Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 47. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bretar viðbúnir nýrri olíuhækkun l.ondon. 25. fcbrúar. Al*. BRETAR eru reiöubúnir ad svara enn frekari lækkunum á olíuverði með því að lækka verð sitt á Norðursjávarolíu samkvæmt opinberum heimildum í dag, en haft var eftir olíuráðherra Venezúela að hann væri bjartsýnn á að OPEC tækist að afstýra algeru verðstríði. Vísað var á bug fréttum um að Bretar vildu óformlegt samstarf við OPEC. Bandaríska tímaritið Business Week segir að þar sem OPEC geti ekki náð samkomulagi sé skollið á olíuverðstríð og verðið kunni að lækka um allt að 10 dollara í 20 dollara tunnan og draga muni úr verðbólgu. Hagvöxtur iðnríkja mun aukast verulega og verðbólga minnka. Hagur Mexíkó, Venezúela og Indónesíu og annarra skuldugra olíuframleiðslulanda versnar, en hagur iðnvæddra ríkja og van- þróuðustu ríkja heims batnar: Hagvöxtur OECD-ríkjanna mun næstum því tvöfaldast í 3% á þessu ári ef verðið verður 25 doll- arar að meðaltali, segir Business Week. Fulltrúar þriggja helztu arma OPEC hittust í Riyadh í dag og héldu áfram tilraunum til að lækka olíuverð. Von var á olíu- ráðherra Venezúela frá París, þar sem fulltrúi Mexíkó samþykkti á fundi með honum að fresta fyrir- hugaðri olíuverðlækkun landsins í dag. Verð á gulli lækkaði í dag um 10 dollara í tæpa 464 dollara, sem er lægsta verð í sjö vikur. Simon Hughes úr Frjálslynda flokknum, sigurvegarinn í aukakosningunni í kjördæminu Bermondsey í Suðaustur- Lundúnum, býr sig undir að skála í kampavíni. Hann stendur fyrir framan brjórkrá sem heitir Símon sútari. Sögulegur ósigur en Foot neitar að víkja l.ondon, 25.fchrúar. AP. BANDALAG sósíaldemókrata og frjálslyndra sigraði Verkamannaflokk- inn með yfirburðum í aukakosningu í verkainannakjördæminu Ber- Tennessee Williams er látinn Ncw Vork, 25.febrúar. Al\ BANDARÍSKI leikritahöfundurinn Tennessee Williams, höfundur „Kött- ur á heitu tinþaki" og fleiri verka, lézt í dag á hóteli í New York, þar sem hann hefur búið í 15 ár, 72 ára að aldri. Tennessee Williams varð frægur í lok heimsstyrjaldarinnar og hlaut Pulitzer-verðlaun fyrir „Köttur á heitu tinþaki" og annað leikrit, „A Streetcar Named Desire". Hann var fæddur í Columbus, Mis- sissippi, og sótti gjarnan söguefni sitt til suðurríkja Bandaríkjanna. mondsey í Lundúnum. Bandalagið hefur verið í nokkrum öldudal, en nú hefur ógnun þess við gömlu flokkana aukizt. Þetta er ein mesta niður- læging, sem Verkamannaflokk- urinn hefur orðið fyrir í 80 ára sögu sinni, og fylgir í kjölfar mikilla innbyrðis væringja. Brezk blöð slá upp fréttinni með fyrirsögnum eins og „Blóðbað" og „Tekst Foot að þrauka?" Framtíð leiðtoga Verka- mannaflokksins, Michael Foot, hefur sjaldan verið í eins mikilli óvissu, en hann lýsti því yfir, að hann mundi ekki segja af sér. Hann kvaðst viss um að það væri vilji flokksins að hann héldi áfram störfum. Úrslitin munu þó leiða til harðnandi baráttu fyrir því að Verkamannaflokkurinn velji nýj- an leiðtoga áður en Margaret Thatcher forsætisráðherra efnir til nýrra kosninga, e.t.v. í haust. Leiðtogi frjálslyndra, David Steel, sagði að úrslitin sýndu að kosningabandalgið við Verka- mannaflokkinn væri ekkert stundarfyrirbæri. Verkamanna- flokkurinn ætti sér ekki viðreisn- ar von, hnignunarskeið hans væri orðið langt og sósíaldemó- kratar og frjálslyndir væru nú hin raunverulega stjórnarand- staða. Bermondsey hefur verið eitt öruggasta kjördæmi Verka- mannaflokksins í 60 ár, en Simon Hughes úr Frjálslynda flokknum sigraði Peter Tatchell úr vinstra armi Verkamannaflokksins með 9,319 atkvæða mun og hlaut 58% greiddra atkvæða. Hughes hlaut 17,017 atkvæði, en Tatchell 7,698. Foot var í fyrstu andvígur