Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunní 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakið. Siglufjörður Siglufjörður var á fyrri helmingi þessarar aldar höfuð- staður síldveiða og síldariðnaðar og einn veigamesti hlekkurinn í þeirri verðmætasköpun, sem gerði fram- vindu þjóðfélagsins, frá fátækt til velmegunar, mögulega. Hrun síldarstofnsins, sem atvinna og afkoma íbúanna og sveitarfélagsins byggðist alfarið á, var áfall, sem vel má líkja við náttúruhamfarir. Slíkar vóru afleiðingarnar fyrir sveitarfélagið. íbúatala Siglufjarðar er í dag einum þriðja lægri en síðla á fimmta áratugnum. Það tók byggð- arlagið langan tíma að laða sig að nýjum atvinnuháttum, fyrst og fremst þorskveiðum, frystiiðnaði og loðnu- vinnslu. Hrun loðnustofnsins og stórlækkað hlutfall þorsks í botnfiskafla kemur því ver við Siglufjörð en flest önnur sjávarpláss. Siglufjörður hafði þá sérstöðu á sinni tíð, að atvinnu- reksturinn var að langmestum hluta í höndum ríkisins: Síldarverksmiðjur ríkisins, Tunnuverksmiðjur ríkisins, Lagmetisgerð ríkisins (Siglósíld) o.sv.fv. Framan af hafði þessi ríkisrekstur skattalegar ívilnanir gagnvart sveitar- félaginu, sem þurfti þó að leggja í mun kostnaðarsamari framkvæmdir hvers konar vegna þessa rekstrar. Ríkis- reksturinn dró fjölda fólks til Siglufjarðar, sem þar sett- izt að í góðri trú á síldarárunum, — og lagði ævistarf sitt í það, að koma sér þar sómsamlega fyrir. Staðreynd er að sjávarpláss, sem byggðu fremur á einkarekstri en ríkisrekstri, vóru mun fljótari að ná sér upp, eftir hrun síldarstofnsins, en Siglufjörður. Skyldur vinnuveitandans gagnvart starfsfólki og umhverfi reynd- ust síður en svo betur komnar í höndum ríkisins en einka- aðila, þegar á bjátaði. Öll viðbrögð vóru svifaseinni og ómarkvissari. Smám saman hefur þó Siglufjörður verið að rétta úr kútnum og breikka atvinnugrundvöllinn á staðnum og eru Húseiningar hf. gott dæmi um framtak, sem borið hefur góðan ávöxt. Eftir sem áður verður það þó sjósóknin og og fiskvinnslan, sem verður undirstaða atvinnulífsins á staðnum. En stefna ríkisvaldsins gagn- vart starfsgreinum í sjávarútvegi, sem nú sæta vaxandi taprekstri, eykur hinsvegar á óöryggi fólks, sem byggir sjávarpláss landsins. Sigur Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði, sem tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu sína þar, byggist fyrst og fremst á þeirri pólitísku sveiflu, sem orðin er í þjóðfélaginu öllu, sterku framboði og styrku flokksstarfi. En í bakgrunni þessa sigurs er jafnframt sú reynsla af ríkisrekstri, sem Siglfirðingar þekkja öðrum betur. í þessum orðum felst ekki gagnrýni á stjórnendur þessara ríkisfyrirtækja á genginni tíð, sem allt vóru hinir mætustu menn, heldur mat á reynslu og rekstrarformi. Norðurland vestra Norðurland vestra samanstendur af víðfeðmum land- búnaðarhéruðum og dæmigerðum sjávarplássum. Þar býr kraftmikið og duglegt fólk, sem heldur uppi blómlegu menningarlífi, samhliða daglegum störfum. Engu að síður hefur atvinnulíf verið þar of einhæft — og kjördæmið er í neðstu tröppu sem tekjusvæði. í upphafi þriðja áratugarins bjuggu þar 10.3% þjóðarinnar en nú aðeins 4.6%. Kjördæmið hefur því síður en svo haldið hlut sínum í vexti þjóðarinnar, þó fjölgað hafi í einstökum byggðarlögum, einkum Blönduósi, Sauðárkróki og Hvammstanga. Blönduvirkjun, sem sýnist loks komin af þrasstigi, skapar margháttaða möguleika til fjölbreytni í atvinnu- háttum, ef rétt er á málum haldið, en samkvæmt mann- fjöldaspám þurfa að verða til 1500 ný störf í kjördæminu á næstu 20 árum. Slíkt hlýtur að vera kappsmál heima- aðila, enda eru fjölbreytni í störfum og sambærilegir tekjumöguleikar og annarsstaðar bjóðast höfuðforsenda þess að halda hlut sínum hvað íbúafjölda varðar. Fjórir alþingismenn á afvopnunarþingi SÞ: Sýnir vaxandi áhyggjur þjóða af vígbúnaðar- kapphlaupinu — segir Birgir ísl. Gunnarsson ANNAÐ afvopnunarþing Sameinuðu þjóðanna stendur nú yfir í New York. Þingið hófst 7. júní og stendur til 9. júlí. Fjórir íslenskir þingmenn sækja þingið og héldu þeir utan í gter. Þeir eru: Birgir ísl. Gunnarsson frá Sjálfstaeð- isflokki, Guðmundur G. Þórarinsson frá Framsóknarflokki, Kjartan Jóhanns- son frá Alþýðuflokki og Ólafur R. Grímsson frá Alþýðubandalagi. „Sú staðreynd að þetta þing er haldið með öllum 154 aðildarríkj- um