Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 Minning: Vignir Brgnjólfs son, Brúarlandi Skammt er oft milli lífs og dauða, en hlýða verðum við kall- inu þegar það kemur. Erfitt er að átta sig á umskiptunum þegar þau verða óvænt og Snögglega. Ekki bjóst ég við því að eiga það eftir að standa við gröf Vignis Brynjólfs- sonar vinar míns og nágranna. Hann dó snögglega í sjúkrahúsinu á Akureyri 26. janúar sl. 56 ára gamall. Kvaddur var hann í Eg- ilsstaðakirkju 3. febrúar að við- stöddu fjölmenni og færður til grafar að.Ekkjufelli í Fellum. Fæddur var Vignir á Þrándar- stöðum í Eiðasókn 22. apríl 1926. Móðir hans var Friðgerður Gunn- arsdóttir bónda að Völvuholti í Mjóafirði, Gunnar var Sigfússon og bróðir Gísla Sigfússonar er bjó að Meðalnesi í Fellum. Móðir Frið- gerðar var Anna Jónsdóttir Ein- arssonar prests í Vallanesi. Frið- gerður átti síðan Kristin Magnús- son bónda á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, var síðari kona hans. Faðir Vignis var Brynjólfur bóndi á Ekkjufelli í Fellum Sigbjörnssonar bónda þar Björnssonar. Brynjólfur kvæntist síðan Sólveigu Jónsdóttur bónda á Fossvöllum, móðir hennar var Guðrún systir Sigurbjörns á Ekkjufelli, þau Brynjólfur voru því systkinaþörn. Vignir ólst upp á Ekkjufelli hjá föður sínum og stjúpu ásamt börnum þeirra, hálfsystkinum sin- um, en þau eru fjögur. Sigbjörn kaupmaður, Hlöðum í Fellum, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Gjögri í Strandasýslu, þau eiga sex börn. Grétar bóndi á Skipa- læk, kvæntur Þórunni Sigurðar- dóttur frá Sólbakka í Borgarfirði eystri, þau eiga þrjú börn. Þórunn gift Magnúsi Guðmannssyni bæj- arverkfræðingi í Njarðvíkum, þau eiga eitt barn. Sigrún gift Sigur- jóni Gíslasyni trésmíðameistara frá Bakkagerði í Reyðarfirði, bú- sett í Fellabæ, þau eiga tvö börn. í uppvexti sínum vandist Vignir að sjálfsögðu öllum venjulegum störfum í sveit og var útsjónar- samur og duglegur í starfi hvert svo sem það var. Snemma hneigð- ist hugur hans að vélbúnaði í starfinu. Hann óx upp á þeim ár- um þegar bændur fóru að taka vélar í sína þjónustu. Smám sam- an hurfu hand- og hestverkfæri, en í staðinn komu vélknúin tæki. Það átti vel við Vigni að fara höndum um slík tæki og halda þeim gangandi. Ungur vann hann um skeið hjá vegagerðinni og fleirum með vörubíl sinn og sem vélstjóri á veghefli. Hann eignað- ist einnig „trukk“-bíl og útbjó hann með ámokstursskóflu, gat hann þannig létt og flýtt malar- mokstri á bíla, frá því sem þekkt- ist með handverkfærum. Ekki sat Vignir mikið á skólabekkjum um ævina. Skyldunámi lauk hann í barnaskóla og kynnti sér eitthvað meðferð véla á námskeiðum, en sjálfur nam hann af bókum sem hann eignaðist, sér í lagi um vélar og búnað þeirra. Vignir kvæntist Asdísi, f. 25.04. ’27, Þórðardóttur bónda í Hvammi á Völlum Helgasonar. Móðir Ás- dísar og kona Þórðar í Hvammi var Vilborg Guðmundsdóttir frá Stærribæ í Grímsnesi, hún andað- ist 13. jan. síðastliðinn. Þau Ásdís og Vignir bjuggu fyrst á Ekkju- felli fá ár, en á árunum 1952—1954 reistu þau býlið Brúarland í landi Ekkjufells og bjuggu þar siðan. Býlinu fylgdi nokkur landspilda og til að byrja með höfðu þau kú og nokkrar kindur, en fljótt lagðist sá búskapur niður. Þegar í upp- hafi búskapar á Brúarlandi kom Vignir sér upp skála, þar sem hann kom fyrir eigin bifvélaverk- stæði er hann rak síðan og vann við öllum stundum. Færðist sá rekstur í aukana hin síðari ár með sólningu hjólbarða o.fl. Vignir var opinn fyrir öllum nýjungum varðandi vélar og tæki og kynnti sér bækur um þau efni og fann gjarnan sjálfur upp ýmis- legt viðvíkjandi vélbúnaði. Hjálp- semi Vignis var einstök, það þekktu nágrannar hans og fleiri: „Þú verður vinur að hirða vel vél- arnar þínar, þær eru hluti af sjálf- um þér,“ sagði Vignir við mig ein- hvern tíma sem oftar er ég þurfti á