Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 fHwgtntliIafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakíö. Verjum þingræðið Dr. Bjarni Benediktsson segir m.a. í erindi sínu, „Þingræði á íslandi", sem flutt var í útvarpi 1956 og birt sama ár í Tímariti lög- fræðinga, „að þingræðið hafi vissulega gróið fast í íslenzk- um jarðvegi og sótt til þjóð- arinnar styrk, sem gefið hef- ur því kraft til að veita ís- lendingum forystu á mestu blómaskeiðum þjóðarinnar". Birgir ísleifur Gunnarsson, alþingismaður, vitnaði til þessa erindis, er hann fjall- aði á Alþingi um stjórnskip- unartillögu Vilmundar Gylfasonar, sem hann kvaðst andvígur í meginatriðum, og lagði þar áherzlu á það meginatriði þingræðisins, „að engan skuli skipa ráð- herra nema hann hafi stuðn- ing meirihluta löggjafar- þingsins". Tillaga Vilmundar felur í sér afnám þingræðis- ins á íslandi, sagði Birgir ís- leifur Gunnarsson. Helztu rök Birgis ísleifs Gunnarssonar gegn tillög- unni vóru efnislega þessi: • 1) Samkvæmt tillögunni er forsætisráðherra kjörinn beinni kosningu, en skipar síðan sjálfur 8 meðráðherra, án atbeina Alþingis. Þessi skipan gengur þvert á þing- ræðishefðir, sem leggja á það höfuðáherzlu, að ráð- herrar njóti meirihlutafylgis á löggjafarþingi þjóðarinn- ar. • 2) Alltof mikið vald er sett á hendur eins manns, sem felur vissulega í sér margvíslegar hættur, ekki sízt hættuna á árekstrum milli þings og ríkisstjórnar. Setjum okkur fyrir sjónir, hvern veg mál stæðu, ef þingið féllist ekki á stefnu forsætisráðherra t.d. í efna- hagsmálum, eða ef þingið neitaði um fjárveitingu til stefnumála ríkisstjórnar, eða þegar forsætisráðherra þyrfti að framkvæma lög, sem þingið setur gegn vilja hans og stefnu. Stórfelld átök milli stjórnvalda lýð- veldisins eru ekki af því góða. • 3) Þjóðkjörinn forsætis- ráðherra gerir embætti for- seta íslands óþarft, eða lítils virði, sem er miður, því það embætti er eins konar sam- einingartákn þjóðarinnar. • 4) Tillagan kallar á hinn sterka mann, sem sagan kennir okkar að hafi á stund- um verið til kvaddur, þegar stjórnkerfið er gert að blóra- böggli fyrir stjórnunar- mistök þingræðisstjórna, en slíkt hefur oftar en ekki leitt til andlýðræðislegra stjórn- arhátta. • Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttu kjördæmakerfi, er Alþingi er valið, þ.e. áfram- haldandi fjórðapartsatkvæð- um í Reykjavík og á Reykja- nesi, sem ekki er hægt að sætta sig við lengur, og geng- ur þvert á þá tímabæru áfangaleiðréttingu sem þing- flokkar hafa nú komið sér saman um. Stjórnkerfi okkar er ekki fullkomið, sagði Birgir, og ég tel að greina þurfi betur á milli löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds, en það á að gera án þess að leggja niður þingræðið. Mínar hugmyndir ganga hinsvegar í þveröfuga átt við tillögu Vilmundar Gylfasonar, sagði Birgir ís- leifur. Ég vil frekar styrkja löggjafarvaldið, Alþingi, á kostnað framkvæmdavalds- ins og ríkisstjórna. Birgir taldi bráðabirgða- lagarétt ríkisstjórna úreltan — og misnotaðan á síðari ár- um. Rangt væri að leggja svo stóran hluta löggjafarvalds í hendur framkvæmdavald- inu, eins og nú hagaði til um starfshætti þingsins. Sum lög frá Alþingi veittu og framkvæmdavaldinu of mik- ið svigrúm með reglugerð- arheimildum. Ráðherrar ættu ekki að gegna þing- mennsku samhliða ráðherra- störfum, heldur kalla inn varamenn. Þingrofsrétt ætti að færa úr höndum forsæt- isráðherra til Alþingis. Lengja ætti starfstíma þingsins. Staða og embætt- iskjör