Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ1982 FJÓRIR ernir hafa drepist á einu ári eftir aö hafa lent í grút. Tveir ernir drápust við Patreksfjörð og tveir á Snæ- fellsnesi, annar í marz sfðast- liönum og hinn í janúar. Hinn fyrrnefndi fannst í Kolgrafarfírði, þá illa til reika. Hann var fluttur til Reykjavíkur og hreinsaður, Svínabú stór- skemmist í eldi Akureyri, 11. júní. ELDUR kom upp í svínahúsi á bænum Hamraborg sunnan og vestan við Akureyri á öðrum tímanum í nótt. Svínahúsið er á að giska 150 fermetrar að stærð og stórskemmdist í eldinum, m.a. er þakið alveg ónýtt. í því voru 20 fullorðin svín og 200 grísir og tókst að bjarga öllum svínunum út nema einum grís sem fannst dauður í morgun. Nokkrir ungir menn voru á öku- þeir urðu eldsins varir, en bærinn ferð í nánd við Hamraborg þegar Forstöðumenn við Hollustuvernd HEILBRIGÐIS- og trygg- ingamálaráöuneytið hefur skipaö eftirtalda menn for- stöðumenn við Hollustu- vernd ríkisins frá og með 1. ágúst: Þórhall Halldórsson, verkfræð- ing, forstöðumann heilbrigðiseft- irlits, Guðlaug Hannesson, gerla- fræðing, forstöðumann rann- sóknastofu og Ólaf Pétursson, efnaverkfræðing, forstöðumann mengunarvarna. er mannlaus á nóttunni. Þeir brugðust mjög viturlega og vask- lega við, einn fór á næsta bæ og hringdi þaðan á slökkvilið, en hin- ir sneru sér strax að því að hleypa svínunum út og undirbúa komu slökkviliðsins m.a. með því að klippa sundur keðju sem hliðinu var lokað með. Allt sparaði þetta slökkviliðinu tíma og varð til þess að svínin björguðust. Ekkert vatn var á bænum, nema í eldhúskrana, svo að flytja varð allt vatn til slökkvistarfsins á tankbílum, sem fengnir voru að láni hjá Vegagerð ríkisins. Að öðru leyti gekk slökkvistarfið vel. Eigandi svín- anna er Kristinn Björnsson, sem áður bjó á Kotá við Akureyri. Eldsupptök eru ókunn. Njarðvík: Albert K. Sanders var Sv.V- Bæjarstjóraskiptin 1 Kópavogi: Meiri- og minnihluti létu bóka athugasemdir á víxl Alþýðubandalagiö samþykkti bæjarstjóraskiptin með 28 atkvæðum gegn 23 Á FUNDI bæjarstjórnar Kópavogs í gær lýsti efsti maður á lista Alþýðu- bandalags, Björn Olafsson, því yfir að samningur hefði tekist með Alþýðu- bandalagi, Alþýðuflokki og Framsóknarflokki um meirihlutasamstarf næsta kjörtímabil. Las Björn síðan upp yfirlýsingu þar um, en í henni er m.a. kveðið á um að Kristján Guðmundsson, félagsmálastjóri Kópavogs, taki við starfi bæjarstjóra af Bjarna Þór Jónssyni. stöðnum kosningum. Björn Ólafsson kvaddi sér hljóðs fyrir hönd meirihlutans og las sameiginlega bókun þeirra flokka sem að honum standa. Þar segir að vegna bókunar „íhalds- ins“, þess efnis að Bjarna Þór hafi en drapst þegar verið var að flytja hann vestur. Hinn síð- arnefndi fannst skammt frá Stykkishólmi. Það var merkt- ur fugl, 2'/2 árs. „Líkur benda til, að ernirnir, sem fundust á Snæfellsnesi, hafi dregist upp og drepist eft- ir að hafa komist í rotnandi selshræ og grúturinn komst í fiður þeirra," sagði Ævar Pet- ersen, fuglafræðingur, í sam- tali við Mbl.' er hann var staddur í Flatey á Breiðafirði. „Þá