Morgunblaðið - 26.02.1983, Side 39

Morgunblaðið - 26.02.1983, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 39 Boðið verður uppá sérstakan rokkmatseðil Hjálmur frá tímum víkinga + Þessum hjálmi hefur verið lýst sem einhverjum merkilegasta fornleifafundi á Bretlandseyjum fyrr og síðar. Hann fannst í Copp- ergate-uppgreftrinum í Jórvík fyrir skömmu og er frá dögum vík- inga, er þeir réðust á Jórvík fyrir 1000 árum. Hjálmurinn er þó ekki af kolli víkings, heldur bardaga- manni úr röðum Engilsaxa. Grip- urinn er metinn á 750.000 dollara, ekki svo að skilja að hann sé til sölu, þvert á móti, hann verður til sýnis í víkingaaldarbænum sem verið er að reisa í Jórvík og verður opnaður innan tíðar. Supa Supersöngvarans Allt i Steik 'La Bill Hailey Pönnukökur Prestleys Verö kr. 390 um, ballettdansaranum Derek Deane. Margrét prinsessa ástfangin + Slúðurdálkahöfundar hafa allt- af úr nógu að moða þegar enska kóngafólkið er annars vegar. Það nýjasta nýtja frá þeirri fjölskyldu er að Margaret prinsessa, sem ekki hefur alltaf ratað mjóa veg- inn, er orðin ástfangin af 23 ára gömlum ballettdansara, Derek Deane að nafni, en sjálf hefur hún eitt ár um fimmtugt. Kunningsskapur þeirra er þó ekki alveg nýr af nálinni því að þau hafa þekkst í fjögur ár og hef- ur Derek oft dansað í afmælis- veislum prinsessunnar. Elísabet, systir hennar, þykir þetta út- stáelsi þyngra en tárum taki en hún hefur hins vegar nóg með sitt eigið fólk eins og dæmin sanna. Landon kynnist ástinni + Mike Landon, pabb- inn í „Húsinu á slétt- unni“, ætlar nú að fara að kvænast í þriðja sinn. Sú ham- ingjusama er Cindy Clerico, 24 ára að aldri, og á giftingin að fara fram með pompi og pragt á Hawaii. Mike Landon skildi við konu sína númer tvö eftir 17 ára hjóna- band og var ekki ann- að vitað en þau væru lukkuleg hvort með annað. Landon, sem nú er á dálítið hættu- legum aldri, 46 ára gamall, segist hins- vegar öðru vísi frá. „Áður en ég hitti Cindy vissi ég ekki hvað ást var. Hún lauk upp hjarta mínu á þann hátt, sem eng- in önnur hefur gert. Ég vil að hún verði við hlið mér alla ævi,“ sagði hann. Þau Cindy hittust þegar hún lék í nokkrum þáttum af „Húsinu á sléttunni“. Til að geta kvænst Cindy gekk Mike að öllum kröfum konu sinnar og var það mjög útlátasamt fyrir hann. Mike á fjögur börn og hafa þau öll tekið nýju konuna í sátt. Cindy Clerico og Mike Landon. Svona nokkuA hefdi aldrei getað gerst í „Húsinu á sléttunni“. + Þaö er ekki bara seladrap, sem Brigitte Bardot berst gegn meö oddi og egg, hún er líka á móti því aö kettir séu drepnir. Nýlega fóru fram réttar- höld í Frakklandi þar sem frú ein fór fram á miklar skaða- bætur vegna þess, aö Brigitte hafði kært hana fyrir að misþyrma og drepa kött. Eitthvað mun Brigitte hafa veriö fljót á sér því í Ijós kom, aö þaö var alls ekki frúin, sem haföi drepið kött- inn, heldur sonur hennar og haföi hann gert þaö á mjög mannúölegan hátt. COSPER Núna fara allir í Flónna ogdressa sig upp. ® ® Miðasala hefst í dag. AHir gömlu gódu rokkararnir mæta í Tryggið ykkur miða í tíma. Broadway og rifja upp góðu dagana. MÆTIÐ TÍMANLEGA Föstudagskvöldið 4 marz ' Nú munu eflaust margir setja á sig gamla góöa lakkrís- bindiö fara í lakkskóna og konurnar draga upp gömlu góöu rokkkjólana og allir skella sér í Broad- way því þar veröur haldin ■3IRCÆD WAY f .u., heljarrrnkil rokkhátíð eins og þær geröust bestar hér á árum áöur. Allt aö 2ja tíma skemmtiatriöi. Allir fá eitthvaö viö sitt hæfi. Margt góöra manna munu troða upp þar á meöal eru rokksöngvararnir góðu: Harald G. Haralds, Þorbergur Auöunsson, Þorsteinn Eggertsson, Astrid Jensen, Berti Möller, Anna Vilhjálmsdóttir, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórsson, Garöar Guðmundsson, Stefán Jónsson, Einar Júlíusson, og SiguröurJonny og hver man ekki eftir þessum góðu kempum. Stórhljómsveit Björgvins Halldórssonar leikur rokktónlist Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pétur Hjaltested, Harald- ur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson, Þorleifur Gíslason. Sæmi og Didda rokka Kynnir Þorgeir Ástvaldsson. fclk f fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.