forseta þingsins ætti að gera svipuð og ráðherra. En úrbætur eiga fyrst og fremst að styrkja þingræðið, ekki veikja það. Sjúkrastöð SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið stefna nú í stórátak: bygg- ingu sjúkrastöðvar við Graf- arvog í Reykjavík, sem áætl- að er að kosti 32 m.kr. Af því tilefni efna þau til almennr- ar fjársöfnunar í formi gjafaþréfa með afborgunar- skilmálum, sem eru frá- dráttarbær frá skattskyld- um tekjum og jafnframt happdrættismiði. Bréfin eru ekki verðtryggð og vaxta- laus. Ástæða er til að hvetja landsmenn til að taka þess- ari fjársöfnun vel. Samátak sem þetta, sem á eftir að hjálpa hundruðum máske þúsundum manna úr háska til heilbrigðs lífs, er arðbær fjárfesting, mannrækt og framtak í anda kristinnar kenningar. Hér er tímabært verkefni, sem er verðugt þjóðarátaks. Frumvarp ti - greinargerð Þegar núvcrandi kjördæmaskipan komst á haustið 1959 var mesta búsetumisvægi milli atkvæða 1:3,22, milli Norður- landskjördæmis vestra og Reykjavíkurkjördæmis, þ.e. að bak við hvern Reykjavíkurþingmann vóru 3,22 sinnum fleiri kjósendur en nyrðra. í kosningunum 1979 var samsvarandi misvægi mest milli Vestfjarða- og Reykjaneskjördæmis 1:4,11. Eitt meginmarkmið frumvarps Geirs Hallgrímssonar (S), Steingríms Hermannssonar (F), Svavars Gestssonar (Abl.) og Magnúsar H. Magnússonar (A) til breytinga á stjórnarskránni er að draga úr þessu misvægi, er talið nauðsynlegt að þingmenn verði 63 í stað 60. I'ingflokkur Alþýðubandalagsins, Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem aö frumvarpi þessu standa hafa orðið sammála um eftirfarandi, auk frumvarpsflutningsins: • 1. Að leggja fram með frumvarpi þessu, sem sérprentað fylgiskjal: „Skýrslu stjórnarskrárnefndar um endurskoðun stjórnarskrárinnar“ (Reykjavfk, janúar 1983). Þetta er gert í því skyni að almennar umræður fari fram um heildarend- urskoðun stjórnarskrárinnar. Ætti almenningi þá að gefast kostur á aö tjá sig um þá endurskoðun þannig að afgreiðsla nýrrar stjórnarskrár geti orðið meö vönduðum hætti að lokinni rækilegri umfjöllun. • 2. Að beita sér fyrir aukinni valddreifingu og virkara lýðræði samhliða afgreiðslu nýrrar stjórnarskrár. Meðal annars fái sveitarfélög meira sjálfsforræði og þannig verði völd og áhrif landsmanna allra í eigin málum aukin, óháö búsetu þeirra. Jafnframt munu þingflokkarnir beita sér fyrir sérstökum aðgerðum til þess að jafna félagslega og efnalega aðstöðu manna þar sem mismununar vegna búsetu gætir helst. Helstu breytingar í stjórnarskrárfrumvarpinu eru þær, að þingsæti verða 63 í stað 60, og fellt er niður svokallaö kjördæmakjör og landskjör. Kjördæmin eru jafnmörg og óbreytt frá því sem verið hefur. Gert er ráð fyrir að bundin verði í stjórnarskrá lágmarkstala þingsæta í hverju kjördæmi en kosningalög kveði á um um skiptingu þingsæta milli kjördæma að öðru leyti. Þá er kosningaaldur lækkaður úr 20 árum í 18, miðað við aldur á kjördegi. Nú er ekki krafizt óflekkaðs mannorðs til kosningaréttar, en sú krafa verður áfram kjörgengisskilyrði. Rýmkað er um búsetuskilyrði kosningaréttar. Þeir mega kjósa, skv. frumvarpinu, sem átt hafa lögheimili hérlendis einhvern tíma á 4 síðustu árum fyrir kosningar. Mismunur í vægi atkvæða, sem var mestur 1:4,11 1979 hefði orðið mestur það ár, skv. hinni nýju skipan 1:2,56, og er þá réttur hlutur Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæma sem því nemur, og raunar einnig frá því sem var eftir kjördæmisbreyt- inguna 1959, en þá var munurinn mestur 1:3,22. Þá