var talið, að fuglarnir sem fundust í Patreksfirði hefðu komist í selshræ. Síðar kom á daginn, að hugsanlegt er að þeir hafi komist í rotn- andi hræ höfrunga. Þá hefur borið á því, að fálkar hafi dregist upp og drepist eftir að hafa lent í grút,“ sagði Ævar Petersen. Ljosm. Að loknum kveðjuorðum Bjarna Þórs Jónssonar, fráfarandi bæjarstjóra Kópavogs, færði Helga Sigurjónsdóttir honum blóm fyrir hönd samstarfs- manna á bæjarskrifstofum og starfsmönnum SVK. Fjórir ernir hafa drepist eftir að hafa lent í grút endurráðinn bæjarstjóri Bæjarstjórn Njarðvíkur kom saman til fyrsta fundar hinn 1. júní sl. Á fundin- um var Aki Granz kosinn forseti bæjarstjórnar og Halidór Guðmundsson fyrsti varaforseti. í bæjarráð voru kosnir af D-lista Áki Granz og Halldór Guðmunds- son og af A-lista Ragnar Halldórs- son. A fundi bæjarstjórnar 11. júní var Albert K. Sanders endurráðinn bæjarstjóri til næstu 4 ára. Albert hefur verið bæjarstjóri í Njarðvík undanfarin 2 kjörtímabil. Kjör nefnda fer fram á fundi bæjar- stjórnar 22. júní nk. Á þessum fundi óskaði einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, Júlíus Rafnsson, eftir því að verða leystur undan störfum bæj- arfulltrúa vegna ágreinings við bæjarmálaflokk Sjálfstæðisflokks- ins um endurráðningu bæjarstjóra. Július var í 2. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í kosningunum. í upphafi fundar hafði Richard Björgvinsson, aldursforseti bæjar- stjórnar og fyrsti bæjarfulltrúi Kópavogs, lesið upp tvo undir- skriftalista bæjarstarfsmanna þar sem þá fyrirhuguðum bæjar- stjóraskiptum var mótmælt. Þeg- ar komið var að skiptunum kvaddi Richard Björgvinsson sér hljóðs og las upp sérstaka bókun fuiltrúa Sjálfstæðisflokksins. I bókun sjáifstæðismanna segir m.a. að þeir lýsi vanþóknun á vinnubrögðum meirihluta bæjar- stjórnar gagnvart fráfarandi bæj- arstjóra. Viðbrögð bæjarstarfs- manna við aðförinni að honum beri þess órækan vott að hann hafi verið vinsæll húsbóndi. Segir að þegar Bjarni Þór hafi látið af starfi sínu sem bæjarritari, sem honum hafi verið óljúft, hafi verið hart að honum lagt að taka að sér starf bæjarstjóra. Þegar hann síð- an afsalaði sér starfi bæjarritara, hafi honum fyllilega verið gefið í skyn að um endurráðningu yrði að ræða ef þáverandi meirihluti ynni saman á ný, sem raun hefur orðið á. Þennan stuðning við endurráðn- ingu Bjarna Þórs hafi Alþýðu- bandalagið síðan ítrekað í nýaf- „Með lítilsháttar eftirköst en tilbúinn í slaginn á ný“ Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD komu til landsins 2 skipverjar af togaranum Guösteini GK frá Grindavík, sem fengið höföu reykeitrun er eldur kom upp í togaranum undan ströndum Skotlands. Það var leiguflugvél frá Helga Jóns- syni sem sótti mennina til Aberdeen, en með vélinni komu einnig tveir félagar þeirra af skipinu og farþegar, sem höföu ætlað aö fara með Guðsteini þessa ferð. „Það var á miðvikudag, snemma morguns, sem eldur kom upp í togaranum og voru flestir áhafnarmeðlimirnir sof- andi,“ sagði Sigurdór Halldórs- son, skipverji á Guðsteini, í sam- tali við Mbl. í