Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 47 • Einn spönsku leikmannanna er sloppinn í gegn um hina slöku íslensku vörn og skorar örugglega. símamynd in Hoiiandi. ap. Bjarni Guðmundsson: „Leikurinn gegn Sviss B-keppnin í Hollandi: Stórt tap gegn Spáni í fyrsta leiknum — sóknarnýting íslenska liðsins var 39% Fré Skapta Hallgrímssyni, bladamanni Morgunblaðsins í Hollandi. ÞAD VAR aldrei spurning um þaö hvort liðiö sigraði, heldur aöeins um þaö, hve munurinn yröi mikill er íslenska liöiö lék sinn fyrsta leík í bikarkeppninni á móti Spánverjum í Breda í gærkvöldi. Spánverjar unnu mjög öruggan sigur, 16—23, og í hálfleik var staðan 9—13 eöa 4 mörk Spán- verjum í hag. Eins og sjónvarpsá- horfendur á íslandi sáu sjálfir, vantaði mikiö upp á aö leikur ís- lenska liösins gæti talist góöur. Markvarslan var nánast engin, varnarleikurinn í molum langtím- um saman og sóknarleikurinn fálmkenndur og menn mjög ragir viö að skjóta. Lítið heppnaðist af leikfléttum og fjöldi dauöafæra fór í súginn. Sóknarnýting ís- lenska liðsins var aöeins 39%, og segir þaö sína sögu. Alla stemmningu vantaöi í leik liösins, og ef barátta er ekki fyrir hendi þarf sjaidan aö spyrja aö leikslokum. Spánverjar höföu yfirburöi á flestum sviöum og markvöröur þeirra átti stórleik. Sóknarleikurinn var léttur og skemmtilegur og vörnin hreyfanleg og gaf íslensku leikmönnunum ekki mikið pláss til aö athafna sig. Spánverjar voru mun frískari í fyrri hálfleiknum og sóknarleikur ísiendinga var mjög tilviljanakenndur og alla stemmn- ingu virtist vanta í leikmenn. í upphafi leiksins kom bersýni- lega í Ijós að leikmenn beggja liöa voru mjög taugaóstyrkir, en er líða tók á leikinn voru þaö Spánverjar sem tóku hann i sínar hendur. Á átta mínútna kafla í fyrri hálfleikn- um skoruöu þeir fimm mörk án þess aö íslenska liöinu tækist aö svara fyrir sig, og var útlitiö þá allt annað en bjart. Var þetta í síðari hluta hálfleiksins eftir aö Alfreð haföi jafnaö 7—7 á 17. mínútu. En næsta mark islands kom ekki fyrr en á 25. mín. hálfleiksins er Alfreð skoraöi aftur, og þá var staöan 8—12, og sýnt hvert stefndi. í síðari hálfleiknum var þaö sama uppi á teningnum. Leikur ís- lenska liösins lagaöist ekki neitt og Spánverjar fóru létt meö aö ráöa lögum og lofum á vellinum. Kom þaö mjög á óvart hversu seint Hilmar Björnsson þjálfari íslenska liösins brá á þaö ráö aö breyta varnarleik íslenska liösins og láta taka tvo leikmenn Spánverja úr umferð. Þegar það loks var gert riölaöist sóknarleikur Spánverja nokkuð. ístendingar náöu aö minnka muninn niöur í 4 mörk og áttu möguleika á aö minnka mun- inn í 3 mörk, en gott tækifæri fór forgörðum. Þá tóku Spánverjar aftur viö sér og náðu aftur 7 marka forystu og héldu henni til loka leiksins. Þaö þarf ekki aö fara mörgum orðum um leikmenn íslenska liös- ins. Þeir léku allir langt undir getu og virtust ótrúlega viljalausir í leiknum. Er sýnt, að liðiö veröur aö spila mun betur, ef sigur á aö nást á móti Svisslendingum á morgun, sunnudag. Mörk íslenska liðsins: Kristján Arason 5, 3v., Alfreð Gíslason 3, Guömundur Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Siguröur Sveinsson 2 mörk hver. Markahæstir Spánverja voru Rutiz 5, Ruige 4, Uria 4 2v., Catal- andtz 4 og Melo 2. er upp á líf og dauða“ Spánverjar eru meö mjög sterkt liö; þeir eru líkamlega sterkir meö góöa vörn og góöan markmann. Þaö var eins aö leikmenn innst inni tryöu þvi ekki aö þeir gætu sigraö í leiknum. Orrustan er hafin en stríöiö er ekki tapað, og leikurinn viö Sviss verður upp á líf og dauöa, eins og ég hef alltaf sagt frá upphafi. Viö munum allir berj- ast viö þá og leggja höfuöáhersl- una á þann leik. Þaö var óeölilega mikill