Morgunblaðið - 26.02.1983, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 26.02.1983, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Or tónlistarlifinu eftir MARGRÉTI HEINREKSDÓTTUR Hann leggur mikla áherzlu á trúnað og hollustu hljóðfæraleik- arans við tónskáldið; á nauðsyn þess að leita þess, sem tónskáldið vildi segja. Til þess þurfi meðal annars að athuga eldri útgáfur verka hans, handrit og fyrirmæli. „Ef tónskáídið segir að spila eigi einhvern kafla fortissimo, þá skal það vera fortissimo, en ekki forte eða pianissimo, — því enda þótt trúnaður og hollustan við tón- skáldið sé aðeins sá grunnur, sem listamaðurinn byggir á sína eigin sýn, eigin hugmynd um verkið, má hún aldrei eyðileggja virðinguna fyrir textanum eða því, sem tón- skáldið sjálft ætlaðist til. Sumir píanóleikarar nota tónlist og breyta henni svo, að hún henti þeirra eigin sjálfstjáningu, — það er rangt. — Hjá öðrum er virðing- in fyrir tónskáldinu svo rík, að þeir fara út í öfgar á hinn bóginn, leika ekkert nema nóturnar og það er líka rangt. Góður hljóð- færaleikari og listamaður hefst á loft af eigin ímyndunarafli, án þess að eyðileggja eðli og sann- leika verksins eins og tónskáldið sá það.“ Að öðlast alhliða þroska Claudio Arrau leggur mikið upp úr víðsýni listamannsins. „Það er aldrei nóg að vera aðeins píanó- Heldur áttræðis- aftnælið hátíðlegt með hljóm- leikaferð um allan heim Vinir, samstarfsmenn og að- dáendur hafa um árabil kallað hann „meistara", — nafngift, sem yfirleitt aðeins hljómsveitarar fá, — en í þetta sinn var brugðið út af þeirri venju. Skýringin er sögð sú, að hann hafi notið slíkrar virð- ingar og vinsælda í senn að nán- ustu aðdáendum hafi hvorki þótt við hæfi að kalla hann Claudio — það væri einum of kumpánlegt — né herra Arrau — það væri einum of stíft — svo að einhver byrjaði að kalla hann „meistara" og því var áfram haldið. Fyrr í þessum mánuði, nánar tiltekið 6. febrúar, varð meistar- inn áttræður og afmælið heldur hann hátíðlegt með óslitinni hljómleikaferð um heim allan allt afmælisárið. Er næsta víst, að hann fari í ár talsvert fram úr þeim 70—80 hljómleikum, sem hann hefur haldið á undanförnum árum. Hve marga hann hefur haldið um ævina veit enginn, ekki einu sinni hann sjálfur, en þeir eru að minnsta kosti yfir fimm þúsund, að hann telur. Afmælisferðalagið hófst við húsdyrnar i New York með sex hljómleikum þar; í marz verður hann í París og leikur Brahms- konsertana með Daniel Baren- boim, miklu eftirlæti sínu, sem stjórnanda; í apríl spilar hann í Berlín og Bonn, í maí heldur hann tónleika til stuðnings alþjóða- samtökunum Amnesty Internat- ional og síðan verður áfram haldið úr einu landinu í annað, — einni heimsálfunni í aðra. Þá mun Philips-hljómplötuútgáfan gefa út sérstaka afmælisútgáfu á 59 hljómplötum Arraus, komin er út viðtalsbók eftir Joseph Horowitz, „Samræður við Arrau", og Bretar og Þjóðverjar gera í sameiningu Claudio Arrau sjónvarpsþátt um hann í tilefni afmælisins. Tónlistarferill Claudios Arraus er næstum jafnlangur árunum hans áttatíu. Hann var ekki nema fimm ára, þegar hann spilaði opinberlega í fyrsta sinn í heima- landi sínu, Chile, fyrst í heima- borginni, Chillan, og síðan í höfuð- borginni Santiago. Þá hafði hann verið við píanónám, beint og óbeint, svo til frá því að hann gat setið við píanóið, því að móðir hans, Lucretia, hafði hann gjarn- an hjá sér meðan hún kenndi öðr- um nemendum sínum. Hún vann fyrir sér sem píanókennari eftir að hún missti mann sinn af slys- förum, þegar Claudio var ársgam- all. Drengurinn þótti fljótt mjög efnilegur og sjö ára að aldri fékk hann tíu ára námsstyrk frá ríkinu til framhaldsnáms í Evrópu. Þetta var afar óvenjulegt og var þó mik- ið