framboði Tatchells þar sem hann væri of róttækur, en beygði sig seinna fyrir vilja vinstrisinnaðra leiðtoga kjördæmisfélagsins. Hann kenndi m.a. rógsherferð gegn Tatchell um ósigurinn, en viðurkenndi að ósigurinn væri óumdeilanlegt áfall. Ihaldsmaðurinn Robert Hugh- es hlaut aðeins 5% atkvæða og hafnaði í fjórða sæti, á eftir óháðum frambjóðanda úr hægra AMIN GEMAYEL boðaði ráðherra sína til skyndifundar í dag til að ræða hugmyndir sendimanns Banda- ríkjaforseta, Philip C. Habibs, um leiðir til að flýta fyrir samkomulagi um brottflutning ísraelska herliðs- ins. Áður hafði Habib rætt við Elie Salem utanríkisráðherra, sem kvað samtal þeirra hafa haft úr- slitaþýðingu. Blað í Beirút segir Habib óska svara við spurningum um hve langt Líbanir vilji ganga í samkomulagsátt. í Washington var sagt að ísraelsmenn væru að falla frá því skilyrði að fá að hafa hersveit til langframa innan landamæra Líbanons og að sam- komulagshorfur virtust hafa batnað. Helzti ásteytingarsteinn- inn hefur verið krafa ísraels- manna um eftirlitsstöðvar á líb- anskri grund að loknum brott- flutningi. Menachem Begin forsætisráð- herra sagði, að sögn ísraelska út- varpsins að samkomulag hefði náðst um að binda endi á styrjald- arástand í samskiptum ríkjanna. Samkomulag hefði einnig náðst um að binda endi á átök og afstýra hryðjuverkum. Begin sagði að ísraelsmenn hefðu samþykkt í grundvallar- atriðum brottflutning alls erlends armi Verkamannaflokksins, sem tókst ekki að komast í framboð. Hughes sagði eftir sigurinn: „Við höfum unnið vígi Verka- mannaflokksins. Ekkert fær komið í veg fyrir að bandalagið nái hvaða sæti sem er ef við verð- um nógu ákveðnir." herliðs frá Líbanon, en eftir væri að ganga frá einstökum atriðum. Hann kvað Líbana hafa samþykkt í meginatriðum að komið yrði á fót öryggissvæði í Suður-Líbanon, en ganga þyrfti frá smáatriðum. Rússi rek- inn frá Hollandi llaag. 25. fchruar. Al\ HOLLENIIINGAR hafa vísað þriðja sendiráðsritara sovézka sendiráðs- ins, Alexander F. Konoval, úr landi fyrir njósnir. Hann var staðinn að verki og er fjórði sovézki stjórnarerindrekinn, sem Hollendingar vísa úr landi á tæpum tveimur árum. Tveir starfsmenn sovézku við- skiptanefndarinnar voru reknir í fyrrasumar fyrir að afla sér upplýs- inga um hernaðarmannvirki llol- lendinga og NATO. Fréttaritari Tass, Vadim Leonov, var rekinn í ágúst 1981. Byltingartilraun bæld niður í Saudi-Arabíu l>ondon, 25. fcbrúar. Al\ HIINDRUÐ manna hafa verið handteknir í Saudi-Arabíu, grunaðir um tilraun til að skipuleggja byltingu með stuðningi írana, að sögn Daily Telegraph. Jafnframt er leitað að frönum, sem vitað er að laumuðust inn í landið til að vinna spellvirki. Talið er að fyrsta verkefni ír- önsku skemmdarverkamann- anna, hafi verið að eyðileggja 260 T69-skriðdreka, sem smíðað- ir eru í Kína og senda átti um Saudi-Arabíu til íraks. Samn- ingur um sölu skriðdrekanna var gerður í fyrrasumar fyrir milli- göngu Saudi-Araba, sem sam- þykktu að greiða andvirði þeirra. Gera átti fyrirhugaða byltingu í síðasta mánuði með þátttöku embættismanna, kennara og fleiri manna úr millistéttum að sögn Daily Telegraph. Reyna átti að ná mikilvægustu stöðum í höfuðborginni Riyadh og skipa stjórn rétttrúnaðarmanna, en tilraunin virtist viðvaningsleg. Þátttakendurnir voru aðallega Súnnítar, sem hefur blöskrað veraldlegur lífsmáti núverandi valdhafa, fremur en Shítar, sem Khomeini trúarleiðtogi styðst við í fran. Samsærismennirnir vildu reka úr landi þá mörgu útlend- inga, sem starfa í Saudi-Arabíu, og stöðva útsendingu útvarps og sjónvarps á efni, sem þeir telja veraldlegt og andstætt Múham- eðstrú. ísraelsstjórn slær af kröfum Bcirúl, 25.fchrúar. Al\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.