Sameinuðu þjóðanna sýnir vax- andi áhyggjur þjóða heims yfir hinu mikla vígbúnaðarkapphlaupi, ekki síst á sviði kjarnorkuvopna," sagði Birgir ísl. Gunnarsson al- þingismaður í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Fyrsta afvopnunarþing Samein- uðu þjóðanna var haldið 1978 og því lauk með stefnuyfirlýsingu sem allar þjóðirnar urðu sammála um. Hins vegar hefur reynst erfitt með framkvæmdir. í sambandi við þetta þing hefur sérstök undirbún- ingsnefnd starfað, en aðild að henni eiga 70 þjóðir, og fyrir þessu þingi liggja margar tillögur og greinargerðir. Sem sæmi um tillög- ur og álit má nefna tvær sameigin- legar álitsgerðir Norðurlandaþjóð- anna, þar sem ísland er meðtalið. Önnur álitsgerðin fjallar um nauð- syn þess að stöðva frekari dreif- ingu kjarnorkuvopna til fleiri þjóða og hin fjallar um samhengið á milli afvopnunar og efnahags- þróunar í heiminum. A síðastliðn- um vetri var samþykkt í utanrík- Birgir ísl. Gunnarsson ismálanefnd Alþingis að sendir yrðu fulltrúar á þetta afvopnunar- þing og fara fjórir fulltrúar á þing- ið. Aðalfulltrúar íslands á þinginu verða aðalfulltrúi íslands hjá Sam- einuðu þjóðunum, Tómas Tómas- son, og Níels P. Sigurðsson," sagði Birgir. Þingmennirnir fóru utan í gær, eins og áður sagði, og verða allt að hálfum mánuði ytra. Sagði Birgir að þeir myndu taka þátt í störfum þingsins eftir því sem möguleikar væru á, en Birgir gat þess að allt sem sagt væri og gert af hálfu ís- lands, hvort heldur væri á allsherj- arfundum eða nefndafundum, væri á ábyrgð utanríkisráðherra. „Árbókarmenn“: í fremri röð eru f.v. Gerd Braun, forstjóri Árbókarútgáfunnar, Erich Gysling aðalritstjóri og Gísli Ólafsson, sem annast ritstjórn erlenda hluta íslenzku útgáfunnar. Fyrir aftan þá eru Hafsteinn Guð- mundsson, forstjóri Þjóðsögu, sem hannaði íslenzka sérkaflann, og Björn Jóhannsson, sem tók íslenzka sérkaflann saman. Ljóam. Mbl: ÓI.K.M. Sautjánda árbók Þjóðsögu BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hefur gefið út sautjándu árbókina; „Árið 1981 — stórviðburðir liðandi stundar í máli og myndum — með íslenzk- um sérkafla.“ Bókin er nú 344 blaðsíður með yfir 500 myndum og er íslenzki sérkaflinn 30 blaðsíður með 79 myndum. Á fundi með fréttamönnum í gær, þar sem nýja árbókin var kynnt, kom m.a. fram, að árbók- in er nú gefin út á átta tungu- málum í samtals 120 þúsund ein- tökum. Fyrsta árbókin kom út 1946 ,á sænsku, og þegar mest var, kom hún út á ellefu tungu- málum. Nú kemur hún út á ís- lenzku, finnsku, sænsku, frönsku ensku, þýzku, ítölsku og spænsku. Þjóðsaga varð fyrst til að hafa sérkafla fyrir sitt land, en nú eru einnig sérkalfar í sænsku, finnsku og frönsku út- gáfunum og stefnt er að svissn- eskum sérkafla næst. Að þessu sinni er árbókin prentuð í Sviss, hjá E. Uhl. Rad- olfzell og bundin inn í Þýzka- landi hjá Eibert AG í Eschen- bach. Setning og filmuvinna ís- lenzku útgáfunnar er unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. 4 laxar fyrsta daginn í Laxá í Aðaldal VEIÐIN í Laxá í Aðaldal hófst fimmtudaginn 10. júní sl. og veiddust 4 laxar fyrsta daginn. Fimm fiskar veiddust fyrir hádegi í gsr, og er þetta mun verri byrjun en í fyrra, en þá veiddust 29 laxar fyrsta daginn, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbi. fékk í veiðihúsinu á Laxamýri í gær. Nú eru Húsvíkingar að veiðum í ánni og verða til 20. júní, en þá hefjast veiðar í allri ánni. Nú er aðeins veitt á neðra Laxamýrar- svæðinu, neðan Æðarfossa. Lax- inn sem veiðst hefur er meðal- vænn, stærsti 14 pund að þyngd. Ánamaðkur varð þeirra banabiti. Mikið vatn er nú í Laxá og kalt, en menn eru bjartsýnir á hlýnandi veður og aukna veiði. Veiðar í Þverá í Borgarfirði hóf- ust þann 6. júní sl. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í veiðihúsinu við ána eru nú bændur að veiðum í ánni og hafa þeir enn ekki bókað afla. Sex fiskar veidd- ust hins vegar fyrsta daginn og voru þeir af stærðinni 8—13 pund. í Norðurá gengur enn heldur treglega, samkvæmt upplýsingum sem fengust í veiðihúsinu, og er nú 21 lax kominn þar á land. Allar aðstæður eru góðar að því undan- teknu að vatnið er enn fremur kalt, 6—7 stig. Stærsti fiskurinn úr Norðurá vó 13 pund. í fyrradag hófst veiði í Laxá í Kjós og á hádegi í gær höfðu 15 laxar veiðst. —éj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.