Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1983 3 Mikil eining innan NATO Bandarískur ráðherra á beinni símalínu með ísl. fréttamönnum FYRSTI Fundur ísl. frétta- manna á beinni símalínu með manni erlendis fór fram í Menningarstofnun Bandaríkj- anna á fimmtudag. Rætt var við Richard R. Burt, aðstoðarutan- ríkisráAherra Bandaríkjanna, en hann hefur Evrópumál á sér- sviði sínu. Fréttamenn frá ís- lenzku dagblöðunum en einnig útvarpi og sjónvarpi tóku þátt í fundinum og spurðu ráðherrann margvíslegra spurninga. Fundurinn byrjaði með því, að Burt flutti inngangserindi af myndbandi, sem tekið var upp fyrir tveimur dögum í Washington, en síðan sent hingað til lands. Þar reifaði ráðherrann ýmis mál, efni varðandi samskipti Banda- ríkjanna og íslands, en síðan gátu fréttamennirnir spurt hann símleiðis, margvíslegra spurninga, þar sem hann var staddur í Washington. Kichard R. Burt, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sem sat fyrir svörum hjá blaðamönnum. Burt var m.a. spurður að því, hvort nú ríkti meiri óein- ing innan Atlantshafsbanda- lagsins en í annan tíma og svaraði hann því neitandi. Samstaðan innan NATO væri engu minni nú en áður. Víst væru til staðar skiptar skoð- anir um sum mál. NATO væri hins vegar ekki Varsjár- bandalagið. NATO væri bandalag fullvalda og sjálf- stæðra ríkja, þar sem enginn segði öðrum fyrir verkum. Þegar litið væri á NATO í heild, þá væri eindrægni inn- an þess sennilega meiri og betri nú en nokkru sinni síð- ustu 20 ár. Nánar verður skýrt frá þessum fundi Richard R. Burts með íslenzkum frétta- mönnum síðar hér í blaðinu. Frá fyrsta símalínufundi frétta- manna, sem haldinn er hér. Á fundinum, sem fram fór í Menningarstofnun Bandaríkj- anna við Nesveg í Reykjavík, var rætt við Richard R. Burt í Washington. Á myndinni eru talið frá vinstri: Kenneth Yat- es, fulltrúi hjá Menningar- stofnuninni, Marshal Brement, sendiherra USA, Einar Sigurðs- son, fréttamaður útvarps, Guð- mundur Pétursson, fréttamað- ur DV, Bogi Ágústsson, frétta- maður Sjónvarps, Jón Krist- jánsson, fréttamaður Tímans, Magnús Sigurðsson, fréttamað- ur Morgunbl. og Ólafur Gísla- son, fréttamaður Þjóðviljans. Hafnarfjarðarbær hugleiðir kaup á klaustrinu í Hafnarfirði HINN 10. janúar sl. leitaði Karmelíta- reglan eftir því við bæjarstjórn Hafn- arfjarðar að hún hugleiddi kaup á klaustrinu í Hafnarfirði. En eins og kunnugt er hafa nunnurnar hætt klausturlífi hérlendis sakir þess hvað reglan hér var orðin fáliðuð. Guðbjartur Ólafsson bæjarritari sagði, að eiígin ákvörðun hefði enn verið tekin um kaup á klaustrinu, en bæjarverkfræðingar hefðu skoð- að húsið, og komist að þeirri niður- “ stöðu að það væri i góðu ásigkomu- lagi miðað við aldur, en fyrsti áfangi hússins var byggður 1939, en seinna var byggt við 1955 og 1965. Klaustrið hefur í kringum 1.200 ferm gólfflöt. Guðbjartur sagði að málið yrði afgreitt einhvern tíma á næstu vikum. Um það í hvað húsið yrði nýtt ef af kaupum yrði, sagði Guðbjartur að ein hugmyndin væri sú, að þarna yrði tónlistarskóli, en Tónlistarskóli Hafnarfjarðar á við mikinn húsnæðisvanda að etja. Fjögur sækja um stööu fréttamanns FJÓRIR umsækjendur eru