Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983
sæti. Er því úthlutað til þess lista
þessara stjórnmálasamtaka sem nú
hefur stærstan þingsætahlut. Þar
með er lokið úthlutun jöfnunarsæt-
anna og jafnframt úthlutun allra
þingsæta.
Til nánari skýringar á aðferðinni
og hverjum áfanga hennar má taka
eftirfarandi dæmi:
Gert er ráð fyrir að þingsætahlutir
(að lokinni úthlutun þeirra þingsæta
sem óháð eru jöfnunarákvæðum) séu
eins og taflan hér á eftir sýnir. Þar
má einnig sjá hve mörgum jöfnun-
arsætum skal úthluta til hvers fram-
boðs og hversu mörg sæti koma til
slíkrar úthlutunar í hverju kjördæmi.
kjördæmi. Er nú úthlutað á stærstu
þingsætahluti og byrjað á því kjör-
dæmi þar sem fæstir eru á kjörskrá,
síðan tekið fyrir kjördæmi með
næstfæsta kjósendur og þannig koll
af kolli.
í dæminu er röð kjördæma eftir
hækkandi kjósendatölu látin vera
þessi:
4. kjördæmi
5. kjördæmi
7. kjördæmi
3. kjördæmi
8. kjördæmi
6. kjördæmi
2. kjördæmi
1. kjördæmi
Hér eiga öll framboð að hljóta jöfn-
unarsæti:
X-framboð á að hljóta 4 sæti.
Y-framboð á að hljóta 3 sæti.
Z-framboð á að hljóta 2 sæti.
Þ-framboð á að hljóta 3 sæti.
Ö-framboð á að hljóta 1 sæti.
Tölur þingsæta, sem úthluta á 1
hverju kjördæmi, eru þessar:
í 1. kjördæmi komi 4 þingsæti,
í 2. kjördæmi komi 2 þingsæti,
en 1 þingsæti er til úthlutunar í
hverju hinna kjördæmanna.
í fyrsta áfanga er úthlutað á þing-
sætahluti sem eru 0,8 hið minnsta.
Samkvæmt því er úthlutað 4 þing-
sætum. Þau eru merkt með tölunum
1, 2, 3 eða 4 innan sviga fyrir neðan
samsvarandi þingsætahlut.
Við hverja úthlutun lækkar þing-
sætahlutur um 1 og breytist taflan í
samræmi við það. Nú hefur þremur
jöfnunarsætum verið úthlutað í 1.
kjördæmi og einu úr 2. kjördæmi. Er
nú einungis eitt þingsæti eftir til út-
hlutunar í hverju kjördæmi. Að lokn-
um fyrsta áfanga er taflan því þann-
ip
I 4. kjördæmi hlýtur Y-listi jöfnun-
arsæti nr. 5.
f 5. kjördæmi hlýtur Þ-listi jöfnun-
arsæti nr. 6.
Hefur Þ-listi þá hlotið þau sæti,
sem honum ber, og kemur ekki frekar
til álita.
í 7. kjördæmi hlýtur Z-listi jöfnun-
arsæti nr. 7.
f 3. kjördæmi hlýtur Y-listi jöfnun-
arsæti nr. 8.
í 8. kjördæmi hlýtur Z-listi jöfnun-
arsæti nr. 9.
Hefur Z-listi þá hlotið þau sæti,
sem honum ber, og kemur ekki til
álita í framhaldinu.
f 6. kjördæmi hlýtur Y-listi sætið og
er það jöfnunarsæti nr. 10. Hefur þá
Y-listi hlotið tilskilin sæti.
Er nú X-listi eini listinn sem hefur
ekki hlotið tilskilin sæti. í hans hlut
koma því sæti úr 1. og 2. kjördæmi og
eru þau merkt nr. 11 og 12.
Samkvæmt þessu kemur ekki til
neinnar úthlutunar í þriðja áfanga.
r KJördæmi X Frambo^^B^ Y Z Þ Ö úthlutunar 1
1 .... 1.120 0.324 0.493 1.216 0.847 4 i
(2) (1) (4)
2 0,285 0.611 0.075 0.979 0.050 2 j
(3)
3 0.027 0.645 -0.271 0.032 0.567 1 j
4 0,213 0,352 0,014 -0.218 0,639 1 '
5 0.337 -0.184 0.306 0.598 -0,056 1
6 -0.118 0.739 0.412 -0.048 0.015 1 j
7 -0.187 -0.080 0,463 0,224 0.580 á
8 .... 0.051 0,503 0.560 -0,243 0,129 1 1
Tala jöfnunarsæta 4 3 2 3 1
f öðrum áfanga er úthlutað einu
þingsæti til hvers kjördæmis, enda
hafi listi hlotið 7% atkvæða í því
Hins vegar hlýtur X-listi sætið sem
til úthlutunar er í fjórða áfanga og er
það í 5. kjördæmi.
