Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 14

Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Sitt af hverju um hraðakstur Eins og öllum á að vera kunn- ugt um, er almennur há- markshraði í þéttbýli 50 km/klst., en utan þess 70. Þrátt fyrir þessar reglur eru samt skýr ákvæði um það í umferðarlögun- um, að ætíð eigi að miða hraða við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð og aðra umferð. Hraðinn má heldur aldrei vera meiri en svo að ökumaður hafi fullkomið vald á ökutækinu. Menn eiga sem sé að aka hægar en nemur leyfilegum há- markshraða ef aðstæður krefj- ast þess. Það eru skiptar skoðanir um það hver hámarkshraðinn eigi að vera. Víða heyrast raddir sem segja að hraðinn í þéttbýli, eink- um í íbúðarhverfum, sé of hár. Nær væri að halda sig við 35 km/klst. hámarkshraða, eins og áður gilti víða í þéttbýli. Aðrir segja að hyggilegra sé að setja hámarkshraðanum þau mörk sem ætla má að séu almennt virt. Lægri hámarkshraði þýði einfaldlega, að sífellt sé verið að brjóta hraðamörkin. Þeir hinir sömu halda því fram að lög, sem ekki eru haldin, séu í raun vond lög. Þrátt fyrir skiptar skoðanir eru þó flestir sammála um að umferðarhraðinn er stundum alltof mikill. Þetta hefur á viss- an hátt verið staðfest í vetur. Þegar veður voru válynd og færð erfið, var hraðinn tiltölulega lít- ill og fátt um alvarleg slys, þótt reyndar hafi þá orðið meira um „smápústra" ýmiskonar en e.t.v. nokkru sinni fyrr. En með batn- andi færð og veðri rauk hraðinn upp og því miður virðist alvar- legum slysum fara fjölgandi um leið. Stundum kemur fram í hraða- mælingum lögreglunnar, að öku- menn eru staðnir að því að aka á um og yfir 100 km hraða á klst. á þéttbýlisgötum og jafnvel við gangbrautir. Yfirleitt er afsökun ökumanna sú að þeir séu að flýta sér. Athugum það svolítið nánar. Ætli tímasparnaðurinn sé jafn mikill og lítur út fyrir í fyrstu? Það er auðvelt að reikna út þann tímasparnað sem verður í hrað- akstri. Við skulum hugsa okkur 10 km leið, sem svarar þeirri vegalengd sem margir íbúar höf- uðborgarsvæðisins þurfa að aka á hverjum degi frá heimili sínu til vinnu, t.d. úr Breiðholti, Ár- bæjarhverfi eða Garðabæ til miðborgar Reykjavíkur, eða vegalengdinni milli Akureyrar og Hrafnagils. IHj eykur l»ú sparar á mcAalhraAann 10 km leid frá 60 í 70 km/klst. 86 sek. frá 70 í 80 km/klst. 64 sek. frá 80 í 90 km/klst. 50 sek. frá 90 í 100 km/klst. 40 sek. frá 100 í 110 km/klst. 33 sek. Það er hæpið að halda því fram að við spörum umtalsverð- Gagnkvæm tillitssemi allra vegfarenda JMtogttuliIfiMfe A SKÍDUM 1983 1. JANLIAR — 30. APRÍL Skráningarspjald Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Hóraö Hve oft Skiliö skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíöastaö eöa til annarra aðilja sem veröa auglýstir síöar. SENDA MÁ SPJALDIO MERKT SKÍÐASAMBANDIÍSLANDS, ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKÍDUM 1983 Starfsfólk bakarísins; Guðrún Hafliðadóttir, Anna Gestsdóttir, Rafn Hafliða- son og Friðrik Magnússon, en á myndina vanUr Valgerði Samsonardóttur. Ljósm.: Kristófer. Patreksfjörður: Nýtt bakarí Patreksfirói, 14. febrúar. FÖSTUDAGINN 12. febrúar var formlega tekið í notkun nýtt bakarí á Patreksfirði í eigu Rafns Hafliða- sonar bakarameistara. Húsið er 250 m2 á einum gólffleti, á allan hátt mjög haganlega innrétuð, teiknað af Tækniþjónustu Vestfjarða. Aðalverktakar voru Byggir sf. og Iðnverkverk hf., Patreksfirði. Bakaríið er einungis búið nýjum fullkomnum tækjum, m.a. tveim sænskum Elektro-Dahlén-ofnum. hefskáp af sömu tegund, brauð- samstæðu, eltikari og brekkara af v-þýskri gerð og tveim dönskum hrærivélum. Rafn er Patreksfirðingum að góðu kunnur sem bakari, hann lærði iðn sína af föður sínum, Hafliða Ottóssyni, en einnig voru afi hans og langafi miklir bakarar. GÞ. Bátur keyptur til Barðastrandar Haröa.strönd, 18. febrúar. 6. FEBRÚAR sl. kom til heima- hafnar á Barðaströnd 7 lesta bát- ur sem þrír bændur hér keyptu ásamt Flóka hf. Báturinn var keyptur frá Siglu- firði. Verður hann gerður út á skelfiskveiðar fyrir Flóka hf. Skipstjóri er Herbert And- ersen frá Arnórsstöðum. Fimm óheimtar veturgamlar kindur komu heim í Hrísnes- hlíð í gær, fjórar náðust en ein fór í kletta, sjötta kindin fannst dauð, hafði hún hrapað úr klettinum fyrir stuttu. Þessar kindur sáust fyrir jól en náðust ekki þá. Kindurnar eru úr Rauðasandshreppi, eru þær sæmilega til fara. S.J.Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.