gær. „Eldur hefur sennilega kvikn- að út frá rafmagnsleiðslum í gangi skipsins og hefur læst sig fljótlega í klæðningu og dregla, sem eru á ganginum. Við skip- verjarnir brugðumst skjótt við er við urðum eldsins varir og tel ég að tekist hafi að ráða niður- lögum hans á um klukkutíma, annars er ég ekki vel fallinn til frásagnar af slökkvistarfinu, því eins og fram hefur komið í frétt- um, fengum við fjórir reykeitrun og vorum fluttir með björgunar- þyrlu í sjúkrahús í Dundee. Ég og Reynir náðum okkur tiltölu- lega fljótt og losnuðum af sjúkrahúsinu eftir sólarhring en þeir Ingvar og Jóhann voru fyrst lagðir inn á gjörgæsludeild en ég held að þeir losni af spítalanum fljótlega. Ég er nú með lítilsháttar eftir- köst en að öðru leyti hress og er tilbúinn aftur í slaginn. Það var ánægjulegt að ekki fór verr,“ sagði Sigurdór. Guðsteinn sigldi fyrir eigin vélarafli til Aberdeen þar sem viðgerð mun fara fram. Nokkrar skemmdir urðu á göngum skips- ins og rafmagnskerfi. Þeir tveir skipverjar, sem eftir eru í sjúkrahúsi, eru á batavegi og munu koma heim í dag eða næstu daga. Þeir Sigurdór Halldórsson og Reynir Sigurjónsson við komuna til Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. (Ljóm.Tnd KÖE.) verið lofað áframhaldandi emb- ætti, vilji meirihlutinn taka fram að engin slík loforð hafi verið gef- in við ráðningu hans. Þá sagði Björn að þeir alþýðubandalags- menn hefðu ævinlega stutt Bjarna Þór í embætti. Sá stuðningur hefði varað fram á þennan dag. Siðan þakkaði hann Bjarna Þór vel unn- in störf í þágu Kópavogs. Richard Björgvinsson las síðan upp bókun sem sjálfstæðismenn létu gera vegna bókunar meiri- hlutans. Segir þar að sú bókun hafi aðeins verið aumt yfirklór vegna brigðmæla meirihlutans sem gerði skömm þeirra einungis meiri en ella. Þessari bókun var fagnað með almennu lófataki í áheyrendastúku. í fundarlok þakkaði Bjarni Þór Jónsson bæjarfulltrúum og sam- starfsmönnum fyrir gott samstarf þau þrjú ár sem hann hafi starfað á bæjarskrifstofum Kópavogs. Óskaði hann síðan nýkjörnum bæjarfulltrúum allra heilla á því kjörtímabili sem nú færi í hönd. Hinn nýkjörni bæjarstjóri, Kristján Guðmundsson, var ekki viðstaddur. Á fundi fulltrúaráðs Alþýðu- bandalags Kópavogs í fyrrakvöld, þar sem samstarfsyfirlýsingin var samþykkt með 25 atkvæðum gegn 7, urðu deilur um fyrirhuguð bæj- arstjóraskipti. Heiðrún Sverris- dóttir, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, staðfesti þetta í samtali við Mbl. í gærkvöld. Sagði hún að þetta hefði verið nánast eina deilumálið í samstarfsyfir- lýsingu flokkanna og hefði deilan verið hörð og tekið drjúga stund. Heiðrún kvað það í hæsta máta eðiilegt að menn hefðu átt erfitt með að kyngja þessu, þar sem flokkurinn hefði verið búinn að lýsa yfir fullum stuðningi, við Bjarna Þór fyrir kosningar. „En þetta var krafa frá hinum flokk- unum,“ upplýsti Heiðrún. Enn- fremur upplýsti hún að ákvæðið um bæjarstjóraskiptin hefði verið samþykkt með 28 atkvæðum gegn 23 á fulltrúaráðsfundi Alþýðu- bandalagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.