Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 ííCCAAim 1382 uamriÉ fnn i Tt Skokkiö viréíst sannarlecjCL Vijcilpci þér'v/ib ab nd. þyn^dinn) niður: " ósí er ... UUo ... aðfara með honum á veiðar í 15 stiga frosti. TM Req. U S Pat Off -all riqhts reserved ©1983 Los Angeles Times Syndicate Dómarinn hefur áttað sig á því hvart það var sem spænski mark- maðurinn kallaði til hans áðan! Með morgunkaffinu l>ú getur ekki orðið markakóngur því sjálfsmörk eru ekki talin með. HÖGNI HREKKVÍSI „ HVAR. ER V/iSATÖLVAM „Hornsteinn lýð- ræðisþjóðfélags“ Guðjón B. Baldvinsson skrifar: „f Velvakandagrein Hjartar Jónssonar föstudaginn 11 þ.m. eru notuð orðin, sem eru yfirskrift þessarar hugleiðingar minnar. Þau vöktu til nokkurrar umhugs- unar enda hér um sterka fuilyrð- ingu að ræða. Reynsla hefur sýnt að meðal þjóða, sem hvorki kunna að lesa eða skrifa, var orðið lýðræðisþjóð- félag hrein ambaga, hortittur i menningarsögu mannkynsins. Það reyndust í besta falli andlit og þekktar dýramyndir, skrum og/eða hótanir, sem réðu því, hvða leið atkvæðin fóru. Það vantaði hornstein lýðræðisins, þ.e. mögu- leika kjósenda til að mynda sér sjálfstæða skoðun. Þeir gátu ekki dæmt á milli manna og/eða flokka. Upplýsingastreymi var ekki með þeim hætti, fræðsla ekki á því stigi, afkomumöguleikar ekki það tryggir, að frjálsir og upplýstir menn gengju að kjör- borðinu. Frumskilyrði lýðræðis er ekki atkvæðisrétturinn einn sam- Guðjón B. Baldvinsson „Frumskilyrði lýðræðis er ekki atkvæðisrétturinn einn saman. Almenn menning er sá jarðvegur, sem lýðræðið getur vaxið og dafnað í. Þau þjóðfé- lög, sem uppfylla best skilyrði til lýðræðislegra vinnubragða, bjóða besta lýðmenntun og lífshætti.“ an. Almenn menning er sá jarð- vegur, sem lýðræðið getur vaxið og dafnað í. Þau þjóðfélög, sem uppfylla best skilyrði til lýðræð- islegra vinnubragða, bjóða besta lýðmenntun og lífshætti. Þó skort- ir enn á að vel sé. Hvers vegna? Vegna þess að síðgæðiskennd mannsins hallast undir ágengni eigingirninnar. Við getum illa stært okkur af bestu trúarbrögð- um mannkyns meðan innihald boðskaparins ristir ekki dýpra en raun ber vitni. Tryggt og viðunandi lýðræði fæst ekki fyrr en réttindi mann- lífsins eru viðurkennd. Hver ein- staklingur á sinn lífsrétt. Sá er fæðist á rétt til að lifa við mann- sæmandi kjör. Viðurkenning þeirra sanninda krefst tillitssemi og samúðar, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Olnbogaskot yfirtroðslumanns- ins eru andstæð lögmáli lífsins. Maðurinn lifir ekki hér á jörðinni til að viðhalda eðlishvöt dýranna, heldur til að „uppfylla jörðina og gera sér hana undirgefna", ekki fyrir sterka og harða einstakling- inn, sem ræktar veiðináttúruna eina saman, heldur fyrir alla, líka þá sem með einhverjum hætti eru vanburða í harðri lífsbaráttu. Þessi sannindi eru undirstaða þeirrar menningar og þess siðgæð- is sem lýðræði frjóvgast og grær í. öll umgengni samfélagsins, þ.e. hvers okkar við annað og í sam- einingu þarf og á að mótast af þessari lífsskoðun. Þarna liggur hornsteinn hins sanna lýðræðis." Yrðu þá ekki allir ánægðir að lokum? Ingjaldur Tómasson skrifar: „f símaviðtali hlustenda í út- varpi 31. janúar kom einkum tvennt athyglisvert fram. Fyrst var það hið sígilda kjördæma- mál. Kona, að mig minnir af Norðausturlandi, kom með þá til- lögu, að vægi atkvæða ykist eftir því hve kjördæmin öfluðu mikils gjaldeyris, sem allir hljóta að viðurkenna, að er sú undirstaða, sem öll sam- og sérneysla í okkar ofneysluþjóðfélagi hvílir á. Ég bjóst alls ekki við að nokk- ur íslendingur hefði þor eða hreinskilni til að láta svo hár- rétta skoðun í ljós í okkar „elsku- lega“ útvarpi. Gaman væri að heyra álit forustumanna gjald- eyriseyðsluafla þjóðfélagsins, t.d. popp- og skemmti-„iðnaðarins“, kaupsýslubáknsins (bæði kaup- manna og Sambandsins), skóla- báknsins, ásamt þúsundum ár- lega framleiddra háskólamennt- aðra manna, sem njóta gífur- legra fjárstyrkja frá þjóðfélag- inu (útflutningsfyrirtækjum þjóðarinnar), bæði hér á landi og erlendis. Og ekki má gleyma garminum Katli, hinum mikla og ört vaxandi fjölda brennivíns- veitingastaða. Fjölmörg fleiri dæmi mætti nefna um gegndarlaust og hugs- unarlaust bruðl á okkar alltof takmarkaða gjaldeyri. Hið síðara sem mér þótti at- hyglisvert í þessum morguntima útvarpsins voru um mótmælin gegn hvalveiðibanninu. Þrennt lét í Ijós álit sitt. Kona utan af landi kvað mótmælin sjálfsögð, bæði vegna þess að engin sönnun væri fyrir því, að hvalastofninn hér væri í hættu vegna ofveiði og svo ættum við alls ekki að láta undan þrýstingi frá Bandaríkja- mönnum. Ef þeir yrðu svo ósvífn- ir að minnka neyslu sína á fiski frá íslandi, þá ætti að svara því með algerri brottvísun Banda- ríkjahers héðan. Enn eitt samtal við elcjri mann í sama þætti. Hann sagði: Þarna sáu banda- rísku ófétin sér leik á borði að slá tvær flugur í einu höggi, að draga stórlega úr innflutningi fisks frá íslandi og þar með spara mikinn gjaldeyri; um leið mundi nautakjötsátið stórauk- ast. Bandarískur landbúnaður og þar með þjóðarhagur eflast. Ingjaldur Tómasson Og enn skal getið merkra um- mæla Þórðar á Látrum í sama þætti. Hann taldi mjög óráðlegt að mótmæla hvalveiðibanninu, ekki aðeins vegna Bandaríkja- manna. Fiskmarkaðir okkar í Evrópu og víðar væru einnig í hættu. Hann lét í Ijós efasemdir um þær fullyrðingar, að hvala- stofninn væri í engri útrým- ingarhættu. Þórður er alinn upp við hin gjöfulu Vestfjarðamið og hefir manna best fylgst með líf- ríki lands og sjávar, enda útsýni mikið og fagurt til allra átta frá Látrabjargi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.