Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 11x11 heimsmeistarar í 50 ára sögu HM-keppninnar HM-keppnin á Spáni í sumar er tólfta lokakeppni sem fram fer frá upphafi HM-keppninnar í knatt- spyrnu. Ellefu sinnum hafa því 11 leikmenn stadið uppi sem heims- meistarar í lok úrslitaleikja. Við skulum hér til gamans rifja upp úr- slitaleikina frá upphafi, úrslit þeirra og ýmislegt fleira. Fyrsta HM-keppnin fór fram í Uruguay og heimamenn báru sig- ur úr býtum, þeir sigruðu Argent- ínumenn 4—2. Þetta var árið 1930. 80.000 áhorfendur sáu Scarone, Castro, Vae og Iriarte- skora mörk Uruguay gegn mörkum þeirra Peucelle og Stabile fyrir Argent- ínu. 1934 var leikið á Ítalíu og aftur var það heimaliðið sem sigraði, ít- Titkos svöruðu fyrir Ungverja. Uruguay-menn hrepptu annan HM-titil sinn í fjórðu keppninni sem fram fór í Brasilíu árið 1950. Að þessu sinni fór enginn úrslita- leikur fram, heldur hrepptu Uru- guay-menn titilinn vegna þess að eftir að keppni var lokið í fjórum riðlum, voru þeir eina sigurliðið úr þeirri keppni sem ekki tapaði leik. Hin liðin, Brasilía, Spánn og Sví- þjóð töpuðu öll leikjum í riðla- keppninni þó svo að þau hafi sigr- að hvert í sínum riðli. Vestur-Þjóðverjar sigruðu í fimmtu HM-keppninni sem fram fór í Sviss 1954. Þeir sigruðu Ungverja 3—2 að 65.000 áhorfend- um viðstöddum. Rahn (2) og Mor- lock skoruðu mörk Þýskalands, en • Tékkinn Jelinek sækir ad brasilíska markinu í úrslitaleiknum í Chile 1962. alir lögðu Tékka að velli með 2 mörkum gegn 1. Framlengingu þurfti til þess að fá úrslit. 40.000 manns fylgdust með þeim Schi- avio og Orsi skora mörk ítala, en Puc svara fyrir Tékka. Þriðja lokakeppnin fór fram í Frakklandi og aftur sigruðu ítalir. Að þessu sinni sigruðu þeir Ung- verja 4—2 í úrslitaleiknum að 60.000 áhorfendum viðstöddum. Piola og Colaussi skoruðu tvö mörk hvor fyrir ítali, en Sarosi og þeir Puskas og Czibor mörk Ung- verja. Brasilíumenn unnu svo titilinn í fyrsta skiptið árið 1958, er keppn- in fór fram í Svíþjóð. Heimaliðið gerði sér lítið fyrir og komst í úr- slit, en Brasilíumenn sigruðu í úr- slitaleiknum 5—2. Vava (2), Pele (2) og Zagalo skoruðu mörk Bras- ilíumanna, en þeir Liedholm og Simonson svöruðu fyrir Svía sem áttu aldrei möguleika. Pele skaust þarna upp á stjörnuhimininn. Áhorfendur voru 50.000. 1966 fór keppnin fram í Eng- landi og eins og oft áður og eftir, var það heimaliðið sem tók titil- inn. Englendingar sigruðu Vest- ur-Þjóðverja 4—2 í frægum úr- slitaleik. I annað skiptið í sögunni þurfti að framlengja og í fyrsta skiptið skoraði leikmaður þrennu, en Geoff Hurst vann það afrek fyrir England. Martin Peters skoraði fjórða mark Englands, en Weber svaraði fyrir Þjóðverja. Áhorfendur á Wembley voru 97.000. 107.000 talsins, mesti áhorfenda- fjöldi á úrslitaleik fyrr og síðar. Árið 1974 fór keppni fram í Vestur-Þýskalandi og rétt einu sinni var það gestgjafinn sem var ekki gestrisinn hvað varðaði sig- urlaunin, Þjóðverjarnir sigruðu Hollendinga 2—1 í úrslitunum og var leikurinn einkum frægur fyrir þær sakir að Holland náði forystu úr vítaspyrnu eftir að tæplega mínúta var liðin af leiknum. Gerd Muller og Paul Breitner skoruðu mörk Þýskalands, en Johan Neeskens skoraði fyrir Holland. Áhorfendur voru 80.000. Hollendingar voru aftur í úrslit- um í Argentínu 1978, en heima- menn urðu þriðja gestgjafaþjóðin í röð til að vinna titilinn. Argent- ína sigraði Holland 3—1 í úrslita- leiknum eftir framlengdan leik. Mario Kempes (2) og Daniel Bert- oni skoruðu mörk Argentínu, en Dick Nanninga skoraði fyrir Hol- land. Áhorfendur voru 78.000. Brasilíumenn tefldu fram mik- illi knattspyrnusýningu er þeir unnu HM-titilinn í þriðja skiptið í sögu sinni árið 1970 í Mexíkó. Þeir voru hreint óstöðvandi og sigruðu Itali 4—1 í