um styrkveitingar stjórnvalda í Suður-Ameríkuríkjum á þeim ár- um, að hann hefur sagt, því yfir- völdum var í mun að stuðla að því, að ungt og efnilegt listafólk bergði af mennta- og menningarbrunn- um gamla heimsins, og kæmi síð- an aftur til að auðga lista- og menningarlífið heima fyrir. Fjölskylda Arraus fluttist með honum til Þýzkalands og þar var hann settur til náms hjá Martin Krause, sem verið hafði nemandi Franz Liszts. Fyrstu opinberu tónleikana þar í landi hélt hann í Berlín 1914, þá 11 ára. Krause varð hans fyrsti og eini kennari fyrir utan móðurina, en féll frá þegar Arrau var aðeins fimmtán ára að aldri og það hafði mikil áhrif á hann bæði sem listamann og ungling á viðkvæmum aldri. Trúnaöur viö tónskáldið Oft hefur verið um það rætt og ritað hve mikilvægt sé að finna tónlistarmanni upprennandi rétt- an kennara. Um þetta hefur Arrau sagt: Hann verður að vera hinn rétti fyrir nemandann á svo marg- an hátt, því að samband kennar- ans og nemandans er svo náið; það kallar á sterk tvíhliða samskipti, gagnkvæm viðbrögð og skilning. Þannig kennari varð Krause fyrir Arrau og hefur hann mjög rómað kennsluhætti hans í viðtöl- um: „Ég dáði Krause," hefur hann m.a. sagt, „og.gerði allt sem hann sagði mér. Hann kenndi mér að meta gildi snillinnar, sem hann trúði á; — tæknikunnáttan varð að vera fullkomin, en hún var samt aðeins grundvöllur þess sem meira máli skipti, að finna og fá fram innihald tónlistarinnar; grund- völlur túlkunarinnar á innsta eðli tónverksins. Meðal þess, sem hann kenndi, var, hvernig Liszt hefði leikið trillur þannig að þær væru ekki aðeins flúr, heldur skiptu máli fyrir túlkun viðkomandi tón- verks, — hraðar, hægar, sterkar, veikar, mjúkar, — allt eftir eðli tónverksins." Hann kenndi Arrau einnig að æfa tónstiga þannig, að handlegg- irnir væru eins og snákar, sem vefðust eftir hljómborðinu, svo að tónarnir bylgjuðust áfram hnökralaust, viðstöðulaust, fljót- andi. Og til að fá fyllingu í hljóma, brotna og óbrotna, skyldi stigið á pedalinn áöur en fyrsta nótan í hljómi væri slegin. „En öll svona tækniatriði eru ekki annað en tæki til tjáningar þeirrar tónlistar, sem flytja skal,“ segir Arrau. Claudio Arrau að heimili sínu í New York, þar sem hann hefur safnað að sér listaverkum og helgigripum víðsvegar úr heim- inum. leikari, — hversu „flinkur", sem hann er,“ segir hann. „Ég er þeirr- ar skoðunar að píanóleikarinn verði að þroska með sér alhliða menningu jafnframt víðtækri þekkingu og innsæi. Allir hæfi- leikar hans verða að þroskast og renna saman í persónuleika lista- mannsins og frá honum út í tón- listina, sem hann er að flytja. Það er ekki nóg að einbeita sér aðeins að músík, listamaðurinn verður að drekka í sig allan heiminn til að öðlast sem dýpstan skilning á list sinni. Þegar ég kenni," heldur hann áfram, „reyni ég ekki ein- göngu að vekja og rækta tónlist- argáfur nemandans heldur og að sýna honum fram á mikilvægi þess að öðlast alhliða menningar- legan þroska, kynnast leikhúsi, óperum, myndlist, sígildum bók- menntum, jafnvel sálfræði." Sjálfur segist Arrau aldrei hafa gengið í venjulegan skóla, en þó hlotið rækilega menntun í heima- húsum og æ síðan haldið áfram sjálfsnámi á mörgum sviðum. Ár- in eftir að Krause féll frá voru eldskírn hans í því efni; hann hélt áfram sjálfur, fór ekki til annars kennara, þótt það reyndist honum afar erfitt, einkum fyrstu árin. Um tíma fannst honum hann vera að missa fótanna, bæði sem per- sóna og píanóleikari, en greip þá til þess ráðs að leita til sálfræð- ings sem hjálpaði honum að finna sína réttu braut. Fjölbreytni viðCangsefnanna dýpkar skilninginn Claudio Arrau settist endanlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.