munur í kvöld í leiknum á móti Spánverjum. Þriggja marka tap heföi verið raunhæft, íslenska liðið var mjög lélegt og náöl sér alls ekki á strik“. Páll Ólafsson: „Það þýðir ekkert að gráta þetta tap“ Frá Skapta Hallgrimtayni bladamanni Morgunbladsins í Hollandi. „Það þýöir ekkert aö gráta þessi úrslit. Þaö eru tveir leikir eftir í riölakeppninni og viö reyn- um aö gera okkar besta þaö sem eftir er,“ sagöi Páll Ólafsson eftir leikinn viö Spánverja. „Þetta var mjög dauft hjá okkur og þaö virt- ist vera lítill vilji fyrir hendi að vinna leikinn. Viö vissum að þeir voru meö gott liö, en á góðum degi heföum við átt aö geta unnið þá. Spánska liðið var nokkurn- veginn eins og ég bjóst viö, markvörður þeirra var góöur. Viö undirbjuggum okkur eins vel undir leikinn eins og við gátum, og kynntum okkur leik þeirra mjög vel af myndsegulbandi, en þaö dugði ekki til. Hilmar Björnsson: „Getum ekki leikið mikið ver Hilmar Björnsson landsliösþjálf- ari sagöi að leikur islenska lands- liösins gæti ekki oröið verri. „Og ég vona að ástæöan fyrir því aö þeir spiluðu svona illa í kvöld sé sú aö leikmennirnir trúöu því ekki að þeir gætu sigrað Spánverja. Spánverjarnir léku mjög svipaö og í Danmörku. Þeir spila mjög örugg- lega og gera lítiö af mistökum. Þaö en þetta“ vantaöi alla baráttu í islenska liöiö og eins og oft þegar komiö er i svona stórkeppni er eins og leik- menn lamist af hræöslu og leiki ekki af eðlilegri getu. Og þaö er ein af höfuöástæöunum að svona illa fór í kvöld. Viö munum selja okkur dýrt á móti Svisslendingum á sunnudaginn og vonandi tekst okkur aö sigra í þeim leik". Alfreð Gíslason: Einkennandi fyrir leikinn í gær. íslenska vörnin í vandræðum. Einn Spánverjanna kominn í gegn en missir boltann. Þorbjörn og Alfreö fá ekki rönd viö reist. símamynd in Hoiiandi. ap. „Vorum búnir að byggja Oskar varpaði kúlunni 19,35 upp hræðslu í okkur Oskar Jakobsson kúluvarpari úr ÍR tók um síöustu helgi þátt í sinni fyrstu keppni frá í fyrra- haust og varpaöi kúlunni 19,35 metra. Óskar varð þriðji í keppn- inni, sem fram fór innanhúss í Forth Worth í Texas í Bandaríkj- unum. Samkvæmt heimildum Mbl. var Óskar ánægður með árangurinn, því hann hefur lítiö getaö æft kúlu- varpið í vetur vegna slæmra meiðsla í ökkla, hefur aöeins getaö styrkt efri hluta líkamans meö lyft- ingum, en ekkert reynt á fæturna. Var Óskar ánægöur meö hvernig þessi prufa kom út. Á mótinu varö Oddur Sigurðs- son KR sjöundi í 600 stiku hlaupi á rúmlega 1:12 mínútum, en þeir Óskar og Oddur unnu báöir sínar greinar á sama móti í fyrra. Oddur og félagar urðu hins vegar i ööru sæti í 4x400 metra hlaupi á 3:14,9 mínútum. Mótið var innanhúss- meistaramót háskólasvæöis þeirra. Skólinn endaöi i fjóröa sæti í stigakeppninni, þremur stigum á eftir Houston og tveimur á eftir Texas A&M. Ágás. Alfreð Gíslason sagöi eftir leik- inn aö íslenska liöiö hefði þurft aö eiga mjög góöan leik ef þaö hefði átt aö vinna Spánverja, en sá leik- ur heföi alls ekki komið, síöur en svo. Þaö var eins og vantaöi allt í leik liösins. „Viö vorum búnir aö byggja upp hræöslu í okkur fyrir leikinn, og þegar Spánverjarnir svifu fram úr í fyrri hálfleiknum var eins og liðið brotnaöi alveg niöur. Þegar illa gengur hjá okkur er eins og dauöafærin mistakist öll. Undir- búningur fyrir leikinn var góöur en hann bara dugöi ekki til. Spánverj- arnir léku mjög fast og öruggt, en viö svöruðum ekki aö sama skapi, og því fór sem fór. Þaö þýöir ekki aö leika flata vörn á móti svona léttleikandi liöi því þeir gátu gert allt sem þeir vildu fyrir utan. Þaö þurfti að fara lengra út á völlinn og taka betur á spönsku leikmönnun- um“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.