hjálp hans að halda við að halda gangandi jarðvinnslu- eða hey- vinnuvélum mínum. Vignir var hugmyndaríkur á öll- um sviðum, hugsaði um margar hliðar mannlífs og hafði þá eigin- leika að geta hrifist og undrast sköpunarverkið allt frá blómkrón- um til háþróaðrar véltækni. Vign- ir fylgdist vel með öllum fram- kvæmdum og var gefinn fyrir að vera sjálfur sinn herra, þannig að stofna ekki til starfsemi sem gæti náð inn á annarra svið. Áhugi Vignis beindist allur að vinnu og verkmenningu, en hann leiddi hjá sér að taka þátt í félags- málastörfum eða setu í nefndum í sambandi við þau. Hann unni sér aldrei hvíldar, en leitaðist við að auka og efla fyrirtæki sitt með ráðum og dáð til þess að geta veitt betri og ódýrari þjónustu, enda var lífsstarf hans allt þjónusta við samferðamennina. Hugur hans stóð ávallt til þess að auka umsvif í starfinu og leggja í frekari fram- kvæmdir, en fjárskortur hamlaði oft, þannig að seinna gekk en hug- urinn girntist og vert hefði verið. Það átti við um Vigni að hann væri „þéttur á velli og þéttur í lund, þrautgóður á raunastund". Hann var dagfarslega prúður og góður félagi, tók þátt í saklausu gamni á gleðistundum og var sjálfkjörinn í skemmtinefndir þorrablóta í sinni sveit. Hann sýndi nærgætni og hugulsemi þeim er áttu um sárt að binda. Börn þeirra Ásdísar og Vignis eru fimm, öll mannvænleg og mynd- arleg, þau eru: 1. Brynjólfur vélvirki, fæddur 18.3. 1947, kvæntur Hönnu Eir- íksdóttur frá Akranesi, þau eiga þrjú börn. 2. Sólveig kennari, fædd 26.1. 1949, gift Einari ólafssyni, skóla- stjóra, Ásgarði í Kjós, þau eiga þrjú börn. 3. Þóra Vilborg, fædd 18.6. 1950, gift Guðmundi Þorgrímssyni nema í rafvélavirkjun, Reykjavík, þau eiga eitt barn. 4. Gunnar Friðgeir, fæddur 5.4. 1954, hann er útskrifaður úr verzl- unarskóla. Sambýliskona hans var Eygló Gunnþórsdóttir frá Fá- skrúðsfirði, þau slitu samvistum, eiga þrjú börn. 5. Vignir Elvar, fæddur 19.7. 1964, er við nám í Menntaskóla Egilsstaða. Þeir Brynjólfur og Gunnar reka bílasölu og verzlunina Fell sf. í Fellabæ. Barnabörnin öll eiga hlýjar og góðar minningar um afa sinn, hann var barngóður maður. Með þessum fáu línum kveð ég Vigni og þakka honum samfylgd- ina. Votta ég Ásdísi, börnunum, barnabörnunum og öðrum ætt- ingjum og vinum samúð mína og bið þeim blessunar guðs. Helgi Gíslason + Móðir okkar, HELGA INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, andaðist aö dvalarheimiiinu Droplaugarstööum 25. febrúar. Kristján Guölaugsson, Ásmundur Guðlaugsson, Aðalsteinn Guölaugsson, Jóhanna Sólveig Guölaugsdóttir. t Eiginkona mín, SÓLEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunbæ 50, lést fimmtudaginn 24. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Eyjólfur Þ. Jakobsson. t Eiginmaður minn og faöir okkar, HERBERT JOSEFSSON-PIETSCH, gleraugnafræöingur, lést i Landspítalanum 25. febrúar. Fríður Guömundsdóttir, Hilmar Herbertsson, Hans Herbertsson. t Jaröarför JÓHÖNNU GUDNYJAR PÁLSOÓTTUR frá Kirkjubóli, Korpudal, Önundarfiröi, fer fram frá Neskirkju, mánudaginn 28. febrúar nk. kl. 15. Anna Hannesdóttir Scheving, Georg Scheving, Berglind Scheving, Stefán Scheving, Jóhanna Scheving, Knútur Einarsson, Katrín Knudsen Knútsdóttir. t Þökkum af alhug öllum þelm er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSTBJARTAR ODDLEIFSDÓTTUR, Haukholtum, Hrunamannahreppi. Guö blessi ykkur öll. Þorsteinn Loftsson, Oddleifur Þorsteinsson, Elín Kristmundsdóttir, Loftur Þorsteinsson, Hanna Lára Bjarnadóttir og barnabörn. + Utför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÓLAFAR MAGNÚSDÓTTUR, Digranesvegi 74, Kópavogi, verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1. marz kl. 13.30. Blóm afþökkuö, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vin- samlega bent á líknarfélög. Hörður Sigurjónsson, Magnús