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl.
10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum
og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö að
notfæra sér viðtalstíma þessa.
Laugardaginn 26. febrúar veröa til viötals Ingi-
björg Rafnar og Gunnar S. Björnsson.
Frumvarp um Landsvirkjun:
Reisir og rekur öll
meiriháttar raforkuver
FRAM HEFUR verið lagt frumvarp, samið af viðræðunefnd ríkisins, Reykja-
víkurborgar og Akureyrarbæjar um endurskoðun Landsvirkjunarlaga.
Helztu nýmæli frumvarpsins eru:
(1) Breytt er ákvæðum laganna
um eignarhlutdeild eignaraðila.
Eftir sameiningu Laxárvirkjunar
við Landsvirkjun og með því að
ríkissjóður hefur, með ákvæði 8.
gr. 3. tl. samningsins frá 11. ágúst
1982, tekið að sér greiðslu vegna
áframhaldandi 50% eignaraðildar
ríkissjóðs að Landsvirkjun, verður
eignarhlutdeild þannig: Ríkissjóð-
ur 50%, Reykjavíkurborg 44,25%
og Akureyrarbær 5,475%.
(2) Með hliðsjón af breyttu hlut-
verki og starfssvæði Landsvirkj-
unar er ákvæðum um hlutverk
Landsvirkjunar breytt á þann veg
að starfssvæði fyrirtækisins nær
að heita má til landsins alls. Kveð-
ið er á um hlutverk fyrirtækisins
að hafa með höndum meginhluta
orkuöflunar og heildsölu raforku í
landinu. Aukin er skylda Lands-
virkjunar til að hafa með viðun-
andi öryggi tiltæka nægilega raf-
orku til þess að anna þörfum
viðskiptavina sinna á hverjum
tíma.
(3) Starfssvæði Landsvirkjunar
er skilgreint sem orkusvæði og er
ákveðið landið allt, eftir því sem
raforkuver fyrirtækisins, stofnlín-
ur og aðveitustöðvar spanna.
(4) Ákvæðum laganna um
stofnframlög og eiginfjárframlög
er breytt til samræmis við ákvæði
sameignarsamningsins þar um.
(5) Til samræmis við skuldbind-
ingu Landsvirkjunar samkvæmt
samningum 11. ágúst 1982 og sam-
kvæmt sameignarsamningum 27.
febrúar 1981 er lagt til að lögfest
verði að sama gjaldskrá skuli
gilda um afhendingu rafmagns til
almenningsrafveitna frá afhend-
ingarstöðum Landsvirkjunar.
(6) Breytt er ákvæðunum um
einfaldar ábyrgðir eignaraðila á
skuldbindingum Landsvirkjunar.
(7) Felld eru úr gildi ákvæði sem
Alexander Stefánsson:
Fæðingarorlof
Alexander Stefánsson (F) o.fl.
þingmenn Framsóknarflokks
flytja frumvarp til laga um fæð-
ingarorlof, sem kveður svo á um,
að „foreldri sem lögheimili á á Is-
landi, á rétt á þriggja mánaða
fæðingarorlofi, skv. ákvæðum
þessar greinar (16. gr. almanna-
tryggingalaga), hvort sem um er
að ræða fólk f launuðum störfum
eða ekki.
sérstaklega eiga við um Búrfells-
virkjun og ábyrgðir hennar vegna.
(8) Landsvirkjun fær nú það
hlutverk að reisa og reka öll
meiriháttar raforkuver í landinu
og starfrækja meginstofnlínukerfi
landsins, hinar svokölluðu
byggðalínur, en hringtengingu
þeirra verður væntanlega lokið á
árinu 1983. Nær þá starfssvæði
fyrirtækisins til allra landshluta.
Með hliðsjón af þvf er lagt til að
lögfest verði að önnur sveitarfélög
en Reykjavíkurborg og Akureyr-
arbær hafi möguleika á að gerast
eignaraðilar að fyrirtækinu.
(9) Með tilliti til þess að Lands-
virkjun mun starfa í öllum lands-
hlutum er lagt til að komið verði á
föstum samráðsvettvangi við sam-
tök sveitarfélaga í hinum einstöku
landshlutum um málefni fyrir-
tækisins. f frumvarpinu er lagt til
að haldnir verði ársfundir með
þátttöku fulltrúa landshlutasam-
taka sveitarfélaga, þar sem kynnt-
ar verði áætlanir og afkoma
Landsvirkjunar og þar sem full-
trúar sveitarfélaga geta komið
sjónarmiðum um málefni Lands-
virkjunar á framfæri.
(10) Stjórnarfyrirkomulagi er
breytt þannig að stjórnarmönnum
er fjölgað um tvo og kjörtímabil
stjórnar er stytt úr 6 árum í 4 ár.
Þá er lagt til að ráðherra orku-
mála skipi einn fulltrúa til setu á
fundum stjórnar.
