Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Plastiðjan Bjarg á Akureyri: Áframhaldandi rekstur tryggður — fyrirtækið átti samþykkt Akurcyri, 24. íehrúar. „MÁLIN HAFA skýrst undanfarna daga og ég held aA mér sé óhætt að segja, að til þess kemur ekki að við þurfum að loka fyrirtækinu vegna rekstrarfjárskorts, eins og allt útlit var fyrir í síðustu viku,“ sagði Valdi- mar Pétursson, framkvæmdastjóri Plastiðjunnar Bjarg á Akureyri í við- tali við Mbl. Eins og skýrt var frá í síðustu viku í Mbl. var þá talið allt eins líklégt að til lokunar fyrirtækisins kæmi vegna rekstrarfjárskorts og að segja yrði upp öllu starfsfólki fyrirtækisins, en það er allt fatlað fólk. „Ég vil taka það fram,“ sagði Valdimar, „að þegar ég lét þess getið við Mbl. í síðustu viku, að viðskiptabanki fyrirtækisins hefði neitað því um fyrirgreiðslu, þá átti ég við það, að við fengum sömu svör og önnur atvinnufyrir- tæki varðandi samdrátt í útlánum hjá bankanum. Síðar kom í ljós, að vegna sambandsleysis við fyrrver- andi framkvæmdastjóra, sem hætti stórfum um síðustu áramót, var mér ekki kunnugt um, að í Iðnaðarbankanum lá samþykkt lánsbeiðni vegna fjárfestingar fyrirtækisins á sl. ári, þannig að það leysir strax hluta af vanda okkar. Einnig er allt útlit fyrir að lán í Iðnaðarbankanum við fáum fyrirgreiðslu í Iðnaðar- bankanum í gegnum Lífeyrissjóð Iðju, félags verksmiðjufólks á Ak- ureyri. Sem sagt, vandinn er leyst- ur og til þess kemur ekki að fyrir- tækinu verði lokað," sagði Valdi- mar að lokum. Þá má geta þess, að fyrirtækið hefur nú hafið framleiðslu á nýrri gerð öryggisklóa fyrir rafmagns- iðnaðinn, svokallaða Ticino-klóa, og lofar framleiðsla og sala þeirra mjög góðu, þannig að bjartara er nú framundan hjá fyrirtækinu en virtist vera fyrir viku. Er það vel. G. Berg. (Ljósm. Kristján Einarsson.) Lennart Ljung, yfirhershöfðingi Svía, ræddi í gær við Ólaf Jóhannesson, utanríkisráðherra, og Geir Hallgríms- son, formann utanríkismálanefndar alþingis. fdag klukkan tólf hefst í Atthagasal Hótel Sögu fundur Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs, þar scm yfirhershöföinginn mun flytja erindi um varnir Svíþjóðar. Á myndinni eru Ethel Wiklund, sendiherra Svíþjóðar, Geir Hallgrímsson, Lennart Ljung og Hannes Hafstein, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins. Pétur Einarsson skipaður flugmálastjóri: Ráðherra sniðgengur einróma samþykkt flugráðs um málið 'O INNLENT STEINGRÍMUR Hermannsson, samgönguráðherra, ákvað í gærdag að skipa Pétur Einarsson, lögfræð- ing, Dugmálastjóra, þvert ofan í samþykkt flugráðs, sem einróma mælti með ráðningu Leifs Magnús- sonar, verkfræðings og fram- kvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Flugleiða. Flugráð kom saman til fundar 17. febrúar sl. til að fjalla um þær 11 umsóknir, sem bárust um starf flugmálastjóra, og gerði þá eftir- farandi samþykkt: „Flugráð legg- ur samhljóða og eindregið til að Leifur Magnússon verði skipaður flugmálastjóri. Hann hefur ótvf- rætt að baki víðtækustu reynslu og þekkingu umsækjenda á öllum þáttum íslenzkra flugmála, þ.