Haröarson, Sigurdís Haraldsdóttir, Kristján Haröarson, Sigríöur Harðardóttir, Elísabet Haröardóttir, Höröur Harðarson, Skúli Magnússon, Helga Jóhannesdóttir, Magnús Magnússon, Einar Tómasson, María Davíðsdóttir, Jean Magnússon, Guðmundur A. Magnússon, Svavar Scheving Jónsdóttir og barnabörn. Anna Guðmundssdóttir — Minningarorð í dag er til grafar borin frá Grenivíkurkirkju Anna Guð- mundsdóttir. Á skilnaðarstund vakna kærar endurminningar. Ég mun ætíð minnast þess með hve mikilli hlýju mér var tekið, þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili Önnu og manns hennar, Þorbjarn- ar Áskelssonar. Reyndar finnst mér nú eins og ég hafi aldrei kom- ið ókunnugur í hús hennar, þar var mér jafnan tekið sem syni. Nærri má geta að oft hafi verið annasamt á heimilinu, börnin voru sex, húsmóðirin jafnframt ljósmóðir í sveitinni og húsbónd- inn oft af bæ vegna verka sinna. Samt virtist Anna geta sinnt öllu og öllum án asa. Börn hændust að henni og hún hafði einstakan hæfileika til þess að blanda geði við þau og hafa með sér í verki. Henni var lagið að skapa kyrrð og ró í kringum sig, og sá bragur ríkti í húsi hennar jafnt í Ægissíðu á Grenivík sem í Reykjavík eftir að hún fluttist þangað að manni sín- um látnum. I Reykjavík bjó hún í skjóli Guðmundar, elzta sonar síns og konu hans, Auðbjargar Ingimundardóttur. Hjá Önnu var miðstöð fjölskyldu hennar og til hennar mikið leitað, ekki sízt áttu barnabörnin jafnan hjá henni ást- úðlegt athvarf. Anna hafði bjartan svip, augun brún og skær, hárið mikið og dökkt og hélzt svo til dánardags, en hún lezt í Landspítalanum 18. febrúar 1983. Anna Guðmundsdóttir var fædd 30. maí 1907, elzt sex dætra Guð- bjargar Ingimundardóttur frá Brekku í Núpasveit og Guðmund- ar Guðmundssonar, bónda og kennara í Nýjabæ í Kelduhverfi. Mjög kært var með Önnu og systr- um hennar og samheldni þeirra mikil alla tíð. Að loknu heimanámi gekk Anna á Laugaskóla í Reykjadal. Að hon- um loknum fór hún tvítug að aldri til náms í Ljósmæðraskólanum í Reykjavík hjá Guðmundi Björns- syni, landlækni, og Þórunni Ást- ríði Björnsdóttur, ljósmóður. Haustið 1928 tók hún við ljós- móðurstarfi í Grýtubakkahreppi. Ljósmóðurstarfinu gegndi hún af alúð og samvizkusemi í þrjátíu og fimm ár. Hlutverk ljósmæðranna í afskekktum sveitum fyrir tíma greiðra samgangna var mikilvæg- ara en flestir gera sér ljóst. Við misjafnar aðstæður leystu þær af hendi líknarstörf, sem vert er að minnast. Starfinu fylgdu oft erfið ferðalög, og að lokinni erfiðri ferð gat beðið vandasamt verkefni. Því reyndi mikið á röskleika, kjark og úrræðasemi ljósmóðurinnar. Þessa eiginleika hafði Anna Guð- mundsdóttir til að bera. Hún átti miklu trausti og ástríki að fagna í sínu umdæmi og mundi öll sín ljósubörn. Anna giftist Þorbirni Áskels- syni, útgerðarmanni á Grenivík, 25. september 1932. Saman unnu þau mikið starf, bæði sínu heimili og sinni byggð og greiddu götu margra. Þorbjörn fórst í flugslysi á Oslófirði á páskadag 1963. Anna bar sinn þunga harm í hljóði og huggaði aðra, sem um sárt áttu að binda. Anna og Þorbjörn eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi; Guðmund, kvæntan Auðbjörgu Ingimundar- dóttur, Njál Svein, kvæntan Jónu Jónsdóttur, Laufeyju, gifta þeim sem þetta skrifar, Guðbjörgu, gifta Jónasi Matthíassyni, Sigríði Helgu, og Guðrúnu, gifta Guð- mundi Sigurðssyni. Barnabörnin eru nú þrettán. Þau sakna vinar í stað. Tveimur þeim elztu hjálpaði hún sjálf í heiminn með sínum nærfærnu ljósmóðurhöndum. Öll eiga þau um hana hlýjar minn- ingar, og muna bezt hve mild hún var þeim og góð. Minningin um Önnu er dýrmæt. Hún vann vel sín verk í kyrrþey og miðlaði öðrum alla sína daga. „Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna — og bráðum kemur eilíft vor.“ 26. febrúar 1983. Jón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.