fylgja drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis. Greinargerð með þeim drögum fer hér á eftir: Inngangur Með frv. til stjórnarskipunarlaga um breytingu á þeim ákvæðum stjórnarskrár, sem fjalla um kosn- ingar til Alþingis, svo og frv. til breytinga á kosningalögum er stefnt að verulegri jöfnun atkvæðavægis eftir búsetu. Verður misvægi eftir búsetu heldur minna en það var fyrst eftir breytingarnar á kosningaregl- unum 1959. Jafnframt er það mark- mið með frumvörpunum að tryggja sem fyllst samræmi milli þingfylgis og atkvæðastyrks þingflokka. Er þá ekki einungis haft í huga samræmi miðað við heildarskiptingu atkvæða heldur er einnig leitast við að ná samræmi innan kjördæma. Þá er það tilgangur breytinganna á kosninga- lögum, að kjósendur geti haft meiri áhrif á röð frambjóðenda á fram- boðslistum en nú er. Enn fremur er lagt til að aldursmark kosningaréttar lækki úr 20 árum í 18 ár. Meginþættir breytingatillagnanna eru þessir: 1. Þingsæti verði 63 í stað 60 eins og nú er, en skipting landsins í kjör- dæmi verði óbreytt. Skipting þing- sæta á kjördæmi verði endurskoð- uð fyrir hverjar kosningar með hliðsjón af breytingum á tölu kjós- enda. Þó verði lágmarkstala úr hverju kjördæmi bundin í stjórn- arskrá. Samkvæmt núgildandi stjórnarskrárákvæðum er tala þingsæta bundin og er frá 5 til 12 í hverju kjördæmi. Auk þess er 11 uppbótarþingsætum úthlutað til jöfnunar milli þingflokka. Af tölu þingflokka og atkvæðastyrk ræðst hve mörg þessara sæta koma í hlut hvers kjördæmis. í reynd hafa 0—4 uppbótarsæti komið í hlut einstakra kjördæma. Samkvæmt hinni nýju tillögu hefur jöfnunin ekki áhrif á tölu þingsæta hvers kjördæmis. Einu þingsæti er þó eigi ráðstafað til kjördæmis fyrir fram heldur ræðst af kosninga- úrslitum hvaða kjördæmi hlýtur sætið. 2. Aðferð við úthlutun þingsæta á grundvelli kosningaúrslita er breytt verulega. Samkvæmt nú- gildandi lögum er sætum þeim, sem mörkuð eru kjördæmum, út- hlutað með svonefndri „reglu hæsta meðaltals", sem einnig er kennd við d’Hondt. Þykir örðugt að ná fullum jöfnuði milli lista þegar henni er beitt við úthlutun jafnfárra sæta og hér um ræðir, þ.e. 5. Ráðstöfun uppbótarsæta hefur dregið nokkuð úr þessu mis- ræmi en á fremur tilviljunar- kenndan hátt. Lagt er til í frv. að sætum sé í megindráttum úthlutað með aðferð sem í grannlöndum okkar er nefnd „regla stærstu brota", en er hér til styttingar nefnd „meðaltalsaðferð". 3. Tekin er upp ný jöfnunaraðferð til að stuðla að samræmi milli at- kvæðatölu þingflokka og þing- styrks. Eins og áður segir eru nú 11 þingsæti, uppbótarsætin, notuð í þessu skyni. Að lokinni úthlutun 49 kjördæmasæta er uppbótarsæt- unum 11 skipt milli þingflokka á grundvelli heilarfylgis á landinu öllu. Fer sú skipting fram eftir reglu d’Hondts. I þeim kosningum, sem farið hafa fram á gildistíma núverandi ákvæða, hefur þó skort allnokkuð á jöfnuð milli flokka. Hefði þurft 2—6 uppbótarsæti til viðbótar til þess að fullur jöfnuður næðist. Þá er það annmarki á nú- verandi fyrirkomulagi að úthlutun uppbótarsætanna er ekki í beinum tengslum við úthlutun sæta í kjör- dæmum. Getur því uppbótarsæti lent hjá framboðslista án veru- legra tengsla við atkvæðafylgi hans í kjördæmi, enda eru uppbót- arþingmenn ekki bundnir við kjör- dæmi sín heldur nefndir lands- kjörnir þingmenn. Með breyt- ingartillögunum er leitast við að koma á jöfnun milli flokka með úthlutun innan kjördæmanna. Kosningaúrslit á landinu öllu hafa þá nokkur áhrif í kjördæmunum. Þess er þó gætt að þau áhrif verði lítil í fámennustu kjördæmunum. Er allt að fjórðungur þingsæta hvers kjördæmis háður jöfnunar- ákvæðum. Jöfnunarsæti er því 1 í hverju kjördæmi utan Suðvestur- lands, en 2—3 í Reykjaneskjör- dæmi og 3—4 í Reykjavík eða alls um 13. Auk þess er eitt sæti óbundið kjördæmum eins og áður segir. Jöfnunarsætum þessum er skipt á milli þingflokka á sama hátt og nú er. 4. I frv. eru rýmkaðir möguleikar kjósenda til áhrifa á það hverjir frambjóðendur ná kosningu af hverjum lista. 