Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 1982 2 9 Fyrirliöi Englands, Kevin Keegan. Kemur liö hans á óvart? Platini Frakklandi Sóknarleikmaður: Roberto Figueroa. Forvitnilegur leikmað- ur. Getur skotið með báðum fótum og þykir sérstaklega hættulegur er hann nálgast vítateiginn, skor- ar þá mikið með langskotum. Þá er hann aukaspyrnusérfræðingur liðsins og jafnvígur á þrumufleyg- ana og bogaskotin. Tékkóslóvakía: Vörn: Rostislav Vojacek. Vörn Tékka er talin vera slök er glíma þarf við háar fyrirgjafir. Sé það raunin mun skipta Tékka miklu hvernig Vojacek stendur sig, því hann er sá leikmaður tékkneska liðsins sem bestur er í „loftinu". Miðvallarleikmaður: Jan Kozac Ekki frægur leikmaður, en klókur miðvallarleikmaður sem er fær um að hrella hvaða vörn sem er ef gát er ekki höfð á honum. Sóknarleikmaður: Zdnek Neh- oda. Margir telja hann vera kom- inn af léttasta skeiði, en líklegt er að hann gerist leikmaður utan Tékkóslóvakíu eftir HM og því er fyrir öllu fyrir hann að standa sig vel. Um árabil hefur hann verið fremsti markaskorari tékkneska landsliðsins. Ungverjaland: Vörn: Lazslo Balint. 34 ára gam- all geysilega leikreyndur miðvörð- ur. Nautsterkur líkamlega og hinn mesti refur í þokkabót. Einn af lykilmönnum ungverska liðsins. Miðvallarleikmaður: Tibor Nyil- asi. Fáir miðvallarleikmenn Evr- ópu skora jafn mikið af mörkum og Nyilasi. Fyrirliði liðsins. Sóknarleikmaður: Andreas Tor- ocsik. Erfiður leikmaður að reiða sig á sökum skapbresta og glaumgosalífernis. Síðustu miss- erin þykir hann þó hafa róast talsvert og einbeitt sér meira að lifibrauði sínu, knattspyrnunni. Þykir vera stórkostlegur fram- línumaður þegar hann má vera að því. Ítalía: Vörn: Gaetano Scirea. Miðvörð- ur hjá Juventus og einn af fáum ítölskum varnarmönnum sem láta ekkert tækifæri ónotað til að taka þátt í sóknarleiknum. Miðvallarleikmaður: Giancarlo Antognioni. Hefur náð sér eftir slæmt höfuðhögg og betri en nokkru sinni fyrr. Bráðleikinn leikmaður sem getur látið knött- inn detta niður á fimmeyring 50 metra í burtu. Sóknarleikmaður: Paolo Rossi. Auðvitað. Spurningarmerki hvílir yfir Rossi vegna þess að svo skammt er síðan hann hóf að leika knattspyrnu á ný eftir 2ja ára bannið sem hann þurfti að taka út. Nái hann sér á strik er þó næsta víst að hann verður í hópi bestu sóknarleikmanna keppninnar. Kuwait: Vörn: Mahboub Mubarek. Bankastarfsmaður og talinn besti miðvörður Mið-Austurlanda. Gef- ur ekki tommu eftir í návígjum og þykir hafa sérstaklega gott skyn á að vera á réttum stað á réttum tíma. Breitner, V-Þýskaland. Miðvallarleikmaður: Saad A1 Houti. Fyrirliði liðsins og starfs- maður í varnarmálaráðuneyti Kuwait. Er einnig varnartengilið- ur og leikreyndasti leikmaður liðs- ins með yfir 100 landsleiki. Sóknarleikmaður: Aziz A1 Ab- ari. Yfirleitt markahæsti leikmað- ur Kuwait eftir hvert tímabil. Skorar mikið, einkum úr auka- spyrnum og er jafnvígur á báða fætur. Nýja Sjáland: Vörn Bobby Almond: Lék áður sem áhugamaður með Tottenham, en snéri heim er hann náði ekki atvinnumannasamningi við félag- ið. Hefur verið fastamaður í landsliðinu í 4 ár, stór og sterkur miðvörður af gamla skólanum. Miðvallarleikmaður: Steve Sumner. Fyrirliði liðsins, en fædd- ur í Englandi. Duglegur og útsjónarsamur tengiliður. Einnig markheppinn ef svo ber undir, þannig skoraði hann sex mörk í 13—0 sigri liðsins gegn Fiji-eyjum i undankeppninni. Sóknarleikmaður: Wynton Ruf- er. Gekk næstum til liðs við Nor- wich á síðasta keppnistímabili, en fékk ekki atvinnuleyfi er á reyndi. Hann skoraði 4 mörk í 3 fyrstu landsleikjum sínum og fær nú stærra svið og mikilvægara til að sýna og sanna getu sína. Norður írland: Vörn: Mal Donaghie. Getur leik- ið hvar sem er í öftustu vörninni og jafnvel sem tengiliður ef svo ber undir. Sterkur og útsjónar- samur varnarmaður og einnig með þeim markheppnari. Miðvallarleikmaður: Sammy Mcllroy. Hann þarf varla að kynna, leikinn og hættulegur sóknartengiliður. Stilli hann fall- byssuna rétt gætu Júgóslavía og Spánn orðið illa fyrir barðinu á honum. Sóknarleikmaður: Gerry Armstrong. Þó hann eigi ekki fast sæti í aðalliði Watford hefur hann staðið sig betur en enginn í lands- liðspeysunni. Kraftur hans og markheppni gætu fleytt írska lið- inu yfir erfiðar flúðir. Perú: Vörn: Jorge Olaechea. Mjög full- kominn knattspyrnumaður og sér- staklega þykir hann hættulegur er hann nær knettinum