um stöðu fréttamanns við útvarpið. Staðan er auglýst frá 15. marz næstkomandi og í sex mánuði. Umsækjendur eru Atli Stein- arsson, Birna Þórðardóttir, Stef- anía Sigríður Bjarnadóttir og Þorgrímur Gestsson. Umsóknirn- ar voru lagðar fyrir fund út- varpsráðs í gær og verður vænt- anlega gengið frá ráðningu í stöð- una í næstu viku Rallye d’Islande: Umsóknin komin í GÆRMORGUN barst dómsmálaráðuneytinu umsókn frá rallýskipuleggj- andanum franska, Jean-Claude Bertrand, um að halda hér á landi alþjóðlegt rallý í ágústlok. Bcrtrand hefur unnið ötullega að því sl. ár að koma þessari rallýkeppni á hér á landi, og hefur m.a. látið dreifa auglýsingaplakati um keppnina um alla Evrópu. Örn Sigurðsson hjá dómsmála- ráðuneytinu sagði að sér fyndist þetta heldur geyst af stað farið hjá Frakkanum, að auglýsa keppnina áður en hann hefur fengið tilskilin leyfi til að halda hana. „En okkur skilst að það hafi tekið óvenjulega langan tíma að vinna umsóknina og því hafi dreg- ist að senda hana inn,“ sagði Örn. „Ef við sjáum ekkert athugavert við umsóknina munum við veita leyfið, en með þeim fyrirvara þó, sem alltaf er hafður, að Vegagerð- in, ásamt lögreglustjórum og sveitarstjórnum þeirra svæða sem leiðin Iiggur um, hafi ekkert við umsóknina að athuga." Birgir Sigurðsson hjá Ferða- málaráði sagði, að Ferðamálaráð hefði ekki haft nein afskipti af þessu máli, en fyrir skömmu hefðu komið til sín nokkrir Frakkar með upplýsingar um skipulag keppn- innar og leiðarlýsingu. Hins vegar hefði Ferðamálaráð ekkert gert til að kynna keppnina. Fiskteningar, físk- bollur, skreið eða saltfískur til Ghana NÚ NTENDUR yfir fjársöfnun meAal landsmanna til hjálpar Ghanamönnum. Ákveðið er að nota það fé, sem safnast til kaupa á íslenzkri framleiðslu og senda til hinna hjálparþurfi. Ekki er enn Ijóst á hvern hátt söfnunarfénu verður varið né heldur hversu mikið fé verður til ráðstöfunar. Meðal þess, sem rætt hefur verið, er að kaupa niðursuðuvörur, og þá koma fiskbollur helst til greina, skreið, herta þorskhausa eða saltfisk. Guðmundur Einarsson. fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, hélt í gær til Póllands og þaðan liggur leiðin til Genfar í Sviss. í farteski Guðmundar eru ýmis sýnishorn af þeim vörum, sem íslenzk fyrirtæki og stofnanir hafa boðið til sölu vegna Ghana- söfnunarinnar. Meðal annars eru fiskteningar, sem unnir eru úr möluðum þorskhausum. Gunnlaugur Stefánsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar sagði í gær, að mörg fyrirtæki hefðu snú- ið sér til söfnunaraðila og m.a. boðist til að gefa skreið. Engin ákvörðun hefði enn verið tekin um hvað keypt yrði. í hjálparbeiðni vegna ástandsins í Ghana hefði áherzla verið lögð á matvæli og lyf, og ljóst væri, að þörfin fyrir hjálp væri gífurleg. Á næstunni væri búist við að fjöldi hinna þurf- andi ykist mjög, og að aðstoða þyrfti um eða yfir 2 milljónir manna fram í september. Gíró- reikningur Ghanasöfnunarinnar er 46000-1. Opið í dag til kl 4 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eða seljum hann fýrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖCCURHR SAAB UMBODID BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.