5. Þá eru í frv. gerðar breytingar á skilyrðum kosningarréttar til samræmis við breytingar á 33. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal annars er aldursmark iækkað úr 20 árum í 18 ár. 6. Meðal annarra nýmæla í frv. má nefna að framboðsfrestur er stytt- ur um eina viku. Þá er verksvið landskjörstjórnar vikkað en dregið úr hlutverki yfirkjörstjórna að sama skapi. Vísast um þessi ný- mæli til athugasemda við einstak- ar greinar. 1., 2. og 3. þætti verða gerð ræki- legri skil hér á eftir. Einstakra greina frv. verður getið eins og ástæða þykir til. Þá er fylgiskjal er sýnir hvert skref i úthlutun þingsæta samkvæmt ákvæðum þessa frv. á grundvelli úrslita í alþingiskosning- um-1979. 1. Skipting þingsæta á kjördæmi Skv. 5.-6. gr. frv. þessa og í sam- ræmi við 1. gr. frv. um stjórnarskip- unarlög er ráðgert að þingmenn verði 63 en kjördæmi hin sömu og nú eða 8 talsins. I stjórnarskrá verið tilgreind lágmarkstala þingsæta í hverju kjör- dæmi. Samtals verði 54 þingsætum ráðstafað á þann hátt. Af þeim hljóti Reykjavík 14 þingsæti, Reykjanes 8, Norðurland eystra og Suðurland 6 hvort og önnur kjördæmi 5 þingsæti hvert. I frv. þessu um breytingu á kosningalögum er fjallað um ráðstöf- un þeirra 9 sæta sem þá eru eftir. Eitt þessara sæta er óbundið kjör- dæmum, en ætlunin er að hinum 8 sé skipt fyrir hverjar kosningar milli kjördæmanna til að jafna vægi at- kvæða. Við þá skiptingu er lögð til grundvallar tala kjósenda á kjörskrá í hverju kjördæmi í næstu kosningum á undan. Er því ávallt vitnað í upp- hafi hvers kjörtímabils hver muni verða skipting þingsæta í næstu kosningum til Alþingis. Reikniaðferðinni, sem beitt er við framangreinda skiptingu, svipar til þeirrar aðferðar sem notuð er við skiptingu uppbótarsæta milli þing- flokka í giídandi kosningalögum. Tölu kjósenda í hverju kjördæmi er deilt með sérstökum deilitölum og sætum síðan raðað á kjördæmin eftir lækkandi útkomutölum. Væri farið eins að og við skiptingu uppbótar- sæta ættu deilitölurnar í kjördæmi sem þegar hefur hlotið 5 þingsæti, að vera 6, 7, 8, 9 o.s.frv. Nú eru þingsæt- in 8 á hinn bóginn ekki nægilega mörg til þess að unnt sé að jafna vægi atkvæða til fulls. Þykir því eðlilegt að þannig sé skipt að vægi atkvæða minnki eftir því sem kjördæmi hafi fleiri kjósendur. Þessu er náð fram með deilitölum sem taka stærri skref en þær fyrrgreindu, þ.e. töiunum 11, 15, 19, 23 o.s.frv. I töflu I á fylgiskjali með frv. þessu kemur fram hvernig þessari skipti- reglu hefði verið beitt fyrir kosn- ingarnar 1979 (og þá á grundvelli kjósendatölu frá kosningunum 1978). Verði frv. þetta að lögum má ætla að í fyrsta sinn, sem reynir á ákvæði þess í kosningum, verði skipting þingsæta miðuð við tölu kjósenda í apríl 1983. Þær kjósendatölur eru ekki tiltækar nú, en t.ala kjósenda i bæjar- og sveitarstjórnarkosningum 1982 ætti að gefa góða vísbendingu. Miðað við tölur úr þeim kosningum yrði skipting þingsæta þessi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.