Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 21

Morgunblaðið - 26.02.1983, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 21 Mikið leitað til kvennaat- hvarfsins en fjárhagsstaða þess er veik NEYÐARSÍMI kvcnnaathvarfsins var lokað dagstund nýlega vegna ógreiddra símareikninga, sem stafar af fjárskorti athvarfsins. „Þetta kom sér illa vegna þess að þörfin fyrir athvarfið er mjög mikil og miklu meiri en við gerðum ráð fyrir í upp- hafi,“ sagði Anna M. Hreinsdóttir starfsmaður kvennaathvarfsins í við- tali við Mbl. „Rekstrarfé kemur eingöngu frá félögum og einstaklingum en von er á framlagi frá ríki og sveitar- félögum og mun það ganga til kaupa á framtíðarhúsnæði," sagði Anna ennfremur. „Viljum við vekja athygli fólks á mikilvægi kvennaathvarfsins og þeim sem vilja styrkja okkur er bent á að póstgírónúmer okkar er 44442-1, sagði Anna M. Hreins- dóttir að lokum. Drætti frest- að í Happ- drætti IOGT FRESTAÐ hefur verið drætti í happdrætti IOGT til 20. marz, en ágóði af happdrættinu fer til efl- ingar barnastarfs innan IOGT. Frá þessu er skýrt i fréttatilkynn- ingu, sem Morgunblaðinu barst. Ólafsvík: Tölvunámskeið Olafsvík, 22. febrúar. ÞESSA dagana gengst Grunnskóli Ólafsvíkur fyrir tölvunámskeiðum í samvinnu við Tölvuskól- ann Framsýn. Að sögn Gunnars Hjartarsonar, skólastjóra Grunnskólans, hafa þessi námskeið verið vel sótt og nýjung þessi mælst vel fyrir. Boðið er upp á tvenns konar námskeið: Almennt grunnnámskeið þar sem farið er yfir grundvallar- atriði tölva, tölvuvinnslu, forritun o.fl. Hins vegar er svo framhaldsnámskeið sem nefnist BASIC, en þar er kennd notkun forritun- armálsins BASIC. Námskeiðin eru helgar- námskeið og standa því skemur en samskonar námskeið sem Framsýn efnir til í Reykjavík. Fyrirhugað er samskonar námskeiðshald á Hellis^ sandi. Helgi STUÐNINGSFÓLK SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI Takið þátt í prófkjörinu «g tryggið ELLERT EIRÍKSSYNI öruggt sæti á framboðslista flokksins SAMTAKA TIL SIGURS TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.