Alþingi:
Frumvarp til lánsfjár-
laga og lánsfjáráætlun
lögð fram í næstu viku
— Garðar Sigurðsson gagnrýndi niðurstöðutölurnar
FRUMVARP til lánsfjárlaga og
lánsfjáráætlun veröa lögð fram á Al-
þingi um miðja næstu viku, að því er
fram kom hjá Ragnari Arnalds fjár-
málaráöherra, þegar hann svaraði
fyrirspurnum um þetta efni frá llall-
dóri Blöndal, Friðrik Sophussyni,
Matthíasi Bjarnasyni og Birgi ísl.
Gunnarssyni, alþingismönnum Sjálf-
stæðisflokksins, en þingmennirnir
gagnrýndu harkalega í ræðum sínum
það, að frumvarpið og áætlunin hefði
ekki verið lögð fram eins og laga-
skylda væri. Frá árinu 1979 hefur
verið í gildi ákvæði um að þetta mál
verði lagt fram um leið og fjárlaga-
frumvarpið.
Ragnar nefndi það í ræðu sinni
að meðal þess sem tafið hefði
framlagningu málsins væri, að
þingflokkarnir hefðu ekki svarað
bréfi frá iðnaðarráðherra, þar sem
spurst var fyrir um afstöðu þeirra
til byggingar Kísilmálmverk-
smiðju í Reyðarfirði, en afstöðu til
þeirrar verksmiðju yrði að taka í
frumvarpi til lánsfjárlaga og
lánsfjáráætlunar.
I máli þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins kom það m.a. fram, að
slæmt væri að frumvarpið og
áætlunin hefðu ekki verið lögð
fram, þar sem það tefði fram-
kvæmdir f landinu. Sjóðir
atvinnuveganna héldu að sér
höndum með lánveitingar og við
borð lægi að fyrirtæki yrðu gjald-
þrota vegna þessa. Matthías
Bjarnason sagði m.a. að ef frum-
varpið kæmi ekki fram næstu
daga, yrðu þingmenn úr öllum
flokkum að taka að sér að leggja
fram frumvarpið, slíkt væri mik-
ilvægi málsins.
Garðar Sigurðsson, þingmaður
Alþýðubandalagsins og flokks-
bróðir fjármálaráðherra, sagði við
umræðurnar að það hefði komið
sér á óvart að fjármálaráðherra
hefði borið því við, að þingflokkar
hefðu ekki svarað bréfi um Kís-
ilmálmverksmiðjuna. Það kæmi
málinu ekki við, enda hefði Al-
þingi ekki samþykkt neitt um það
mál. Garðar nefndi að gerðar
hefðu verið spár um rekstraraf-
komu verksmiðjunnar og komið
hefði í ljós að það væri fjarri því
að verksmiðjan myndi bera sig. Þá
vék hann máli sínu að lánsfjár-
áætluninni og frumvarpinu, sem
enn hefur ekki verið lagt fram, og
sagði að niðurstöðutölurnar væru
háar og raunar allt of háar, og sín
skoðun væri að ríkisstjórnin ætti
að snúa sér að því að draga úr
erlendum lánum. Hins vegar
lægju endanlegar tölur ekki fyrir.
Þá gagnrýndi hann, að í áætlun-
inni væri gert ráð fyrir 100 millj-
ónum króna til þriggja verk-
smiðja, þar á meðal væri steinull-
arverksmiðjan á Sauðárkróki, sem
með ráðnum hug hefði verið val-
inn staður sem fjærst markaðin-
um.
Birgir ísl. Gunnarsson sagði, að
máli Garðars loknu, að einsdæmi
væri að tveir aðstandendur ríkis-
stjórnar, færu í hár saman út af
lánsfjáráætlun, sem ekki hefði
verið lögð fram.
Raketta frá Alþingi?
— trjágrein fyrir atkvæði
llppákoma
Gildistími bráðabirgðalaga frá
því í ágúst rennur út nk. mánudag,
en þá fyrst — eða þá loks — er
gert ráð fyrir að þau hljóti sam-
þykki á Alþingi. Þingfréttamenn,
sem mörgu hafa þurft að Ijá eyru
þau varóandi, ræða nú þá hug-
mynd í sínum hópi að efna til
„uppákomu" við þinghúsið á mið-
nætti þennan sögulegu mánudag
og senda bráðabirgðalögin með
rakettu til himins — í þeirri von að
þau komu aldrei aftur!
„Lítið -ská ici á
jfrænni grein“
Sú saga gekk í þingsölum í
gær að ónefndur maður hafi
komið á Dagblaðið með grein, þó
ekki blaðagrein, heldur grein
klippta af tré, heldur hrjálega.
Bað hann fyrir greinina til
Karvels Pálmasonar alþing-
ismanns — svo hann gæti einu
sinni gert almennilega grein
fyrir atkvæði sínu.