og hefur góð- an tíma til að kanna stöðuna. Miðvallarleikmaður: Julio Cesar Uribe. Margir spá því að þessi piltur steli senunni á HM. Leikni hans þykir vera með ólíkindum, einnig markheppnin. Fáir eða eng- ir eru jafn hættulegir í auka- spyrnunum. Sóknarleikmaður: Jeronimo Barbadillo. Hægri útherji með mikla tækni og fádæma yfirferð í hverjum leik. Stórkostlega leikinn með knöttinn og skorar töluvert af mörkum. Hann segist vera 27 ára, en FIFA fullyrðir á móti að hann sé 29 ára! Pólland: Vörn: Vladislav Zmuda. Leikur nú í þriðju HM-keppni sinni þó hann sé aðeins 27 ára gamall. Einn sterkasti miðvörður Evrópu. Miðvallarleikmaður: Zbignew Boniek. Einn af fremstu miðvall- arleikmönnum Evrópu og auka- spyrnusnilld hans er rómuð. Hann leikur með Juventus næsta keppn- istímabil. Sóknarleikmaður: Wlodzimier Smolarek. Eitt af nýju nöfnunum í pólska liðinu, en Smolarek mun mynda framlínu Póllands ásamt gamla brýninu Szarmach. Talinn svipa mjög til Gerd Miiller og það segir meira en mörg orð. Skotland: Vörn: Alan Hansen. Talinn af mörgum fullkomnasti miðvörður bresku knattspyrnunnar og þessir mörgu eru jafn vissir að eftir HM verður hann einnig talinn í hópi bestu miðvarða Evrópu. Miðvallarleikmaður: Graeme Souness. Geysilega fjölhæfur mið- vallarleikmaður: Einnig leikmað- ur sem gengur til leiks með rétt hugarfar, að gefast aldrei upp þó á móti blási. Sóknarleikmaður: Ken Dalglish. Hann ætlar sér að þessu sinni að bæta upp fyrir slaka frammistöðu í siðustu tveimur HM-keppnunum. Skotar hafa átt í erfiðleikum með sóknarleik sinn og Dalglish fær því aldrei betra tækifæri til að sýna fram á óumdeilanlega getu sina. Spánn: Vörn: Rafael Gordillo. Fremsti Flamenco-söngvari Spánverja, einnig besti bakvörðurinn. Sprettharður og leikinn. Einnig fastari fyrir en skrattinn. Miðvallarleikmaður: Jesus Zam- ora. Hávaxinn og fram úr hófi leikinn tengiliður. Spánverjar kannast best við hann vaðandi upp allan völl með andstæðingana meira og minna á afturendunum í kjölfarinu. Sóknarleikmaður: Jesus Satr- ustegui. Er ekki í öfundsverðu hlutverki, því Spánverjar hafa ekki verið frægir fyrir að leika opna sóknarknattspyrnu síðustu misserin. Þegar það er athugað er með ólíkindum hverju Jesus hefur fengið áorkað sem eini framherji liðsins. Markahæsti leikmaður Real Sociedad fimm af sex síðustu keppnistímabilunum. Sovétríkin: Vörn: Axelander Chivadse. Fyrirliði og einn traustasti varn- armaður Evrópu. Virðist alltaf hafa nógan tíma til að gera það sem hann vill á vellinum. Útsjón- arsamur leikmaður sem skilar knettinum vel frá sér. Miðvallarleikmaður: Leonid Murjak. Tekur stöðu Davids Kipi- ani sem varð skyndilega að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Leikmaður sem smitar frá sér baráttuvilja og leikgleði. Sóknarleikmaður: Oleg Blochin. Betri leikmaður heldur en 1975, er hann var kjörinn besti knatt- spyrnumaður Evrópu. Eldfljótur og markheppinn. Einnig stjór- snjall í fyrirgjöfum sem eru sniðn- ar á kollinn á miðherjanum Shengelia. Vestur-Þýskaland: Vörn: Uli Stielieke. Leikur sem tengiliður hjá Real Madrid, en sem miðvörður í landsliði Þjóð- verja. Stjórnar og skipuleggur að hætti Franz Beckenbauer. Miðvallarleikmaður: Paul Breitner. Eins fullkominn mið- vallarleikmaður og völ er á. Skor- ar mörk, leggur þau upp og drífur alla með sér með baráttu- og leikgleði. Þá verður reynsla hans úr spænsku knattspyrnunni dýr- mæt, en hann lék áður með Real Madrid. Sóknarleikmaður: Karl-Heinz Rummenigge. Hann þarf vart að kynna, nánast fullkominn fram- herji. Flestir telja að Rummen- igge verði marhakóngur keppninn- ar. Júgóslavía: Vörn: Velimir Zajec. Kallaður Beckenbauer Júgóslavíu og segir það allt sem segja þarf, hann er gæddur sömu kostum og keisar- inn. í jafnríkum mæli má svo allt- af deila um. Miðvallarleikmaður: Vladimir Petrovic. Verður undir smásjánni hjá áhangendum Arsenal, enda gengur hann til liðs við félagið eft- ir HM. Grannur og óálitlegur sem knattspyrnumaður, en útlitið blekkir. Sóknarleikmaður: Vahid Hali- hodzic. Hefur verið slakur síðustu mánuðina, en þegar hann er upp á sitt besta er hann miðherji í fremstu röð. Spurningin er sú hvort hann nær sér á strik eða ekki. Miðvallarleikmaöurinn Jesus Zamora er einn af lykil- mönnum Spánverja. Haröskeyttur og sækinn knatt- spyrnumaöur, sem lætur sór ekki allt fyrir brjósti brenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.