borgar að dæma, og umsögnum þeirra, sem sáu þess- ar sýningar, þá vakti verk Helga Tómassonar einna mesta at- hygli. Var talað um að það væri Rætt við Einar Svein Þórðarson, nemanda í ballettskóla New York City Ballet, en hann dansaði aðal- karlhlutverkið í verkinu, á nemenda- sýningu skólans, þar sem verkið var fært upp. fjölþætt og skemmtilegt og á köflum frumlegt. Væntanlega fer verkið inn á verkefnaskrá hjá New York City Ballet næsta vetur.“ Aðrir, sem áttu verk á nem- endasýningunum, voru Peter Martins, sem er aðaldansari hjá New York City Ballet, Madame Danilova og Stanley Williams, sem eru bæði kennarar við skól- ann, og svo Ballancine. „Verk Helga Tómassonar er léttklassískt og tónlist við það er eftir tónskáldið Maurio Guilli- ani, en tónverkið er fyrir klass- ískan gítar. Það voru 7 pör, sem dönsuðu í ballettinum og döns- uðum við Marisa Cerveris aðal- hlutverkin í tveimur sýningum af þremur, en það voru tvö pör, sem æfðu þessi danshlutverk," sagði Einar Sveinn. „Mér finnst stórkostlegt að dansa í þessu verki Helga og hef sjaldan notið mín betur enda vel undirbúinn. Þetta er erfitt danshlutverk tæknilega séð, en reglulega skemmtilegt. Það er mjög mikilvægt að standa sig vel á nemendasýning- Kinar Sveinn Þórðarson um, því mörg af stóru nöfnunum í ballettheiminum koma og fylgjast með og þarna getur framtíð nemendanna ráðist. Sýningar sem þessar eru eins konar prófraun fyrir nemend- urna og segja má að þessi sýning hafi verið óformleg útskrift mín úr ballettskólanum, því ég veit ekki hvort ég verð mikið lengur þar. Hvað tekur við er ekki ráðið ennþá," sagði þessi efnilegi og ungi ballettdansari, Einar Sveinn Þórðarson, en hann er tvítugur að aldri. HE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.