á m. varðandi starfrækslu íslenzku al- þjóðaflugþjónustunnar á íslandi, ásamt öðrum alþjóðlegum sam- skiptum íslands á sviði flugmála". I umsókn Leifs Magnússonar segir m.a. um menntun: „Stúdent ISAL: Starfemönnum fækkað um 70 STARFSMÖNNUM íslenzka álfé- lagsins hf., ÍSAL, verður fækkað um 70 á næstu 6 mánuöum, úr 640 í 570, vegna þeirra miklu rekstrarerfið- leika, sem fyrirtækið hefur átt við að stríða á síðustu tveimur árum. í fréttatilkynningu frá ÍSAL segir, að áliðnaður sé í sérstökum erfiðleikum. „ÍSAL hefur ekki far- ið varhluta af þeim og á síðustu tveimur árum varð gífurlegt tap hjá fyrirtækinu og svo verður einnig á þessu ári. Til þess að vera samkeppnisfært í framtíðinni, er fyrirtækinu nauðsynlegt að auka mjög framleiðni, sparnað og hag- ræðingu. Mjög mörgum verk- smiðjum með óhagkvæman rekst- ur hefur verið lokað og eru engar líkur á, að þær opni allar aftur, þegar betur árar,“ segir í frétta- tilkynningunni. Ennfremur segir: „Meðalfram- Teknir með smygl á ólöglegum hraða á Keflavíkurvegi TVÆR bifreiðir á mikilli ferð á Keflavíkurveginum í fyrrinótt vöktu athygli vegalögreglumanna á eftirlitsferð. Hraði bifreiðanna mæld- ist 124 kílómetrar á klukkustund og dró í sundur með þeim og bifreið lögreglumanna. Ökumenn stöðvuðu bifreiðir sínar er stöðvunarmerki voru gefin og við leit í bifreiðunum fannst talsvert af bjór og skinku. í annarri bifreiðinni fundust 12 kassar af bjór og 40 kíló af skinku og 9 kassar af bjór og 80 kíló af kjötvörum í hinum. Öku- menn viðurkenndu að eiga varn- inginn. Þeir eru báðir skipverjar á Grundarfossi og var bjórnum og kjötinu smyglað í land í Grindavík. Skipið var þar að lesta til útflutnings, en hafði verið tollafgreitt í Reykjavík. leiðni í áliðnaði mun þess vegna aukast. ÍSAL er því lífsnauðsyn að auka framleiðni sína mjög veru- lega. Á síðustu árum hefur ÍSAL fjárfest um 800 milljónir króna í nýjum hreinsibúnaði, tæknibreyt- ingum og annarri hagræðingu, og þessar fjárfestingar gera fram- leiðniaukningu mögulega. Af ofangreindum ástæðum verður ekki hjá því komizt að fækka starfsmönnum fyrirtækisins úr rúmlega 640 í um 570 og mun fækkunin ná til alira stjórndeilda fyrirtækisins. Ofangreind fækkun fer fram í áföngum og verður lokið 15. sept- ember 1983. Eftir því sem unnt er verður hún framkvæmd með því að ráða ekki í stað þeirra, sem láta af störfum. Eins og fram kemur að ofan munu um 70 starfsmenn láta af störfum hjá ÍSAL á næstu 6 mán- uðum, þar á meðal eru 40 starfs- menn, sem hafa verið tímabundið ráðnir á meðan á breytingum stóð. Fyrirtækið mun aðstoða þá er þess óska við að finna önnur störf. í því skyni mun starfsmannadeild skipuleggja sérstaka leit atvinnu- tækifæra. Verður haft samband við fyrirtæki til að kanna þörf þeirra fyrir meira starfslið og á annan hátt vandlega fylgzt með vinnumarkaði til þess að auðvelda starfsmönnum að finna ný störf,“ segir ennfremur. Leifur Magnússon frá menntaskólanum í Reykjavík 1953. Nám