úrslitunum. Pele, Ger- • Mario Kempes fagnar öðru marki sinu og Argentínu i siöasta úrslitaleikn- um í Buenos Aires gegn Hollandi 1978, en Argentína vann þann leik 3—1. • Frá viðureign Þjóðverja og Ungverja í Bern 1954. Þjóðverjinn Morlock, nr. 7, sækir að ungverskum leikmanni. Morlock skoraði einmitt þriðja mark Þýskalands. Sjöunda HM-keppnin fór fram 1962 í Chile og aftur unnu Bras- ilíumenn, enda komnir í fremstu röð. Tékkar voru nú í annað skipt- ið í úrslitum, en þeir áttu aldrei möguleika gegn Brasilíumönnun- um sem sigruðu 3—1. Vava, Am- arildo og Zito skoruðu mörkin, en Masopust svaraði fyrir Tékka. Áhorfendur að þessu sinni voru tæplega 70.000. son, Jairzhino og Alberto skoruðu mörk liðsins, en Boninsegna svar- aði fyrir ítali. Áhorfendur voru HM í knattspyrnu: Sprengja verðlag á Fri Helgu Jónndóttur, frélUritara Mbl. í Burgos, Spáni: VITASKULD mátti búast við því að margar neikvæðar hliðar við- víkjandi heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu kæmu í ljós. Meðal þeirra leiðindamála vegna HM sem þegar hafa skotið upp kollinum, er hækkað verðlag á ýmsum sviðum (gisting, skemmtistaðir, matur, minja- gripir ...). Líklega verða þó Spánverjar og ferðamenn, stadd- ir í borgum þar sem keppni fer fram, verst fyrir barðinu á þess- um tímabundnu verðhækkunum. Misbeiting og brask hóteliðn- aðarins á Spáni dagana sem HM fer fram eiga eftir að leika margan grátt. Mikill hluti spænsks iðnaðar mun græða á tá og fingri í sumar, þökk sé heims- meistarakeppninni. Nær allir hóteleigendur hugsa sér HM sem viðskipti aldarinnar og eru stað- upp allt gistingu falt hærra verð fyrir herbergi en venja er. Ekki er nóg með það, heldur verður gesturinn að fara eftir skilyrðum hótelsins, sem er takmörkun dvalartímans!! Þetta kemur sérstaklega illa niður á blaðamönnum og öðrum starfsmönnum fjölmiðla. Slíkt fyrirkomulag heftar mjög starf þeirra. Blaðamenn erlendis frá hafa kvartað yfir þessu „villi- mannlega braski“ eins og þeir kalla það að heimila ekki eins langa dvöl á hóteli og hverjum og einum þóknast eða nauðsyn krefur atvinnu þeirra vegna. Ekki eru það eingöngu hótel- eigendur er sjá gull og græna skóga út af HM. Eigendur ann- arra fyrirtækja; verslana, veit- ingahúsa, skemmtistaða ... sofa líklegast vel þessa dagana rétt ráðnir i að nýta sér þetta ein- stæða tækifæri út í ystu æsar. — Hvernig? Sprengja upp allt verðlag á gistingu, fæði og ann- arri þjónustu hótelanna. Spænsku hótelin hafa ákveðið ógnarlega verðhækkun og sett skilyrði, er varla verða talin hagstæð viðskiptavinunum. Það verður gjörsamlega vonlaust að kvarta. Ferðamaðurinn á ekki annarra kosta völ en að sam- þykkja skilmála hótelsins. Ann- ars má hann bara hætta við dvölina og missa þannig e.t.v. af heimsmeistarakeppninni. Ekkert aukaeftirlit opinberra aðila á verðlagi vegna HM gerir hótelunum kleift að leika lausum hala í þessu efni. Ferðamaður, sem gistir á hóteli í einhverri keppnisborginni, greiðir marg- • Þótt ekki vanti áhorfendurna á þessari mynd, eru Spánverjar ekki allir jafnhrifnir af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Stór hluti þjóðarinnar mun meira að segja gera allt til að „flýja“ keppnina. Sumir verða þó heima og reyna að græða á henni. fyrir HM og dreymir skínandi bjarta daga framundan í við- skiptum. Hér flýtur ósköp einfalt dæmi með ... verð á íspinna, sem er 40 pesetar núna, verður sennilega 70—80 pesetar í júní og júlí og svo aftur 40 pts. í ágúst... Skipulagsnefnd HM, í sam- vinnu við Mundiespana, hefur ákveðið að skerast í leikinn og ræða við viðkomandi aðila, til þess að finna skynsamlega lausn á þætti, er varðar heimsmeist- arakeppnina og sem þegar hefur byrjað að hafa neikvæð áhrif á ímynd Spánar og undirbúning Spánverja fyrir HM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.