í verkfræði við Edin- borgarháskóla veturinn 1953/1954, en síðan við tæknihá- skólann í Hannover, Þýzkalandi. Próf þaðan í rafeindaverkfræði 1960. Námskeið í flugumferðar- stjórn og fleira við skóla banda- rísku flugmálastjórnarinnar, FAA Academy, Oklahoma City, vorið 1961. Ýmis námskeið um stjórnun og tengd málefni á vegum Stjórn- unarfélags íslands. handhafi skírteina einkaflugmanns og svifflugmanns með kennararétt- indi“. Um störf að flugmálum segir í umsókn Leifs: „1) Verkfræðingur flugöryggisþjónustu flugmála- stjórnar, og jafnframt staðgengill framkvæmdastjóra, október 1960—marz 1963. 2) Framkvæmda- stjóri flugöryggisþjónustu flug- málastjórnar, marz 1963—júlí 1978. 3) Fjármálalegur fram- kvæmdastjóri flugmálastjórnar, janúar 1969—maí 1972. 4) Ritari flugráðs janúar 1972—júlí 1978. 5) Varaflugmálasstjóri maí 1973— júlí 1978. 6) Varaformaður flug- ráðs júní 1973—desember 1979. 7) Formaður flugráðs frá janúar 1980“. Um störf á alþjóðavettvangi segir: „Á árunum 1960—78 fulltrúi íslands á 45 alþjóðlegum ráðstefn- um um flugmál. Kynnisferðir til ýmissa flugvalla og flugöryggis- stöðva í Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi og á Norðurlöndum". Auk þess tók Leifur þátt í störfum fjölmargra opinberra nefnda i gegnum tíðina. Um störf að flugrekstri segir: „Framkvæmdastjóri flugrekstrar- sviðs Flugleiða hf. síðan í júlí 1978. Starfsmannafjöldi í deild- inni hefur þetta tímabil verið Pétur Einarsson 360—520, og skiptist í tvær undir- deildir, flugdeild og svo viðhalds- og verkfræðideild". I umsókn Péturs Einarssonar segir um menntun: „Verzlunar- próf frá Verzlunarskóla íslands 1967. Sveinspróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1968. Stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Reykjavík, máladeild 1972. Lögfræðipróf frá Háskóla Islands 1977. Réttindi atvinnuflugmanns 1980. Réttindi héraðsdómslög- manns 1980. Var við enskunám á Bretlandseyjum í 4 mánuði 1966. Var við náms í frönsku í 3 mánuði í Frakklandi 1970 og síðar hjá All- iance Francaise á íslandi. Hef sótt ýmis námskeið af margvíslegu tagi s.s. vegna starfa við tölvu, bókhald, stjórnun fyrirtækja, skattarétt, í logsuðu, rafsuðu og argonsuðu og sótt fjölmörg nám- skeið Lögmannafélags íslands ofl. Prófritgerð við embættispróf í lögfræði fjallaði um viðfangsefni úr flugrétti þ.e. „Réttindi og skyldur handhafa flugrekstrar- leyfis". Ég hef undanfarin 5 ár kynnt mér sérstaklega flugrétt". Um fyrri störf segir í umsókn Péturs: „Ég hef unnið flest almenn störf til lands. Var skipaður full- trúi flugmálastjóra 1. ágúst 1978—1. ágúst 1980. Skipaður varaflugmálastjóri og fram- kvæmdastjóri flugvalla utan Reykjavíkur og Keflavíkur 1. sept- ember 1980 og hef gegnt þeim störfum síðan“. MORGUNBLADH) leitaði eftir áliti flugráðsmanna við skipan Péturs Einarssonar í embætti flugmála- stjóra og sömuleiðis eftir umsögn Steingríms Hermannssonar, sam- gönguráðherra og verða svör þeirra hirt í Mbl. á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.